17.7.2009 | 17:01
Peningatré ...
... Í ljósopinu mínu gróðursetti ég peningatré. Fallegur mjúkblöðungur sem stækkar og stækkar. Uppskeran verður geðveikt væn og konan mun hirða það græna og væna enda föstudagur til fjár.
Hugmyndirnar flögra í loftinu eins og sáldur úr hugskoti. Agnarögn er tillir sér á yfirborð og duggar með þér til endaloka. Það verður að framkvæma hugmyndirnar því tækifærin eru allt í kring um okkur.
Framkvæma og láta verða af hugarórum og draumum. Peningatréð vex og dafnar eins og hvert annað sítrónutré er gefur af sér ávexti. Sem minnir mig á að ég ætlaði að kaupa sítrónutré!!!! Mæti bara með afleggjara af peningatrénu og fæ gjöfulan stofn í staðinn.
Hrafna, akrýl á striga 20 x 20
Lét loskins verða af því að klára þessa elsku en ég byrjaði á henni í ágústmánuði 08 ...... Tíminn flýgur á ógnarhraða sem segir doltið en það er svo sem ekki leyndarmál því lífið er gott og allt gott hefur góða líðan. Samt að hugsa til þess að eilífðin mín markast af 40 árum og hefur tekið minnst tímana tvo að ná þannig að hinn helmingurinn verður bara yndislegur í 40 ára hlaupinu.
Best að fara að huga að peningatrénu, vökva smá og segja því sögur. Stundum þá fæ ég hvísl í sálina frá litlum ósýnilegum álfum sem stökkva á milli mjúkblöðunganna.
Lífið er ekki sem verst, bara gott og grænt!
11.7.2009 | 08:49
Nýr dagur ...
... Mikið er nú notalegt að upplifa nýjan dag. Finna þakklætið í hjartanu fyrir að fá að vera með þessa stundina. Morgunsprikklið gekk vel og náði gamlan að stíga 17 km án þess að verða fyrir óþægindum annara íþróttamanna.
Á laugardögum er oftast meira um fólk sem vaknar snemma og fær sér morgunhressingu, hjólar, skokkar eða gengur um með gæludýrin sín. Það er bara undursamlegt að fylgjast með lífinu og hljóðinu sem býr í umhverfinu. Sólin geislaði og kristaltær himininn hélt utan um mig við stig pedalanna.
Ég er glæný í dag.
Umhyggja, þakflís rustico 20 x 40
Svo er það smá hugmyndavinna og hönnun, sturta alveg bráðnauðsynleg þar sem svettið er yfirstaðið.
Njótið lífsins í núinu kæru vinir.
10.7.2009 | 10:04
Morgunsprikklið ...
... skil ekki hvaðan þreytan mín kemur en svona er lífið, ljós og skuggar sem mynda litríka slóð í huganum. Það er ekki neitt eins gott og að ýta sér áfram og þrátt fyrir þreytuna þá varð gamlan bara hress eftir 17 km morguntúrinn.
Þegar ég stíg pedalann þá syng ég eða tala við sjálfa mig. Heilsa klukkublómunum sem teygja sig í áttina til mín. Lítil kanína stóð við vegkantinn og virti mig viðlits, venjulega strunsa þær í burtu sökum hræðslu ...
Ég lenti í algjörum perra í morgun. Var búin að hjóla 12 km þegar ég mæti manni sem ég í sjálfu sér er ekki að spá neitt mikið í. Flestum býð ég góðan daginn en þegar þessi mætti mér á reiðhjólinu sínu var hann með kynfærin á sér í annari hendinni og sagðist vera að snerta á sér liminn. Jemundur minn eini! Það eina sem ég hugsaði var hvað fólk væri ruglað. Ég gaf allt í botn því mér fanst brotið á mér og slakaði ekki á fyrr en ég sá 2 aðra hjólreiðarmenn.
Hvað er að fólki?
Með kaffidreytil, þakflís rustico
Seld í Gallerý Innrömmun Sigurjóns, Fákafeni
Föstudagur í dag og lífið er bara dásamlegt þrátt fyrir þessar miður skemmtilegu uppákomur. Sonurinn situr mér við hlið og lærir smá, sumarlærdómur til að halda sér við efnið. Dóttlan þarf að hitta tannsa á eftir þar sem að hún er með æðaslátt í nýviðgerðri tönn. Ekki gott að vera með tannverk, ó nei!
Svo í lokin þá var gömlunni kastað út af facebook, og geta þeir átt sig helvískir. Verst þykir mér að geta ekki eitt út myndum og svoleiðis en ég hef ekki aðgang að síðunni minni. Svona er lífið í hnotskurn, ljós og skuggar er skapa fallegt effekt í núinu.
