Að elska ...

Það er eitthvað við alla þessa fegurð.  Í margskonar myndum, gerðum og formi.  Ilmur fegurðar er yndisþokkinn sem mætir okkur, þín nærvera er gleður.

Eitt sinn sem ung kona gekk ég niður Vesturgötuna í Reykjavík, framhjá Naustinu gamla.  Mætti þar fyrir langafa mínum sem hafði farið á sinn samastað mörgum árum áður eða þegar ég var 9 ára gömul.  Ég skeytti því litlu en fékk þær fallegustu hugsanir í litla hausinn minn sem ég ber með mér enn.

Hvort sem þetta var "afi" minn eða minn eigin hugur er fékk þessa dásamlegu frelsun verður ósagt látið.  Hins vegar frá þeirri stundu sá ég bara fegurðina er fólk eða hlutir báru með sér.  Geta splæst "gullhömrum" (hvað er eiginlega með þetta orð gullhamrar ??? ) ....  Gullfallegar hugsanir um allt sem nálgast mót þitt dag hvern.  Við þurfum á því að halda að fá fegurð orða í hjartastað.  Við eigum öll í stríði við tilveruna er leiðir okkur þetta lífsspor. 

Nýlega hugleiddi ég hvernig við gætum búið í betri heimi, hugleiðing svo margra!  Niðurstaðan er ekki einföld en við getum þó byrjað á því að bæta heiminn með betri veru í sjálfum okkur, vera betri og þjóna meir þjóðinni, heiminum eða geiminum.  

Í dag er laugardagur, góðir gestir munu koma í heimsókn, það lífgar að eiga góða vinastund.  Svo sannarlega!

Í vinnslu

Olímynd í vinnslu

Já, þetta verður notalegur dagur, úti hafa skýin stillt sér upp í fallega halarófu.  Sólin og skýjin eru að fara í feluleik.  Skýin telja upphátt, 1-2-3-4-5 .......  Kabúmm !!!

Vonandi finna þeir sólina litlu hnoðrarnir.  Við förum kanski út að leita eftir matinn?  

Bláberjalegið lambalæri er í þann veg að fara í ofninn, hægeldun verður það því þvílíkt og annað eins læri á skepnunni, hið hálfa hefði dugað.  Rauðkálið og Ora baunirnar ætla að taka tangó á hádegisverðarborðinu.  Franskar kartöflur troða sér með til lítils fagnaðar móðurhjartans en það verður að þjóna öllum er setjast til borðs.  Það er gaman að undirbúa matarboð og líklegast er best að saxa niður í miðjarðarhafssalatið og kæla hvítvínið fyrir komu gestanna.

Rósinkrans syngur yndisfagurri röddu í stáss stofunni, átti ekki von á honum í heimsókn en svona meistarar eru ávallt með stað fyrir hattinn sinn í hjarta mínu.

Brátt ilmar húsið af "dauðu feitlæruðu unglambi" sá ilmur er góður og Guð blessi sálu litlu skepnunnar er vér berum okkur til munns innan skamms.  Hugsanir mínar fara á yfirsnúning, hver veit með framtíðina.  Er hún þarna, stígum við hana saman eða hverfum við á braut ......

Dauðinn er mér ofarlega, hugsa um brottförina, aðskilnaðinn og það sem verður.  Verum góð við hvert annað, segjum ég elska í stað þess að vefja orðahnyttingum og kasta út í lofthjúpið er meiða hvern sem þau hitta.

Í dag er dagur til að elska og ég elska þig sannarlega Heart


G-Óð í nóttinni ... á nýju ári.

Í þau ófáu skipti er kona leyfir sér að hugsa þá gerist ýmislegt!

Til dæmis hugsaði ég um ljósið og það endurkast sem kemur í myrkrinu.  Hvernig það má leiða heila hjörð áfram með smá týru.  Já ljósið er undravert!

Ísland er umvafið hlýju myrkurs þessa dagana þrátt fyrir að hann sé tekinn að lengja.  Ég varð óneitanlega vör við líkamsklukkuna og samskipti hennar við náttmyrkrið.  Yfirleitt dormaði ég fram undir hádegi í heimsókninni á Íslandinu góða!

Ég stillti símann til að vakna hálf níu á gamlársdag, skellti mér í spinning hjá Silmöru í Ræktinni í Þorlákshöfn.  Nafli alheimsin á síðasta degi árs, ræktin, þvottur og þrif og hátíðarmatseðill hjá foreldrum.

Held að kampavínið hafi farið ílla í mig, varð svo völt í annari tánni.

Svo kom nýtt ár með nýju ljósi, stjörnubjörtum himni og angan terpentínu fyllir vitin.

Himinn og haf

Himinn og haf

Olía á pappír, mynd í vinnslu

Einhverjar breytingar hafa átt sér stað frá því ég tók þessa mynd.  Dunda mér með nokkrar olíumyndir þar sem að olían er svo lengi að þorna.  Gaman að geta þess að í fyrsta skipti sem ég snerti pensil þá var það í olíu.  Þessa mynd á ég enn og hef nokkuð gaman af henni svona eftirá að hyggja.  Ég var að sjálfsögðu ofsalega sæl með myndina fyrir þessum x tug af árum hehe ....

42 ára á Íslandi

Talandi um tugi hér er gjemmlan 42 ára

Já, 42 ára og árið er varla byrjað.

Ekki orð um það meir því gamla konan þarf að hvíla sig.

 

G-Óða nótt elskan.


Pikkkk ....

er svo pikkföst eitthvað.

Sé fyrir mér allskonar skemmtilegt en get ekki hreyft mig.  Alveg spurning hvort það hafi verið jólatrummsið sem grufflaði djúpt í sálina.  Dæmigerður dagur jólanna var á þessa leið;

"Ýsusporður borinn fram um 1500, hádegismatur.  Sonurinn var hæstánægður með veitingarnar.  Sporðurinn settur frosinn í sjóðandi vatnið, á meðan skrallaði mamman örbylgjusoðnar kartöflur.  Rauðauga.  Mesta snilld ever eru örbylgjusoðin rauðaugu, 4 mín.  Voila!  Kjúklingasalat gærdagsins rataði í konuvömb og útrunninn hamborgari í vömb Fjallsins.   Allir mettir, sáttir og svaðalega sælir um miðjuna.  Þessi jól, engum lík.  Úti er faðmað rökkvu, myrkrið smýgur í vit og vitleysan finnur sér samastað.  Lífið er svo sannarlega heillandi þegar næturverðir fara á kreik, fuglar farnir í felur og stöku köttur ráfar við garðsnúrurnar.  Í óreglunni má finna ýmislegt nostur, allt nema hreyfingu.  Hversu gott er það?  Bókin hvílir á eldhúsborðinu, jóladúkurinn útataður e. hádegismatinn.  Alveg spurning að ræsa vélina er þvær klæðin og kúra sér vel í kósýtæm.  Svona er lífið gott!"

Eftir 2ja klukkustunda bið í flugvél Express hóf járnfuglinn flugið.  Sætisfélagar mínir voru þægileg eldri hjón.  Ég sá margar sögur og lifandi svipbrigði þegar ég ræddi við þau.  Það var mikið um Spánverja í vélinni er eytt höfðu hátíðardögum á Íslandinu góða.  Gaman að því!  Við áttum huggulega heimkomu í frosin hýbýlin.  Konan opnaði glugga á gátt kl. 2400 til að hleypa hlýjunni inn.  Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég vann sumarstarf í Meitlinum og humri raðað í frystigeymslum, það þurfti að vinna sér inn hita sem skiluðu sér í launaumslagið.

Í sama húsi er Frostfiskur staðsettur í dag og langar dóttlunni afskaplega að fá sumarvinnu, verður sem verður!

Lífið er svo sannarlega rausnarlegt, gefur og tekur.  Ég valdi mér sæti og nýt útsýnis, nýt ferðarinnar eins og mér einni er lagið.  Það veit enginn hvenær ferðinni lýkur svo það er um að gera að njóta, elska og syngja sem fallegast.  Njótum lífsins í því formi er það birtist!

dsc04766.jpg

Þessi settist á hönd mína í draumi.

Ljúfar kveðjur í daginn þinn.


Aðstæður ....

...  Það er nefnilega þannig!

Aðstæður skapast eftir þvi hvernig við lifum þær og hvernig við bregðumst við.

Það er hljóðlátt, mörg lítil jólatré lýsa upp umhverfið og fólk er á þönum.  Hlaupandi fólk frá öllum heimsins löndum.  Ég sit hér með vin minn fartölvuna þar sem bestu vinir mínir búa.  Þú sem dæmi!

Fagurklæddir karlmenn í "júníformum" lika konur en þær kalla ekki eins til mín.  Viðskiptaverur með skjalatöskur, svona "important people" líða hjá.  Barnafólk, litlir einstaklingar sem gráta, brosa og geifla sig eins og smábarna er siður.

Í þögninni sem skapast inná milli heyri ég í fótboltaspili þar sem spænskir feðgar hamast í kappi hver við annan, ég brosi!  Brosi innilega því hér búa allir í eigin heimi.

Akrýlmynd á pappír

Í farangrinum kennir ýmissa grasa

Þegar ég stóð heima í smá stresskasti, úllendúllaði skópörin.  Nike íþróttaskór, svartir eða pæjustígvél, svört þá stóð ekki á valinu þótt konan vissi að .......  Svört leggings, hælahá stígvélin í sama lit, svört síð stuttermapeysa með rúllukragabol, svörtum undir.  Já, og svo var það kápan, þessi svarta!  Konan er tilbúin í Ísland, svört með fjaðrirnar úti.  Kann ekki við að sleikja þær og taka flugið þar sem fluginu okkar var frestað, áhugaverð nótt framundan þar sem aðstæður vakna í hjartanu og taka flug með huga.  

Ég hef alltaf elskað þessa stórborg, ein af mínum uppáhalds, án efa.

Það er stutt til jóla, ég er sátt og sæl í hjartanu.  Allir legubekkir uppteknir en ég er líka upptekin í hugsunum mínum sem eru hljóðar með látum.  Líklegast er best að taka upp rissblokkina og halda áfram þar sem ég skildi við.

Lítil ósmurð hjól á töskukerrum urra og hverfa í buskann .....  Hljómfögur danskan gælir við hlustir. 

Náttmyrkrið er komið, nær samt ekki að snerta hvítu silkislæðuna er umlykur jörð. 

God nat, kære skat. 

 


 


Í nóttinni ...

...  hér sit ég í nóttinni hvorki helg né hinsegin.

Stúss dagsins er á enda, svona alveg nánast!  Búið að vikta í töskur og græja og gera OG uppi varð fótur og fit (manneskja og önd) yfir því að snyrtivörurnar okkar gleymdust!

Halló, hver vill eyða jólum án þess að tannbursta sig, greiða eða snyrta.  Well, þekki einn 10 ára sem væri slétt sama þótt ekkert yrði af árlegu baðferðinni hans hehe  Æjjj litla gullið mitt svo yndislegur eins og hann er.  Vona samt að kærastan hans muni ekki þurfa að reka hann í pungbað!  Ó, nei!

Allt reddý, svo ofboðslega tilbúið nema þetta með snyrtivörurnar!  JÁ, og alla heimamáluðu könglana sjæse, var ekki að fatta að ég gleymdi þeim og líklega einhverju öðru sem ég man ekki núna enda er konuheilinn gjörsamlega dropppp deaddddd ....  Ekkert gorgeous við það!

Geðveik Jól 4

Ég er í jólastuði

 

Kæru bloggvinir, þið sem komið við.  Það er orðið ansi þunnur þrettándinn í bloggheimum en hins vegar þá langar mig að bjóða þér Geðveikra jóla, því jólin eru þegar upp er staðið mesta Geðveiki ever.

 

Svo ætla ég bara að henda mér í svefn því á morgun reynir á kvenndið.

danskur eftirmiðdagsfrukost með tuborg og det hele!

For helvede hvor jeg elsker Danmark.


Litadýrð

Þúsundir lita leggjast saman og mynda sprengju í hjartastöðinni.  Það er eitthvað svo dásamlegt við liti.  Senn líður að því að ég haldi yfir hafið og komi í landið þar sem fólk klæðist svörtu og bara svörtu, kann óneitanlega vel við það að vera dökk klædd, setja litríka slæðu um hálsinn eða vera með nýmóðins glaðlega hliðartösku.

1. Hrafnamyndin

Í svörtu og hvítu

Skólinn nánast búinn hjá börnunum, flestar reddingar klárar.  Smá skyrp í lófana og við rúllum því sem er eftir upp og allt klárt.  Já, allt hefst þetta, á endanum rétt eins og lífið endar á sama stað.

Endar þar sem það hefst!  Njótum hins vegar stundarinnar, hún er núna!  Gríptu þína og gerðu eitthvað fallegt því það er eitt af því sem gefur lífinu gildi.

G-Óða helgi

 


Töfrar

er búin að vera að galdra undanfarið, er þreytt en get ekki unnt mér hvíldinni fyrr en galdurinn er kominn í silkibúning og færður til himnahæða.

Lífið er geislabrot endalausra töfra, frá upphafi til enda er blik sem leiðir okkur áfram, eitt skref í einu þótt lítið sé.  

Dagarnir líða hraðar eftir því sem takmarkið nálgast.  Í augsýn sé ég þig, skínanadi bjarta fegurðina!  Ég ber vanmáttarkend í hjarta og hræðist þig eftir því sem nálgunin verður sterkari.  Þangað til, lifi ég lífinu með bros í hjarta og hamingjuslæðuna á öxlum.

Jólin nálgast, undirbúningurinn er í algjöru lágmarki því við munum skreyta og jólast í öðru landi en okkar.  Það er tilhlökkun hjá börnunum að komast til heimkynna og hitta ömmu og afa, frænkur og frændur og vini.  Tilhlökkun er skemmtileg eftirvænting.

Hamingjan

Hamingjan

16. desember var kaldur ekki nema 2°C útivið en það var notalegt að kúra undir sænginni og hlusta á hvernig lífið vaknaði í kring um konuna.  Svo tók dagurinn við og berfætta ég fékk rjúkandi kaffisopann, símtal frá Íslandi og pönnuristað brauð.  Fjallið er í óða að þrífa ferðabúrið fyrir Bíbí en við erum að fara með hann í pössun til tengdó.  Litla kanarý rassgatið er kominn í sparibúninginn og það verður vel hugsað um hann í fjallasalnum.

Ást í poka sem ekki má loka InLove


Jóla ó þ æ g i n d i

heldur betur óþægilegt að burðast með þetta glútenóþol þegar pizza kvöld eru.  Doktorinn sagði við mig að nú þyrfti ég ekki að velta huga yfir hvað þetta væri lengur.  Ég yrði bara verri og verri.

Já, já, þú þarna hvítklæddi fallegi maður.  Við höldum nú þrátt fyrir það okkar pizzu kvöld, reyndar óreglulega en þegar þau eru þá verður Frúin fyrir ónæði í kroppen, hele kroppen.  

Í kvöld var pizza kvöld.  Stór með skinku, beikon og tómat.  Slatti af Oregano stráð yfir InLove  Pizza er ekki pizza nema að bragðmikið Oregano séð stráð hraustlega yfir.  Fjallið vildi gera gott betur og setja auka á sínar sneiðar og kom þá dásemdin í ljós.

Kónguló sem bjó í Oregano dúnknum.  Já, já, þetta er svona eins og með möndlugjöfina.  Sá sem finnur kóngulóna fær gjöfina enda segir; "kónguló, kónguló vísaðu mér á berjamó"  ...

Ég sat sultuslök og hélt áfram að borða mína pizzusneið og þakkaði fyrir að vera ekki á Pizza Nostra (þokkalegasti veitingastaður við Costa Blanca ströndina) því að Pizza með kóngulóm er bara RÁNDÝR.  

GlampiKona lætur ekki svona smáræði trufla sig, hellir kristilegum vökva í glas og býður skál.

Kvöldið er ungt og vömbin væn!

Föstudagskvöld eru frábær, það er nokkuð ljóst eftir spígspor dagsins.

Við mæðgurnar fórum í Xmas shop tilljú drop seinnipartinn og það má segja að við náðum góðum árangri.  Við kassann þá verkjaði mig í báða fætur og gat mig hverfi hreyft.

InLoveHeartInLove

Dóttlan, "Mamma" prófaðu að standa svona.

Ég,  já, ég er sko búin að vera að gera þetta síðasl. klukkutíma og ég er sko að drehehepast.

Það var NOTALEGT að setjast uppí rauða ljónið og þjóta heim, komast í faðm Fjallsins er aðstoðaði ungherran við nám.  Konan fékk knús og pizzagerð með konguló átti sér stað.

Hring eftir hring eftir hring, daginn út og inn.

 

 


Með ó l í k i n d u m

.....  H v a Ð allt er ljúft!

Veðurblíðan er einstök, vel yfir 20° dag hvern og allt einhvern veginn eins og það á að vera. . . .

Það er nefnilega þannig þegar allt er eins og það á að vera að það getur breyst.  Ósjaldan sem þú lofar einhvern eða eitthvað og svo kemur það þér í opna skjöldu að kanski er hugur þinn að bera fólk og aðstæður á herðum sér.  En, það er kanski ekki eitthvað sem skiptir máli heldur er það mómentið, þessi stund, akkúrat núna.

Við getum haft áhrif hvort á annað, verið brosandi, ákveðin og glöð.  Gefið af okkur með ljúfri ró og blíðu brosi.  Verið við sjálf, það er gott að vera innan um fólk sem er það sjálft, geislar af lífskrafti og leiðbeint.  Já, það er svo mikið af góðu fólki til, allstaðar, hér og þar og út um allt.

Það góða kemur í öllum myndum, það kemur til okkar!

Desember mánuður er að færa sig uppá skaftið.  Ekki nema nokkrir dagar til Jóla.  Afi heitinn hefði orðið 102 ára í dag, getur ekki verið!  Það er svo stutt síðan við vorum að brosa saman yfir öllu og engu.  Hann var að spæja mig þegar ég var að brjótast inn heima hjá honum alveg að pissa í mig.  Hann vildi fá að vita hvort að skjátan kæmist inn.  Ég komst alltaf inn og hann bara brosti og sendi frá sér einstaka fegurð eins og honum einum var lagið.

Í dag á lítil frænka mín afmæli, hún Ida Þóra barnabarnið hans afa míns.  Bogamenn eru ljúfastir!  Rannveig hugarfluga á líka fallegu Ásdísi Önnu sem varð 2ja ára í dag InLove

Lífið er bara gott þegar upp er staðið

(gömul tugga sem verður kveðin áfram)

Svo er um að gera

að vera

í stuði

með Guði.

Með ó l í k i n d u m notalegt

 


Það styttist ....

Dagarnir líða einn af öðrum og líkamsklukkan tifar í takt við umheiminn og gefur okkur grá hár, húmorinn og hamingjuna.  Ein hrukka fæðist hægt og rólega því ekki er ég komin á neinn hrukkualdur, ekki enn "eða hvað". 

Gráu hárin er vaxa í vanga karlmannsins eru karaktereinkenni, gera hann sexý og sætann.  Konan er hvorki sæt né sexý með gráu hárin og ætli hrukkurnar falli ekki í sama hatt!  

Ég er hins vegar á því að við erum eins sexý og sæt og okkur líður hverju sem einu.  Ég byrjaði að fá grá hár fyrir áratug síðan sem þykir líklega snemmt þar sem ég er varla búin að slíta barns-skónum enn.

Ég elska að leika mér, teikna og lita og gera allskonar föndur til að drepa tímann.  Ekki það að hann líði ekki nógu fljótt Heart

Er komin með nokkrar hugmyndir sem ég þarf að pappamassa, á borðinu liggja 5 stk rammar sem eiga að fá litlar sögur flestar af konum og þeirra kærleik.  Kertið logar og glampinn endurspeglar sig í háu grænu glasi er markar frið og ró í eldhúsinu.

Aðventan var hreint dásamleg, konukroppur tók piparkökudeig og markaði burðarveggi, þök og skorstein.  Hjörtu og stjörnur mörkuð með móti, ofninn á 200° og barnahendurnar á fertugu konunni létu ekki deigan síga á milli þess er hnoðað var, motað og tekið úr ofni.

Hjörtun mótuð

Hjörtuð mótuð

Límingar

Límingar

Málun

Verið að mála

Voila

Jólapiparkökuhúsið

Eins og lítið barn hafi verið að verki en það er skemmtilegheitin sem skapa stemminguna.  Hver veit nema ég fái bróðir minn til að gera almennilega teikningu svo að burður í húsinu verði almennilegur InLove  Akrýl litirnir mótuðu æðar á húsveggina og þakflísar voru snyrtilega málaðar með brúnum lit.

Ég viðurkenni að Ikea piparkökurnar eru góðar og verzla ég svoleiðis fyrir jólin en það er bara svo mikil stemming að gera svona jólaföndur.  Ekki satt?

Það styttist til jóla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband