Lesblindugleraugu, jarðaber og kvennaskvaldur ....

.... það var bara ekkert annað en kvennaskvaldur og hlátur í stofunni minni í dag. Ég fékk mætar konur í heimsókn og við dreyptum á kaffisopa með sætu meðlæti. Ég bjó því miður ekki vel og setti nokkrar piparkökur í oggulitla skál og súkkulaðihúðaðar kaffibaunir í örlítið stærri skál. Maus og mal, ljúft kerlingarhjal fram eftir miðdegi.

Konur geta gleymt sér í skrafi og ég held að það sé bara vegna þess að konurnar sem komu eru sérdeilis lygnar (ljúft sem af þeim dreypir)  ekki svona ljúgarakonur, þið hélduð náttúrulega að ég væri búin að sitja yfir heimagerðum gróum en svo er nú alldeilis ekki.

Liljan færði mér til prófunar lesblindugleraugu, þ.e. umgjörð með lituðu gleri til að kanna hvort það gæti hjálpar ungherranum.  Við ætlum að læra innan skammst og þá munum við prófa hvernig hann fílar sig. 

Gaman Saman 

Hér eru krúttin mín en við vorum að leika okkur (ég var að leika mér) með pennsla.  Tvo tígrisdýr fæddust og okkur þótti sko ekki leiðinlegt að vera til.   

Ég skrapp út í búð að versla smotterý og sá hrikalega flott jarðarber hreint RISASTÓR ...  (svona mouthwatering ber)  Ég ætla að fá mér jarðarber eftir kvöldsnarlið, ekki verra hvað þau eru uppfull af fíbrum sem viðhalda innri líkamsstarfseminni.

Já, og vitiði, ég brá mér í bikiní í dag!!!  Ekki vegna þess að ég fór í sólbað heldur rétt til að æfa mig fyrir sumarið.   

  Lífið bregst ekki frekar en fyrri daginn


Nýr himinn, ný jörð .....

.... á hverjum degi þegar ég opna augun þá horfi ég til himins. Gjöfin til mín er dagurinn í allri sinni dýrð.  Dóttlan mín fer í skólann klukkustund fyrr en bróðir hennar og við græjum drenginn af stað og svo fáum við okkur nýtt rjúkandi kaffi með glóðarsteiktu brauði.

Á hverjum degi sem tifar í eilífðina eru ný hlutverk og nýjar væntingar fyrir okkur, fyrir jörðina og umheiminn í sjálfum geiminum.  Á nýrri jörð vaxa ný blóm og gamla tréð í vegkantinum sýnir okkur tilbrigði lífsins um áframhald hins eilífa lífs í verunni.

Hunangsilmur akrýl á þakflís

 Heart

Á hverjum degi drögum við andann og fáum nýtt súrefni til að halda okkur við.  Nýtt í gömlu og gamalt í nýju.

 Heart

Veðrið hjá okkur er ekkert nýtt undir sólinni en geislarnir sem snerta nefbroddinn eru ferskir og brennandi heitir.  Golan sem læðir sér hjá sendir sólargeislann á nýjan stað endalaust þar til geislinn finnur sér griðarstað.

 InLove

Litli lesblindi sonur minn er eirðarlaus og finnur sér allt til armæðu, hann er þreyttur í hendinni, rosalega þyrstur og þokkalega svangur.  Blýhanturinn hans er með undarleg hljóð og hann vill fá yddun.  

 Heart

Ég er búin að lesa um glærur, búin að tala við konu sem á 2 börn með lesblindu og svo er hún Sollan mín vel inní þessum málum.  

 Heart

Sorglegt að horfa uppá litla drenginn sinn gráta feitum krókódílatárum yfir því hversu "heimskur" hann er ....  Já, hann hafði orð á því litla 8 ára dúllan mín og það er sárt að heyra litla krúttið tala svona.

 Heart

Lífið er ljúft þótt það sé súrt.

Heart

Við ætlum að fara í smá göngutúr þegar krúttið klárar heimalærdóminn en það gæti orðið bið á því þar sem hann er með athyglina á Venus eða Mars.

 Heart

 Vona að þið eigið ljúfan eftirmiðdag.  Hver veit nema að drengurinn sé að klára.  Þá finnum við til reiðhjólið hans og kíkjum á fótbóltavöllinn þar sem hann getur fengið smá útrás.

 W00t

 Ný gleði alla daga

 


Lítið leyndarmál ...

... Að umvefja þig leynd þangað til rétti tíminn kemur. Í eyra mitt hvíslaðir litlu leyndu máli sem ég ákvað að geyma með þér.  Tilhlökkun eða kvíði, væntingarnar og vonin hönd í hönd.   Nú bíð ég bara rólega að heyra meira, að fá að geyma meira í hjartastað.

Þegar ævin er hálfnuð og horft er yfir farin veg þá finnur kona bara fyrir þakklæti.   Allt það yndislega fólk sem hefur verið samstíga á lífsgöngunni.  Gleðin og sorgin hafa sannarlega litið við og hefur sú fyrri vermt hjartarætur oftar en hin.   Sporin eru sýnileg í mjúkum sandinum, þökk sé þér.

huggulegt

Lífið í dag.

Eigum við að bora tánum í sandinn?  Ganga berfætt eftir strandlengjunni og láta gullslóðina nudda iljarnar.  Það er eitthvað svo vinalegt við hafgoluna, heyra gnauð í vindinum og sjá öldurnar hvíla sig hver yfir aðra.  Vera einn í alheimi flæðarmálsins þar sem undirrót öldunnar hvíslar orðum beint í hjartastað.  Ég ætla að kíkja á ströndina í dag og fanga skilaboð Ægis og allra hans meyja.

Lífið er hrein dásemd

 


Skrítið og svo magnað ....

... eitthvað svo undursamlega gegnsætt sem læðir sér nær.

Ég staldra við og hugleiði þessar leyndardómsfullu leiðir sem í boði eru.  Ég get valið, hef það alveg frjálst en þarf að velja og halda mig við það tækifæri sem ég gríp.

Mér líður eins og lítilli stelpu í hvítum bómullarsokkum, opnum rauðum skóm og heimasaumuðum ömmukjól með tígó í hárinu.  Ég held á bambusháf og í hann veiði ég fiðrildi sem hafa öll sína sögu og ómetanleg verðmæti.  

Spánverjinn segir að þegar þú stendur frammi fyrir vali þá sé alltaf best að velja stærsta kláfinn hvort sem hann er fær um að hreyfa sig eður ei.  Ég er alls ekki sammála því styrkur og kjarni er ekki endilega í umfangi.

Framtíðin tifar í makindum, tik tak, tik tak ... nótt og dagur í sumarsins sól.

Þegar við erum leitandi með opinn hug, með allan þann vilja heimsins þá gerast hlutirnir á ógnarhraða.

Kvöldkitl

  Í kvöld ætla ég að kitla anda minn og sjá hvort við finnum ekki gott samkomulag.

Gefum okkur tíma í það sem okkur er kærast.

Ég og andinn sem lifum í sama rými, erum ekki alltaf sammála en líður samt ofurvel með hvort öðru.

Í ljósi skuggans tillum við okkur og þökkum nýjan dag.  Þegar lífið er rétt byrjað samt hafa liðið 40 ár.  Þessi 40 ár hafa liðið mishratt og ég veit að næstu 40 árin í mínu lífi eru undir okkur komin, andanum og mér.

Kvöldkitl er akrýlmynd á striga 20 x 20 gerð á árinu 2008 og er að leita sér að heimili ....

 Þegar allt hefur verið sagt og sumt oftar en ekki þá held ég mig við það að lífið er bara gott


ÍSLENDINGAR fyrstir í öllum heiminum ....

... Að hafa OPINBERLEGA SAMKYNHNEIGÐA FRÚ Í FORSTÆTI.  TIL LUKKU JÓHANNA, megi allar íslensku vættirnar styrkja þitt fley.  Ég hef trú á konunni og krossa fingur um að við getum barið nýtt Ísland augum.

Ég heyrði bara brot úr fréttinni í fréttayfirliti í morgun og þá bar hæst Jóhanna Sigurðardóttir HOMOSEXUAL ..... Svo síðar var fjallað um innihald fréttarinnar og að sjálfsögðu erum við fyrst í heiminum í öllu.  Ég óska öllum til hamingju því ég held að nú þurfi skútan að skjótast upp eftir djúpar lægðir ........  

Það er ekki búið að fjalla mikið um efnahagsbreytingar, svikamyllu né mótmæli þjóðar í neyð.  Ég hef séð 2 fréttaskot og var það í upphafi mótmæla, svo sá ég annað þegar að Geir var grýttur eggjum og svo núna í morgun.  

Gangi þér vel Jóhanna í leiðtogaforystu, það veitir ekki af velvilja og góðum óskum að taka við sökkvandi skútu.

 ÞINN TÍMI ER KOMINN

Heart 

Ég er búin að vera dugleg þrátt fyrir ljúfa leti þessa helgi.  Náði að klára nokkrar flísar sem ég ætla hreykin að sýna ykkur.  Uppáhalds gagnrýnendur mínir!  Eins gott að lenda ekki í rýni þeirra sem rýna að starfi. 

Ástarorð í eyra, keramik þakflís - rustico 

Ástarorð í eyra, þakflís - rustico 

Í einkaeign. 