Lífið er núna kæri vinur.
6.7.2009 | 18:30
Seiður ...
... ókunn hljóð sem kyngimögnuð ástin.
Susss og surr og bómullarlegt hnoð á marrmjúku skýji. Suss og surr hún sagði og baðaði út höndum rétt eins og 6 ára ofurhetja sem er búin að læra að hjóla. Ofurhetja sem er með sár á hné en flautar hálftannlaus sigri hrósandi og sleppir höndum.
Suss og suuuuuuuussssss . . . . . . .
Kyngimagnaður seiður ástarinnar sem teygir hendi sína út. Á móti hendinni bíður bónin sem töfrar sig í hjarta mitt, kallar og segir, óskin er þín. Kom þú yngismeyja . . . .
Jebb, klárlega málið.
Ástin mín eina, Þakflís rustico 40 x 20
Ástarkrunk, þakflís rustico 40 x 20
Kærleikskrunk, þakflís rustico 40 x 20
(í einkaeigu)
Kurr, þakflís rustico 40 x 20
Kyngimagnaður seiður þeytti gömlunni heim. Þreyta hvílir í konukropp en það fylgir bara lífinu.
Njótið lífsins eins og það steðjar að.
3.7.2009 | 11:34
Ástrík eldamennska ...
... sem fær þig til að gráta og fyllast lotneskri þrá til lífsins. Að leifa sér að svífa í hæstu hæðum með góðmeti á tungubroddinum og njóta hverrar sekúndu næringarinnar.
Kryddlegin hjörtu er kvikmyndin sem mér kom til hugar eftir lestur bloggfærslu STÓR vinkonu minnar. Hún er í sjálfu sér ekkert stærri en ég en STÓR er hún, mín einlæga og hjartahlýja Hrönn.
Eftir hjólreiðarnar þá var bjútýtímabil og það tekur nú sinn tíma. Hádegið læðir sér inn og gamlan ætlar að elda þægð í börnin. Ég er t.d. núna að sjóða hrísgrjón sem dóttlan valdi og mamma setur hamingjutár í bland við vatnið. Börnin mín verða svoooooo hamingjusöm eftir hrísgrjónin. Með grjónunum eru kjúklingabringur sem fá gælur áður en á pönnuna leggjast sem gera börnin svo miklu þýðari.
Allt gert til að hafa alla góða ... ég er nú þegar orðin svo mild í eðli mínu og MJÓ hehehe ok, þarf nokkra mánuði til að hjóla mig niður. Fákurinn er eins og versta ótemja og "minns" rétt svo tollir á hnakknum. Elskulegi eiginmaðurinn minn kom með mér í morgun og það var att við kappi dauðans og lærin mín frönsku og mjóu eru þarna ennþá. Ég loka augunum og finn að þau eru á sínum stað = íllt í þeim.
Ilmur, olía á striga.
Á meðan tíminn líður og maturinn verður klár í þekku börnin mín þá ætla ég að finna blómailminn sem læðir sér í vit mín. Ef stundin er ekki fullkomin núna þá verður hún það aldrei. Ástin og hamingjan er meðalið sem læknar öll sár.
Lífið er ljúft á ilmandi föstudegi
2.7.2009 | 10:09
Hálgert letingjablogg ....
Seinnipartinn í gær þá fór gamlan með krökkunum í smá hjólreiðartúr. Það var mismikið erfiðað en ætli við höfum ekki hjólað eins og 16 km plús með sundpásu og vatnsáfyllingum.
Veðrið var orðið svalt enda klukkan langt gengin í 1900. Það er ekki fyrir hvern sem er að taka á því yfir miðjan daginn því hitinn er einfaldlega skæður.
Auðvitað var myndavélin með í för .....
Dúllurnar hlið við hlíð
Honum var svo heitt ....
Dóttlan ofur svöl
Ungherrann þurfti að víkja sér afsíðis
Horft með skurðinum
Sólin tók á móti mér þegar gamlan og fákurinn héldu morguntúrinn. Mér krossbrá þegar ég sá Scheffer hund koma tipplandi á móti mér, hjartað missti úr slag en svo glitti í eigandann handan hornsins.
Það er gott að eiga stund með sjálfum sér, heilsa kanínu ungum sem skjótast yfir veginn, dásama fuglana sem svífa með vindinum eða nikka til klukkublómanna sem kyssa vanga þinn við hvert tækifæri.
Lífið er bara betra í dag en í gær.
24.6.2009 | 16:36
Í leynd við drauma og dýrðir ....
... sú dásemdardýrð að eiga draum, að leyfa sér að langa og sjá veruleikann í lófa þínum.
Að lifa í draumi þar sem allir finna sitt og sækja glaðir sjóinn. Að njóta uppskerunnar eins og enginn sé morgundagurinn. Já, að leyfa sér að njóta þess eina sanna lífs í nútíðinni.
Svo hrifin af nýja húsinu mínu ....
Draumahúsið frá hlið ...
Það var brakandi stemming á markaðnum og fórum við mæðgur saman ásamt Möggu vinkonu og það var skoðað og skrafað. Staldrað við til að byrgja úlfaldann, sitthvað var keypt og allir sáttir með sitt.
Sólin er grillmeistarinn í bænum og gamlan er orðin heldur útitekin eftir hjólreiðarnar. Er búin að vera hrikalega dugleg að láta ekki dag líða á milli og tek lágmark 12 km túra sem skilja eftir sig gleði í kroppnum. Jebb, hjólreiðarnar eru cool ....
Lífið er ljúft og gott, ekki spurning!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.6.2009 | 00:13
Sunnudags gleðin við völd.
... það var notalegt að koma sér af stað. Við kláruðum heimilisverkin og allir klárir í ferðina meðfram áveituskurðinum. Það var hlýtt í veðri og jómfrúarferðin farin á nýja hjólinu.
Ég fjárfesti í fínasta kvenreiðhjóli, svörtu að lit með körfu og bögglabera. Ekkert slor nýji fákurinn minn sem því miður festist ekki á filmu þar sem kjéddlan var svo ansi skjót í snúningum. (djók, ég var með myndavélina) .... Tók reyndar ekki mikið af myndum en set hér inn 2 hjóla og svo málerý sem ég held að ég sé ekki búin að koma hér inn. En ef svo er þá er bara að horfa framhjá því.
Yndislegt veður tilvalið til útiveru
Hálfnuð á heimleið og sólin iljaði sem aldrei
Og svo að málerýinu. Ég ákvað að prófa að nota metal í grunninn og er bara þokkalega ánægð með útkomuna. Svei mér þá að ég máli ekki fleiri metal. Þessi ætti vel heima í gyðjusafninu mínu sem er smá saman að myndast. Af nógu er að taka í að klára myndefni en lítið hefur hjólagarmurinn gert. Er með gest og það er mikið spjallað og skrafað.
Akrýl á striga, 50 x 50 .. sumarhitinn segir sitt
Ljúfust, akrýl á striga 20 x 20
Leyndó, akrýl á striga 20 x 20
Svona er nú lífið einfalt og gott! Allavega svona rétt fyrir svefninn ljúfa. Góða nótt ................
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.6.2009 | 07:44
Ekki veðurspáin samt <´)
Og svo var það spáin fyrir daginn;
Steingeit: Þótt ýmsir erfiðleikar steðji að þér máttu ekki láta þá stjórna lífi þínu. Beindu þeim til betri vegar, en varastu að gera vandann að þínum.
Og ég sem er á leiðinni í hjólreiðartúr, ætla að hjóla hratt og taka aðeins á því. Ekkert körfuhjól með picknikk græjum. Mun ekki tilla mér á milli cítrus trjánna á köflóttum dúk með svalandi og blævæng. Búin að taka ákvörðun um að fara alla morgna (svona flesta) út að hjóla á morgnanna en áskriftin í ræktinni rennur út i þessari viku. Við mæðgur munum renna í kvöld og taka á því, fara í lokamælingar e. 2ja mánaða prógramm. Lífið er gott þegar kona leiðir erfiðleikana til betri vegar.
Og svo er það hobbýið, enn eina ferðina. Elska það að geta svalað geðinu og málað frá mér vitið. Ég geri allavega ekki flugu mein eins og Obama á meðan. Var að spekulera að setja þessa litlu föndurmynd sem var hugsuð sem tækifæriskort í nokkuð stóran ramma með breiðu kartoni.
Úhhhhh spennan í hámarki, læt ykkur fylgjast með ævintýrum kjéddlunnar.
Farin að hjóla og spóla
17.6.2009 | 08:43
Föndrað á fullu ...
.... var að huga að þessu fallega orði föndra, fyrir mér hljómar það eins og svífandi og ljúf mynd í huganum sem er staður þar sem öll fegurð heimsins rýmist. Föndur og dundur eru enn betri saman og það má segja að konur hafi föndrað, dundað sér og lyft skál á miðnætti.
Kætin leynir sér ekki í hjarta þessara föndur kjéddlinga .....
Það var mikið fjör og mikill pennslaþytur svo stormaði í húsinu. Skrafandi og hlæjandi skvísur!
Dæmi svo hver fyrir sig.
Eigið yndislegan dag