12.3.2009 | 14:14
Ný orka og gömul orka ...
.... þegar vinkonurnar hittast úr fortíð inn í framtíð. Þær snúast á þúsund snúninga hraða og bera okkur ný boð. Nútíðin heldur í hendina á mér og ég er ekki fær að gera upp við mig hvort orkan sem var eða orkan sem verður er mér hliðholl. Ég ætla að halda mig við orkuna sem umvefur mig í dag og nýta hana í það sem ég tel best hverju sinni.
Ég lifi, í dag er minn tími, sú stund sem einungis var ætluð mér. Við erum nýkomin heim mæðginin og í hraðsuðupottinum er besta gerð af brúnni baunasúpu. Eiginleg vetrarfæða, holl og járnrík mjög. Ungherrann bað um pasta í hádeginu eins og í flest önnur mál. Ef hann fengi að ráða nærðist hann án efa á pasta og enn meira pasta og það án alls, hvítt og gott! Ótrúleg ást á þetta orkuríka hveitifæði.
Ilmur Ástarblóma, þakflís 20 x 10 / akrýll.
Kanski ég leiti á náðir Margarítu engja og finni ástarilminn í loftinu. Gefi nútiðinni það auga sem sálin þarf. Það er alltaf tími fyrir nýja framtíð og þau leyndarmál sem bíða okkur.
Það er ilmur í loftinu, það er komið vor! Feitar og pattaralegar flugur gera innrás og blómin dilla blöðum sínum í takt við geisla sólar.
Lífið er yndislega gult á fallegum vordegi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2009 | 22:12
Mon dieu ...
... nýtt rökkur kemur er kyssir geisla sólar svo endanlegan rembingskoss að geislar hennar finna sér stað í hjartastöðinni. Það er ylur í nóttinni sem kemur svo myrk og leyndardómsfull.
Við erum eitt, nóttin og ég. Í nóttinni bíður mín skjóða sem þarf að opna, lítil og ljós en þegar inn er komið eru þar lendur sem daglöng ganga dugar ekki til. Sálartetur er nagar dag og nýtur nætur. Lífið svo óendanlega breytilegt í rauðu og grænu.
Ég er búin að vera eins og súper dúper jójó í dag. Vaknaði klukkan 06.00 (ætla ekki að segja ykkur hvenær ég sofnaði) ... var spræk og var farin að sýsla snemma. Ég átti góða stund í hádeginu með rósóttri konu sem er skemmtileg og skrítin skrúfa. Við kysstum hvor aðra að skilnaði svona einn á hvorn vanga og ég fór á næsta áfangastað. Greiddi úr yndislegri flækju sem er bara gott mál.
Hér má sjá stúdío og hellir listakonunnar Maire Kalkowski ... alldeilis frábær staðsetning. Ég varð yfir mig hrifin og sæl að ná loksins að hitta hana og sjá aðstöðuna hennar!
Þær verða alltaf skýrari og skýrari hugarlínurnar sem vaxa í þelinu, er mjakast á "ógnarhægð" eða "löturhraða" .... Stundum fer hugur í flikk flakk og teygjutvist, virkar stundum og stundum ekki.
Eftir grænan fleytifullan dag þá veit ég að lífið er gott svo langt sem endalokin ná.
Þetta minnir mig á þ.e. mon dieu, þegar ég var nýflutt til útlanda; ég sótti mikið í kærleiksorð er vitnuðu í hinn hvíta mikla anda! Jebb, ég leita mikið í sálarró og þann kærleiksyl, það sálarkonfekt er snerti hjartað og veitti geði. Einn af 20 eða 200 bræðrum mínum hafði áhyggjur af því að ég væri komin í sértrúarsöfnuð ........ nema vera skyldi að mamma mín hafi logið því að mér.
Hvort skyldi það nú vera??
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2009 | 09:30
Plástra og myndablogg ...
.... Ég er búin að tengja Lifewave plástrana að tíma Kleópötru eða um það bil er fólk var vafið og átti að varðveita líkin, er múmíur gengu aftur og hrelldu fólk (goss þar skelltist ein hurðin "scary" ...)
Ég er búin að vera viku á Y age plástrum og tek eftir rólegum breytingum í húðinni. Exem sem ég er með á fótum er komið á öðruvísi stig og hársvörður er betri. Ég hlakka til að sjá hvernig ég verð eftir næstu viku en ég ætla að bæta við aðhaldsplástri og sjá hvernig þetta virkar. Ég hefði átt að taka myndir en geri það fyrir næstu törn.
Sólin skín og það er milt veður úti. Ég er að fara að skreppa í smá bíltúr og tek myndavélina með :-) Aldrei að vita hvað verður á veginum. Ég er búin að vera að mála litlar þakflísar 20 x 10. Ótruleg krútt þótt ég segi sjálf frá.
Dæmið bara sjálf kæru bloggvinir.
Stærðarmunur á þakflís: 20 x 10 og 40 x 20.
Hugarþel, þakflís 20 x 10
Rósa, þakflís 20 x 10
Dagurinn er kominn og ég ætla að njóta hans eins vel og ég get! Það er vorhugur í konunni sem fór í bleikan bol til að örva mýktina í konunni.
Njótið lífsins því það er bleikt og gott.
6.3.2009 | 14:53
Þúsund fiðrildi ....
.... Öðlast líf og fljúga á vit ævintýranna.
Í öllum regnbogans litum sleppa þau í heim drauma og hver veit nema að fiðrildið þitt sé á sveimi og staldri við í hjartastað! Af þúsund mögulegum er þetta eina þitt, greiddu því griðarstað og gerðu hamingjuna að þinni. Í lífsins dansi þar sem sporin eru mismunandi, megum við aldrei gleyma að áfangastaðurinn er sá sami.
Að lifa í einingu manna, dýra, jurta og lífsgjafans jarðarinnar, hverfa svo á braut í andanum, finna frelsið eins og fiðrildið sem valdi þig. Áningastaður þar sem vonin ríkir, það líf sem gefur og gefur.
Vonin, þakflís 40x20
Í skjóli þess að eiga og vera, finna til og njóta. Lífið í þeirri fallegu mynd sem það birtist okkur.
Lífið er ekki bara slátur, heldur líka súpa
stundum heit,
stundum köld.
Lífið er líka hákarl, ílla lyktandi og for
með hjartans vökva,
eða einn og sér!
(zordis)
Lífið er eins fallegt og við sjáum það .......... F A L L E G T . . . .
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.3.2009 | 16:39
Rigning og rækjur ....
... smá kallt en þó ekkert sem þarf að kvarta yfir.
Í hádeginu fékk ég pönnusteiktar rækjur og á meðan rigndi úti. Í eftirrétt nýmalað kaffi og Ferrero Rocher súkkulaðimola, bara dásamlegt!
Við erum að fara á fund í skólanum þar semað krúttið okkar hefur komið dapur í bragði (hljómar eins og sygin ýsa) en ángríns þá ætlum við að hitta kennarann og ræða málin. (gekk vel þar sem að við ætlum að prófa að vinna betur saman með litla lesblinda drenginn okkar)
Ég lét verða af því að prófa lifewafeplástrana og get ég ekkert sagt ykkur frá því þar sem að þetta er fyrstidagurinn minn. Gæti birt before og after mynd .... Ég í dag og ég ámorgun hahahahaha, en svona burt séð frá öllu gríni þá ákvað ég að slá til þarsem að ég hef átt við húðvandamál að stríða sem ég gat ekki læknað íAtlantshafinu að vetri til. Hrikalega kallt en ég fór ásamt 2 kærum konumí Englavík, ferð sem aldrei varð endurtekin og er einstök í sögu þessara 3jakvenna. Takk fyrir það!
Lífið er eins og slátur.
Lífið er eins og slátur, hollt og geggjað gott.
gargandi hjartans hlátur, skrautlega flott.
Í hjarta perlar grátur, gleðinnar yndis kver,
hvítur einhyrnings fákur, á baki mig hugfanginn ber.
(zordis)
Kanski ég láti mig bara langa í slátur og þeysireið á hrygg einhyrningsins.
Fyrir þig í gráum hversdagsleikanum er stríkur vanga minn. Gæti ég tekið hjartað á mér og lagt það á fjörusteininn eina. Lifað eilífðina í svipan augna þinna fyrir andartakið blíða.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
25.2.2009 | 14:31
Að koma .....
Þegar og hvenær ??? Góð ... Koma eða fara, hver er ég og hver ert þú? Í sama móti þótt enginn sé kvótinn. Lífið í hnotskurn, líf úr lífi sem leiðir þig í næsta. Skref fyrir skref.
Steingeit: Þú ert með frábært minni og rökhugsunin er meiriháttar. En þú þarft að gera óljósar en snilldarlegar hugmyndir þínar skiljanlegar.
Jebb, Steingeitin ég sem hef þokkalegasta minni þótt ég sitji og tvinni saman orð og beri þau á þitt borð.
Vorsöngur SELD
Hér kemur Vorsöngurinn sem lýsir tilverunni í dag, allt að lifna og birta fyllir hjartað. Vorsöngur mun halda til síns heima ..... Til hamingju!
Snilldarlegar hugmyndir eru vissulega til .... verkgleðina vantar ekki en það er að koma sér í það, henda sér af stað og láta verkin tala. Jebb .... Að koma hlutum í réttan farveg að koma unganum á flug.
Sagði einhver að lífið væri ekki gott ?
22.2.2009 | 12:30
Stökkvandi lúður ...
... Alveg var þessi draumur, allt of mikið. Stökkvandi Lúður (sko fiskitegundin Lúða) sem reyndu að narta í tásurnar á okkur mæðginum sem köstuðum okkur svo í ballarhafið ....
Ég var fegin að vakna, fór berfætt fram í eldhús og kveikti á kaffivélinni. Undirbjó morgunmat fyrir 5 ungmenni en hér var stelpupartý í tilefni þess að dóttir mín varð 14 ára þann 17jánda og Andrea frænka 15 ára í dag. Það var vakað til rúmlega 02.00 og dóttlan mín kom og kyssti mig góða nótt síðust allra alsæl eftir góðan eftirmiðdag. Þær fóru saman út að borða á veitingastað í bænum, hittu fleiri stelpur á sama aldri og það má sá einn vita að "ungmeyjarskrækir" hafa fyllt Pitufo veitingastaðinn.
Vorsöngur
Blíða
Á meðan að skvísurnar skemmtu sér með undarlega tónlist og skraf þá sat sú gamla og lagði lokahönd á gæluverkefni sitt í málun. Veit svei mér þá ekki hvernig þetta endar hjá mér. Krónísk hegðun er sefjar og róar konukropp. Það er nefnilega málið, líða vel með það sem við gerum. Sækja fram á veg og reyna að bæta sig. Það er sú ófullkomna mynd fullkomnunnar okkar jarðvera. Halda ótrauð áfram í því sem við tökum okkur fyrir. Einn dag þá mun ég vera nákvæmlega á þeim stað er ég ætla mér.
Sunnudagur til sælu, fjölskyldudagur, útivera og tengdó.
Gæti lífið verið betra en það??
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.2.2009 | 18:49
Eins og sólin á örbraut um jörðu ....
Hún kraup og horfði í skaut sér. Vikan hafði flogið áfram og hún þráði, ÞRÁÐI ..... Það skiptir víst engu máli hver þráin er hvíslaði hvítur engill í vit hennar. Þráin er aumkunnarverð leið til að hafa hugann upptekinn af fóðruðum nýjungum. Hún velti ekki frekari vöngum yfir skilaboðum engilsins og hélt áfram; 1, 2, 3 svo hoppaði hún í gulum kjól á hægri fæti. Stúlkan hafði gripið völu af jörðinni og teiknað París og stökk á milli reita allan eftirmiðdaginn.
Rödd móður hennar ómaði í eyrum hennar og hljómurinn fylgdi henni í lifandi árin. Konan í gula kjólnum er nú orðin fullnuma, hún hefur ekki farið í París í mööööööörg ár en til Parísar steig hún fæti algjörlega óhoppandi.
Guli kjóllinn mun víkja fyrir hvítum gardínukjól með allskonar djörfu munstri og gegnsæju brjóststykki. Kjólinn mun hún nota við athöfn sem beðið hefur verið eftir í ein 20 ár.
20 ár er helmingur ævi hennar en bara einn fjórði af því sem hún ætlar sér .... Svo er aldrei að vita nema að 10 bónusár skelli sér inn fyrir hörund hennar. Að njóta og hrjóta, að gæla við geðheilsuna og stefna í þá átt er sálin leitar. Að vera sannur sjálfum sér og njóta lífsins, það er lífið!
14 ára afmæli dóttlunnar
Hér glyttir í slöngustrákinn minn
Sunna og Elísabet dalmatahundar
Airton og Enrique eftir sýningu
Íris Hadda með Sunnu og Elísabetu
Eftir sýningu
Genesis sjóræningjastelpa
Góður dagur á enda ..... Guli kjóllinn er hluti af minningunni sem bara gamla konan þekkir sem er jafn gömul og henni líður. Börnin á myndinni eru hluti af henni, fegurð þess er lífið gefur!
Lífið er óneitanlega gott
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.2.2009 | 23:53
Þegar orðið er eitt .....
... Þegar allt hefur verið sagt og allt gert. Þegar grasið er grænna og himininn blárri en aldrei fyrr! Þegar lífið er jafn heilsteypt og jörðin sem þú ræktar og hugurinn jafn frjór og litríkar sápukúlur eilífðarinnar þá finn ég staðinn í hjartanu þar sem ástin vex eins og sefgras í ræktarlegri tjörn.
Ástin á lífið er svo miklu dýpri en sú tilfinning er vex úr iðrum, að vængjum og fljúgandi fiðrum.
Ef ég bara gæti.
Ég veit svo vel ég gæti,
þá glöð og sæl þig tæki.
Þig vefði í minn kjól.
og sýndi frá hæsta hól.
Af ást og yndis kæti,
þitt ljúfa blíða mót.
Viðmót göfugt læti,
hrífur lífsins hót.
(Zordis)
Án þeirra værum við svo agnarlítil, svo smá og gegnsæ. Við værum ekkert í heimi hér án þess að vera við sjálf. Sá sanni verðugleiki er að vera við sjálf, trúa og bera traust! Sigurvegar í okkar eigin lífi.
Menning og listir | Breytt 17.2.2009 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.2.2009 | 08:19
Kósý morgun ...
... Fjallið fór með drenginn í skólann. Litla sigurvegaranum okkar sem svaf eins og lítið ljón, enda í ljónsmerkinu eða var það ljósamerkið. Hann sagði við mömmu sína sem var nýsturtuð að reyna að vekja hann; helduru mamma að sofandi fólk sé að hlusta????
Í eldhúsinu dreypi ég á ferskum ananas safa, tók lýsið mitt og halla mínu höfði að skrækum manni sem kemur hér í formi engils. "Staying alife"
Ég man eftir þegar mamma hlustaði á þessa ofur "píku" poppara. Ég var alveg að fíla þá og geri enn. Ég hugsa til baka þegar pabbi gekk um á háhæluðum bítlaskóm í hvítum jakkafötum, mamma var með silkiborða um höfuðið og þau bömbuðu í stofunni við afró hottý mjúsik.
Ég er komin í gírinn, það er föstudagur og helgarævintýrin raða sér upp. Við ættum að dansa og veifa höndum í átt til himins. Það er bara þannig dagur.
Ég skilaði verkefnum í skólanum í gær og græjaði eitt og annað, setti tölur í excel skjal og grúskaði. Er í dillandi standi og Fjallið sem var að koma heim er ekki sem verstur með svona takta í kroppnum.
Leyndarmálið er í umheiminum, það er verið að kippa í strengi, verið að hnoða saman góðum galdrapakka á himnum. Ég ætla að taka myndavélina með mér í dag ....... aldrei að vita hvað fyrir augun ber.
Litfögur slóð þín
Undurblítt far
Ljóslifandi ástin
Af himni þú barst
Umvef þitt hjarta
Í elskunnar heim
Stjörnublikip bjarta
Í heimi svo hrein
Yndisþýð úr draumi
Í minningunni man
Lífsins tilgang bjóði
Sú ást er Guð einn gaf
(zordis)
Ástfangin, blönduð tækni á striga
Lífið er eins og hjartað, ótrúlega sætt