1.11.2010 | 21:58
Skepnan lá fársjúk ....
... gjörsamlega á síðustu metrum æviskeiðs lá skepnan ofaní postulínsfák að rifna í ælurokum. Já, pestardjöfull bankaði uppá, allhressilega.
Fjallið lá í dalnum og hlíðin flögraði eins og lítið hjú um húsbóndann. Kallinn var gjörsamlega bakk. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar anginn minn nánst lét lífið við uppseljuna. Ég hefði kanski átt að spara brosið því mín leið var nokkuð mótuð með þessum vírustryllta góða nótt kossi.
Sjúklingurinn fékk svítuna aleinn og þjónustu í topp!
Ég tek það fram að ég verð ALDREI lasin en nú tók ég hressilega á því! Svo hressilega að viðbeinin voru nánast að komin út úr húðinni af áreynslunni. Upphandleggirnir eru sýrðir eins og eftir boot camp æfingu og svo gæti ég lengi talið. Hressileg ælupest dauðans Er farin að sakna hennar!
Við hjónin lifðum þetta af og erum eins og vænstu skepnur á fæti. Fórum í smá bíltúr að ströndinni sem var ljúft og gott. Mamma þurfti að vinna örlítið á frídegi Spánverja en það var ljúft að komast frá dollunni og finna hvað frelsið er gott, hvað heilsan er mikilvæg!
Fallegt sandlistaverk af ströndinni í dag 1.nóv
Nóvember verður heilsumánður og verður matarÆÐI tekið fyrir sem og líkamsræktin. Hreyfing 3x í viku og mikið grænmeti á borðum næstu vikurnar. Eins gott að hliðra til fyrir aðventukræsingum. Þvílíkir öfgar hehehe Líkaminn er orðinn vanur svona ofbeldi sem er slæmt.
Það er um að gera að hafa hugann við heilsuna því þegar heilsan fer þá er tíminn víst búinn :-)
Svo er málið að huga að næstu sýningu sem er í gerjun. Efni að mótast og ýmislegt spennandi framundan, ég krossa fingur með hinu góða og óska þess að allir finni svigrúm til að finna hið góða burt séð frá aðstæðum sem vissulega geta verið slæmar.
Þegar myrkrið gæjist inn þá er mikilvægt að hafa augastað á ljósgeislanum!
Kaffiblús
Og, svo gægðist nóttinn inn.
27.9.2010 | 16:15
Sumarilmur á Suðrænum slóðum
Sumarið er dásamlegt og það er hlýtt og notalegt að vera til í deginum. Ísland brosti blítt til fjölskyldunnar í heimsókn okkar en megintilgangur verunnar var málverkasýning.
Ágústhópurinn eins og við nefnum okkur " Elín Björk Guðbrandsdóttir, Katrín Níelsdóttir, Guðný Svava Strandberg og undirrituð" sýndum í annað sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og var vel mætt. Katrín Snæhólm gat ekki verið með okkur að þess sinni og var mikill söknuður að geta ekki notið fallegra verka hennar.
Köld eru kvennaráð, akrýl á striga 80 x 100 (Zordis)
Ég ákvað að sýna verk unnin á spænskar þakflísar, olíumyndir á hrástriga, akrýl á striga ásamt litlum klippimyndum með bænaívafi og eftirprentanir. Það var gaman að taka þátt í sýningunni og aldrei að vita hver næstu skref verða!
Yfirlitsmynd af opnun sýningarinnar 2010
Virkilega var gaman og gott að sjá alla þá sem sáu sér fært að mæta og skoða
Zordis, Elín og Guðný Svava fyrir framan verk Zordisar
Krækiberjalyng, ferskt og fallegt.
Við áðum við Raufarhólshelli á leiðinni af sýningunni. Myndavélin var á lofti og við mæðgin ákv. að tína ber í pastasigti er síðar voru sultuð ásamt öðrum berjum. Það var sem ég fylltist eldhúsálfinum í þessari ferð og að það hafi verið eldað og stússað í gegn um mig. Góður andi í húsinu sem við vorum í er líklega svarið við orku og dugnaði er ríkti í og yfir okkur.
Sumarið er ljúft við Miðjarðarhafið, á sunnudaginn tætti konan sig úr og naut geislanna við sundlaugarbakkann. Lífið er ljúft svo mikið er víst!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2010 | 11:13
Einfaldur töfradrykkur í eldhúsinu heima
|
23.9.2010 | 06:43
Hún elskar mig ...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 06:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2010 | 23:19
Myndlistarsýning Ágústhópsins - Verið velkomin!
ÁGÚSTHÓPURINN
VERIÐ VELKOMIN Á OPNUN
MYNDLISTARSÝNINGAR OKKAR
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR
28. ÁGÚST KL. 14-17.
SÝNINGIN STENDUR TIL 12. SEPTEMBER.
ELÍN BJÖRK GUÐBRANDSDÓTTIR
GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG
KATRÍN NÍELSDÓTTIR
ZORDIS
13.8.2010 | 09:52
Góðir tímar xxx
11.8.2010 | 12:19
Rósóttir kaffibollar ...
... Og antikstólar.
Á meðan dóttlan semur tónlist hugar móðurhjartað að nýjum rósóttum kaffibollum sem ætla að fylgja för yfir hafið. Stefnan er tekin á sólarlandið Ísland og þá verður konukroppur að geta dreypt á góðu kaffi úr sætum bollum. Ekkert spari en fjári praktískt verð!
Blómabollar
Lífið við Iberíuskaga er ljúft og verulega heitt eða rúml. 36° í forsælu. Um að gera að vera duglegur að drekka vökva svo líkaminn þorni ekki upp og vera alltaf með eitthvað tiltaks.
Við mæðgin skruppum í erindi og það var allsvakalegt að standa í sólinni enda vældi drengurinn þangað til vælubíllinn kom. Þrátt fyrir hitann þá er lífið óskaplega ljúft
Í sveitinni bíða 2 antikstólar með eftirvæntingu að fá sína handeringu. Er yfir mig sæl með fenginn en ég sá þessa 2 stóla grátandi við hliðina á ruslagám. Í huganum var ég búin að pússa þá upp og bólstra að nýju Nýtt útlit og nýtt umhverfi mun bjóða þá velkomna innan skamms.
Alveg synd þegar fallegum munum er kastað eins og perlum fyrir svín.
Elín vinkona á afmæli í dag og fór ég gagngert til að þefa af rósum og sendi henni ilminn í huganum. Lífið er svo sannarlga gott þegar við fyllum árið og göngum inn í það nýja. Til hamingju með daginn þinn Elín mín, hlakka til að hitta þig og bjóða þér í kaffi í blómabollunum mínum.
Svo set ég mynd af stólunum mjög fljótlega.
Fyrir og eftir ....
7.8.2010 | 10:08
Horfðu í augu mín ....
Nýtt líf í nýju ljósi. Með brosinu þínu glæðir þú lif mitt, ég þarf ekkert meira en að vita að neistinn frá þér kveikir í hjarta mínu.
Þegar fegurðin geislar á milli okkar líður mér vel, þegar brosið þitt snertir hjarta mitt þá veit ég að við getum sigrað heimin, bara tvö, þú og ég.
Ást er, eftirprentun í hvítum ramma.
Það eru þessir hversdagslegu hlutir og þær hversdagslegu stundir sem standa uppúr og skipta máli. Þegar við snertum hjarta okkar með því að vera einlæg og sjá hvað ástin er ljúf og yndisleg. Að falla inn í sálarhjúp hvors annars og geta fundið það eina sanna er sameinar okkur.
Það er ekkert eins notalegt og að finna fyrir ástinni og geta sagt "ég elska þig" .... Ég sagði manninum mínum það um daginn, og alla daga því það er mikilvægt að hafa þessa ljúfu vellíðan í sálinni.
Að vera elskaður og geta elskað.
Lífið er gott með kærleik að leiðarljósi
3.8.2010 | 12:09
Gyllta bókin ....
Hún er gyllt og innihaldið tryllt. Auðkýfingsfærslur og fjársjóðir læða sér allir í gylltu bókina.
Hún hefur lit sólarinnar, er sterk og varðveitir ljúfar hugmyndir. Í bókina færi ég orð í búning sem taka völdin og leiða konu áfram hispurslaust með bros á vör!
Gerum allt sem við tökum að okkur vel er mottóið mitt í dag. Ég er líklega ekki að gera neitt súper dúper æðislegt en ég ætla að gera það vel svo mér líði vel með sjálfa mig. Er ekki galdurinn að gæla við góða líðan og láta gott af sér leiða.
Í bókinni fæðast gullpeningar
Vissulega er ekki allt gull sem glóir svo mikið er víst og enginn vill verða eins og Jóakim Aðalönd, eða hvað. Jóakim er pínu sexý þótt félagsskapurinn sé ekki sá mikilfenglegasti.
Hvaða Disney fígúru úr Andrésar blöðunum værir þú til í að deita? Fara á villt stefnumót; byrja á góðum tíma í líkamsrækt og gæða sér á einhverju léttu í hádeginu. Fara á Kjöl eða Gullna hringinn og enda með stútfulla körfu í guðsgrænni náttúrunni a la picknikk ....
Hvaða Disney fígúra fengi kossinn þinn?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2010 | 13:04
Höfuðskraut og háir hælar .....
Er einhver dagur frekar tilvalinn en dagurinn í dag til að punta sig upp?
Höllin hefur tekið á sig nýjan brag eftir snemmþrif laugardagsins. Það er búið að vera mikið að gera og mikið um að vera alla vikuna enda styttist nú í brottför í járnfuglinum stóra. Ferðinni er heitið yfir hafið að fyrrverandi heimkynnum.
Ég set á mig háu hælana og stút á varir, tek varalit og skapa andlit mitt. Dásamlegur laugardagur hefur gefið í. Nú er bara að finna hárskrautið sem hæfir þokkunni.
Hárskraut í stíl við kjólinn .... Ég hreinlega elska svona blóm sem stinga má í hárið, í barminn eða næla á fötin. Er ekki viss hvaða lit ég á að velja en það verður bara úllen dúllen doff á litavalið!
Þægilegur og fallegur bómullarkjóll frá Desigual. Klæðilegur en umfram allt þægilegur.
Það verður gaman að raða saman, skóm, blómum og kjólum.
í dag skín sólin glatt og allir dúlla sér í sínu horni. Er himinlifandi að vera búin að græja heimilisþrifin, búin að ganga frá eftir matinn svo nú er það bara dúll og dúttl fram að kvöldi.
Fjallið er viðstaddur golfmót á golvelli La Finca, alltaf eitthvað að gerast í golfheiminum. Alveg spurning að taka fram Fákinn og hjóla út í vitleysuna sem hvílir handan húsveggjanna
Kanski ég kasti mér í sófann og láti líða úr mér spennuna ef ungherrann hættir að trufla mig. Honum þóknaðist ekki hádegismaturinn því 2 litlir sherrý tómatar skreyttu diskinn. Hvítlaukssteikt kjúklingabringa og pastaskrúfur sem hann elskar fóru því í geymslu með tómötunum og munu bornar á hans stað við matarborðið í kvöld. Fram að því verður hann Hr. Kvart og kvein því litli unginn minn er hungurmorða as we speak!
Svo er það spurningin að lyfta sér upp þegar ungarnir eru komnir í ró!
Góða helgi og njótið stundarinn í lífinu
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)