Leyndarmálakúlan ....

... í kúlunni eru þúsund aldar leyndarmál.

Hún er lítil og troðfull af leyndarmálum, alheimurinn bætir leyndarmálum í hana á hverjum degi.  Kúlan minnkar í hvert sinn sem hún gleypir nýjar sögur og söngva.  Kanski verður leyndarmálakúlan að lokum eins og dropi í hafi, eins og ögn í glasi sem við vart berjum augu.

Lífsins leikur er okkar að varðveita og geyma.  Í lífsins glaumi sé ég þig og snerti, þú ert frá upphafi sama sálin smituð af snertingu annara, samt alltaf þú.  Í heimi friðar og kærleika er sannleikurinn í sálinni og það góða við þann leik sem veran er að þú og ég erum samstíga í þeim gæfum er guð setti á diskinn okkar.

 www.zordis.com

Af öðrum heimi 20 x 50, í einkaeigu.

Að vera vinur eða finna vin, að sleppa óttanum sem er innbyggður og vera við sjálf.  Að stíga fram og verða samferða sjálfum sér í þessum lífsins leik á ekki að verða okkur til trafala.  Verum sönn sjálfum okkar því lífið heldur áfram í þeirri mynd þar til munstur sálarinnar tekur nýja stefnu eða sækir aðra vídd.

Lífið í þér minn kæri vinur, það er hið eina sanna líf. 

Svo hvarf hún því í heima guða þá hverfa leyndarmálin í æskubrunna eins og hringiða golunnar er kyssir þína kinn.  Grípum góðu stundirnar og látum bros fylla vitin. 


Gamalt ... gott og gleðilegt!

Svo ljúft að tilla sér í sæti fortíðarinnar.  Huga að þeim tíma sem leið og grípa það besta með sér í núið.

Hugsa um ömmu og afa og afa og ömmuna mína eftirlifandi.  Sonur minn sagði við mig nú fyrir stuttu.  Hún amma æltar að lifa miklu lengur en afi.  Já, svona er lífsaldurinn okkar mismunandi.  Krúttið mitt talaði um þetta eins og hann væri að panta sér fanta limon á barnum.

Blár   Rauð

Gamlar olíumyndir, málaðar löngu síðan.

Blár og Rauð

 Konan við hafið

Konan við hafið, Olía á striga

Elskhugar   Fegurst Rósa

Þakskífur, akrýlmyndir 40 x 20

Móðir og barn 

Smá myndaþróun ...

 Úr gömlu í nýtt að nota það gamla í því nýja að sjá ljósið í sömu fegurð sama hvernig skugginn fellur i daginn.  Að meta vinskap og lífsins gæði fram yfir hið ytra.

Lífið er gott 

 


Regndroparnir falla ....

... á allt og alla! (ekki snjórkorn sem kjéddlan syngur um)

Það rignir verulega og hefur gert síðan á laugardagskvöld, rigningin er góð og gæðir jörðina hjá okkur.  Appelsínu uppskeran verður svo miklu betri eftir gott úrhelli.

Regndansinn verður ekki stiginn á næstunni og nú vonumst við eftir skaplegu veðri áður en páskafólk fer að streyma til miðjarðarhafsins.  Finn einhvern veginn pínulítið til með fólki sem kemur í rándýr frí og fær svo ekki brot af því besta hér sunnan hvað veður snertir.

Vann verðlaunapening í skák

Flotti strákurinn minn sem vann verðlaunapening í skák. 

Og svo er hér mynd af sprækum íþrótta stelpum úr K.R.  Þekkið þið þá gömlu á myndinni ?????

K.R.  handboltastelpur  

Fórum í skemmtilegt handboltaferðalag um norðurlöndin ... Hvar er sú gamla á þessari? 

Njótið lífsins í núinu. 


Notaleg stund ...

Ég ætlaði mér að fara í háttinn fyrir hálftíma, sit hér enn og vafra á netinu.  Er með leiðindabrjóstsviða og ég fæ mér óhollustulegt Kók án koffíns.  Væri nær að fá sér vínberjadjús og styrkja blóðrásarkerfið.

 Ætla að fá mér kaffi og róa mig niður.

Sunnudagurinn hefur verið ljúfur í alla staði.  Fórum og keyptum bensín á bílinn, ókum svo í átt að fjöllum og nutum rigningarinnar.  Knúsaði tengdó mína og færði henni svakalega gott freyðivín sem keypt var erlendis.   Íris Haddan mín gisti hjá ömmu og afa og átti gæðastund og er það gott mál!

Notaleg stund  

Mín gæðastund gæti verið eins og frökenin hér að ofan nýtur.

Faðmur kvöldsins teygði sig til hennar, það var kominn timi á náðarstund eftir amstur dagsins.  Hún lá á púðum með kisuling við hné, litli traktorinn elskaði gullin blik og blíðu.  Í hendi glas með rauðu og hugsun þíða í hinni.  Ástin mín eina þú veist hvað ég meina ..... 

Nú er búið að breyta klukkunni hjá okkur og 2ja klst munur á Íslandi og Spáni.  Tíminn líður og líður og lifið er og verður betra og betra.

 Lífið er ljúft á litríkum púðum.

 

 


Púðar og pjólur .... (ekki fyrir viðkvæmar sálir)

... Það er stundum þannig að færslur eru mis-skelfilegar.

Í rigningunni þá leynast lítil leyndarmál sem falla til jarðar og urlast við snertingu höfuðmóta.  Jebb, ég stend berfætt á náttkjólnum í ljósopinu mínu og leita að hugmyndum.

Púðar og pjólur ... ein hugmynd en hvað skal svo við hana gera ??  Ég þarf að standa lengur út í rigningunni og grípa fleiri.

Púðar par kósýheit 

Púðar par kósýheit pastel á pappír ......

Ég ætti kanski að setja ólífur í skál, toga tappa úr flösku og kasta mér á púðana og gleyma deginum.  Nehh ... í dag er fjölskyldu dagur, sunnudaga stór familían hittist, skrafar og skrattast. 

Það er eitthvað við rigninguna sem gefur ferskan blæ í spænska vorið.  Sólin hefur iljað okkur vel og mikið undanfarnar vikur.  Ég hitti 2 gamla kalla um daginn, annar greip mig og kreisti mig (greinilega mjög ánægður að hitta mig) hinn glotti bara.  

Um hvað tala gamlir kallar?

Þeir tala um veðrið

Þeir tala um konur

þeir tala um mikið af konum

Þeir tala svo um veðrið

Þeir reyna svo að faðma konur

Ekki flókið að vera gamall kall, eða hvað?

 Svo rignir áfram og ég ætla að vera áfram á náttkjólnum og berfætt.  Svo fer ég aftur út í ljósopið og fanga nýjar og ferskar hugmyndir.  Fæ mér vatn með muldum ís ....  Fátt betra en vatnið!

Lífið er gott í rigningu. 


Loðnir leggir í hátísku ....

.... Dagsatt!

Þvílík snilld þetta veður sem kyssir mína kinn.  Ég fór léttklædd út í vorið.  Opnir skór og léttar sumarbuxur er náðu niður á miðja kálfa!  Mín átti leið í nokkra banka í morgunsárið og gekk örugg eftir gangstéttinni þegar ég uppgötva mér til mikillar gleði og kátínu að ég var ekki búin að tæta af mér leggjarhárin.

Þessi færsla er alveg fyrir viðkvæma því ég mun hvorki fjalla um kantskurð, tyrfingu né undir arms hár.

 Ég er í svona stuði núna ....

Á grænum himni vex hamingjan.

 Hún stóð á enginu og lét loftið leika undir iljar sér.  Henni var heitt en ákvað að vera áfram í bláu háhæluðu skónum.  Ilmur ástarblómanna sagði henni að halda áfram og láta loftið leika við sig.  Heillakerlingin valhoppaði og fann hvernig litur regnbogans gaf henni undir fótinn.

Read on, kæri aðdáandi.  Þrátt fyrir að loðnir leggir séu í HÁ tísku (djók) þá leið mér eins og "lilla aumingja".  Mér fannst fólk glápa á fæturnar á mér í stað þess að horfa í brjóstaskoruna.  Ég sem fór í svona púffý haldara til að geta tekið 500€ seðla í brjostaskoruna.  Mæ darling, úppsa deysí og trallala.  

Alveg á hreinu að konan var hot í eiginlegri og djúpri merkingu þess að vera hot.  Loðnir leggir á Spáni í 23°hita er alls ekki svo slæmt.  En svona í alvöru þá er þetta spurning um sársauka og dekur áður en ég skelli mér í bikiníið með einni doppu. 

 Góða helgi.


Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil ....

.... Obbossý og trallalalala.  Þrátt fyirr að eiga ekki þennan texta né röddina sem fylla orðin þá geri ég það sem ég vil innan vissra marka og lífið er bara yndislegt.

Vorið er komið og hefur vorboðinn gælt við kinn og sýnt sitt besta.  Veðrið, sólin, sjórinn og kirkjukórinn á sínum stað eins og dagur vonar er kúrir í hjartastað!

Bleikur, beige og grænn eru tískulitirnir á þessu vori.  Ég hef greinilega fundið það á mér um daginn þegar ég fjárfesti í bleikum og grænum bol ... Alltaf svo glæsileg!   

Ævintýraheimur, Ástfangin .... tækifærissería!

Ævintýraheimur, ástfangin blönduð tækni og arkýll 

Er eitthvað svo tóm sem segir mér að nú sé rétti tíminn til að biðja um fegurð og ríkidæmi fyrir umheiminn.  Lífið er fallegra þegar við gefum af okkur.

 


Ljúft veður úti ....

.... og konan situr inni.

Kominn tími á góðan sopa af kaffi, væri til í gulrótarköku til að narta í en það er alls ekki í boði!

Þegar ég vaknaði í morgun og fylgdi dótturinni út þá ómaði fuglsasöngur á svölunum hjá mér.  Þessi stund minnti mig á Svíþjóð en þar bjó ég um stund sem barn, minnti mig reyndar líka á Danmörku og þá góðu tíma er ég deildi með frænku minni dásamlegu Mörtu Svörtu .....  Minningar eru yndislegar! 

Í vinnslu .... 

Minning um Ást er akrýl mynd í vinnslu ca. 80 x 60 .... 

Ég er búin að vera nokkuð dugleg að sinna mínu og þarf að gera eitt verkefni um máltöku í náminu sem verður fróðlegt og skemmtilegt.  Það veitir ekki af tímanum svo það er víst betra að hafa sig í lestur og gera glósur.

Svo er ditten og datten sem þarf jafnan að sinna, einn dagur í einu með falleg bros og knús frá börnunum.  Lífið væri ekki eins litríkt ef þeirra nyti ekki við.

 Lífið er ljúft og fallegt í dag.


Hjónakorn ...

hvernig geta 2 einstklingar verið korn, eitt og sér sem og saman ...  Sjáiði Jon og Gunni, svo mikil korn!

Við "kornið" eða erum við kornin, fórum að tjútta í gær og áttum góða stund.  Við vorum yngst í hópnum, man allavega ekki eftir yngri aðila en sjálfri mér ef mig skyldi kalla!

Ég ákvað að gefa 2 vinninga .. Þakflís og litla mynd ... 

Í glasi ... 

Í glasi, rustico 20 x 40

Konan sem vann flísina varð mjög ánægð!  Ég var nú bara glöð með það ...... 

Dögun 

Dögun, akrýl á pappír ...

Þessa setti ég í silfraðan ikea ramma og hún kom þokkalega út.

 Sunnudagur til sælu eftir samveru við tengdó. 

 Þvílík bongóblíða sem er búin að vera.  Við fórum í bíltúr og ákváðum að tilla okkur á Campo Amor og þar pantaði ég mér perrier vatn og við sátum og nutum fegurðarinnar.  Ég sá lítinn fuglaslag .... kunni sko ekki við það og fór og skipti mér af!  Lætin voru yfirþyrmandi og haldið ykkur, 3 fuglar að tapa sér!  

 Lífið er gott án frekari útskýringa.


13 og 13 og föstudagur ...

... Dásamlegur dagur sá þrettándi í röðinni í þessum fallega mánuði mars.  Ein vinkona úr barnæsku á afmæli og er 40 í dag, til hamingju með daginn Gunna Lísan mín!!

Veðrið er bara notalegt og dagurinn búinn að vera stútfullur af jákvæðum hendingum .....

Ég er að spá í að leggja mig, fá mér kríu og kanna svo hvort hárgreiðslustofan í bænum eigi einn lausan tíma fyrir kjéddlinguna.  Aðeins að snyrta höddinn fyrir morgundaginn ....

Við ætlum að skella okkur hjónakornin á hótel og hitta fyrir íslendinga á öllum aldri og um kvöldið er samsæti og dansiball.  Ég var að leggja lokahönd á eina rustico þakflís sem ber heitið "Í glasi" og verður hún einn vinningur í happadrætti kvöldisins.  Ég birti mynd seinna í dag af henni ...

Í millitíðinni set ég inn eina sem ég kalla "pasión" ..... 

Pasión .... þakflís 20 x 10 

Pasión þakflís 20 x 10 akrýllitir.

Það er óendanlega gaman að sitja og mála.  Ég vaknaði í morgun nokkru áður en sonurinn fór á stjá og tók fram pennslana.  Slakandi stund fyrir stríð! 

Föstudagurinn þrettándi á fullri siglingu ... kanski vantar mig kjól, sæta skó til að fara í á morgun ....  Ég veit samt að mig vantar ekkiert nema kanski nýtt loft í lungun og ást á tilveruna.

Í heiminum er mikill ljótleiki sem særir okkur dag eftir dag, það er hins vegar jafn mikill fegurð sem kostar svo lítið að sjá.  Opna hjartað og þakka fyrir okkur, vera þátttakandi.

Lífið er bara fallegt og gott. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband