28.8.2009 | 09:25
Nýr dagur ...
... Hann ýtti blíðlega við mér. Föstudagurin í nýju landi þar sem ferskt andrúmsloftið tældi konukropp frammúr.
Það er munur á því að vera í tæpl. 40°C og renna svo niður í 16° eða svo, Íslandið eina fagra svo yndislega ljúft og notalegt.
Sonur minn spurði um leið og hann opnaði augun, "Er snjór úti" hehehe ... elskar snjóinn þessi elska enda lítið af honum við sólarstrendur. Dóttlan punntar sig og við gömlin erum tilbúin að takast á við daginn.
Best að kíkja út í náttúruna og slökkva á tölvunni. Kærleikur til þín sem lítur hér inn :-)
26.8.2009 | 22:25
Í nóttinni býr dagur draumalands .... susss
.... Sussið er róandi, sefar þreytt konuhjarta.
Orð af orði sem röðuðu sér haganlega eftir hugsun konunnar. Konan vissi það að orðin mynduðu setningarnar sem flugu af vörum hennar. Hún var þreytt og lét hugsanir sínar glymja í höfði sér og taldi kindur með lokuð augun.
Nóttin kom og vafði sig um vanga hennar og stjörnurnar dilluðu sér glatt, tældu hana í nýjan heim
Miðvikudagur á enda, þegar ég spái í hvernig dagurinn leið þá sveif hann framhjá mér á ógnarhraða. Rétt eins og ég væri áhorfandi á fótboltaleik, ein tuðra og fullt af berum lærum ... kanski ég telji læri í stað kindanna er stökkva framhjá í gríð og erg.
Ilmur lótusblómanna fylla vitin á meðan augnlokin þyngjast, karlinn í tunglinu glottir og sendir fingurkoss. Það er komin nótt.
22.8.2009 | 14:39
Kjóllinn var sem fegursti dagur ...
... svo fagur að klæðin geisluðu ljóma sálarteturs.
Orðin falla af himni, þeim eina sem umvefur tifandi hjartað. Í gær lagðist ég sæl á koddann minn og knúsaði kallinn minn. Í morgun tók svo við nýtt líf á nýjum degi.
Að vakna í nýjan dag er svo góð tilfinning, ákveða að vera eins dugleg og líkaminn þorir og leyfir. Í morgun vöknuðum við gömlin snemma og drifum okkur i hjólreiðar og svo hélt konukroppur áfram og steig skíðavélina af kappi. Bara gaman að vera með þessa nennu. Er á meðan er!
Ég var með ör litla einkasýningu í morgun og völdu hjónin sér þessar 2 flísar. Mikil hamingja að komast á nýtt heimili ........
Allt í einu sækir mikill doðasvefn á kjéddlinguna en ég tími varla að leggja mig, gamlinn minn glammrar á gítarinn, dóttlan spáir í ljosmyndasamkeppni og ungherrann i leik.
Lífið er gott á laugardegi, vonandi áttu góðan dag með ljúfu fólki.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2009 | 15:38
Valencía ...
... augun voru hæg í bítið, farsíminn vakti mig með ljúfum tón og ég fann að það var þreyta í kroppnum. Var ákveðin að ná 6 tíma svefni en náði ekki nema 5 tímum nú þriðja sólarhringinn í röð.
Við klæddum okkur og krakkarnir fengu sér morgunmat, ég gaf fuglinum að borða og vökvaði allar plönturnar, græjaði mig og fékk mér jógúrt í morgunmat. Við drifum okkur af stað á lestarstöðina í Alicante og stigum í lestina klukkan 09:20 tilbúin að takast á við nýjan dag á nýjum stað.
Við vorum komin um 11:00 leytið til Valencíu og þar tók elskan mín á móti okkur og við fórum sem leið lá á hótelið og svo beina leið á spítalann til að heimsækja tengdapabba sem braggast vel. Læknirinn sagði að hann væri hraustur og mætti halda að hann væri útlendingur, "como un caballo" ... jebb, eins og hestur, hvorki meira né minna.
Eftir heimsókn á spítalann var haldið á hótelið og smá síesta tekin en tengdamamma varð eftir hjá elskunni sinni. Í kvöld þá fórum við og knúsuðum tengdó og heldum siðar i miðbæjinn og fengum okkur snarl.
Nóttin tekur á móti okkur og úti dynja flugeldar. Það skyldi þó ekki vera að það sé einhver hátíð i gangi? Nú er hins vegar komið að háttartíma og nýr dagur bíður handan augnlokanna.
Flamenco fuglar, yndislega fallegir.
Börnin voru heilluð af Gorillunni.
1.stk Gíraffi ;-)
Sætu tengdó
Dóttlan og Andrea frænka.
Feðgarnir
Svo kom nýr dagur í núinu og lífið heldur áfram för sinni. Útlit er fyrir að tengdapabbi komi heim fyrir helgi en það veltur töluvert á því hvernig súrefnis mælingin kemur út en við krossum bara fingur.
Það var gott að koma heim til Alicante eftir hitamollulega Valencíu. Borg sem ég mæli hiklaust með því þar er margt að sjá. Mertóinn heillaði soninn sem og dýragarðurinn, miðbæjarkjarninn iðandi af lífi, allskona fólki sem hægt er að tengja við gjörvalla flóru mannlífs. Bara yndislegt að hafa fengið svona mini vacaciónes, hitt FJallið og heimsótt tengdó! Lífið er vissulega gott. Lífið er eins og smáskammtalækningar, lifandi ferli er bætir og kætir.
15.8.2009 | 01:37
..... Ef ég ætti hamstur
Með bros í hjartanu sér fólk þig stundum ekki. Þú stendur eins og "sautjánda júní dúkka" rjóð i kinnum, bara falleg með blöðruna þina, tilbúin. Þú lærir smátt og smátt að sumt er gert útaf dottlu og annað út af sumu og við fáum ekki stjórnað strengjum er stýra milli þess er snerting ræðir og anda tekur.
Það er vandlifað í heimi, það er ljúft að geta fundið sjálfið í öryggi. Já, voðalega ljúft.
Kona, olía á striga
Á þyrlupallinum mínum er nóg pláss fyrir þig og mig og þá sem vilja nærveru mína, nærveruna. Jebb. Nærveran er nefnilega sumt sem sumir vilja ekki, heldur eitthvað sem þú getur boðið og boðið og boðið og áfram boðið .... En svo lýkur boðinu eins og hverju öðru partý og við sækjum ný boð og boðum okkur annað.
Heimurinn er svo flókinn í einfaldleik sínum eða er hann einfaldur í flókanum sem við grubblum upp í sinni hverju sinni. Sennilega erum við grubblin og sinnuð í sálinni en það er nú líka bara cool. Já, orðið cool á mín góða vinkona Elín Nýbökuð móðir með lítinn krúttukall í fanginu. Jemundur og Geirmundur Valtýssynir hvað ég væri til í að vera með eitt stk Valentín í fanginu, nýbura sem öskraði á geirvörtu. Já svonna er þetta bara og þótt vartan kvartar þá erum við svöl í coolinu.
Ti hamingju með ávöxt ástar ykkar elsku Elín mín og Kolbeinn, hlakka til að koma og hitta prinsinn.
Töff og langur dagur á enda, vaknaði eftir 5 tíma svefn, límdi upp á mér augnlokin og dreif mig í gula gúmmí hanska .. tók til hendinni, fékk góða gesti og það var spjallað og skrafað. Verst að vera hætt að drekka kaffi og já, spurning að byrja að reykja bara aftur þrátt fyrir að líkaminn segir nei. O.k bara smá djók .... Hvorki sígó né kaffi sem er gott. Hef reyndar ekki reykt í 10 ár nema með undantekningu með sérlegum og ákveðnum vinum. Skrítið hvað löngunin er furðuleg og hverfur svo eins og hún hafi aldrei verið til.
En svona til að koma gömlunni í háttinn þá er þetta orðið spurning að fá sér bara hund því ég er "aungvin" hamstrakerling. Þrátt fyrir að vera ðe hamsterlady, yfirprúttari í umframþyngd í frangri og bitin af lifandi hamstri.
Spiderman who ?
14.8.2009 | 00:10
Stærsta gjöfin ...
.... huxandi um hamingjuna og þögn slóðarinnar er við stígum í átt að leiðarenda. Mig langar að stöðva tímann og staldra við í núinu, velja stundina og gæla við góðu tilfinningarnar.
Lífið er litríkur leikur, gult á góðum degi, rautt og grænt, blátt og svart allt eftir hvaða tón regnbogans við snertum. Í dag fengum við góðar fréttir af tengdapabba sem er á góðum batavegi eftir aðgerðina sína. Í kvöld þá bað ég tengdamömmu að koma í heimsókn til systurdóttur hennar og hún var til í það. Greiddi nýlitað hárið, setti á sig varalit og fór í fallega sólgulan kjól. Gaman hvað geislar af okkur þegar sálin er sátt og tengdamamma geislaði í kvöld. Við sátum og skröfuðum langt frameftir og svo var tími kominn að koma sér heim. Gott kvöld í góðri gleði.
Stærsta gjöfin er lífsgjöfin, að koma í heiminn með sjálfan sig að vopni, að vaxa eins og villt blóm í ljúfu umhverfi ástarinnar er farvegur sem snertir svo marga einstaklinga í tilverunni. Svo höldum við áfram skref fyrir skref, ár fyrir ár upp hæð regnbogans. Skildi ég vera hálfnuð eða rúmlega það?
Í hjarta þess er fangar veröldina eru litadýrðin og gleðin eins og andinn gefur hverju sinni. Í kvöld nutum við gleðinnar á einfaldan máta og í núinu umvef ég mig góðum hugsunum fyrir nóttina.
Í nóttinni fer sálin á flug og fær gamla guðdómlega tilfinningu og nærveru ljóssins í heimi andanna.
Eins og ég elska lífið þá er dauðinn erfiður á sama tíma og hann er það besta við lífið.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.8.2009 | 21:05
n a j g n i m a h
Þegar dagarnir líða, lulla áfram á sinn ofurviðkunnanlega máta. Mánudagurinn er nánast liðin þó að enn hann ylji næstu klukkutímana eða svo.
Undirfatakaup og brjálæðisleg traffík mætti okkur í morgun. Umferðaröngþveiti og mega þrengsli í mollinu. Hvaðan kom allt þetta fólk? Mætti halda að Hagkaup hefði verið með útsölu eða eins og dóttlan sagði. Það hefur fréttst út að "ég" sko hún ætlaði að versla nærhald. Jebb .... hún er búin að sjá hvernig líf frægu stjörnunnar verður.
Tengdamamma hefur það ágætt en er kvíðin fyrir morgundeginum en þá mun tengdapabbi fara í aðgerðina. Hjáveituaðgerð hlýtur það að heita á íslenskunni en æðar að hjartanu eru ónýtar og það á að græða nýjar úr fótunum í hann. Guð er með okkur og ég mun fara með mínar allra fallegustu bænir í kvöld og á morgun. Fegurð bænarinnar er óskin um bata og velgengni. Lífið er hins vegar eitthvað sem við getum ekki spilað uppá því allt hefur sinn tíma. Ég veit að þetta fer allt vel !!
Algjörlega uppáhaldsblómin mín Baldursbráin eða Margaritan eins og við segjum Spánarmegin.
Það eru rólegheit á heimilinu, morgunsprikklið varð að kvöldsprikkli eftir helgarfrí .... Feit helgi að baki og gott að henda sér í ræktina að nýju. Líkaminn þakkar pent fyrir sig og sálin margeflist við æfingarnar.
Ég ætla að safna mér fyrir gosbrunni, kanski ekki svona pissustrák en ég fór í dag og skoðaði gosbrunna og hjúts hafmeyju sem dóttlan vildi fjárfesta í. Já, hún mun fá sitt tækifæri að versla hafmeyjur þegar hennar tími kemur thi hi hi hi ....
Eigið yndislegt kvöld kæru vinir!
9.8.2009 | 10:40
Vængir sumarsins ...
... þyrla tímanum áfram. Í svifi eilífðar ferð þú hjá yndislega sumar. Að teygja úr sér á dúnmjúku skýji og horfa á stundina, teikna litlar myndir í huganum, vera þátttakandi.
Að vera sæll og sætta sig við stundina er sigur raunverunnar, brosa í gegn um tárin og horfa fram á við.
Ræturnar okkar hverfa ofan í kalda jörðina, hanga í lausu lofti. Festan svo mismunandi eftir jarðveginum.
Á sunnudögum förum við fjölskyldan í heimsókn til tengdaforeldra minna. Borðum saman og eigum góða stund. Börnin leika sér og sundlaugin á stóran þátt í gleði þeirra. Í dag eftir matinn mun maðurinn minn og systir hans fylgja föður sínum á sjúkrahús. T-pabbi er að fara í hjarta aðgerð og verður lagður inn seinnipartinn í dag.
Guð er með okkur og við munum biðja fyrir því að allt fari vel. Mikil aðgerð til að bæta lífsgæði góðs manns.
Njótið dagsins ykkar, það ætla ég að gera og svíf úr núinu á vængjum þöndu sumrinu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2009 | 14:19
Minningar og litrík veröld ...
.... Þegar grafið er í gullkistu minninganna þá er notalegt að taka eina og eina minningu og melta hana vel. Brosa eða gráta eftir því sem við á hverju sinni.
Ég dreg nokkur spil og gruffla oní kistuna mina:
Litrík veröldin í klæðalítilli flík, nefnilega Tanga brókin eða var það G-strengurinn. Well, kanski að G-bletturinn sé auðfinnanlegri í tangabrók. Segi bara svona. En hvar skyldi þessi G blettur annars vera? Væri kanski ráð að láta tattúa á sig eitt stk blett eða ætti hamingjusamlega gifta konan að vita þetta ... wonder og wondera yfir þessu þar sem að "grínlaust" fólk á förnum vegi var spurt um þennan blett. Fólk fór í fækjur og leit undan meðan að aðrir voru með svörin á hreinu eða var það eitthvað dirtý?
Svo var það kínverski hvíti kollurinn sem var settur upp í mai mánúði. Djéllan var sein en lauk áfanganum. Skellti hurðum og stefnir nú á Háksólanám í Suðrænni Sólarparadís.
Fallegi drengurinn minn borðaði ristað braut á morgnanna með olífuolíu og salti, vildi hels fá að rista sjálfur á hótelinu í Brasilíu. Við fórum í góða ferð með góðum vinum árið 2006 til Natal og nutum lífsins. Ungherrann hefur ekki látið brauð inn fyrir sínar varir hvorki fyrr né síðar.
Nýleg, átaksmynd! Leið var haldið að Campo Amor = Ástarstrandarinnar en þar er ísbúð og fengu kruttin mín sér öll sem eitt ís og mini me lét sér vatnið duga. Lífið er töff þegar akvarðanir hafa verið teknar. Töff er líka Cool sem gefur þessu enn meira gildi.
Jingle all ðe way
Þegar allt kemur til alls þá eru jólin hluti af mest spennandi minningum æskunnar að frátöldum ævintýraferðum í villigarðinn þar sem leynifélagið var með fundi. Að sitja á rauða bekknum í eldhúsinu hjá ömmu þegar hún bakaði appelsínu og brúnterturnar. Og svo margt til viðótar.
Minningin er það sem við gerum úr atburðum líðandi stundar. Að staldra við og hugsa til baka er ekki svo einfalt. Ó nei! Já, man alltaf hvernig það var að vaka á aðfangadagsmorgun og sjá jólatréð okkar "risastórt" í minningunni, með fallegu ljósunum, gylltum fugli og toppskrauti. Koma fram á náttfötum og láta sig langa að opna hvern einasta pakka sem var undir trénu. Lítið barnshjarta leið sína lengstu og mestu bið ársins á meðan pabbi fékk sér aftur á diskinn, á meðan foreldrar mínir gengu frá eftir matinn.
G-Óða helgi til þín og til minna vina sem ég tileinka þessa færslu og á ég góðar minningar með Hr.F og Frú.S. Hlakka til að sjá ykkur í funheitu spænsku sumri.
4.8.2009 | 11:11
Svo langt sem það nær ....
..... þá er lífið bara yndislegt með öllum sínum hnökrum og þyrnum.
Vinur minn sem er áttræður hringdi í mig á sunnudaginn og það var yndislegt að heyra í honum. O.k hann verður áttræður í september, við skulum ekki elda Keliróuna mína. Hann var hress og ætlar að fara í siglingu með frúnni, lifa lífinu til fullnustu.
Góð fyrirmynd sem vinur minn er!
Ég kynntist honum í gegn um starfið og það má segja að við höfum smollið saman þrátt fyrir aldursbil. Hann er skemmtilegur sögumaður og hefur lifað tímana tvenna. Elska þennan vin minn svo einfalt eða flókið sem það hljómar.
Ástin er nefnilega svo yndislegt atferli sem við njótum. Skilyrt ást og svo þessi ást sem hefur fylgt okkur líf úr lífum alveg endalaust frá upphafi heimsins. Við þurfum stundum að fara útfyrir okkar eigin mörk til að finna alheimsástina og rækta kærleikann sem er það fallegasta og sterkasta í veröldinni. HALLELÚJA!
Það eru rólegheit í kotinu, baráttan við aukakílóin heldur áfram, líkamsrækt á hverjum degi og breytt matarrÆÐI er það sem þarf. Það gengur bara vel, þakka þér að halda sér í viljanum. Einn dagur í einu er það sem þarf. Ég nýt þess að vera í núinu því fallegri lífsgjöf er ekki hægt að fá.
Ást og hamingja er gæluverkefnið hið endalausa.
AMEN