12.1.2009 | 08:34
Er tilveran spennandi ..
Ég vaknaði óvenjufersk í morgunsárið eftir stutta viðveru í draumaheimum. Finn að ég er eitthvað svo tilbúin fyrir þetta eitthvað sérstaka sem bíður eftir að ég taki það að mér.
Sálin hefur tekið henndinni yfirtöku og fyrr en varði var ég búin að íklæðast rauðum bol sem hlýtur að þýða eitthvað sniðugt. Fljótt þá rankaði kjéddlingin og fór í svart allt um kring. Rauði bolurinn skríkir af ánægju og ég finn að hjartað tekur aukaslag við og við. Pumpan á fullu fyrir daginn!
Cromoþerapían segir sitthvað um rauða litinn. Ég er orðin huguð, svei mér þá vel hvern litinn á fætur öðrum!! Í gær var það Indigo og í dag er það rautt sem umvefur hjartað, lungun og nýrun.
Rauður; Litur sem leysir adrenalín úr læðingi, notaður til að örva stríðsmenn fyrir árás . Gríski stríðsguðinn Marte ók um á rauðum vagni og er rautt jafnan tákn um styrk og orku.
Rauði liturinn er sagður hafa mikil lækningamátt þegar kemur að sjón, heyrn, þefskyni, snertingunni og bragðskyni fyrir utan að liturinn er sagður í styrk sínum flýta fyrir bata hverskyns blóðskjúkdóma etc. Of langt mál væri að telja upp lið fyrir lið en þið sem eigið við lifrasjúkdóma að etja þá er rautt málið!!
Rautt verður og er litur ástarinnar og ýtir undir kæruleysis tifinningu ástarinnar, losar úr læðingi þúsundir tifinninga bæði góðar og slæmar fer allt eftir því hvaða upplag hvílir í okkur en veitir okkur tvímælalaust byr undir vængi ástar.
Fjarmiðlun lita er spennandi konsept í "hugarlækningum". Við getum einbeitt okkur að sjálfum okkar eða að viðkomandi einstakling og miðlað orku í þeim lit eða formi sem viðkomandi þarfnast. Við getum borðað litinn sem okkur vantar. Sem dæmi fyrir þá sem ná ekki í græna fæðu geta látið ferskt vatn í glas, gott er að láta sólarljósið verma glasið með töfrum sínum og svo er vatnið drukkið með litaáhrifum.
Bara spennandi!
11.1.2009 | 12:06
Bleikur greipsafi ...
... Hversu góðir geta morgnar verið þegar kona sefur á sína græna í djúpum fönguðum svefni?
Ég fór seint í svefninn enda búin að setja upp Óla Lokbrá fælu, sérhannaður galli sem ég íklæðist og næ því að vaka ein til að verða 03:00 ... Líf næturhrafna er bara ljúft!
Þrátt fyrir þennan æðislega galla sem ég fer í um kvöldmat (líkist einna helst AbbA galla nema hvað að hann er ósýnilegur) smátt og smátt týnist heimilisfólkið í svefn og voila, Krunka litla er ein í heiminum, getur málað, föndrað, tölvast eða bara legið í tjatti á netinu. Það er voðalega notalegt að fá svona bonding thing með sjálfinu.
(Mig dreymdi ömmu mína sem býr á himnum í nótt, hún var að segja mér eitthvað en ég man bara ekki hvað það var. Hún kemur örugglega aftur og hvíslar dýpra í hlust mína. Annars dreymdi mig að ég væri orðin svo loðin á maganum. Ótrúlega sexý!)
Þar sem ég vaknaði heima hjá mér (ekki á hóteli eins og hver önnur kvikmyndastjarna) þá fékk ég mér ekki kampavín og jarðaber í morgunmat, heldur bleikan greipsafa. Lífið gæti ekki verið betra, enda nývöknuð og hindranir heimsins hafa ekki náð að snerta mig enn sem komið er.
Að cromoþerapíunni þá ætla ég að bregða út af vananum og bæta inn litum og sálin er búin að undirbúa þennan leik mjög lengi og nú er undirmeðvitundin vöknuð og í dag er konan að sjálfsögðu í svörtum fatnaði til að gleðja þá fór ég í Indigo (dökklilla) kjól og skó ... Þá spyr ég mig hvað þýða þessir litir??
I fyrsta lagi er þessi litur andlegur og djúpur, hefur stjórn á þriðja auganum sem er staðsett á milli augnabrúna fólks (sumir héldu að ég væri að tala um "stjjörnuna" sem er staðsett djúpt á milli rasskinna, hahahah) ... Þessi litur kemur jafnvægi á skjalkirtil. slímjafnvægi og ýmsa kirtla í líkamanum. Liturinn er góður þegar við fáum hita og bólgur svo þetta ætti að vera hitalaus og ljúfur dagur hjá mér.
Það má geta þess að Indigo hefur djúpan mátt og er einnig notaður í litaþerapíu þar sem sjúklingur er látinn horfa á ljós í gegn um lillaða filmu, er róandi og sefjar sjúklinginn.
Í dag er sunnudagur, um það fær mín fjölskylda ekki villst! Við eigum hádegisverðarsnæðing hjá tengdó. Það eru allir klæddir og tilbúnir að halda til Fjalla. Kanski ég setji upp andlitið.
Eigið yndislegan dag.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.1.2009 | 11:55
Ákjósanlegur tími ...
... mjög svo góður tími til að leggjast fárveikur í rúmmið. Umgangspestir og vírusar grassera sem aldrei fyrr, hraustasta fólk leggst með rauða nebba og auman háls í rúmmið og getur varla á sér bært.
Cromotherapían er að mínu mati áhugaverð og mættum við öll gæða líf okkar með meiri litum. Við verðum í litavali sem öllu öðru að gæta hófs því líkaminn okkar þarf á öllum litum að halda. Ég ætla að lesa meira um litina og hvernig við getum notað þá til að lækna okkur og koma í veg fyrir ýmislegt sem liggur í umhverfinu. Með réttu litavali getum við staðið á voginni og haldið jafnvægi
Þegar hitastigið fer niður fyrir 15° þá er með kaldara móti hjá okkur sólarlandabúum. Það kyngir snjó í Madrid er olli þvílíku uppistandi í traffíkinni. Fólk var að mæta 3 til 4 klst of seint á vinnustaði og mynduðust um 400 km langir umferðahnútar. Ótrúlegt alveg. Það hefur snjóað allt um kring hjá okkur og meðalhitastig þ.a.l. mun lægra. Nú er lag að finna rætur íslendingsins og klæða sig í aðra gollu.
Ég sit í lopapeysunni minni og hlusta á prestana, þeir eru algjörir dívanar! Kaffibollinn rjúkandi og fínn, spurning hvort ég ætti að hvolfa honum og forvitnast aðeins í þau munstur sem sitja eftir. Nútíðin er hins vegar það sem skiptir öllu, veran sem situr í núinu með galtóman hugan og grípur orðin þegar þau svífa hjá. Í nótt faðmaði ég afa minn á himnum, takk elsku afi, ég veit að þegar þú kemur þá gerast hlutirnir. Svo pæli ég aðeins í núinu og ég veit hvað ég ætla að klást við og mun gera það sýnilegt ....
Árið 2009 er ár upphafs og framkvæmda. Ár iðju og iðni! Það sem ég legg í jarðveginn mun vaxa og dafna ef ég held um það og gef því hjarta mitt og tár þá mun ég líta vonina í augu.
Í ár mun ég hvorki setja heitt silikon lím á varirnar á mér (lipp filling) "sparnaðarráð Zordisar að bera heitt silikon utan á varirnar svo þær bólgni .... Né, brjóstastækkun (nota bara gömlu góðu sportsokkana, ath. hafa þá hreina) ... Ekkert fitusog heldur verður ryksugað af mætti til að halda gólfhellunum hreinum. Í ár mun ég einbeita mér að lifa daginn, að finna hamingjuna í þessu smáa ... Ég ætla bara að gera eitt í einu því þá geri ég hlutina best! Ég ætla að segja NEI þegar ég er beðin um að leysa verkefni ef ég get ekki leyst það 110% ....
Þetta fer nú að verða svo flókið hjá mér að það er orðin spurning hvort ég segi bara ekki NEI og hætti þessu bloggi. Það er ekkert nema einskær og trufluð vitleysan sem flæðir úr konugarmi ... En, er á meðan er og ef ég nýt þess að sitja hér á röngunni með lungun á lyklaborðinu þá er það líka í lagi! Ég er nefnilega að þessu fyrir mig og kanski þig líka sem lítur við en þegar kona situr á röngunni og horfir á líkamann sem er bara fenginn að láni þá er svifið svo miklu betra og útsýnið yndislegt í allar áttir.
Árið 2009 leggst bara vel í mig.
9.1.2009 | 09:36
Það gladdi mig ...
... Svo mikið sem það gladdi mig að heyra í gömlum (samt ungum) sjóara í gærkvöldi. Já, já ... búin að vera með makanum mínum í 10 ár samfleytt í gær og svo tala ég bara við einhvern sjóara! Sko, hann sagðist hafa heyrt af mér fyrir vestan, in ðe wild vest og mig sótti furðu því ég er strand hér á Spáni.
Jú, sko þú varst þar fyrir svo mörgum árum en minningin lifir um þig enn ... mæ "pornódog" ég meina, God, hver man nú eftir henni litlu mér ef mig skyldi kalla ... Ó. jú hann rifjaði upp fyrir mér sögurnar sem ganga eins og eldur í sinu. Um konuna sem tók lagið á frábærasta skemmtistað Ísafjarðar fyrir stútfullum sal af vestfirskum hefðarmeyjum og peyjum, konan er verndari háseta og alles.
Ég sem var búin að gleyma þessu saungævintýri .... Eitthvað annað þegar við tókum trylltan dans í Hnífsdal og stigum á svið og alles. Sváfum svo í rökkrinu við kirkjugarðinn og .......
Já það er ýmislegt sem kona tekur uppá þegar hún klæðist sporðinum einum fata og kastar sér til sunds ....
Ég var spurð af einum málverkasafnara af hverju ég væri að teikna fiska ?? Góð spurning en svarið var hins vegar ekki mjög djúpt!
Nema kanski vegna fyrralífstilfinninga sem rekja má til Atlantis ... uggar eru voða sexý og svo er fiskatáknið oft fyrirboði karlmanns.
Á myndinni hér til hliðar er konan sko alls ekki ein, hún er hins vegar hrein með nýgreitt og slegið hár.
Kanski kom konungurinn til að biðja hönd hennar og við það tækifæri færði hann unnustu sinni dásemdar perlur úr safni sjávar.
Lífið er 10% betra eftir 10 ára kjölfestu með sama kalli og batnar bara eða kanski er ég bara farin að ráða meiru eða kanski gefa meira eftir eða hver veit ....
Lífið er í senn stutt og flókið samt svo gott! Þótt skuggsælt sé hinum megin við húsið þá vel ég skuggan og nýt yiljarins sem er allt um kring. Skrítin skrúfa sem þarf að skjótast í banka og banka uppá hjá góðu fólki. Föstudagur er fjárdagur, dagur Fryggjar sem var frjó og sterk.
Í dag læðast nýjir draumar inn í veruna og ég ætla að vera til .... ef Guð lofar!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.1.2009 | 10:05
Frá hæstu hæðum sé ég landið eins og það leggur sig ...
Opnaðu augun og sendu sálina um sjáaldrið. Láttu blikið þitt fagra styrkja okkur ...... Þegar geislinn ljómar af orku og ást þá erum við oftast í mjög góðu jafnvægi í anda. Hugur og hönd stíga samtaka á slóð regnbogans, regnbogabarn samtímans er smitar frá sér alheimsorkunni!
Líf í fjarrænni mynd huggerils er drífur myndverk líkamans áfram. Jarðardvöl sú skamma stund og djúpu kvalir, þess að lifa í rúmi og njóta listisemda sem guðirnir senda okkur.
Að standa upp og játa sig í allri þeirri fegurð sem okkur er beisluð, að taka máttinn og nota hann til góðra verka, að játa sigurvegarann í okkur.
Gjafirnar eru óteljandi margar og þær eru okkar. Taktu á móti gjöfinni og njóttu ferðarinnar .....
7.1.2009 | 19:41
Meiri geitin þessi fertuga kona .....
Steingeit: Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Berðu fram óskir sem þú vilt fá jákvætt svar við, þær gætu ræst.
Þegar spáin er svona góð þá léttist brúnin í grunnhygginni konu sem er í senn glöð og döpur. Einkennileg blanda af tilfinningu. Kanski er þetta aldursdoðinn en það getur ekki verið því lífið er rétt að byrja.
Þegar hugurinn er auður opinn fyrir öllu! Þegar kona horfir á angan blóma og finnur ekki ilminn. Þegar orðin hætta að hljóma og löngunin er lítil sem engin. Hún lokar augunum og sér sig í lausu lofti. án vængja án alls .... hún er týnd í sjálfri sér, alein.
Sumir dagar eru hvorki né í tilfinningalífinu, litbrigðin týnast í grámu skuggans og hugurinn fellur eins og lauf að hausti. Að snerta jörðina, finna moldina og kærleika móðurinnar er ávallt huggun, ávallt staðfesting tilverunnar.
Vilt þú svífa með mér að miðbaug?
Eitt andartak með þér á ljúfri leið. Þú tekur hönd mína og leiðir mig þína leið, þá leið er sýnist sú besta. Að leiðast saman í eilífðardansinn þann eina sem okkur var ætlað.
Stundum þá er hið augljósa hulin stjarna er glitrar í hjartanu og ferðast á ógnarhraða um líkama þinn, um líkama minn en við sjáum ekki ljósið fyrir birtunni er skín svo skært. Stjarnan þín og stjarnan mín!
Að lýsa hvort öðru leið, að finna kærleikans slátt í hjarta þínu og þú í mínu. Tvö en samt eitt í hvort öðru.
Að týna sér í ást okkar og falla í ljúfu lofti án þess að finna ilm ástarinnar, án þess að finna hljóm dýrðarinnar og án þess að finna rödd kærleikans.
Að elska er sú gleði sem við gefum hvort öðru, ég í þér og þú í mér. Að finna hamingjuna á öllum tímum jafnt ljúfum sem sárum. Í þér vil ég finna frið þess er leiðir mig á öllum tímum.
Hamingjan er dansinn sem við stígum í blíðu sem stríðu.
Hvort sem konan er döpur eða glöð þá er ávallt staður í tilverunni.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.1.2009 | 08:31
Saungl og járnaglamur ...
... Orðgljáfur sígaunans er tillir sér undir svefnherbergisgluggann minn hvern einasta miðvikudag fékk konuhró ekki til að rummska í djúpum svefninum. Öllu jöfnu kasta ég fléttunni niður og dillandi flamenco taktar smita hjartað. Í dag átti frúin á heimilinu erfiðara með að rífa upp niðurlímd augun sem áðu loks hvílu klukkan 04.30 í morgun. Dóttlan var andvaka og gat ekki fyrir sitt litla líf náð að tengjast draumaveröldinni.
Í dag hófst lífið á ný, hversdagsleikinn í allri sinni dásamlegu mynd eftir slugs og slangur jólanna. Að snúa sólarhringnum við er sennilega það sem við gerum vel flest, vökum svo frameftir við allskyns dundur er við toppum á gamlárskvöldi! Róður hátíðanna tekur sinn toll með einhverju móti ........
Strendur Barcelona eru þaktar hvítri slæðu sem gerir það að verkum að það er kallt hjá okkur, svoooo kallt að fara í svefnrofanum í skólann. Ískaldur andblærinn nær að hrinda við okkur og við þurfum að klappa okkur á lær.
Í ljósopinu er hætt við að blómálfarnir taki morgunleikfimina af miklum krafti sökum kuldans okkar. Híasintan hlær og státar sínu skrauti sem er meira en jólarósin getur gert því hún er hálf lummuleg blessunin.
Haustið er búið að vera óvenju gott og viðburðaríkt. Vetur konungur gekk í garð þann 21 desember samkv. dagatalinu og hefur aðeins borið á rigningu og nú kulda.
Það styttist í vorið ......
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2009 | 12:00
Það sem skiptir máli ...
... að sjá ljósið í myrkrinu að finna lífið sem sefur í sálinni!
Væntanlega er erfiður róður hjá mörgum fjölskyldum eftir hátíð ljóss og friðar. Við höfum öll notið kærleikans sem jólin boða eða það ætla ég rétt að vona. Sorgin stingur sér niður óvænt með ólíkum hætti. Elskuleg amma mín var lögð inn á sjúkrahús eftir byltu er olli því að vinstri úlnliður og mjaðmaliðurinn brotnaði. Hún hefur legið um vikutíma á sjúkrahúsinu og óska ég henni batnaðar.
í dag hefði langafinn minn átt áfmæli, á sjálfum þrettándandanum og á þessum degi var jólunum pakkað í frauðkassa þar til að degi 14.des þegar langamma mín á afmæli. Jólin koma og fara í minningu þeirra. Blessuð sé minning ykkar elsku l-amma og l-afi.
Il Divo hljóma í geislanum og það er hálfgerð ólýsanleg tilfinning sem kúrir .... Dóttlunni þykja jólin leiðinleg og ungherrann hafði á orði að nú myndi hann örugglega fara til helvítis þar sem hann varð ósáttur við kóngana þrjá "sbr.vitringarnir þrír" .... (hér er helvíti ekki rætt neitt sérstaklega bara svo fólk geri sér ekki ranghugmyndir) ..... (ósættið ræðst aðallega af því að þeir komu ekki með byssur undir tréð). Já, það er stundum erfitt að vera ungur þegar skilninginn skortir.
Tilfinningarnar sú unaðslega litríka lína, endalaus hún líður allann skalann fyrir litlar og stórar Dívur og Dívana. Á leið okkar um land tilfinninga þá höfum við þagað ýmislegt og látið annað yfir ganga ... Já, lífið með sínum örsmáa andardrætti, með sínum látlausu hreyfingum, lífið í þér, lífið í mér!
Jólunum skal pakkað niður í frauðkassana, jóladúkurinn er komin í léttann þvott og fyrr en varir verður engin slóð jóla engin slóð nema hamingjan sem situr eftir í hjartanu, minningin um jólin.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.1.2009 | 14:48
Hring eftir hring ....
... hvítagullshringur með demöntum ... eða hringanóri sem vefur sig að tímanum sem líður frá okkur eins og eggjandi lækjarniðurinn. Að standa og horfa á eftir tímanum, standa í stað og hugleiða hvað verður?
Tímamót framundan .... Hvað vil ég að móti tíma minn þetta árið, hvaða verkefni eru framundan eða erum við að tala um hvíld og slökun?
Ég þarf kanski að hvolfa bolla til að geta kastað munstrinu í einhverfuna mína. Aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér .....
Lífið er gott, úti er bjart og notalegt að venju. Smá rigning í gær sem grænkaði appelsínuakrana, verst að hafa ekki verið með myndavélina til að sýna ykkur fallega græna litinn með öllum appelsínugulu depplunum.
Á nýársdag þegar við hjónin risum úr rekkju eftir stuttan svefn þá var haldið í göngutúr og morgunmaturinn tekinn á slísý spænskum bar!
Það var svo gott að komast út og ganga, svo gott að ég er að spá í að koma mér fljótlega í gönguprógramm.
Grænmetismatseðillinn hrópar á mig og ég mun taka upp girnilegar súpur í öll mál til að koma jafnvægi á þessa helstu innanflóru sem hefur vanstillt sig örlítið um þessa hátíð.
Þegar að konan vaknaði í gærmorgun þá drifum við í að koma heimilinu í sitt fína form og ókum til Fjalla og hittum á tengdamömmu og pabba sem biðu með hádegismatinn og afmælissönginn.
Við höfum verið dugleg að úða í okkur allskyns góðgæti og í eitt skiptið fórum við á kínverskan stað og sögðum óspart ég elska þig við þjónustu stúlkuni Ai wo ni en það er með því fáa sem við kunnum að segja á kínversku. Við erum frá landi Bing Dao sem er ís og eyja ... Kanski það væri lag að setjast á námsbekk og læra nýtt tungumál ???
Börnin mín sátu fyrir á gylltu ljóni og fer það þeim alveg ágætlega!
Í kvöld koma "Los Reyes" sem eru kóngarnir þrír (sbr.vitringarnir þrír) við munum fara og horfa á gönguna hjá þeim er þeir fara fylktu liði um bæjinn okkar. Við erum reyndar ekki búin að ákveða hvar við ætlum að sjá herrana en í fyrra vorum við stödd í Orihuela og var það virkilega gaman og gangan flott.
Á morgun skilja þeir svo eftir jólagjöf barnanna og þar með lýkur jólahátíðinni okkar. Jólaskrautið fær kanski að standa eitthvað áfram ... kanski fram að páskum, hver veit??
Ætli það sé ekki best að fara í kollhnís og rifja upp gamla leikfimistakta frá því að konukroppur var 10 ára. Gera nokkrar teygjur og klappa svo saman lófunum, hliðar saman hliðar og tja tja tja!
4.1.2009 | 12:13
Lífið í nýju ljósi ...
... Svona hálfgerðu diskóljósi.
Hvít jakkaföt og strákurinn er íklæddur hvítum jakkafötum ...... hún situr í svörtum kjól með risastóra rauða rós áfesta í barminn. Þau dansa einn dans og horfast í augu .........
Svona endaði og hófst dagurinn minn í algjörlega nýju ljósi, segi ekki diskóljósi þar sem el divo sungu amasing grace fyrir mig og hjartslátturinn tók slagið með laginu. Kossinn og gleðilegt kitl í morgunsárið er besta gjöfin fyrir konu sem vaknar og er allt í einu orðin 4 og núll.
Sjáiði þennan sæta bíl, algjört æði ....
Reyndi að fela mig á bakvið krúttið en tókst ekki vel til.
Þegar kona er 4 og núll þá hefst lífið. Ég fann það í morgun þegar ég vaknaði og tók upp gjöfina frá Guði.
Lífið er bara dásamlegt og það hefur ekkert með það að gera að sumir hlutir er svona eða hinsegin .......
Leiðin liggur að nunnuklaustri einu í fjöllum Orihuela. Allir fjölskyldumeðlimir eru klæddir og rólfærir ... Á geislanum er 70tís tónlist og í konukropp er dillandi taktur .... Ég held að það sé að hluta gjöfin frá Guði.
Njótið dagsins ........... það ætla ég að gera! Til hamingju með mig elsku þú sem stoppar við, ekkert smá heppinn að þekkja þetta konuskott ...................