 Með kaffi og mjólkurdreitil, keramik þakflís.

Með kaffi og mjólk, þakflís

Appelsínugul Rómantík, keramik þakflís. 

Appelsínugul rómantík. þakflís 

Í einkaeign 

 Að eilífu, þakflís - rustico

Að eilífu, þakflís - rustico 

Þína skál, keramik þakflís. 

  Þína Skál, Akrýl litir á þakflís 

Heart 

Búin að vera rosalega dugleg að klára þakflísar og hef náð að merkja eina fyrir nýja árið okkar 2009.  

Lífið er svo sannarlega gott! 


Úr draumaheimi :-)

(-:  ...  Í raunheima.

Það var notalegt að teygja úr sér, úthvíld og spræk.  Sonur minn er með hita og finnur fyrir eymslum í hálsi, er raddlaus og þarf extra knús frá mömmu sinni.  Ég leyfði honum að fara í holuna mína og þar er hann þessi elska og bíður eftir því að honum líði betur.

Pabbi eldar hádegissnarlið og við fylgjumst með tenniskeppni "Open Australia" þar sem úrslitakeppni á sér stað, Rafa Nadal - Roger Federer  (spánn vs. swiss) ....

Það er bjart og fallegt veður, nokkrir regndropar hafa blessað okkur til heiðurs náttúrunni.  Sæll sunnudagur framundan í kósýheitum .....

Símalandi og sætar ...

Símalandi og sætar, önnur með kaffi og hin með kött er mynd sem ég er að vinna í ... þessi hefur samt vikið fyrir vinnslu á Gyðjumyndum.  Lífið er svo sannarlega gott!

Framundan er bara kúr og dekur, ég geri það sem ég vil á meðan ég get!  


Gasaleg leti ....

... letin er eitt af því góða svo framarlega sem kona verður ekki eins og Lati Geir á Lækjarbakka .....

Ég reyndar gerði verkefni í fjarnáminu mínu og lét börnin mín hlusta á mig lesa fyrir þau!  Þau höfðu engan sérstakan áhuga að læra um Páskaeyjar og menninguna þar ...  Við fórum í bíltúr í dag og lögðum Algorfa bæ að fótum okkar.  Þar lentum við á einskonar bílskúrssölu og var ýmislegt í boði fyrir kaupglaða.

Ég keypti ekkert en það stýrist kanski af því að mig vantar ekkert!  Eftir viðkomu í Algorfa var leið haldið til Torrevieja og fengum við okkur familían hádegissnarl á Foster Hollywood en börnin vildu bæði kíkja þangað.  Ungherrann minn er búinn að vera hálf laslegur og fékk smá hita sem mömmu músin náði að berja niður.

Leti, lEti, LetI og enn MeiRI lETi ...... 

Ég ætlaði að vera svo dugleg, hef verið mjög dugleg í leti og ætla að skríða undir feld.  Setja einn geisla á fóninn og láta mér líða vel.

Spurning hvort ég nenni að demba mér í hjónasængina. 


Hjartað mitt ...

... wow Hjartað mitt fylltist allt í einu af blóði. Ég finn blóðþefinn í munninum og hugur minn leikur á píanó!  Hvernig er hægt að útskýra tilfinningu sem einkennist af píanóspili þegar lungun eru þanin og tjáningin veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.

Dagarnir hafa drifið áfram, einn og annar.  Dóttlan mín er búin að vera svo lasin, svo lasin að ég er búin að vera uppáþrengjandi hjá dokksa en VEISTU mér er svo sama.  Einu sinni fékk engillinn minn heilahimnusýkingu í lið og ég gefst ekki upp, hvorki þá né nú!  Læknirinn stóð og horfði á mig og sagði " nei hún er orðin of stór í þessa tegund af sýkingum"  aha .. OF STÓR!  Ég veit að DAUÐINN er hvorki STÓR né lítill og mér er SHITT sama hvort ástæðan sé stór eða llítil ...

Ég mætti án þess að eiga tíma og dissaði kringumstæður.  MÓÐIR og LJÓNYNJA mætt ....

Heil vika í veikindum og nú fer dúllan mín spræk og fallegust í skólann á morgun.  Ég ELSKA HANA SVO MIKIÐ ... Hún á sko eftir að hugsa um mömmu sína gamla og hrikalega skemmtilega .....

Hjartað mitt dælir og pumpar og ég skal ekki segja að það prumpi en wow hvað lífið er gott! 


Óska eftir gömlu gardínuefni ..

... Vantar sárlega gömul gardínuefni!

ÁSTæðan er einfaldlega kjólagerð.  Ég ætla að sauma mér kjól og vantar groovie gardínuefni.  Kjóllinn minn verður með aðsniðnum brjóstsaum í 60´s stíl og verður útvíður og klipptur fyrir ofan hné!

Einnig leita ég að grófgerði umgjörð frá svipuðum tíma, handtösku og skóm með klósetthæl.

Fyrir öllu eru ástæður en fyrir sumu akkúrat engin.  Í sumar ætla ég að leggja leið mína til Íslands, reyndar í vor til að taka lokapróf svo gamlan í mér nái stúdentsprófinu.  Ég er í fjarnámi og það leggst einstaklega vel í mig og námið virkilega skemmtilegt!  

Kanski ég taki Kiwanis húsið á leigu, haldi stúdínuveislu með stæl, kaupi mér húfu og haldi sýningu á þakflísum.  Slá sömu fluguna í einu höggi.  Allavega þá getur þetta plan farið veg sinn og ég tek prófin erlendis hafi enga veislu og kaupi enga húfu.

20 árum síðar þá leggur konan lokahönd á áfangann og ætlar að slengja opinni hurðinni aftur.

Sunna Kristín frænka mín og vinkona hennar ...

 Hér til hliðar birti ég mynd af frænku minni henni Sunnu Kristínu (t.v.) sem varð stúdent frá MK um jólin.

Sjá hvað hún er sæt með húfuna og hausinn stútfullann af góðri menntun sem hún ber með sér í lífið.

Lífið stendur ekki í stað en það veit sá sem allt veit að við erum aldrei og sein að opna dyrnar á gátt rétt eins og það að ljúka þeim aftur til að geta hafið nýtt skeið í lífinu.

Framtíðin er mér ekki áhyggjuefni, hef hins vegar afskaplega góða tilfinningu fyrir því sem koma skal því ég nýt dagsins í dag.

Ég veit að þegar ég leggst til hvílu, að ef ég fer á vit eilífðar þá kveð ég sátt og sæl.  Ég vil hins vegar ekki kveðja þar sem lífið er rétt að byrja!!!  Ég er varla hálfnuð á valhoppinu.  Ég á góða að, yndisleg börn og traustan mann.  Ég á foreldra sem ég elska og þakka fyrir að hafa blásið í mig því lífi sem ég ber í hjarta.  Ég á tvo góða bræður sem sækja hvor um sig líf sitt í lífsins ólgu sjó.

Best ég kaupi mér húfu og rokki feitt með familíunni minni.  Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn, við skynjum stundum og fáum skilaboð eða viðvaranir sem gott er að hafa á bak við eyrað.  

Ég fitjaði upp á silkiþráð og við hvern áfanga í lífinu set ég lítinn glerstein og hekla svo áfram.  Ég mun eiga fallegt men þegar allir lífsins áfangar skína í geisla sólarinnar.  Þá get ég þakkað fyrir lífið sem Guð einn mér gaf.

En svona í alvöru, ég er að leita að spennandi gardínuefni.  Megar vera gamlar stofugardínur með djörfu munstri.  Dressið á að nota í brjálæðislega spennandi samkvæmi sem Sollan og Betan systir hennar og vonandi Liljan líka og fleiri mætar konur halda en samkvæmið hefur hlotið heitið þvag prufu partý!

 Lífið er gott á slóð regnbogans.


Dásamlegur sÉrVitRiNGur ...

... Í dag eru 20 ár frá því að dásamlegasti sérvitringur allra tíma hélt för sinni áfram í land eilífðarinnar.  Land sem við komum öll til með að sækja.  Dali sjálfur Salvdor léttklikkaður, ofurvelgefinn og listfenginn.

Hann sagði að hann væri ekki góður í því sem hann gerði heldur væru hinir bara svo lélegir.  Þessi ummæli hans segja kanski meira um hann en margt annað.  Listmálari, skúlptúristi og frömuður listfengi sjálfs og umheims.  Blessuð sé minning þín meistari!

Ég hefði alveg viljað eiga kvöldstund með Dalí fengið að fylgjast með honum í gegn um skráargatið og líkamnast í formi fiðrildis sem tyllti sér nefbrodd hans.  Salvador bjargvætturinn sjálfur málar nú engla á himni og lifir endalaust í minningu okkar mannfólks .....

Dull að vera manneskja samanborið við hitt.

Er að leggja lokahönd á Appelsínugul rómantík.   Gaman að því þar sem mótmælin fara friðsamlega fram í appelsínugulum klæðum.  Í góðu skal gott gera og er ég fylgjandi því að það góða hefur sigur að lokum.  Reiðin er skiljanleg en með öflugasta vopn, sem er unnin í anda kærleika og góðra vitnesku höfum við líf að leiðarljósi.

 Lífið er sér í lagi gott.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband