Gaman og gleðin ...

...  í gleðinni vex hið gamansama er ræsir vellíðan kroppsins.  Þegar sólin lætur sjá sig þá er eins og gleðin taki völdin og fólk almennt taki kipp, svona lífskipp Heart

Málverkasýningin mín á Café Sofá í litla afslappaða bænum Algorfa hófst síðastl. laugardag og mætti blandaður hópur af íslendingum, bretum og spánverjum.  Gaman af því Kissing

3 af 4 olíumyndum sýningarinnar .... 

Myndirnar; Amor Indigo, Ámame og Amada eru allar unar á hrástriga og stærðin er 50 x 50.

Gaman að takast á við ólíkt efni og þreyfa sig áfram.  Á sýningunni eru einnig 8 þakflísar í kaffiþema.

Descanso y Marujas 

2 af þakflísunum sem eru málaðar á rustico efni og heita Sparikaffi og kjaftakerlur ....  Kaffi er gott og gaman að renna því niður í ljúfum félagsskap.

Ég mæli með því að ef þið eigið leið um Algorfa, Costa Blanca á Suður Spáni að kíkja á flottasta kaffihúsið og fá ykkur drykk, snarl eða kíkja á verkin.  Staðsetning C./la Libertad n°20 gegnt Ritmo disko pub.

Heart

Í gleðinni fæðast hugmyndir sem gaman er að njóta

Viva la vita 


Ást í rauðu glasi ....

Alveg er nú veðrið orðið yndislegt við strendur Miðjarðarhafsins og verður það fram á miðvikudag.  Þá á víst að rigna.

Páskarnir á næsta leyti og mömmumús setti egg i póst svo það verður glaðningur hér í ár!  Væri nú gaman að gera páskaskraut, eitthvað smart og gult!  Gult og gyllt, já líklega verður það þannig!  Gullið er svo fallegt og kallt en samt svo hlýtt Heart

Mig langar að hekla eða prjóna litla hluti og þæfa þá í ákv. tilgangi, búa til eitthvað sniðugt!  Já, aldrei að vita nema ég finni ró og geri tjékklista yfir allt sem mig langar að gera.  Finna út hvað mér líkar að gera og æfa mig í því.  Æfingin skapar meistarann og það býr meistari í hverri sál.

Rauðvínskonan 

Rauðvínskonan

Hún er kát, sæl og falleg

hugsar um ástina

ljóð og línur

er fæðast

Ást í rauðu glasi .....


Sólríkur og góður dagur .....

....  hún sendi sína gylltu geisla á nefbroddinn á mér.  Hún var hlý og glöð enda hafði dregið frá sól og grátur engla gladdi tún og engi á veg.

Það að fá sólina í góðum gír, ca 20° gleður líka sálartetrið og bærinn fyllist af fólki, veitingahúsin verða þéttsetin og einn og einn öl rennur létt niður í túristana.  Já, lífið verður svo miklu betra þegar sú Gula gleður InLove

Ég vaknaði upp með góða tilfinningu, von í hjartanu og dreif mig inn í daginn.  Á örskot stund hefur dagur runnið sitt skeið og náttmyrkur hjúfrar konu.  Bleikur, lillablár, gulur og blár skreyta strigann og gleðja gömluna.  Um að gera að hafa gaman og leika sér með litina.

Hátíðarkaffi á köldum morgni 

Þakflís rustico

Hátíðarkaffi á köldum morgni

Heart

Ég ætla að fanga stundina og njóta þess. 


Í blóma og bæn ...

Þegar hjartað er fleytifullt af þakklæti og kærleik er ekkert betra en að koma sér á fætur og takast á við daginn.

Í glugganum situr krummi, yndislega fallegur, handbragð Atla trégaurs ( www.tregaur.tk )  Snilldar gluggaskraut!  Birtan teygir sig inn og kaffibollinn hlýjar konunni sem er klædd og rólfær.

Konan hefur verið að föndra og dunda sér ásamt nokkrum léttum og skemmtilegum verkefnum ....  Ég hef alltaf haft bænirnar í huga og langað til að vinna með þær og datt niður á skemmtilegt konsept þökk sé englum á himnum :-)  

Æðruleysi í blóma 

Eftirprentun á gæðapappír

Æðruleysisbæn 

Baldursbrá yfir og allt um kring 

Eftirprentun á gæðapappír

Sitji Guðs englar 

Nellika í frelsarans nafni 

Eftirprentun á gæðapappír

Vertu Guð faðir

Þessar myndir ásamt hjónabæninni eru allar að stærð 12 x 12 í Ikea ramma 23 x 23 og kosta 10.000 íslenskar ríkiskrónur ....

 Svo er það blessuð hamingjan sem sleikir hárið aftur í golunni, það hefur kólnað í Paradís, rigning og grámi sem vonandi víkur fljótlega fyrir geislandi sól og þeirri sælu er henni fylgir.  

Er að horfa á þátt um apa í sjónvarpinu, þvílíkt ljót krútt þessi apastofn hehe

Knús í daginn þinn 


Ananas stelpa ....

... Sykursæt, skemmtileg og sexý Heart

Ananas stelpur eru bragðgóðar og finna uppá ýmsum frábærum uppákomum og eru duglegar að skapa ýmiskonar afþreyjingu.  Ég þarf að finna mér ananas hatt og komast í klíkuna.

Föstudagurinn er að sigla hraðbyr í átt að kvöldi, heimilisverkum er lokið og "madre mía! hvað það er ógó pókó hreint og fallegt hér allt um kring.  Nú gætir þú misskilið mig og haldið að hér væri alltaf allt í skít og drullu en það er allt önnur ella.  Það vildi svo skemmtilega til að ég fékk heimilishjálp til að koma heim 2x í viku og það tekur allt of mörg slög pr. mínútu að útskýra afhverju þannig að ég bara sleppi því.  En til að gera langa sögu stutta þá hef ég endurheimt HAMINGJUNA mína því hjálparhellan er hætt og ég skúra og skrúbba frá mér vitið og elska það!

Hamingjan er dásamleg í því litla sem snertir okkur.  Hamingjan mín er þessi yndislegi hversdagsleiki, finna fyrir því að vera skúringarkona sem er líka ananas stelpa Grin 

Ananas systur 

Ananas systur, akríll á striga með olíu undirlagi 30 x 30 

Nú ætlar konukroppur að ráðast í að taka blómamyndir í gríð og erg.  Lífið er gott á góðum degi og helgin smollin í hjartað.  Ég fæ hjón í heimsókn á morgun laugardag og allt klárt fyrir það svo nú er bara að dunda sér en fyrst er það búðarráp, matarinnkaupin og sjónvarpsgláp í kvöld.

Ef lífið væri betra þá væri ég engill ..... 

G-Óða helgi 


Með blátt blóð ....

í æðum .....  Bara æðislegt að berjast við brottför úr draumaheimi, nudda augun og teygja úr sér undir hlýrri sænginni.  Það er ómur af herramönnum heimilis er taka sig til fyrir verkefni dagsins.

Ég ligg áfram og dotta milli tveggja heima en finn að næturævintýrum er lokið og kominn tími ævintýra ljósheima.  Á náttborðinu er glitrandi kóróna með fallegum steinum, töfrasproti og merki friðarins.

Já, heill dagur en fyrst er það hrökkkex með berjasafa og rjúkandi kaffi, það er gott að sitja í birtunni og faðma daginn, taka fram sparifötin og setja blóm í barminn.  Kórónan komin á sinn dag og nú getum við hafist handa.

Í gerjun er lítil mynd er ber titilinn æðruleysisbæn, klár á nagla.  Þakflísin kallar á litina og fær sínu framgengt.  

Fegurðin í deginum er hluti af samruna heims og sálar, bara fegurð er geislar frá konunni með kórónuna.

Cool Marriage

Njótið lífsins í deginum 


Smitaðist af pönnsuflensunni ....

....  Það er víst heiftarleg pönnsuflensa að ganga á Skaganum og alla leið til San Miguel.  Þessi sótt er stórhættuleg og lenti ég svo ílla í því að ég er með pönnsustaflana allt um kring.

Get hoppað og skoppað eins og gerist best á nýmóðins trampólín.  

Gaman að því!

Burt séð frá pönnsuflensunni þá þjáist ég af einrænni hegðun er tengist málaralistinni og hef setið með málningarsletturnar langt uppá olnboga og vaki frameftir nánast allar nætur.  Það er svo gott að svala sér með þessu móti í fallega vorveðrinu hér Spániá.

Ást er .... 

Ást er, eftirprentun í Ikea ramma

20 x 29 í ramma 32 x 43 

 

Hrafnaást 

Hrafnaást, eftirprentun í Ikea ramma 

20 x 29 í ramma 32 x 43 

Veðrið er guðdómlegt við Spánarstrendur, hvíta ströndin er gullið er faðmar sæ og litríkar hugsanir teygja sig á strigann.  Hitinn fór yfir 20° í forsælu í dag og ég opnaði flesta glugga uppá gátt til að  anda að mér deginum .....  Það undursamlega er að tíminn flýgur þöndum vængjum og við líðum eins og sandkorn eilífðar í átt að takmarkinu.  Við fæðumst, við deyjum en lifum endalaust .....

Vonandi næ ég mér heilli af pönnsuflensunni ...   


Kasta sér á eftir kúlunni .....

.....  Hreyfing er gullsins verð og það má segja að hreyfing eflir og kætir.  Í upphafi mánaðar ákváðum við mæðgur að skella okkur í magadans, seiðandi arabískan dans er krefst natni og lipurðar.

Natni og lipurð til að framkalla seiðandi hreyfingar, algjör list Heart

Eftir stuttan vetur er varði í skamma stund þykir konu líklegt að farið sé að vora.  Grundirnar taka kipp og smáfuglarnir flögra og syngja chi í hjörtun.  Er þetta ekki allt of gott til að vera satt?  Lífið getur ekki verið gott og bara gott, eða hvað?

Margar spurningar og svörin eru mörg, liggja í þúsund hjörtum er slá hvert í sinn sanna takt.  Við erum það sem við gerum, segjum og ætlum.  Leiðin er mislöng að markinu en hún er svo miklu sælli ef við höfum jákvæðnina og gleðina við hönd.  

Ég get tekið pirr og angur út í geðveikum spinning tima, á lóðunum i anda Jón Páls heitins sem er mitt inspireitjón InLove  Annars þá get ég sagt ykkur að magadans er ekki bara góð mittisæfing, rass og læra heldur ýfir það upp bros og hlátur.  Það var sko skellt uppúr í tímanum í kvöld.  Minnti mig töluvert á það þegar ég fór í bowling í gamla daga, samt ekki svo eldgamla daga því ég er töluvert ung.

Til að gera langa sögu stutta þá átti ég leik, var búin að troða puttunum í þessi göt á risastóru og þungu bowling kúlunni og tók vænleg tilþrif.  Ég gerði svo vel að ég kastaði kúlunni og flaug á eftir henni.  Ég lýg engu þegar að bowling höllin hló í takt og ég reyndar hló ekki minna hehehehe ...  Hef ekki farið í bowling síðan ..... 

Baldursbráin alltaf fallegust ... 

Elska þessi blóm

Kirtlakoss 

Kyssti froskinn og fann þann sanna

7undi október 2005 

Svona líka fínann

J0382966 

Svo er bara að muna eftir að taka næringu í hjartað.  Þakka fyrir það góða sem birtist í þúsund myndum í lífinu okkar.  Þakka fyrir það litla og agnarsmáa sem nær fram brosinu hjá þér, hjá mér hjá okkur öllum er greiðum götu hvers annars í þessari lífsbaráttu.  Heart

Ég elska blogg sem hafa fullt af myndum, ég elska að skoða myndir af fólki, sitja á kaffihúsi með sódavatn og sítrónu og horfa á allskonar fólk, í öllum stærðum, gerðum, litum og ljósi.

Það að elska gerir okkur gott en ástin er eins og trampólín þar sem jafnvægi er krafist.  Kanski ég taki smá dýfu og lyfti mér í hæstu hæðir og klóri í silfurlitaða skýjið mitt.  Náttstaðinn eina.

Heart Lífið er gott á nóttunni Heart

 


Og svo heldur lífið áfram ....

Litli bróðir minn er virðulega þrítugur í dag Heart  Bara yndislegt að eiga afmælisdaga og geta haldið uppá þá.  Ég er ekki í vafa með að litli bróðir hafi átt góðan dag með elskunni sinni.

Ég er búin að vera í náttfötunum í allan dag, bara haft það kósý og legið í leti.  Svo verður sýslað á morgun og helgin smollin á!

Ást 

Ást

Fögnuður

 Set þessa inn til gamans en flísin á hægri hönd er 44 x 16 er s.s. lengri og grennri.  

Fór í verksmiðjuna og var að leita að portúgölsku efni sem er 50 á hæð / hálfur mtr en því miður hætt að framleiða.  Það sem strákarnir reyndu að gera mér til hæfist og gáfu mér nokkrar flísar eins og þessa til hægri.

Fögnuður er nafnið á henni enda er lífið til þess að fagna.

Allt of gott til að vera satt, allt of sætt til að gretta sig og geifla, allt of yndislegt bara .....

Beisiklý bjútífúl Heart

 

 

Ástarsaga og Fögnuður 

Spéfugl 

Spéfugl

Fyrsti kossinn 

Fyrsti kossinn 

Dagarnir líða hratt og nýr dagur lítur brátt dagsins ljós.  Myrkrið umvefur konuna með hlýrri miðjarðarhafsslæðu.  Hlýtt, kanski ekki hlýtt en hlýjan er þessi nærvera við lífið og jörðina sem slær í hjartanu.

Lífið er fallegt og konan í grænum háum hælum.

Heart 

 


Að sigra heiminn ....

....  að njóta lífsins, að vera til með bros á vör og gleði í hjarta.

Það er ekki sjálfgefið að vera glaður og njóta.  Við fáum flest þessa yndisríku tilfinningu á fósturstiginu.  Fáum að gerjast í innviðum móðurhjartans á því stigi er fæst munum.  Hlýtt og notalegt umhverfi, öryggi og ástin eina fagra.  Á öllu eru undantekningar og það á væntanlega líka við um ástina sem ekki er sjálfgefin þrátt fyrir að vera á fósturstiginu.

Ég ákvað að vera dugleg og hef tekið til hendinni heimavið.  Dustaði rykið af vinkonu minni sem hefur staðið prúðbúin en nokkuð alvarleg og íbyggin.  Mittismjó, settleg og fögur.

Breddan alsæl við strendur Guardamar 

Breddan við Guardamar strönd.  Prúðbúin enda mikil lady í sér.

 Breddan hefur hlutverki að gegna í dag.  Hún mun vera með kjéddlunni við gerð nýrrar myndar.  Ekki svona "vídjó" heldur er það gamli góði striginn.  Nú er allt klárt og það eina sem truflar er hugsanlegur hádegisverður.  Kanski ég sendi fólkið okkar á veitingastað til að fá vinnufrið.

Að sigra heiminn er eitthvað sem er okkur eðlilslægt.  Leggjum rækt og dugnað í það sem við gerum, gerum það vel og sigur er vís.  Að sigra sjálfan sig er líka skemmtilegt konsept svo framarlega sem við etjum ekki of hörðu kappi.

Lífið er sannarlega ljúft, fallegt og gott því í fegurðinni koma fram litríkar spegilmyndir og mótstaða þess er lífið býður uppá.  Verum sterk, sönn og sigrum í þeim verkefnum er við tökum okkur fyrir hendur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband