Mig langar, mig langar, ég hlakka svo til .....

... auðvitað langar mig og hlakkar til, en hvað er það sem konu getur langað svona óskaplega til ???

Æj, veit ekki.  Ég þarf að fara til tönnslu aftur en tannúrtakan er að draga dilk á eftir sér .... virðist vera sem leiðindabrot hafi orðið eftir sem pirrar mig.

Dóttir mín datt í skólanum í dag og er komin með gifs á hægri hönd.  Hún brotnaði ekki en læknirinn á bráðamóttökunni vildi gifsa hana.  

Sonur minn er nýkomin úr heftistöku (fékk 2 undir hökuna) KRÆST ..... Það jafnaðist á við tvöfaldan airobikk tíma hjá hjónakornunum .... allir sveittir og sá "hefti" öskrandi brjálaður af ótta við sársaukann.

Pirr pirr hefur kúrt yfir hausamótum mínum eins og fegursta kóróna.  Pirr pirr er ekki paradís né eyja í karabíska hafinu heldur tilfinning sem læðist aftan að konu sem veit ekki betur.

 

pirr pirr

Kanski tími sé kominn til að vakna upp af svefni þyrnirósar,  þar sem þyrnið gerir hóf sitt hátt og  svefn alheims heldur sínu striki. Fyrr en varir náum við ekki að opna augu okkar, náum ekki að sjá hið rétta fyrir þyrnirunnanum er heldur okkur föngnum í verndaðri tilveru!

Ég hef þó ríka, ríka ástæðu til að gleðjast.  Svo ríka að pirr pirr er orðið að rík rík tilfinning.  Hverjum get ég þakkað þessa ánægju?  Jú, bloggvinkonu minni Katrínu ......  Takk og Ástarþakkir,  ég verð sæl þegar ég næ í pakkann minn, á morgun þegar póststofan opnar á ný!

 

Tvíburakonan e. Katrínu Snæhólm

Ég er hamingjusöm yfir því að vera mennsk, þakka fyrir að vera ófullkomin, geta skipt um skoðun.  Fundist blátt fallegt í dag og rautt á morgun.  Ég er þakklát fyrir að í dag gleðst ég yfir brosi en á morgun yfir hamingju þinni.  Ég er þakklát fyrst og fremst fyrir að hafa fengið tækifæri að vera.

Katrín ..... án orða með hjartað á réttum stað segi ég takk, hlakka til á morgun, hlakka svo til!

Heart


Úti að aka ... með bjöllu

Það má segja að kona sé úti að aka stóran hluta lífsins, að vinna starfið sitt tekur drjúgan skerf og svo að sofa sem er nokkuð áhugavert til að geta haldið áfram!  Hvað er mikill tími eftir ...

Vinna, sofa, eta, taka einn bíltúr, púðra nef, blogga og mála .......

Er lífið eitthvað mikið meira en þessi ofangreindu atriði?  Að frátöldum "prime time" með maka, börnum og þeim fáu vinum sem fara þverrandi eftir því sem kona er; frekari, leiðinlegri, "name it"

Tíminn er stundarglas, flýgur frá okkur eða stendur í stað 

Í draumaheimi fékk ég lexíu (í nótt);

lærði að ástin og virðingin vega þyngst

þegar upp er staðið

komin  og farin

Hesturinn Bjalla í ökuferð ...

Ég byrja daginn á því að fara út að aka ..... brumm brumm 


Græn gleði ....

Í dag er ég græn ..... hugsa um breytingar og þá framtíð sem dokar eftir mér.

Í dag er ég græn, á morgun .....

Í dag er ég sæl ....... hugsa til þess að njóta augnabliksins, hitta fólk og ná í jólasvein sem vinur okkar skildi eftir handa börnunum mínum!

Hjarta alheims

Kanski af því einu er ég sæl og græn vegna þess að jólin poppuðu upp.  Lítið gleður einfaldan Whistling

Kominn tími til að fjarlægja gamalt ryk og lofta út.  Stökkva upp í næsta strætó eða lest.  Fara til Barcelona um helgina eða liggja á ströndina með bossann berann. 

Skella sér í kjallaraskoðun og taka ærlega til, þvo þvotta eða pússa gamalt borð.

Hvað sem ég tek mér fyrir hendur þá ætla ég að dansa og baða örmum í allar áttir.  Ég ætla að rifja upp flugtakið og muna svifið.

Hið eina.


Kvöldstundin ....

Má segja að þreytan sé yfirgnæfandi, líður eins og ég hafi orðið fyrir þungu höggi!  Get varla sagt að mér líði eins og ég hafi orðið fyrir vörubíl "hit by a truck" .... Stundum er næginleg þraut að fá fallegt fiðrildi á handarbakið, að fegurð þess sé okkur ofviða, að sjá hvernig glæsileikinn smitar út frá sér.

 

Fegurð Fiðrildanna

 

Það er jafnauðvelt að njóta hins góða og meðtaka fegurðina, finna hana skella óhindrað yfir hausamótum okkar og njóta.  Njóta vandlega því sem bíður okkar og taka jöfnum höndum þess fjársjóðar er fer um hendur okkar.

Tími til komin að staldra við, horfa í augun á sjálfum sér og snerta jörð.  Ólýsanleg fegurð mætir okkur jafnan daglega án þess að við tökum eftir henni.  Sólarupprásin, lótusblómið og ilmur hans, brosið sem mætir þér á förnum vegi, svo margt að endalaust væri hægt að telja upp .... heimsins fegurð er gífurleg, svo sterk og geislandi.  

 

Spegill Galadriels

 

Ekkert er bara fegurð og glæsileiki í þessum heimi því ljótleikinn er skammt frá og engin fegurð er svo skörp að ekki falli skuggi á lífið.  Vandasamt og alls ekki auðlifað.

Megi hið góða afl lýsa leiðina okkar allra á þann eina sanna veg. 


... sæludagur ...

Heill sunnudagur að líða í gegn um okkur, fallegur dagur sem Ramon fjölskyldan upplifði!

Frúin á bænum var árrisul og nældi sér í vænan skammt af C Vítamíni, tók morgunsturtuna og tók til sparifötin þar sem fjölskyldan gekk í góða veðrinu í kirkju bæjarins!  Í dag 20 mai eiga tengdó 44 ára brúðkaupsafmæli, sem er fögnuður og okkur var boðið í fermingju hjá kunningjafólki.

 

jesus

 

Það var troðfullt út úr dyrum og mikil molla var inni þar sem fólk sat og stóð út um alla kirkju!  Athöfnin var falleg og ljúf og virkilega gott að koma í krikju eftir nokkuð langa pásu í sókninni.  Eftir athöfn var haldið heim til fermingarbarnsins, undurfalleg stúlka og ánægjan leyndi sér ekki hjá snótinni. 

 

baldursbrá

 

Yndislegur dagur, skemmtileg veisla og ánægð fermingarstúlka sem fer til hvílu í kvöld. 


Rosalega skemmtilegur dagur ....

Nær svo sem ekkert lengra en að dagurinn varð yndislegur í alla staði.

Gústa vinkona kom í fordrykk heim til mín áður en við rölltum í höllina sem er veitingarstaðurinn sem við héldum til.   Við fengum okkur sitt hvort léttvínsglasið og héldum spenntar af stað, á vit ævintýra!

Þegar komið var í höllina biðu okkar starfsfélagar og makar þeirra sem og börn.  Dagurinn heppnaðist rosalega vel og við náðum að kynnast og kynna makana okkar fyrir mökum og njóta hvor annars.  Það skemmtilega er kanski einn sérstakur fundur sem er framundan og verður haldinn e. 2 vikur ef allt er að virka vel, sen skildi .......  Ef allar verða búnar að hanna brúðurnar sem okkur var falið að gera þá er málið augljóst !  

voodoo galdur

Hér til hliðar eru 3 teg. af brúðum sem ég gerði og hef ég tileinkað einni brúðu til ákveðins aðdáenda sem hefur nýverið kikkað á bloggið mitt meir en góðu hófi gegnir .....

Brúðan hans er af þeim eina lit er sjálf hans sækir í og eru galdrar mismunandi!

Hvert er svo spellið, af hverju læt ég mér málið varða, af hverju?  Vegna þess að við erum öll, hvert og eitt yndislegir einstaklingar er fljótum saman í lífinu.

Spellið er ástin sem á eftir að líta dagsins ljós ...... þegar að fullnægjandi þroska er náð!

Gangi þér allt í hag kæri vinur, þú litli óvinur, hið smáa ekkert! 

 

nútíma vúdú og nútíma ástir Það má með sanni segja að fegurðin er eins afstæð og auga ber vitni.  Fegurð ... fegurð ... fegurð, sú er við búum yfir.  Galdur meistarans, kallaði yfir þig bros og hamingju sem þú getur kallað hatur og hörmung.  Tilfinning er hefur tíma og tákn í eilífð þess sjálfs er ræðir.

 

Takmörk, andakt látlaus tími er við gefum hvort öðru, skref er tekin eru þrungin ást, hamingju, kvíða, hatri, hörmung ..........

Hvatning þess er leiðir ..................................

Skref, gerandans þess harmslegna sem ert þú.  Skref þess glaða sem ert þú, 2 ólíkar persónur sem eiga við  ólíkan lífspunkt að glíma, tveir heimar er búa við hita, við kulda, búa við ......

 

Dagurinn var yndi á þokkalega heitum degi, er segir sögu sína á næsta þingi skrafs og skyldu.  Það er svo margt yndislegt sem hægt er að deila og svo marg sem við viljum alls ekki deila með neinum ......... Lífið er yndislegt og þú ert hluti af því, góður, slæmur eða venjulegur þræll þess er telst að vera.  Lífið er það sem þú kýst að það sé.  gott gott gott gott .... kanski er lífið gott


Litlir kassar, sementskassar, kristalflöskur og kampavín .....

Brakandi blíða er fyrir utan sementskassann og ég heyri í fallegum fuglasöng og Nintendo tölvu unglingsins.  Ótrúlegt hvað friðnum er spillt með tækninni!  Með ígrundaðri hlustun heyri ég bara fuglasönginn sem veitir jákvæða orku í hug og þann heim sem ég tek mér fyrir hendur í dag.

Kampavíns fiðringur

Skemmtilegur hádegisverðarfundur með starfsfélögum verður haldinn í höllinni í dag.  Vissulega verður skrafað og skemmt sér fram eftir degi.  Veitingarstaðurinn er gegnt leikvelli þar sem börnin geta sprett úr spori og leikið sér e. matinn. 

Tilveran er í senn skemmtileg og krefjandi.  Hún er hvetjandi við breytingar er færir mann ofar í klifrinu.  Við erum svo leitandi, alltaf að finna nýjan pól, gera nýja hluti og koma nýjum hugmyndum á framfæri.

Nægjusemi, þolinimæði og manns eigin brjál eiga eftir að gera daginn ljúfan og skemmtilegan í faðmi fólks af ólíkum toga.  Í dag fæ ég vonandi fregnir sem ég hef beðið, þær einu sem eiga eftir að bæta tilveruna til muna.

Hawai rósin blómstrar í portinu mínu og sólin hamrar á stofuglugganum, heimtar inngöngu, vill vera hluti af heildinni.  Það er engu líkarar en eitthvað æðra kitli sálarspegilinn, eitthvað svo miklu meira.  Spennandi tilvera sem boðar komu sína .....

Dugnaður er vinnugallinn minn í dag, hver veit nema að eitthvað yndislegt fæðist, líti dagsins ljós, hver veit?  Kanski ég smelli mér í letigallann og sötri kampavín í allan dag, sjálfri mér og öðrum til mismikillar haminigju.

Hver veit hvað verður 

 Heart

Dagurinn í dag, þú og ég!

 


Draumfarir ... Samfarir ... Hamfarir ...

Auðmjúkt andlit leit undan sterku augnráði viðmælandans og hélt sínu striki.  Í léttum bómullarkjól í andvara stóð stúlkan með bastkörfuna ....  Í körfuna týnir hún litla steina sem hafa fallegar minningar um lífið sem hún efur stigið, berfætt og sæl.

Með hælsæri, með blöðrur undir il og særindi allskyns en lífsgangan heldur stöðugt áfram, með þér eða án þín.  Styrkur og veruleiki hvers og eins er sá bjarmi er lífsorkan gaf okkur í hjartastað!

Í sálarangist upplifum við aðstæður hvert á okkar einlæga hátt!  Í dag missi ég mig og elska þig á þann eina háttinn er tendrar líf þitt þeim gæðum er þú aðeins þorðir að vona.  Á morgun segi ég þér hvað þú er lítils megnugur og máttur þinn þver fyrir ljótleika augna minna.  

Í draumi sjáum við himinn og heim hvolfa sér inn í hvort annað, hljóð að morgni, hljóð að kvöldi.

 Heart

Varir þínar, sem eldheitur rósaknúbbur, vangi þinn sem yndisblíð vera mín án viðveru nokkurrar.  Undursamleg tilvera þín er styrkur minn og trú.  Fagra meyja, er kominn tími til að deyja?

Stollt faðma huga þinn, á þvælingi milli tveggja stjarna .... hvar ertu eilífa ást?  Hvert hefur þú haldið?  Öld eftir öld leita ég þín og bið ljóssins eina.

Á göngu með bastkörfu safnar stúlkan minningum liðinna tíma.  Ein ögn af Þingvallarvatni hvílir í körfunni og allt það líf sem hefur farið um áru umhverfis þess.

svo koll af kolli ... 

Líf í lífi, ást í ást, dauði í dauða.

Depurð er falleg tilfinning snertingar við eigið sjálf.

 

depurð er hamingja
 
Depurð er hamingja svo undarlega sem það hljómar
 
Mikið óskaplega er mikil dásemd í því að finna, að móttaka að tilheyra.
  

 

 

Undir á öðrum stað ....
 
Á stað sem eitt sinn ég fór, sá ég afmynd meyja og peyja, ég sá tindr í augum fagurra steina, ég sá sjálfa mig sofandi á stein mitt milli tveggja heima.
 
Lokaðu augunum og kom þú með í annan heim 

 

Endalaust líf, án orða, hver er sú tilfinning er réttlætir unað líðandi stundar, hver þerrar tár er tindrar niður vanga, hver er sársauki líðandi stundar, gleðin og hvar erum við ...

 

HeartBros bræðir hjarta Heart

Stilkur þinn, minn styrkur og trú

stolltur faðmar hugur minn, huga þinn.

Í heimi tveggja þar sem ástin dormar

 Líf, háð sólargeisla að morgni

tunglskini að kvöldi

orðum heitra vara

elska ofin vafningsvið

umlykur líkama

líf án dauða 

Smile

Ég gef þér bros eins fallegt og mér er unnt 

 



Þegar hluti fer koma tár söknuðar ....

 Heart

Ilmurinn í loftinu eru lótusblóm, búkur minn hefur víst ekkert með þennan ljúfa ósýnilega ástargaldur að gera!  Minn líkami er nokkuð sprækur þrátt fyrir eitt og annað.

Eftir aðgerð sem ég fór í í dag er ég aldrei flottari, fór í verslunarferð (sem ég elska ekki) með börnum mínum og var farin að vera dofin í höfðinu, hugsaði ekki skýrt sökum verkja en lét mig hafa það.

Ég mátti ekki neita neins næstu tvær klukkustundirnar, hvorki verkjastillandi né annara efna!  Það þýddi víst lítið nema að halda úti fyrirframákveðnu prógrammi því eins og máltækið segir;

Ef engin er lausnin því að kvarta.  Ef lausnin er fundin þá þarftu ekki að kvarta 

Eitthvað er skilningur þessa "japanska" málsháttar farin að velkjast í höfðinu á mér en einn sá allra flottasti.  Sá málsháttir er snertir eigin vitund í andrá kvartsins.

Til hvers er ég að kvarta og yfir hverju

Eintóm hamingja þótt svitamerki svífi undan handarkrika og ég segi ekki hvaðan .......  Já, það er enginn líkamshluti undanskilinn tilveru sinni þegar að lyktnæmi frúarinnar ræðir.

Ég skal bara segja ykkur sem satt er að Frúin heyrir grasið gróa og hefur lyktarskyn sem þunguð kona.  Finn ilm og óþef í mílu fjarlægð, finn framtíðina skella í andlitið á mér nú þegar.

 

Ég spara og spara ....
 
Komin tími til að kaupa nýjan bauk
Komin tími til að leggja féð í annan sjóð 
 
Þefur framtíðar er að þvælast í nefhárum og nú er að beita skynsemi, þeirri sem aldrei hefur stungið niður nefi.  Ætli ég sé ekki sú hvatamesta manneskja sem til er.  Læt slag standa og held mig við sjálfið, það sem hefur fært mig hingað.
 
Í draumi fékk ég skilaboð, að ástæðan væri nær, að ég væri að ná því sem um ræddi.
 
Tilhlökkun er jöfn í dag sem í gær en það verður að játast að tilhlökkunin er ríkari í dag.
 
Ég lifi
 
Ég er þakklát
 
Ég þakka þér fyrir hamingju mína
 
Þú ert
 
Sem ég 
 
Hluti af mér ...
 Yo en Tí
 
Eftir aðgerðina er ég ekki mikils en hluti af mér fór ..... heil tönn sem ekki var hægt að bjarga.
 
Tár 
 
 

 


Eftir unað og yndi nætur ...

Þegar hitastig er komið á það stig að kona þarfnast ekki klæða nema til að hylja kynferði sitt ... þegar bólfélaginn er eins og tígrisdýr á veiðum, þá er kominn tími til að "plögga" loftkælinguna!

Það er svona molla búin að vera undanfarnar nætur og maður má þakka fyrir að verða ekki bommsa daisy!  Whistling

Það er liðið á daginn og ég er opinberlega hætt að vinna en ætla aðeins að dudda mér við eitt verkefni og fara svo heim með litla baldna drenginn minn sem gæti tekið upp á því að vera íkorni og stökkva út um alla stofu.  Af borði, á sófa, um gólf, í öll hólf og út um allt!  Þolir ekki mikið við í kyrrðinni enda iðar hans yndiskroppur af lífi og leik!

Hátt í 40° þykir svo sem ekki mikið þegar kona liggur við rætur hafs þar sem sandur og saltþrunginn vökvinn mætast!  Þegar kona getur tipplað og andað að sér uppgufun náttúru eins og lífið eigi hvorki upphaf né enda.  Það er gott að vera til þótt svo að alvaran hvíli við lendar og stuggi við göngulaginu.

Með höfrungum .....
Einn af draumum mínum er að kynnast höfrungi og synda með honum. 
Hvorki höfrungar né haf við fótmál mitt svo ég ætla heim og smúla blómin og mínar fögru tær! 
Eigið yndi á ljúfum degi, vinir nær og fjær!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband