Spænskupróf ... spænskur kuldi ... spænskt millifótakonfekt

... Við mæðgin sitjum og lærum undir spænskupróf. Það eru ansi margar blaðsíður sem þarf að fara yfir og leshalti drengurinn er að raða saman orðum og myndar setningar. Hann leysir þetta af mikilli snilld og mamma gamla lærir með honum. Ég er nú reyndar að stefna að lokaáfanga í spænsku í vor svo öll örvun er góð fyrir gömluna.  Við erum að tala um frá bls. 35 til 56, júhú fjör á Hóli.

Kuldinn er aðallega í tásslunum á mér en ég sting hendi undir ömvent brjóst til að ilja mér.  Já, ég veit ekki mjög smart en hlýtt er það.  Bendi á að ég gæti líka stungið hendi milli læra innanklæða en það er sko af og frá ....  pjólufílan gæti laðað að menn úr næstu görðum.  (ok, yfir strik fyrir viðkvæma) ...

APPELSÍNUGULT ER MÁLIÐ FYRIR FRIÐSAMA MÓTMÆLENDUR OG ÉG SEGI BARA MEGI YKKUR GANGA VEL Í BARÁTTUNNI.  GOTT MÁL AÐ VERA BYLTINGARSINNI MEÐ FRIÐSÆLT HJARTA.

Konfekt, hverjum langar ekki að lauma uppísig ljúfum og bragðgóðum konfektmola með rjúkandi kaffisopa.  Ég held ég græji kaffi í kvöld og dragi fram myntusúkkulaði og hafi kósý stemmingu.  Kveiki jafnvel í arninum og gluggi í ljóðabókina Kærleikskitl e. Unni Sólrúnu Bragadóttur.

Var einhver að tala um millifótakonfekt?  Ekki ég. 

Í lífsins góða gír. 

image001-2

Vona að ég sé ekki að brjóta á siðferði nokkurs lifandi manns en hér er groovie konfekt!

 

 

 


Hivss Bang

Bara sísvona af einskæru handahófi!

Það er fátt yndislegra en að glugga í góðum ljóðum og heyra marrið í gömlu húsinu.  Finna hlýjunna sem kemur frá arninum með sálarsælgætið.  Unnur Sólrún bloggvinkona mín gaf út netljóðabók, mæli eindregið með að fólk gluggi í þessa dásemdargjöf sem allir hafa aðgang að!   Gjöfin er hér eftirfarandi, http://issuu.com/unnursolrun/docs/usb ................

Hálft blogg í dag þar sem að klukkan tifar á ógnarhraða!  Lífið er leikur og vinnan kallar!

Lífið er gott. 


Í fréttum er þetta helst ....

... Forsetinn var forsætisráðerra Íslands, ferkar eggvænlegur og æstur lýðurinn sótti fast að.

Mótmæli Íslendinga hafa verið fréttum áður, reyndar fyrir áramótin og var gerð smá grein frá mótmælum þjóðar.  Í kvöld var helsta fréttaefnið eggvænlegur forsætisráðherra.

Þessi dagur er búinn að vera nokkuð erfiður og hljóðfæri sálarinnar hefur snert ýmsa strengi með mismunandi tónhæðum.  Ég held ég elski vorið jafn mikið og ég sakna vetrarins sem er minn tími.  Þegar ég gekk í dag eftir útimarkaðinum og keypti 2 kg af appelsínum og 4 kg af mandarínum þá hugsaði ég um sumarkjólana og stuttbuxurnar þar sem ungherrar ganga um með stráhatta og stúlkur í sandölum, hvað sumarið er virkilega gott.  Spóka sig skuggamegin í tilverunni á meðan sólin yljar þorsta hinna og mettar húðfrumur gæðalegu C-vítamíni, þá vaknar þráin um haustið öllu fremur í sinfoníunni sem sálin sökkvir sér í.

Haustið er nefnilega yndislegur tími í Paradís, þar sem Zórdis kynntist Fjalli og plantaði í garðinn sinn.  Samt kynntist hún Fjallinu sínu um vetur þannig að hún blandar saman tilverum og tilfinningum.

 Á flugi

Á flugi mynd í einkaeigu Sollunnar

 Sennilega hefur flug sálarinnar gripið um sig og æst upp í bullinu í mér.  Það er allt í lagi, ég held það.  Hver er sinnar gæfu smiður hvort sem útsýni er úr hæstu hæðum eða lægsta dal ...

Við höfum JÚ alltaf Fjallið til viðmiðunar!  

 Lífið er eftir sem áður, bara gott!

 


Ósk eða Þráhyggja ...

.... spurning hvort ég beri þráhyggju ofar óskinni eða hvort óskin sé hrein í hjartanu. 

Þegar vatnið rennur til sjávar þá er það kanski bara best geymt þar í blöndu við lífæð hafguðsins Ægis.  Þegar og ef eða hvenær og hvort eru ókunnar stundir og ónumdir staðir tilverunnar sem líklegast aldrei koma né verða að veruleika.  Þegar svona er komið þá er gott að sitja í flæðarmálinu og pota tánum í sandinn, að finna hjartslátt ólgandi tilvera sem slá í takt við minningu frumanna.

Við Sjávarmál 

Við sjávarmál Olía í Striga

Gömul sorg að grafa um sig í hjartanu, ég er döpur.

 Depurð er alls ekki slæm tilfinning heldur ljómi sem dregur konu á jörðina og tekur hugsunina í jarðbundnari gír!  Ég kann samt ekki neitt sérstaklega vel við mig svona langt oní jörðinni.  Viðurkenni að ef ég grilla ekki fjallstoppa þá þarfnast ég flæði sjávar og þess niðjar er leikur um tærnar.

Mig dreymdi draum um tilfinningu og ég grét af feginleika og þeirra endurfunda sem minningin gaf.

 Lífið er bara gott.

 


Golfkennsla ...

... Er málið að fara í golf? Læra að berja kylfu á pínulítinn hvítan bolta sem á að detta oní holu lengst í burtu.  Þegar ég æfði íþróttir í gamla daga (hópíþrótt) var geysileg stemming, púst, öskur og læti en hér erum við að tala um íþrótt þar sem fólk gleypir prumpið sitt svo enginn verði fyrir ónæði.

En án þess að málalengja golfumræðuna þá lofaði ég vinkonu minni að vera komin með 10 í forgjöf um páskana.  W00t

Ég þekki einn golfkennara spænskan eðalsvein og svo veit ég af einum íslenskum kennara á svæðinu þannig að það er ekki eins og það sé nein fyrirstaða með alla þessa golfvelli í kring um mig.  Það er alveg í sama hvaða átt ég fer ég lendi á golfvelli inna 10 mínútna.

Konur og golfíþróttin

 Kanski verð ég gjörsamlega "frustrated" ....  Golfið virkar mjög svo auðveld iþrótt.  Fólk er í göngutúr með kylfu og eltir hvítan bolta út um allt, kanski uppí olífutré!

Fjallið spilar golf og hugsanlega yrði þessi tími samverunnar til fjandsamlegs hjónabands.

Kanski er hugsanlega eitthvað sem ég ætti ekki að hugsa um heldur skella mér í að panta tíma og láta vaða.

Imma vinkona fer að öllum líkindum á svona golfthing í apríl og þá þarf "moi" að vera orðin flott í sveiflunni með kylfu á daginn og vatn í glasi á kvöldin.

Imma, ég verð búin að taka nokkra tíma í kennslu og mun gera mitt besta.  Aðalmálið er að vera með!

Helgin var mjög erfið.  Ég tók bókstaflega áskorun þess að breyta vatni í kampavín sem olli þvílíkum sjúkleika bæði líkama og sálar að ég hef sjaldan eða aldrei upplifað annan eins hausverk.  Ég tjúttaði þvílíkt að ég er með harðsperrur í eyrunum ....  

Lífið er gott þrátt fyrir erfiða helgi. 


Líffræðipróf ungherrans ...

... Áhuginn er ekki mikill en drengurinn hefur ágætis minni. Það sem háir þessari elsku er lesblindan hans og nennan hans þar sem skilningurinn í lesnu máli er honum flókinn.  Þess vegna sitjum við og lesum með honum svo að skilningurinn komist inn.  Jedúdda hvað það er gaman þegar við gömlu erum bæði og ósammála um þetta eð a hitt og drengurinn minn brosir til mín og setur stút á munninn sinn .... mamma viltu koss!  Allt gert til að dreyfa athyglinni okkar.  

Ég fór snemma í háttinn í gær, klukkan var tæplega 01.00 en konuhró sat við og málaði fjaðrir ...  Fjaðrir sem gátu auðveldlega tekið hana á loft og fleytt henni í aðra veröld.  Ég átti ágætis langan svefn og er því úthvíld fyrir næstu fjaðralotu.  Mikil reiði enkenndi draumheima og það hlýtur nú bara að vera fyrir góðu.  Omvent þýðing ...  Já, já, já segjum bara að svo sé!

DSC05078

 Fjaðrirnar tóku heila eilífð og ég náði að fara yfir þetta helsta fjaðrasvæði.  Þessi mynd heitir Gyðjan og hrafninn og ber guðdómleg skilaboð til jarðar.

Bleika bakgrunninn er ég búin að vinna töluvert í og geri ráð fyrir að ég eigi eftir að útbúa pínulítil munstur allt í bleiku.

Rómantíkin í sinni ljúfu gerð, svo blíð nánd milli tveggja vina, Gyðjunnar og Hrafnsins.

Í kvöld er krunkunni boðið í heimahús hjá Rósunni í Rojales.  Við munum bregða okkur ásamt fleira fólki á spænska tapasbari, fá okkur kolkrabba í ediklegi (ekki kvenmanns, ó nó!), rússneskt salat, hugsanlega svínseyru (je right), rækjur, skeljar og leyndar dásemdir þess er miðjarðarhafsmenningin býður uppá.

Hér var farið seint á fætur og viðurkenni ég að vera enn í náttkjólnum.  Ég klæði mig sennilega ekki neitt spes fyrr en ég smelli mér í diskógalla kvöldsins.  Bidda litla bloggvinkona mín veit allt um diskó átfitt Zórdísar eftir búðarrápið í sumar.   

Lífið er gott þótt það sé stundum ekki eins gott en í grunninn alltaf gott! 


Þú .... fyrir þín eyru.

Og, ég fyrir mín eyru.  

Ég, Moi, Jeg og Yo and Me, er frekar sjálfumleitt umræðuefni sem fólk oftast nær hlustar á fyrir kurteisissakir.  Nema kanski fyrir tilstillli þess að viðkomandi hafi eitthvað meiriháttar að segja frá.  (það á nú við um litlu mig ef mig skyldi kalla) djók!

Ég er til dæmis búin að negla sjálfa mig sem ræðumaður í nokkur stórafmæli á árinu.  Eitt 6 og núll, eitt 5 og núll og annað 4 og núll ....  Það rignir inn fyrirspurnum um ræðumenn sem eru ekki á lausu þar sem að flestir eru uppteknir á Austurvelli á laugardögum.  (ath. ekki hæðni heldur hentaði mér vel) ...

Þetta snýst minnst um það að ÉG sé skemmtilegur ræðumaður heldur er ég á logandi lausu!!!

En svona þrátt fyrir allt þá hef ég miklu meiri áhuga á því að heyra um þig heldur en að raula og tauta um mig.  Eeeeen þar sem þið viljið heyra allt um mig og þið veljið stóra helminginn af eplinu þá læt ég það alveg eftir ykkur að lesa einrænuna í mér og á endanum borða ég stóra helminginn af eplinu sem er orðinn brúnn af bið eftir tannhvítri tönn.

Föstudagsfílingur .... Fjallið mitt tekur geðveik gítarsóló í stofunni á meðan börnin hafa það náðugt í sjónvarps salnum.  Og mömmumúsin situr í eldhúsinu með bleikasta verkefni ever!  

Þið sem hugsuðuð "innanpíkubleikt" no, no,no!  Bleikur bakgrunnur á mynd í anda Heiðu Þórðar  bloggvinkonu er í fæðingu ......

Rósirnar mínar 

Lífið er gott a la Zordis

 

 


Rispuð plata ... (svona vinyl)

... eða geisladiskur. Það góða við geislann að það er hægt að laga rispur á mjög svo einfaldan máta. Ef einhver þarfnast svoleiðis trixa engilega að láta vita. Fjallið gerði við nokkra playstation leiki og cd sem virka eins og nýjir.  Ótrúlega frábært trix!

Kiwi ávöxturinn rann ekki ljúft niður í morgun þar sem að kvikyndið var mega súrt!  Hins vegar klikkað dreitillinn ekki og svei mér þá ef ég er bara ekki til í annan bolla.  Þegar ég bjó á Íslandi þá svolgraði kona kaffi allann daginn í massavís.  Hver uppáhellingin á fætur annari og aldrei fékk mín nóg.  Í dag þá drekk ég kanski 3 bolla yfir daginn en á móti þá er kaffið hugsanlega sterkara heldur en þetta "vatnssull" sælla minninga.

Þá er ég búin að merkja fyrstu myndina í ár er með allnokkrar ókláraðar sem ég þarf að græja. Hef reyndar birt hana þessa en ekki fullgerða, konan í bleika kjólnum sem er fyrirboði ástarinnar, konan sem sáldrar afródissíak fyrir vitin á ástföngnu fólki til að viðhalda fjölgun vera heimsins.  Það er henni að þakka að eftir 10 ár þá er ég jafnástfangin eins og gerst hefði í gær.  

Gyðjan og Maríuerlurnar 

Gyðjan og Maríuerlurnar, akrýl á striga

Ég er búin að sitja við iðju mína í morgun en nú þarf ég að skjótast til Elche, bær pálmatrjánna og taka myndir (samt ekki af veggjum hjá fólki) ....  Vona að þið eigið góðan dag og njótið lífsins.

Að hætti Hrannar segi ég, lifðu í lukku .... 

 


Ný Sól í nýju lífi ....

... eða fullt tungl á miðnætti?

Draumsýn og orka hafa verið í hámarki, fyrirboði um annan heim og mörg líf sem tengjast líf úr lífi.

Ég var mjög spræk í morgun enda sofnaði ég löngu fyrir eðlilegan náðartíma, var komin í kúr klukkan 24.30 og náði að dorma í jaðrinum.  Sonur minn leggur í vana sinn að koma uppí undir morgun og þá er þröngt í bóli en mér þykir ekkert betra en að fá litla ungherrann uppí og knúsið hans ljúfa.  

Ævintýralegur dagur framundan, óskráðar sögur, orð sem enginn hefur gripið en bíða okkar handan hornsins.  Nú er ég klædd og tilbúin að taka rokk og ról dagsins .....

Stútmunnar 

Stútmunnar, olía á striga / óseld 

Ég sendi þér koss í daginn. 

 


Less is more ...

... Það má segja að less sé more = minna sé meira því í nótt var ég andvaka ... Katrín Snæhólm bloggvinkona mín fjallaði um andvöku margra í einni af sínum síðustu færslum sem hugsanlega hafa ekkert með vöku míns anda að gera þar sem ég sat og málaði og gat ekki hætt.

Mér leið að hluta til eins og Hemma Gunn, þeim frábæra skemmtikrafti við númeramálun.  Ég er þó ekki að mála eftir númerum nema kanski ef hugurinn telst til númera.

Ég fór og keypti mér liti og striga og þegar heim var komið þá tók striginn og bleiku litirnir völdin.  BLEIKHEITIN eru svolítið áberandi, (think pink og power og pink)  Meir að segja er til fasteignasala hér sunnan við er heitir Pink Properties ...  Ekki er nú öll vitleysan eins.

Saga um ástfangnar Maríuerlur sem breyttust í mannfólk.

 Bleiku áhrifin leyna sér ekki.  Þessi mynd (í vinnslu)  er 46 x 55, akryl á striga.  Sagan segir að gyðja ástarinnar hafi komið  með snert af afródisíak ilmi og blessað samveru tveggja lítilla konungsborinna maríuerla.  Fuglarnir voru búin að vera skotin svo lengi í hvort öðru að æðri máttarvöld tóku í taumana.

Gyðjan hvíslaði í vit þeirra og fyrsti kossinn var innsiglaður í líf þeirra.  Við kossinn þá gerðist svolítið merkilegt.

Maríuerlurnar líkömuðust og breyttust í venjulegt fólk, ástfangið fólk, með blik í augum.

Lífið er jafn lítið og við getum eða jafn stór og við þorum.

Ég er ekki bleik í dag, þrátt fyrir að ég hafi málað bleikt á strigann.  Ég fer svört á fund hárgreiðslukonunnar minnar, spræk og sæl.

Veitir ekki af smá dekri, í gær var það húðin og í dag er það hárið.  Hlýt að verða eins og blóm í eggi á eftir.  Njótið dagsins og tilverunnar!  Núið er ekki svo snúið .......  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband