22.7.2010 | 10:11
Að eiga aðra að ....
.... Finna til þess að við erum ekki ein, aldrei ein alveg sama hversu einmanna okkur líður!
Það er göfugt að geta verið innan handar, verið til staðar fyrir aðra, tala nú ekki um þegar þú finnur fyrir kærleikanum. Ég naut þess að leita til mér fróðari manneskju er vissi nákvæmlega hvar og hvert ætti að leita svara. Ég er innilega þakklát fyrir þann stuðning er ég fann frá viðkomandi í öðru landi er brást strax við.
Í einfaldleikanum verða flóknustu hlutir eins og smjör í höndunum á okkur, er minnir mig á auglýsingu Ríó Tríósins. "Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður ......... "
Það eru heitir dagar á Spáni og sjaldan að kona þráir goluna við strendur Atlantshafsins eins og nú
Ísland, olía á striga / í einkaeign
Íslandiði heillar og kallar.
Lífið í heitu landi er hins vegar gott, mjög gott! Í dag þá stendur til að hvílast fyrir komandi vinnuhelgi og ferðinni er heitið að ströndinni með hráefni í paellu. Við munum gleðjast með vinum sem eru komnir frá landinu kalda og eiga góðan eftirmiðdag ....
Ég á mér aðra að og elska það.
Lífið er fallegt á fimmtudegi!
Og skemmtilegt!
Í sólinni, pastel á pappír.
Gæti verið sjálfsmynd af konunni?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2010 | 00:08
Myndir orða ...
Og orð mynda!
Stundum geta orðin skapað myndir, orð skapa vissulega myndir í huga, alveg klárt mál.
Hugur þinn og hugur minn eru kanski ekki í takt en við getum líklegast sameinað huga okkar og gert úr því þokkalega mynd út frá orðum, þeim sömu!
Ananas systur
Algjörlega mynd sem ég elska enda er saga með myndinni um systur, mjög skemmtilegar systur. Þær voru eins en andstæður áttu sömu foreldrana en þekktu þá á ólíkan máta og nutu sömu lífsgæða en á mismunandi máta. Ég þekki þær báðar og þær hafa sama bragðið en eru svo ólíkar á sinn einlæga hátt!
Fortíðin ........
Fyrir langa löngu þegar 10 litlar tær sóttu óþekkt í tásukitl þá varð myndin kona og fíll til. Hún er eins ófullkomin og hægt er að vera en hún er í hjartanu og lifir enn með konuhjartanu.
Þessi mynd sagði sína sögu á sinn ljúfa máta. Hun sagði fyrir og spár hafa ræst.
Kona og fíll er olíu mynd á striga, bara gaman að huga að konseptinu. Elífðin er komin til að vera. Kínversk talnaspeki endurspeglar framtíðina og eplið segir allt sem segja þarf!
Fjallið mitt hið eina og friðsæla markaði líf mitt áður en ég gerði mér grein !!
Lífið er gott í náttmyrkrinu.
Svo kom hjónabænin
Og biðukollan
Ef það er eitthvað sem kveikir í mér þá eru það biðukollur. Fallegustu blómin sem enginn getur gefið nema álfísk vera. Með biðukollu í hönd þá sé ég óskir mínar uppfylltar, lífið er bara svo næs og fallegt!
Baldursbrá / Margarita
Þar sem biðukollan er erfið umfangs eru þetta óskablómin ....
Raven, Hrafninn og vinur minn krumminn
Ekki neinn eins dulúðlegur og glæsilegur, elska þig elsku vinur
Og, þegar allt kemur til alls þá eru það ræturnar sem skipta máli.
Maturinn sem við berum á borð.
Andlitin sem við setjum upp.
Fólkið sem við umgöngumst.
En fyrst og fremst hvaða persona þú vilt vera.
Við erum komin af öðrum, lifum og njótum í skjóli þeirra vitnesku er við fengum í vöggugjöf. Orð i orði og mynd í mynd. Þú í ljósi eilífðar gáfna samtímans. Það góða í lífinu er vissulega það sem býr í auga sjáandans. Njóttu næturinnar og dagsins er fara hönd í hönd í gegn um tilveruna.
Lífið er ljúft í rökkri Miðjarðarhafs
17.7.2010 | 21:56
Að týna hugsun ....
... vá, ég týndi hugsuninni á meðan ég beið eftir hæggengri heimatengingu á netinu.
Er hins vegar alveg viss um það að ég get leitað inn og fundið eitthvað sætt og sniðugt, spurt jafnvel hugann sem svífur í umhverfi karmans hvað mig langaði að segja.
Í dag áttum við ljúfan dag með góðu fólki. Haldið var í kastala og vorum við samtals 20 manns saman, við lögðum hlustir og þar voru allskyns hljóð, í senn álfahvísl, árfarvegur og mannanna pukur.
Rómó afdrep
Kastalinn
Mæli með viðkomu i kastalanum í San Miguel de Salinas á Spáni. Reyndar eru hér fleiri klassastaðir til að kíkja á svo sem skemmtilegur hellaveitingastaður. "Las Cuevas" .... í krúttlega bænum mínum eru nefnilega hellar og hér býr fólk í hellum. Sérlega svalt á sumrin og notalegt yfir veturtímann.
Sumir halda að það sé alltaf heitt á Spáni en það er nú ekki alveg því hér getur hitastig farið niður úr öllu valdi rétt eins og það fer upp um allt sem er boðlegt á sumrin.
Ég elska Spán og það sem landið hefur uppá að bjóða og mæli eindregið með því að fólk kíki við Miðjarðarhafið. Spánn er staðurinn
Góður dagur á enda, ungir herrar komu í næturgistingu svo það þarf að mixa kókómjólk fyrir háttinn og fara með næturbænir.
Lífið er sannarlega gott rétt fyrir svefninn.
Góða nótt kæru vinir.
27.6.2010 | 11:35
Smásögur ...
Sunnudagurinn er mættur alsprækur og gulllitaður af bjartri sól. Það er heitt og sumarið leikur sér. Framundan er dagur í faðmi fjölskyldunnar, við höldum í sveitina til að vera með tengdafólkinu.
Fjallið stundar störf og sagðist ætla að læða sér í áhorf á nefndu breiðtjaldi til að fylgjast með Formulunni. Jebb, hann vill sjá hvernig fer í Valencíu og styður sinn mann, Alonso!!
Lífið er óvenjugott og það er einhver tilhlökkun er ólgar í hjartanu. Ég held að það sé þessi hversdagstilhlökkun þegar kona tekur á móti degi og hnoðar úr honum fallega mynd.
Í haust ætlum við vinkonurnar, Elín, Katrín Snæhólm, Katrín Níels, Guðný Svava Strandberg og undirrituð að halda samsýningu á myndverkum og hugsanlega einhv. gjörning í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR. Það er tilhlökkun og konan að íhuga efni. Er með 2 stórar myndir í takinu sem munu njóta sín
Stelpukvöld þakflís rustico 40 x 20
Þær kíktu á lífið saman tvær og skáluðu fyrir vinskapnum. Það var margt um manninn og gleði eins og alltaf þegar stelpurnar komu saman. (Smásögur á þakflís) ......
Líklegast verð ég með smásögurnar og er sagan skráð á bakhlið flísanna ....
Lífið er eins gott og hægt er þegar von og birta lýsa veginn. Kærleikurinn tekur völdin og ég óska þér gleði og gæfu á þessum fallega sunnudegi sælunnar ...........
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2010 | 10:57
Mig langar að vera smiður ...
.... Að langa er allt sem þarf!
Mig langar að vera smiður, ég er smiður, minn eigin gæfusmiður.
Í gæfunni býr mild og hlý kona sem af alúð sinni keppist við að skapa þægilegt umhverfi, að lifa í skemmtilegum leik lífsins.
Í sumrinu vaknar þráin, þessi útþrá sem skapar og hannar og græjar og smíðar okkar einu einlægu gæfu. Það má því segja að hver er sinnar gæfu smiður. Ég stend og fell með minni gæfu
Að láta sér annt um aðra hvort sem viðkomandi tengist okkur böndum eða er samferðarmaður er gefur bros í daginn. Er ekki hamingjan svolítið þannig að við erum óeigingjörn á gjörðir okkar, við erum tilbúin að deila og samfagna þegar þannig ber undir. Ætli hamingjan sé ekki ákveðin lífsstíll þar sem örlætið er tilbúið að taka á móti degi.
Í hamingjunni sjáum við nýslegna fegurð og náum að taka fegurðina fram og blása hana lífi. Við tengjum hana hjartastöðinni og hjartað dælir blóði í hverja frumu líkamans, í hvert líf og laut sálarinnar sem sannarlega stígur og styður mannshjartað. Í hverju andartaki má finna fegurð og njóta bliksins ef við bara kjósum að gera svo.
Ég hef trú og ég hef traust, ég tek á hversdagsleikanum með fallegan lítinn spegill í handtöskunni minni. Ég set stút á varirnar og fegra ásjónu mína. Allt hið fagra endurspeglar líðan og leik.
Ástarilmur
Í loftinu glennir sólin sig, svo hlý og notaleg. Sólin glæðir minn dag, gæfudagur á sunnudegi.
Ég er smiður í dag ekki bara vegna þess að mig langar það í örlátum lífsins skemmtilega leik, njótum þess með bros á vör
16.6.2010 | 22:56
Þegar ég .....
... hljómar eins og eitthvað sem ég get aldrei snert, eitthvað sem aldrei gerist eða eitthvað sem er alveg að gerast en nútiðin nær ekki að snerta ... Hvað finst þér?
Í raunheimi sjálfsins býr bara núið, ég hef gert, unnið etc. Ég er og staðreynd aðgerðar. Ég er kona sem elska lífið, á yndislegan mann og falleg börn. Við búum í sólríku landi, eigum fallegt heimili og höfum yfirdrifið nóg af öllu.
Ást, kærleikur og gnægð af lífsnauðsynjum!
Lífið er skemmtilegur leikur sem við tökum þátt í. Við göngum í gegn um mistilfinningarík stig lífsins og höfum öll feng af þakklæti, sigrum, sorgum og álíka púðri í farteskinu ....
Eitt sinn ákvað ég að prófa vísindahugsun mína og staðhæfði hugsun og það dásamlega við hugsunina að hún varð mín enda raunfærð í nýtt hlutverk tímans.
Tíminn er okkar verkfæri og við getum svolítið stjórnað honum með hugsunum. Ég ætla að halda áfram að gera tilraunir með hugann og sé fyrir mér nú þegar góða stund sem ég á með þér. Eitthvað sem við erum kanski búnar / búin að hugsa til samans.
Þegar ég verð stór er orðatiltæki sem alveg má nota því ég er stór í hugsun og orðum en stór í aldri er eitthvað sem ég seint er og verð.
Fregn, akrýlmynd á striga 20 x 20
Sniðugt með þessa mynd er að litli fuglinn hvíslaði í eyrað á mér. Hann sagði mér sögu og af hverju hann elskaði að heima hjá mannfólkinu sem samt var horfið á braut.
Ég verð að gera mitt besta til þess að halda í þessa fallegu fulltrúa lífsins, Maríuerlur eru bara fallegar og mín tjáning er eins og sést til hliðar.
Ef það er eitthvað sem talar til hjartans þá er það Maríuerlan.
Þegar ég sá Maríuerluna þá taldi ég mér trú um endalokin.
Þegar ég sé maríuerluna þá er það boðskapur hins hlýja og góða. Ég sé 100 Maríuerlur sem allar brosa og segja mér sögur.
Svona er lífið bara yndislegt! Hvorki meira né minna ..... Lovjú darling !!
11.6.2010 | 15:54
Hversdags Föstudagur ...
.... Elska hversdaginn því hann er okkar og allra. Alla daga vikunnar lifum við hversdagslífi en um helgar umbreytumst við og lifum lífi sem er ekki svo hversdags heldur svona spari.
Um þessa fallegu helgi ætla ég að vera sparileg, ná úr mér hóstanum, höfuðverknum og hreinsa á mér lungun. Það er í raun svona hversdagsverk að taka af sér svona ónot en ég viðurkenni að þar sem ég er komin í sparifötin þá líður mér betur.
Spariblóm
Ég átti leið, var erindreki fólks og að sjálfsögðu brá ég mér í fatnað Hjálpræðishersins og dreifði Ópinu í gríð og erg. Fór í þægilega skó því spariskórnir meiddu mig. Held að ég sé með höfuðverk í fótunum, hvernig svo sem það er hægt! Verð pottétt spari á morgun.
Ég er alveg á því að lífið er burt séð frá hversdagsleikanum gríðarlega spari ef við bara kjósum að hafa það þannig. Ég þarf að sýsla ýmislegt og er komin með hlutverk í öðru landi, þ.e. öðru en mínu heimalandi kæri, kæri vin.
Já, ýmislegt að hugsa, sýsla og sinna. Ef ég bara gæti límt hug minn í orð, sýnt ykkur litina sem þar flögra með ljóðunum er óma í sálinni. Ef ég bara gæti samið við sjálfið og sett þetta á blað eða hvítann strigann.
Ég elska litina og ljósið.
ég elska líka rökkur og skuggana.
Ég elska þig og mig,
okkur bæði því við erum tilsamans æði.
Að elska líf í lífi,
vera saman um ókomin ár.
...
G-Óða helgi ....
1.6.2010 | 10:55
B l a n c o ....
... Algjörlega tóm í höfðinu þennan daginn
Nei, nei, bara djók! Er með hausinn troðfullan af ýmsu nytsamlegu og öðru minna brúkanlegu!
Í hjarta mínu finn ég fyrir fyndni, atburðir og gleðistundir hafa kætt kvenndið út af dottlu. Sólrík nánd við umhverfið lyftir konu jafnan á hærra svið! Nú er kroppurinn orðin stutthærð og ég er ekki að plata þegar ég fullyrði að ég olli nánast umferðarslysi þegar ég fór í sparikjólinn og háu Dutti hælana mína.
Svaka skutla sem kona er orðin
(ekki að það breyti því innra)
(eða)
DJÓK
Dásemdarkryddbrauð var tekið úr ofninum í morgun, ekkert betra en ilmurinn af kryddbrauði. Þar sem ég á bara 1 form nota ég það fyrir allan bakstur (er svo nægjusöm). Þetta er ýkt bleikt hringlaga form, endalaus hamingja, hring eftir hring eftir hring. Hálfgert svona hringanórakryddbrauð!
Fermingarbörn frá San Miguel de Salinas
sonur minn er lengst til hægri með blátt bindi.
(sætastur)
Svona er nú lífið gott
31.5.2010 | 12:21
Bleikur litur rómantíkur ...
... Svo undurfagur og mildur, dregur fram það kvenlega í árunni okkar eða kanski réttara sagt hið mjúka því margir karlmenn klæðast bleiku.
Sonur minn fór í skólann í morgun klæddur í bleikan smart stuttermabol, rosa sjarmerandi!
Er ástin brothætt ...
Það þarf að huga vel að ástinni því hún er viðkvæm og fögur.
Við hlið mér er bleikt sjal með kögri, það er fallegt að setja sjal yfir axlirnar á hlýju sumarkvöldi. Taka svo blævænginn upp úr veski og kæla sig með örum slætti úlnliðar. Margt smátt og nauðsynlegt sem kona þarf að eiga og ekki verra ef það er bleikt.
Ég er ástfangin í dag og sendi þér ljúfar sumarkveðjur.
28.5.2010 | 07:25
A z u l ...
Liturinn blár hefur sína merkingu, er mörgum uppáhalds á meðan aðrir veigra sér við að eiga bláa sófa eins og ein kona sem ég kannast við. Blár er merki um traust og jafnan hefur sá litur ákv. virðingarblæ enda notaður í fatnað þar sem virðingar og ró er krafist. Bláklædd og vel til höfð kona er eitthvað til að gæla við. ( orðið gæla við á við hugann minn en ekki ..... )
Blár er merki um hógværð, trú og lítillæti svo eitthvað sé nefnt! Blár er liturinn til að róa hugann og svo er hafið blátt! Hafið sem er svo ljómandi fallegt og vinalegt nema kanski þegar Ægir tekur völdin og ýfir upp í undirheimum.
Virðulegur verðandi prins, vantar bara einn eldheitan koss.
Ástin umvafin bláum kossum frá heitum vörum
Undir niðri slær mitt bláa hjarta er bíður þín. Í bláum bjarma tekur sólríkur dagur á móti konu er hefur næg verkefnin. Einkasonurinn er að fara að fermast um helgina og mun íklæðast bláum buxum í hvítum herrajakka. Yndislega fallegur og herralegur.
Dagurinn í dag, þú og ég.