Fegurð heimsins ....

... Flýtur eins og ögn í glasi.

 

Ofur fín, gegnsæ og létt.  Fegurðin í hjartanu sú eina sanna eins og lífsneistinn er seðjar þorsta þinn.

Kvöldstund 

Lífið er vissulega fallegt á prófdegi. 


Að hugsa ....

... hugurinn á mér er eitthvað svo leitandi er augun hanga á skjánum þar sem að tímataka fer fram í Barcelona.  Formúlan og ljótustu bílar sveima nú um brautir með ólátum.  Fegurðin og hraðinn fara ekki saman í dag.

Í dag ætlum við mæðgur að hjóla saman í ræktina og svo aftur heim hver veit nema að við komum við hjá tengdó sem ætla að leggja leið sína í átt að strönd.  Ætli það fari ekki eftir því hvort við verðum hressar eftir púlið.

Hún hugsaði um ástina ... 

Hún hugsaði um ástina, rustico þakflís

Það að skella sér í líkamsrækt er eitt af betri ákvörðunum sem hefur verið tekin á þessu ári.  Nýtt líf að nenna því að hreyfa sig, eiga tíma með sjálfum sér og hugsa!  Það er gott að hugsa og stundum þarf að hugsa meir en góðu hófi gegnir þegar líkaminn kvartar yfir þreytu.  Ég ætla að hugsa um ástina og það yndislega líf sem ég klæðist.  

Ég er þakklát fyrir að eiga góðan mann og óþekk börn.  hehe ...  Það er margt spennandi framundan í CMC sem er nýr klúbbur í myndum.  Já, spennan magnast eftir því sem kona blómstrar ... Túnfífill eða túlipani það er málið.  

Ég elska Baldursbrár og ástina sem læðir sér um hjartað. 


Perlur ....

... Og svín eru tvö ólík orð sem fara oft saman.  Miss Piggy sú glæsilega skinka tæki sig vel út með náttúrulegar óslípaðar perlur eins og sandkorn eilífðar.  Sandkorn eilífðar sem elskar að faðma þig og varðveita.  Það er fátt svínslegt við fagrar perlurnar .......

Í dag fór ég á útimarkað með ljúfri konu sem stoppar stutt að sinni þar sem hún er í læknismeðferð á fallegasta landi norðan alpafjalla.  Við áttum góða stund og náðum að skoða og skrafa og m.a. keypti ég fallegar náttúruperlur, alveg ekta perlur óslípaðar eins og sálin sem læðist um hjarta mitt.   

Kærleikans bönd ..... 

Kærleikans bönd rustico þakflís

Það sem gleður mig við perlurnar er hvernig samhljómur þeirra á við sköpun og form tilverunnar.  Lífið er fullkomið, fallegt og ilmandi ef við bara leyfum því að snerta okkur á réttum stöðum.  Verum hrein í eðli og látum gott af okkur leiða.  Einföld orð sem við getum kosið að gera að okkar eigin, notið stundarinnar eins og hún kemur fyrir því tíminn er fullkominn í hraðri yfirferð um himingeiminn.

( ósögð orð ) 

HeartÍ dag er lífið fullkomið sem gerir veruna fallega og vel þess virðiHeart


Töfrar ....

Það er sólríkur dagur er kastar geislum til jarðar.  Á götunni glitra gengin spor sem minna okkur á það góða sem býr í veröldinni.  Við viljum muna það ljúfa og góða til að skapa okkur betri slóð í átt að áfangastað.

Töfrar ... 

Töfrar rustico þakflís 20 x 40 

Góðir dagar og slæmir dagar koma á víxl, áhyggjur og stress sem draga okkur niður.  Staðsetja okkur þar sem spyrnan er best, þar sem hugsun okkar er hvað skýrust.  Vorið kom þrátt fyrir að blómin vantaði og sykursætt sumarið læddi sér inn í hjartað ....   Töfrar eilífðarinnar bjóða okkur upp í dans.

Ég ætla að dansa þrátt fyrir að kunna ekki sporin, vera með og njóta ferðarinnar.  

 Hviss bang svo mörg voru þau orð.


Með nýstraujað hár ...

Laugardagurinn kom í sinni dýrð og kitlaði nefbroddinn.  Við mæðgur ákváðum að skella okkur í ræktina og vorum komnar á fullt rúmlega 12 í tækjum.  Góð upphitun, lóð og teygjur.  Vellíðan fór um okkur og við skelltum okkur í ávaxtainnkaup eftir tímann.

Perur, dökk vínber og bananar ásamt appelsínugulum ávexti er nefnist nisperos (veit ekki hvað þessi ávöxtur heitir á íslensku) ...  Það er fátt jafn fallegt eins og ávaxtaskál á eldhúsborðinu.

Hádegismaturinn var léttur; köld grænmetissúpa og vorsalat sem er mjög svo frískandi.  Þarf að skella inn uppskrift fyrir þá sem áhuga hafa.  Þetta salat er líka nefnt Ensalada Murciana ef einhver skyldi kannast við sig eftir veru á suðursvæði Spánar.

Mæðgur 

Nýræktaðar með straujað hár.

Kanski ekki besta myndin en hún er sko ekki sú versta hahahhaha.

Mæðgin 

Drengurinn vildi fá eina mynd líka

Þar sem að fyrirsætan ég er svo ginkeypt fyrir myndatökum þá var það ekkert vandamál að vera með myndavélina á lofti.  Var reyndar orðin blinduð af öllu flassinu.  Sæti strákurinn minn er búinn að vera að reikna á fullu.  Kom heim með 3 A4 bls.  Samlagning, Mínus, Margföldun og Deiling.  Troðfullt af dæmum, samtals 6 síður að fylla inní.  Það tekur á að koma honum í gegn því hann vildi svo miklu frekar vera að horfa á sjónvarðið eða vera í einhv. tölvuleik.  Það er af sem áður var, nú er hann hvattur að fara í útileiki eins og allir á mínum aldri voru vanir að gera.

Talandi um tölvuleiki þá man ég eftir einum tölvuleik sem við systkynin fengum í jólagjöf þegar við vorum 9 og 10 ára gömul:  Donkey Kong og svo einhver garðyrkjuleikur, jú jú þetta var spennó en ég lék mér miklu frekar í brennó, fallinni spítu eða yfir með vinkonum.  Svo voru það handboltaæfingarnar og kvöldleikirnir á lóð gamla Stýrimannaskólans.   

Börnin mín eru á leið til ömmumús og afalús en þau ætla að ná í þau og svo verða þau ofurdekruð sem er yndislegt.  Afi og Amma eru bestu manneskjurnar í þeirra lífi, sjaldan að böggast í þeim né setja þeim of strangar reglurnar.  Fjallkonan og fasta landið ætla að fá sér eitthvað létt í gogginn og hafa það huggó.

Heart Svona er lífið með nýstraujað hár Heart 

 

 


Harðsperrur dauðans ....

.... er ekki frá því að harðsperrur dauðans séu að bola sér í konukropp.  Ég finn fyrir hverri hreyfingu á svo undarlegan hátt.  Lyfti hægt upp hendinni ( svo kurteis, líður eins og í skóla ).  Maginn í mér fór flikk flakk heljarstökk og týndist í dúnmjúku spikinu.  Það góða við að finna svona fyrir sér er að líklega er eitthvað jákvætt að gerast!  

Ég hugsaði (alveg satt) á meðan ég hamaðist á trackernum hvað ég væri í ferlegu formi, aldrei verið í svona lélegu ástandi áður og hvað þolið er hrikalega slæmt.  Jebb .... líkamlega séð er ég á botninum og trúi því að spyrnan sé gjörsamlega best þaðan.  Mig langaði í ræktina (roðn) en kanski slokknar á þeirri löngun ef harðsperrur dauðans eru að taka mig í bæði eyrun.

Hamsterlady er mætt og ég ætla að ráða hana næstu 2 mánuði .... Ótrúleg vinna framundan en það skilar vonandi minnkandi holdi og hamingju í spikheimum.  

Spikheimar er æðislegur staður sem elskað spik fer og býr við bestu kjör ..... Skrítin núna, en ég þarf að klappa mér um vömb og taka nokkrar léttar teygjur.  Ég ákvað að breyta matarÆÐINU í leiðinni og gengur það vonum framar.  Allt hveiti hef ég fjarlægt úr matseðli GLOMMUNNAR, svo er ég að fatta það að allur HRÁSYKUR er ekki heldur á matseðlinum en ég ákvað ekki að hætta að borða sykur en mig langar ekki sem er gott.  

Svona er þá lífið í dag hjá ört minnkandi konu.  Það góða við lífið er að vera sáttur og sjá það góða í hvert öðru, að meðtaka aðstæður og breyta því sem við mögulega getum breytt.  Þá komum við að því sem ég trúi heitt að ALLT sem við viljum breyta eða bæta það getum við ef við bara ætlum.

Nýtt líf í nýrri konu, þeirri sömu sem hefur gengið samstíga flökkusálinni rúmlega 40 ár.  Að vera og þora er akkúrat það sem NÚIÐ hvíslar að mér.

Í ræktinni í dag voru þvílík líkamsræktartröll og varla arða af spiki í salnum en ég náði nú að fitujafna salinn.  Svona er lífið í núinu, yndislegt þó ekki átakalaust!

gróu sögur 

Ég er ekki svo slæm að ég geti ekki sagt góða Gróu Sögu og dreypt á kaffi ....

Lífið er klárlega gott. 

p.s.

Heart Sumarið hjá mér kemur ekki fyrr en 21 Júní Heart

Gleðilegt Sumar 


Æsispennandi atburðir í lífi konu ...

...  Dagsatt alveg hvað lífið er spennandi.  Svo spennandi að það má vel bæta æsi fyrir framan.  Ætli orðið æsispennandi sé dregið af æsum og ærslum þeirra?

Ég hef upplifað ýmsa skemmtilegar stundir undanfarið.  Sem dæmi lá leið mín til fjalla þar sem ég fór á myndlistarsýningu í sömu ferð brá ég mér inn í skartgripabúð og lét saga af mér giftingarhringinn en það er tilkomið vegna hversu umfangsmikil frúin er orðin og engin leið að taka tryggðarpantinn af baugfingri sem nær vonandi fyrri mynd fljótlega.

Ég hafði það á orði þegar gullsmiðurinn sagaði af mér hringana að þetta væri bara nokkuð ódýr skilnaður.  Hann gjóaði á mig augunum og aðstoðarkonan sagði við mig að þetta mætti ég nú ekki segja.  Bannað, að segja svona og grínast svona .... það er dauðans alvara að skilja og ég vil taka það fram að ég er enn Frú og læt bara vel af mér.

Í dag fórum við mæðgur í kroppatamningu og viðurkenni ég hér og nú að það er hundleiðinlegt að mæta á líkamsræktarstöð og puða og púla.  Ég ætla hins vegar að gefa þessu séns og í kjölfar á þjáningu númer eitt, ákvað ég að sleppa hveiti úr fæðunni, borða grænmeti og drekka endalaust af vatni svo nú eru allar líkur á því að ég breytist í frosk.

Kisur gleðjast 

Eða grænan kött ....

Ég efast um að einhver sjái muninn á frosk og ketti nema kanski þegar að böðun kemur.  Stígvélaði kötturinn gæti alveg vaðið út í á ef það væri málið.

Best að koma sér í svefn áður en ég breytist í frosk eða kött ... Nóttin verður varla betri svona rétt undir morgun.  Á bak við augnlokin leynast svo ný æsispennandi ævintýri sem koma í ljós við sólarupprás. 


Fegurð heimsins, staður í hjartanu

.... Páskahátíðin leið á ljúfan máta.  Við fengum heimsókn frá góðu fólki og höfum haft það gott.  

Ég hef tekið eftir því að bloggheimurinn er hálfsofandi eða í það minnsta sá heimur er umvefur mitt hjarta.

Hjarta 

Ást sem býr í bók 

Fegurð heimsins er eins og hún kemur fyrir augu sjáandans, ekki hvernig heimurinn er heldur hvernig við skynjum hann.  Heimurinn minn í dag er fullur af barnahljóm, sonur minn er að glíma við reikningsdæmi og er ekki glaður.  Hann sér heimalærdóminn sem kvöl og pínu.  Innan úr íbúð heyri ég í dóttur minni og frænku hennar og þær eru að hlæja og það er gaman hjá þeim.  Sama stundin margnotuð af mismunandi fólki, mismunandi tilfinningum og væntingum.

Tíminn líður á ógnarhraða, það er ekki langt síðan ég var að læra að hjóla.  Lipur og létt með tagl í hárinu, hljólaði fram og til baka eftir gangstígnum.  Ég datt og hruflaði hnéð, hoppaði ofan á dekkinu af bræði, settist svo aftur á hnakkinn og hjólaði áfram.  Ég var snögg að læra að hjóla og minningin er hjá mér eins og gerst hafi í gær.  

Að standa í núinu og njóta stundarinnar er yndislegt, að hjálpa syninum að draga frá, leiðbeina honum og útskýra.  Útskýra milljón sinnum sama reikningsdæmið er það gullna við stundina.  Að njóta þess að vera lifandi, að vera til.

Þegar fram líða stundir þá held ég að næstu 40 ár verði ekkert allt of fljót að líða en ég get ýmindað mér að ég verði upptekin við að njóta þess að lifa í núinu.  Lífið er þegar allt kemur til alls, GOTT!

Í hjartanu er kærleiksríkur staður þar sem fegurð heimsins fæðist. 

 

 


Gulur, gulur og gulur ...

... orkubúst í þessum páskum.

Bara notalegt að taka á móti páskunum, fallega gulir eins og sólin.  Eiginlega hálf gylltir því það glampar svo í sálinni þessa dagana.  Ég fékk góða vinkonu í heimsókn og höfum við sýslað ýmislegt!

Í dag var haldið til lögreglunnar til að taka út laganna verði hér við Iberíuskaga.  Fengum góðar upplýsingar þrátt fyrir að fengur hafi ekki verið mikill og nokkuð í vininn sparað.  Bítlaskór og píkugreiðsla gætu alveg bjargað málum, smá bömp og jafnvel eitt stk. bjór.

Við fórum og versluðum grillmat áðan og það var keypt eitt og annað á grillið.  Þykkar svína beikonsneiðar, svina"lettur", lambasneiðar, hamborgarar, pylsur, kjúklingalæri  .... bönns af grænmeti og sitthvað af fljótandi.

Lífið er sannarlega gott með fullt hús matar. 

Gleðilega páska 


Gamla konan tók sveifluna ...

... Hún sveflaðist þessi gamla kona á meðan að ljúfir tónar Bóleru ómuðu innst að hjartarótum.  Hún náði svo fallegum sporum að hún öfundaði sjálfa sig þar sem hún sat í ruggustólnum og rifjaði upp gamla tíma.

Mikið varstu nú falleg frú Lára, með heilbrigt hár og hnotulaga hjarta.  Frú Lára getur verið þú, er sennilega ég og einhver þér nákomin.  Frú Lára naut þess aldrei til fulls að stíga sporin heldur horfði jafnan afturábak í tilveruna og tók þá eftir fegurðinni sem sál hennar geislaði.  Hún lifði líka í framtíðinni þar sem gáskafull hjartans von sat á silfurbaug og beið þess að frú Lára kæmi og tæki í tauminn.

Frú Lára er ljóðrík og létt sem fiður, hún ert þú í "NÚINU" ...

Kvöldstund

Að njóta stundarinn er sennilega það eina gáfulega sem við gerum í þessu lifanda lífi.  Urlum upp hamingjuna sem ólgar í brjóstinu og þökkum stundina.  Ég ætla að grípa tækifærið og segja mínum nánustu hvað ég elska þau mikið og svo ætla ég að taka á móti vinkonu minni sem kemur alla leið frá Heimsveldinu Íslandi, flottasta landi í heimi.  

Við eigum örugglega eftir að pukra um margt áður en við köstum okkur á koddana.  Ég er búin að fylla ísskápinn minn af allskyns gúmmelaði þar sem að páskarnir eru við það að stimpla sig inn.  

Stelpuást 

Stelpuást, olía á striga.  Í einkaeign ... 

Svo settist konan niður og sá frú Láru hverfa af braut.  Nú er hún horfin í sinn tíma þar sem listin að njóta kallar hátt við höfuð.  Réttu út hönd þína og taktu á móti stundinni.

Lífið er nefnilega svo gott. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband