1.6.2007 | 21:49
Lífsins fegurd og ljótleiki
Eins og lífid er nú fallegt zá er zad alveg hrikalega ljótt!
Eins og lífid er audvelt zá getur zad verid ógedslega erfitt.
Eins og gledin er rík zá getur sorgin verdid ansi djúp
Talandi um himin og haf, fugl og fisk .......
Í dag e. draumanótt vaknadi ég kát og sael, sonur minn hafdi dreymt undarlegan draum! Mamma, zad datt fíll af himnum og fuglabúrin okkar skemmdust vid zad. Mamma, og svo minnkadi pabbi og var ordinn strákur eins og ég! Mamma, mér finst zad svo sorglegt. "Me da pena" (ég aumkast yfir zví) Svo helltust tárin nidur kinnar litla drengsins míns er liggur nú sofandi á ný! Ég sagdi honum ad zetta vaeri ekki sem verst, nú vaeri pabbi hans eins og bródir hans, bádir strákarnir mínir vinir! Zetta med fíllinn og fuglana eilífdar happ og gleditákn!
Vorbodi Olía á Striga
Erfidur dagur en ljúfur, hönd í hönd voru zeir braedur Erfidur og Ljúfur. Ég átti daginn med zeim og zurfti ad fresta mörgu mikilvaegu fyrir drengina! Allt gekk upp, ég er ekki enn búin ad finna brosid mitt og zegar ég anda djúpt finn ég tárin sem einna helst vilja brjóta sér leid! Ég er samt svo sael med afraksturinn ad zreytan villir fyrir ...... ég er vorbodinn, boda faedinguna, boda trúna!
Í nótt koma nýjir draumar og nýr veruleiki. Ég upplifì Núid af alkunnri snilld, fann fallegasta brosid og erfidustu tilfinninguna.
Nidurstadan er
DáSaMlEgUr DaGuR
31.5.2007 | 21:26
Eitt sinn ....
... bjó ég á Vesturgötu 30 í henni 101 Reykjavík, borg óttans! Ég átti raudhaerdan kött og skírdi hann í höfudid á baejarfógetanum Árna (borgarstj.Rvik á sínum tíma) Yndislegri Köttur né karl hafa og verda varla til í minni kerlu!
Allavega ekki nóg med ad ég bjó á zessari götu einu sinni heldur flutti ég aftur í sama hús 8 árum sídar. Konan sem ég heiti í höfudid á bjó zarna líka og ég sé zad í hendi mér ad ég verdi eigandi zess sama húss e. 3 ár ef ekki fyrr! Dagsett fram í tímann .... 16 juni 09. Flott dagsetning!
Í eitt skipti er ég bjó zarna var ég í miklum tilraunum milli zeirra heima er umvefja okkur! Gaman, gaman! Mjög svo gaman ef skemmtun skyldi kalla ...... Ég man zegar ég var 12 ára, gekk í Stýrimannaskólann, var í leynifélagi og skátunum. Spiladi handbolta med KR og var út í fótbolta öll kvöld! Já, lífid zvaeldist ekki fyrir manni í zá dagana!
Ein lítil sál,
langt í burtu,
svo langt
ad zad zarf ad hrópa,
hrópa á hana
svo hún heyri.
*
Ef hún heyrir,
kemur hún kanski
ef hún zorir
Ef hún kemur ekki
vertu gódur
segdu henni frá
öllu sem vert zykir.
*
Ef hún kemur ekki
og zú naerd ekki til hennar
ert zú
líka
lítil sál
sem zarf ad hrópa á
svo zú heyrir
Nálgun er zad sem tvítug, áhugasöm kona hugsadi zegar hún ritadi zessi ord nidur í svarta pokketbók. Litla bók sem inniheldur mörg gudsordin. Sönnun fyrir zví ad stefnan er enn sú sama.
Sama fólkid annar tími
31.5.2007 | 06:48
Ör lög in
Örlög eru oggulítil lög sem vid förum eftir eda svíkjum. Oggulítill hljómur er faerir limazunga líkama okkar naer takmarkinu. ¿Eru örlög hluti sjálfs eda hluti af zeirri tilveru sem umlykur okkur eins og slaeda?
Ég var ad skoda eldgamla stílabók med markmidum og ég brosi nú bara yfir zeim sem nád er!
Sjádu zad fyrir zér og zad er zitt!
Hljómar haettulega, ekki satt?
Á einum af mímörgum flugum (fadmur til hugarflugu) langadi mig ad sýna Húna Konungi hvernig hann gaeti nýtt sér huga sinn og hófst nú mikid sprell á milli lendinga, hlaupa á og af innritunardeska etc. Ég ákvad ad missa ekki af flugvél, beid samt eftir ad henni yrdi lokad og sagdi vid Húna .... Koddu og fylgstu med! Vid komum ad landganginum, hlaupandi og sveitt (mín var ad kaupa sér segul á ísskápinn med breska fánanum og silfurskeid med mynd af Karli Bretaprins "svona lítil sultuskeid" .... er orsakadi seinkun okkar ad hluta út í vél) För var heitid til Spánar og mikid um "ózolinmóda" um bord.
Zad var kramid og sérlega úldid enskt andlit sem maetti okkur og sagdi med réttu aettud zid ekki ad fara um bord, en á ykkar eigin ábyrgd sagdi úldna andlitid, allt af vilja gert! Vid Húni smelltum saman lófum, spíttum svo í zá og hlupum áfram ad, zar sem vélin var! Vid stigum inn í vél og zá skildi ég "á ykkar eigin ábyrgd" Zad var púad á okkur og andlit farzeganna voru enn zjádari en zad enska! Saetin okkar voru á versta stad og fór zad ílla í lappalanga Húna Konung
Hafdu trú drengur sagdi ég vid hann! Vid komum til med ad fá saeti annarsstadar ..... vittu til!
Zad var skellt í lás og vid rétt nádum ad festa beltin og fara med loftferdabaenirnar. Zrátt fyrir ad vera ílla metin og fordaemd af samfarzegum kom flugfreyjan og beindi tali sínu ad Húna. Hún vorkenndi zessum samanhniprada manni og baud okkur ad setja í saetum zar sem "moi" gat teygt úr mér og haft zad nádugt, tala nú ekki um Húna sem vard alsaell med skiptin! First Class á líka miklu betur vid ferdalanga eins og mig
Mannshugurinn skynjar, afrekar hvadeina sem hann getur og trúir á!
29.5.2007 | 22:22
Stjörnubjartur himinn
Ekkert eins notalegt eins og stjörnurar, horfa á zaer og vera ein á medal zeirra! Já, kvöldid búid ad vera dásamlegt í félagsskap fólks sem ég er nýbúin ad hitta, leidir okkar einfaldlega áttu ad renna saman.
Zad dásamlega vid mannverurnar er ad vid erum svo ólík en samt svo eins. Vid hittumst og skröfum og zekkjum svo hvort annad af eftirspurn, einhvern í fjölskyldunni eda jafnvel vorum med vidkomandi í skóla .... Er ekki dásamlegt ad vera Íslendingur, sveiattann bara!
Gódur dagur á enda og stjörnubjartur himinn .... Fartalvan mín eydilagdist í gaer fékk sér smá vökva í hitanum og andadist! Nóg um zad, ég aetla ad príla upp á zak og syngja lagid um stelpuna sem vildi ekki nidur af zakinu .... hún bara sat zar .... og sat meira ekki gat!
Hafdi fangid fullt af perum og dýrindis kirsuberjasafa í háu glasi. stúlkan var glöd og dreymin, pínu gleymin er kom ekki ad sök. Stúlkan er föst í heimi zar sem allir eru saelir, ljúfir og gódir!
"Komdu nidur sagdi hún amma, koddu nidur sungu pabbi og mamma ...koddu nidur etc"
Upp á zak ad hlusta á zögnina, heyra vaengjazyt finna ilminn af zví naerstadda og njóta verunnar.
28.5.2007 | 19:58
Undarleg ... Tignarleg ... Hlátursmild
Fjölbreytni gerir daginn áhugaverðan fremur en verkið sem er misskemmtilegt! Mín var vöknuð fyrir allar aldir eins og heldri frú sæmir, tilbúin að takast á við daginn ... hlakkaði til!
Við vorum 4 frækin og héldum af stað, Heill karlmaður og 3 ofurskvísur. Vinur okkar sagði við dagslok að sér hefði svei mér þá liðið eins og leigubílsstjóra þar sem kvennsurnar spáðu og spekuleruðu í reðurstærð sem annari handavinnu .....
Útbíuð og ógissssleg kom svo kerlingin heim, lá í símanum og smellti sér í sturtu rétt fyrir viðtal sem var á dagsrká kl.1830 ... Mikið rosalega er ég þreytt, er með tak í baki, doða i höfði og dæsi eins og búrhveli sem leiðist ógurlega. Mini - me leiðist ekki heldur hefur þungan andardrátt þar sem ég er í raun að prófa heilun með físilegum andardrætti.
Anda frá mér verkinn, anda að mér gleðinni og auka súrefnismagn líkamans. Anda Inn, Anda Út! Í hvert sinn anda ég inn fögrum lit og leysi þreytuna út .... Ég ætti að leggjast í þerapíustólinn minn og stilla kristöllunum og steinunum mínum á orkustöðvar eftir því sem við á og búrhvelast smá frameftir!

Það sem einkennir daginn er samvera með ljúfu fólki, samvera án orða sem réttast væri að kalla nærveru. Ökuferðin geislaði hins vegar að víðfemdum (finnst eins og þetta orð sé til en leiðréttið mig ef ég fer með rangt) umræðum .... Þreytt og alsæl kveð ég ykkur eins og í hinnsta sinn .....

Ég hvet ykkur öll til að kíkja á síðu Katrínar bloggvinkonu og skoða smásögurnar sem taka þátt í ævintýrasögukeppninni .... Kíkið á síðuna hennar en hún er áttunda, talið að ofan!
27.5.2007 | 12:10
Formúlan, bloggvinir og sólin ....
Elskuleg sólin klikkar ekki, Formúlan í startholunum ogþú kæri bloggvinur. Spenningur í hámarki hjá Fjallinu og hér með viðurkennist að Formúlu áhugi er skömminni skárri en eilífur tuðruboltaáhugi! Þessi elska hefur sem betur fer áhuga á aðal"tuðrunni" mér, og ég segi nú bara er á meðan er!
Sunnudagurinn kom, kitlaði mig langt á undan öðru heimilisfólki, vakti mig upp frá draumastundinni sem fjallaði um fjársjóðinn sem ég setti í veskið mitt. Að ekki er allt sem sýnist í þessari veröld.

Fyrir þá draumspöku þa var nóttin heldur lífleg í merkingu tákna! Hálfgerðir ördraumar og stiklur út í gegn. I minningunni er brot af þessum;
Ég stóð á götu úti, hafði rölt með ströndinni (er ekki svona dæmigerð strandelskandi manneskja) og nálgaðist borð með tomum skartgripakössum. Þegar betur var að gáð sá ég að þarna var gull og ég tók fallegt gullhálsmen og armband með fínu munstri og setti í handtöskuna mína, að auki voru fallegir gulllokkar með kristöllum sem ég tók, sennilega voru pörin 3 sem ég setti í töskuna. I þessu kom bíll sem var með afskiptasemi og vildi taka gullið frá mér. Ég fann flóttaleið og lokaði mig inn á salerni þar sem ég varðist fólkinu (ath. karlmenn að sígaunaættum) með kjafti og klóm. Ég hélt gullinu í handtöskunni minni og vaknaði skömmu seinna.
Draumar eru yndi og það er spurning Katla hvort mig hafi verið að dreyma fyrir átökum sem ég hef sigur úr þó innikróuð ....
Formúlan er á fullu, ég þarf að fara að kjósa ..... berjast fyrir að fá samþykki þar sem nafn mitt birtist hvergi á upplýsingarblöðum! Nu er ég sem sagt að fara til sveitarstjórnarinnar og kanna stöðu mína. Þrátt fyrir að skila auðu þá þarf rétti að vera fram fylgt!
26.5.2007 | 16:03
Alein, tandurhrein samanvafin í sófanum ....
Ég kyssti sólina og hún hvíslaði leyndarmál í eyra mitt. Ég er rjóð í vanga,heit um allan kropp. Sólin hitar og vermir í senn hjarta og hug.

Þegar ég verð lítil, svo agnarsmá að ég get svifið svo undurlétt í ljúfri golunni. Þá kem ég aftur til þín og við skröfum um samveru, um líf þitt sem er svo vænt.
Ég er týnd, finn mig hvergi og í sjálfri mér finn ég urgandi blak fiðrildavængja. Ég finn fyrir nýrri tilvist sem ekki er hægt að sjá né snerta. Tilfinningin er það eina, blásaklaus frammi fyrir eilífðinni segi ég takk fyrir mig.
Í einni svipan hefur tíminn tekið tár, sinn toll og gefið af þeirri rausn er við sjálf gáfum. Lífið hin blómlega rós sem hjartað dælir allt um kring. Í dag sit ég alein, þó ekki með rautt í glasi eins og myndin er fylgir með. Ég sit alein og hugleiði ljómann er mætti mér.

Ég get fátt annað en hugleitt, niður vanga perlar mitt selta tár, þrútið geisla þess er gaf. Lífinu er ég þakklát því spori er tek, lífið er enginn annar en hulduher sjálfsins. Orð mín eru elskan í sál minni sem hvort um sig gleðja eða meiða.
Einfeldni .... þráhyggja ..... allt er svo gott, þar til það versnar!
26.5.2007 | 06:58
Undursamlega skrítið ....
Sýnin sem hefur leitt mig áfram undanfarið, spuni tilverunnar kom fram í öðru myndverki þeirrar listar er hefur með framtíðarspá að gera.
Alveg magnað þegar lýsingar og tilfinning er lýst í svona smáatriðum af ókunnri manneskju sem veit í raun ekkert um þig né þína. Ég er í hvíld, losa hugann, komast í þetta tóma hringlaga ástand sem er svo gott!
Skrítið að sitja og líta til eilífðar, þeirrar er geislar af sér birtu og hlýju, vera þátttakandi. Sjá sporin, taka í hönd þína, vera heild, lífið, öll eitt!
Í gærmorgun gerði í æfingu sem kemur með minningunni, ég fór á flug eins og aldrei fyrr, fann líf sem kyrrðin eina skóp. Dagurinn í gær var undursamlegur og ég kýs að nefna hann dag upphafs! Líf byrjar, líf endar .... mitt var að hefjast með öðrum hætti
Undursamleg er þessi tilvera
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.5.2007 | 19:08
Sillan ...
Lífshjálpin eða endalokin ......
Hvort er það ....
Stökkpallur eða það að sleppa?
24.5.2007 | 19:26
Kossagaldur, froskar og svínseyru!
Galdur og töfrar eru heillandi og spennandi þáttur verunnar. Hvað, hvernig og hvenær notum við hæfileikann okkar. Af hverju og afhverju ekki? Mannskepnan býr yfir hættulegu tæki, vopni sem getur töfrað og tælt = mannshugurinn! Það er nákvæmlega það, kæru vinir!
Í dag er sólin búin að skína, hjartað búið að tifa og tár búið að bleyta vanga minn. Gleðitár sem verður metið á himnastöðum sem gefur sóblómi líf er glæðir brosandi hjarta á öðrum stað á jarðkringlunni.
Englar og álfar eru í liðinu og einn og einn galdraköttur og nokkrar leðurblökur .... Góðir félagar er fylgja okkur áfram, afturábak eða þangað sem við sækjum! Hver er það sem stjórnar? Spurning að láta vel að stjórn og njóta augnabliksins. Vera sanngjarn og heiðarlegur í sinni. Geta séð það góða þótt líðan sé ekki sem best og þegar allt er undurljúft og blítt að veita þeim sem minna mega sín stuðning og gefa af sér með þeim hætti er við treystum okkur til og getum. Í pottinn sem bubblar í eldhúsinu hef ég sett gamla kossa frá gömlum kærustum, froskapunghár og eyrnamerg úr svíni. Afbragðs seiður til að bera á varir, til að hvísla ástarorð í eyra!
Vera manneskjur og gleðja!
Ég er svo glöð að hafa fengið fallega mynd frá bloggvinkonu minni Katrínu Snæhólm, myndin er yndisleg og nú á ég myndina sem ég óskaði heitast eftir.
þakkir elsku Katrín .... Ég fékk æðislegar fréttir hjá englakonunni minni í dag! Ekkert sem ég ekki vissi en staðfestingu á vissu minni og áætlun. Það var svo sniðugt að englakonan sem er frá Kanada sá svo margt sniðugt og sem dæmi kom hún á sýninguna okkar, sameiginlega sýningu sem við höldum e. rúmt ár!
Visualize and it will be yours! Ég er búin að spekulera mikið í Science of mind og hef verið að gera tilraunir sem hafa heppnast! Ætli kona væri ekki brennd á báli í dag eða hálshöggin fyrir æfingar sem mínar einhverjum öldum fyrr .....
Ég er eiginlega dofin, fékk heimsókn að handan og er glöð og döpur. Tvær ólíkar tilfinningar er kitla sömu taugar! Blóðið mitt er eitthvað skrítið en með vænni íhugun lögum við það! Óþekkt drengsins míns hefur ekki áhrif á mig, suð um teiknimyndagláp og söguhetjan er chin chan, ein hrikalegasta fyrirmynd sem móðir drengs getur hugsað sér! Minn ungi herramaður hefur tekið upp á ýmsum ókostum hans út á götu sem er ekki í frásögur færandi! Það er á þessari stundu sem maður þakkar guði fyrir heilbrigðið, fyrir það að finna til, fyrir það að taka þátt í brosi og tárum þessara litlu yndislega barna!
Georg Clooney er í fréttunum ..... kanski ég kyssi Fjallið og segi honum hvað hann sé yndislegur og frábær og góður og sætur karl!
Varirnar á mér eru dofnar og hafa tekið létt lilluðum lit, kanski vegna seiðsins sem ég var að bera á mig .... vonandi virkar það á lífsförunautinn minn, sálarfélaga og hálfu appelsínuna eins og Spánverjarnir kalla "media naranja" .... Ég er sannarlega með minn sálufélaga og erum við búin að eiga þokkalegar stundir saman í gegn um líf og líf og líf og líf!
FROSKAPUNGHÁR ... nehhhhh
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)