14.5.2007 | 19:15
Borð og borð og borð og ðrob .....
Af heimskunnar ást og elsku umhverfis þá elska ég borð sem eru gerð úr tré! Mér finnst gott að hafa tré, hreint efni í nálægð við mig og eftir bestu getu faðma ég tilveru mína.
Svo hugsa ég eftir að hafa hyggað mér með eikarhúsgögnum mínum að ég sé bara í nokkuð góðum málum.
Barátta góðs og ílls er ofar mörgu öðru og við erum að dæma fólk í tætlur af því þeir gerðu þetta eða gerðu hitt sem er ekki viðurkennt! Margt ljótt og ég hugsa hvort það ljóta sé afleiðing þess er fólk tekur sér fyrir hendur.
Umheimur elur börn sín upp með siðlausa hugsun helgi e. helgi, öld e. öld og er svo hissa yfir siðleysi nútímaþjóðfélags! Ísland á svo margt og mikið sem endurspeglar sig í hroka og umhirðuleysi.
Mig langar að vera raggeit og segja, á mínum stað og minni stund standa orð mín með mér á móti þér! Þér er velkomið að hafa skoðun á móti minni segja mér hvað þér finst en mundu, ég er ekki að setja út á þig!!!!!
Hvað er ég að gera?
Eftir að hafa faðmað EIK, þá er ég að endurspegla skoðanir sem ég fann í berki, sem ég fann í ilmi laufs, sem ég fann í hjarta sem snart náttúru.
Í lífinu er svo margt annað en minniháttar venjur og meiriháttar sorgir. Í lífinu lifa manneskjur eins og ég (minniháttar) og þú (meiriháttar) djí, eða var það öfugt!
Spilliing heimsins er hluti af þínu uppeldi, ekki dæma of hart né fyrirlíta. Við getum einungis litið í eigin barm, það var okkur kennt frá auðmjúkri ást sem gat ekki annað, er kunni ekki meir!
Við gerum jafnan okkar besta, stundum blindar siðferði okkur og við misstígum okkur í lífinu. Misstígum okkur og gerum slæma hluti sem við dæmum út frá okkar eigin sjálfi!
Að vera Meirháttar eða Minniháttar er ekki umfjöllun frekar en að vera flís í skinni eða ormur á silki!

Við erum öll af sama efni, öll alin upp af sannri ást, þeirri einu sem við þekkjum og gerum öll okkar besta! Stundum er það besta ekki nóg til að umbera og fagna né til að faðma.
Hvað er fyrirgefningin ... er hún bara fyrir ættingja og vini er fyrirgefning til í hjarta okkar? Spurning að hverjum þessi spurning snýr ......... eitthvað eitt er ekki fordæmi fyrir aðra þótt það sé þúsundum heilun og öfugt. Megi Guð í sjálfum okkur heila og lækna!

Of mörg orð missa mark sitt og skilningur hittir hvergi!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.5.2007 | 17:28
Snerting blíð ...
Snerting er eitthvað það undursamlegasta sem við getum gefið hvort öðru. Tilfinning sem er uppfull af ást og blíðu, snerting sem er gefin af mildu sjálfi! Snerting sem gefur þér hlut í hugarheim þinna nánustu, þeim sem unnir mest!
Þegar tár þitt stríkur vanga þinn og raki þess nærir sál þina eins og þú hafir aldrei gert annað en grátið. Þegar hörund þitt biður um ástina eina og þú sért sá eini sanni, grætur, veitir og gefur!
Hörund þitt nakið, snerting stinn, í heimi ástar er ekki til neitt nema fegurð, hljómur og ilmur þinn.

Niður vanga perlar
Minning ástar
Minning tíma
Niður vanga perlar
Auðævi lífs
Auðævi heima
Niður vanga perlar
Ár eftir ár
Líf eftir líf
Niður vanga perlar
Minning þín
Minning mín
Ástarblikið hreina .....
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.5.2007 | 15:43
7 stk A4 ....
Barnið er 6ára .... finns leiðinlegt að læra heima .... gerir flest annað en að vilja læra og í dag varð mamma að vera grimm og hrjúf!
Okkur var að spænskum sið boðið í samveru stórfjölskyldunnar og við þurftum að skipta liði! Litli "Tréhesturinn" minn eins og ég segi við sjálfa mig (aldrei við hann) fór ekki i teitið og sat ég eftir með honum. Hann er búinn að fresta heimalærdóm alla helgina.
Í hættu var að missa af fjölskydluveislunni .............. Sem við gerðum
Að missa af bíóferð sem var sárast af öllu ............... Sem gerðist ekki!
Litli engillinn minn sem þykir hundleiðinlegt að reikna, plúsa og mínusa, spítti í lófana með hundleiðinlega og stranga móður sér við hlið og kláraði 7 stk A4 á 2 og hálfum tíma.
Á tímabili var erfitt að greina á milli hvort okkar var að fara á límingum en þetta tókst. Hann fékk matarsendingu frjá Ömmu ástinni sinni, borðaði og fór glaður í bíó!
Ég er svo hræðilega lin sem er slæmt, því ég verð svo hryllilega hörð þegar ekki er tekið mark á mér. Þessi engill hvíslaði að mér með tárin í augunum "mamma sæta" og "mamma góða" og fullt af sætum orðum til að bræða hjartastöðina mína sem sló ísköldu blóði geðheilsunnar!
það er svo merkilegt með að eftir að ég minnkaði vinnuna við mig þá er ég að taka á mun ánægjulegri hlutum eins og að vera virk í uppeldi barnanna minna. Áður fyrr vann ég myrkrana á milli, kom heim til að kyssa góða nótt og hélt áfram að sinna starfinu. Í dag stend ég upp kl. X næ í börnin í skólan og versla í matinn, fer með þau í frístundir etc .....
Ég ætla að njóta þess að vera móðir áður en ungarnir fljúga úr hreiðrinu
Ég vill að litli engillinn minn, læri og klári og geti síðan notið tímans í leik sem er líf og gleðin ein.
Hann kennir mér að kenna honum
Hann veit í hvaða spotta á að kippa
Hann er sá alvitri
Til að finna aðra þarf að snerta eigin hjarta það ætla ég að reyna að gera
og standa mig .......
Heimalærdómurinn var kláraður, gekk brösulega, ég fékk bros og tár í bland .....
Sigursæll situr sonur minn í bíó með systur sælli og föður.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.5.2007 | 11:03
Um allt og ekkert ...
Fuglatíst og kvak berst inn um útidyrahurðina og ekki laust við að ég heyri inn í heim margra!
Kosningar eru einnig á Spáni og áróður og kappsmikið stuðningsfólk keyrir um á svokölluðum útvarpsbílum með tilkynningar! Okkur var meðal annars boðið í samsæti með núverandi bæjarstjóra, frægur ballöðusöngvari kemur og tekur lagið svo það er spurning hvort maður fari og sjúgi nokkra rækjuheila og sötri ískallt kampavín .....
Ekki hefur bloggleti hrjáð Frúnna en við lentum í slysi og hugurinn verið móthverfur aðstæðna vegna.
Elsku litli engillinn minn hann Enrique er stundum dæmalaus eins og Denni og tók upp á því að hjóla svo hratt að mér var orðið íllt af tilhugsuninni. Af þeirri einu sem varð! Krakkinn steyptist af reiðhjóinu sínu, fékk reiðhjólið í bakið og ljótt gat undir hökuna! Við vorum að koma frá heilsugæslunni þar sem englinum var hjúkrað sem þó stöðvar ekki óþekktina í honum.
Langamma sagði að óþekkt væri merki um heilbrigði og ég er því þakklát!
Þessi færsla verður svona úr einu í annað þar sem ég er óðamála um allt og ekkert, um ekkert sem er þó eitthvað vegna þess að það er hluti af mér og mínum og kanski hluti af þér sem ert orðinn hluti af mér ......!
Í hverju er sýn þín fólgin?


Í gær fórum við út að aka, létum hlýtt loftið leika um okkur og stefndum á byggingarvöruverslun í næsta bæ! Frúin var að leita að rafmagns - slípara til að vera DUGLEG, til að pússa niður sólétin tekkhúsgögnin sem prýða sólþakið mitt. "Sólin er MORÐINGI" sagði Fjallið mitt og við verðum að varast hana .... Hann er alinn upp í skuggaleitinni og ég í sólarleitinni ....
Ég keypti 2 pennsla til að bera á tekkolíuna og Fjallið sá um slíparann. Við fórum sem leið lá í TE boð .... Við hittum góða vini okkar sem við höfum ekki verið nægjanlega dugleg að heimsækja, áttum góða stund, fengum eðal rækjusalat og fengum heimboð til Skejby í Árósum. Hver veit hvað verður.
Um allt og ekkert
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.5.2007 | 22:26
Alveg Tóm .... andhverf að innan ....
Sálarheill með besta móti en samt svo andhverf að innan! Líður eins og teppalagningin hafi verið gerði í loftið eða að loftmálningin leki .... Ég hef enga ástæðu til að vera í þessum sporum, alls enga!
Emma Shaplin raular fyrir mig ofurljúf Operulög, eitthvað sem ég fékk í erfðir frá vini, þakka fyrir þessi kynni því Emma er þess virði ....
Þegar stjörnur rigna yfir okkar þá finnum við fyrir smellum hamingjunnar, þegar kallað er ÞIG kom ÞÚ og sjáðu, vertu með og upplifðu!
Lífið er svo miklu meira en það sem við aðhöfumst í daglegum drætti andans ... Ég er óþreyjufull af spennu, get varla beðið til að taka á móti.
Sköpunin
Er ég sköpuð rétt fyrir hlutverkið, það hlutverk sem mér einni var falið!
Svarið er já. ég verð aldrei eins tilbúin eins og núna!
Tíminn er komnn og ég hleyp öllu því góða inn af miklum kærleik og þigg leiðbeiningar með ákvarðanir! Takk segi ég og hef það ekki lengra að sinni ...
Ekki lengra er fremur fjarlægðarmark, í dag ræðir frekar sálina er tifar í skinni.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.5.2007 | 14:16
Rússneskt Gaffalkyn ....
Eitt sinn fyrir 13 árum síðan var ég á göngu við Geirsnef sem er varla í frásögur færandi! Stolltur hundaeigandi tilbúin að hitta aðra stollta eigendur Viti menn, ég spjallaði við mjög svo stolltan eiganda Doberman hunds og horfði hún á Tinnu Björg yndisfríðu tíkina mína .... væn sveitablanda af allskyns spermahristing mismunandi tígullegra hunda.
Hún "Af hvaða kyni er ......
Ég .... Eðal Rússneskt Gaffalkyn!!!
Hún " Ha, já er það, en sæt"
Ég ..... Já gaffalkynið er sérlega dælt og gott
Samtal endaði og konan fór furðu lostin í burtu, aldrei heyrt um þetta rússneska gaffalkyn.
Sem elskandi hundeigandi tók ég eftir smá snobbi og greinilega eru þrep virðingar sem klífa þarf í þessu sem öðru sem fólk tekur sér fyrir hendur!
Tinna Björg var mjög duglegur hundur, reyndi að sleppa sér lausri alla daga, var mjög slungin og svo passaði hún vel upp á landreitinn okkar sem var hálfur Kópavogur
8.5.2007 | 11:58
Að sleppa ....
Ef ég, af hæsta hól, stekk og læt vindinn bera mig sé ég kanski nýjan heim og ný tækifæri.
Ef ég, sting mér á hafsins djúp og læt öldurnar bera mig sé ég kanski gullsins geisla og strauma verða mína, verða hluti af mér.
Hver veit? Sennilega enginn ef hann sleppir ekki.
Í dag ætla ég að sleppa, finna liti og mála tilveruna mína í þeim eina tón sem sálin kallar á.


Í dag fór ég í vinnuna alsæl og er búin að hafa brjálað að gera. Koma frá mér gögnum, verið í sambandi við gefandi manneskjur sem ég vil fylgja inn í framtíðina.
Ég get nú ekki annað en brosað þegar ég hvísla að þér "ætlar þú að hafa Eurovision partý" um helgina ........
Ég ætla að koma mér fyrir í fallegasta bollanum sem amma gaf mér. Ekki ósvipaður þeim á myndinni hér til hliðar! Ég ætla að digga þig kæri vinur og hafa það gott og láta mér hlakka til kvöldskemmtunar í faðmi fjölskyldunnar og kanski fá vini í heimsókn.
Það væri gaman að fá vini í heimsókn, bjóða uppá brauðtertu og kampavín .... smápizzur og sódavatn! Stilla svo flatarann í botn og njóta gleðinnar þegar við SIGRUM. Sé það fyrir mér, Eiki Hauks vinnur og Ísland langflottast eins og vera ber.
Að sleppa er að sjá heiminn með nýjum hætti
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
7.5.2007 | 20:09
Ein kona, ógnarvein í hjarta kvein ....
Rosa geim og aftur heim!
Nei svona í alvöru talað þá fékk ég seiðing fyrir höfuðið og líður eins og John Travolta í englamyndinni (NOT) Kanski langar mig bara að vera eins og John (RIGHT) eða eins og Olivia Newton, kanski frekar ef ég ætti að þurfa að koma mér í spor þeirra!
Talandi um leikara sem var ekki ætlunarverk mitt og ég sem hef ekkert vit á leikurum né neinu tengt sjónvarpi, kann varla að kveikja á þvi En í alvöru talað fékk svona skrítið í hausinn, var að vaska upp eins og vænni eiginkonu sæmir og var að hugsa um rauðan lit! Allavega þá finst mér leikarinn Nicolas Cage ógisslega flottur! Já, kanski finnst mér hann flottastur af því ég man nafnið á honum
Æj, ég er búin að gleyma um hvað mig langaði að segja ykkur ...................... Það eru svo daprar fréttir í spænska sjónvarpinu, heimilisofbeldi og neikvæðni.
Ég á ekki til orð yfir þegar gamalt fólk sem hefur elskað alla sína ævi hreinlega drepur maka sinn, eða þegar ungur maður deyðir konu sína á ljótan máta af því hún er hætt að elska hann. Margt sem er ljótt í þessum heimi og við getum ekkert aðhafst, við sem elskum frið og fegurð jarðarinnar. Barátta sem þarf að innleiða í æsku, kærleikur og ást sem við fáum mismikið af. Endalaus baráttu um hið góða og hið ílla .......
Ég bið af hreinleika að ljótleikinn nái ekki að snerta mannfólkið okkar að kærleikurinn verði það afl sem veitir okkur öllum jafnvægið eina.
Í dag er mánudagur, nánast á enda! Uppáhalds dagarnir mínir eru mánudagar, líka þriðjudagar og svo finst mér miðvikudagar fínir líka. Svo er það fimmtudagurinn "Jueves" þá fer Elín í dans og föstudagarnir eru alltaf tilefni tilhlökkunar því framundan fáum við helgarfrí sem við getum notað með fjölskyldum okkar, eða með okkur sjálfum, eða stundað áhugamál sem eru mismunandi .......
Jæja elskurnar mínar, klysja sem átti að fjalla um eitthvað allt annað en ég bara ranka við mér núna og akkúrat núna. Vona bara að við getum sýnt hvort öðru virðingu, gleði og hreinleika. Lífið er svo stutt að það er meira virði að gera góða hluti, skemmtilega næs hluti og stundum erfiða góða hluti og jafnvel hluti sem okkur þykja leiðinlegir sem þarf að klára! Jamm lífið er lotterý og lukkupotturinn er í eldhúsinu þínu.
Uppskrift hamingjunnar er þín eigin, það góða sem þú setur í púkkið verður þín eilífðar gleði og dá.
Áður en þið fáið nóg af bakaumri konunni þó ekki með þursagrip eða tröllkonu tak þá óska ég ykkur eilífra ásta í nótt. Funa sem aldrei slokknar og að upplifa endurgoldna ást allar nætur! Spellið er farið út í heim, taktu það til þín því þú finnur mun!
Segja ..... Ég elska .... ÉG ELSKA ...... Ég er elskuð ..... Verð ávallt Elskuð ....
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.5.2007 | 18:40
Lestu í lófann minn ...
Ég bið þig ekki um meira, sjaldan bið ég þig um nokkuð og oftast ekki um neitt. Í dag eftir dekur með dóttir minni á degi móður þá setti ég á mig maska sem gerði mig að gamalli konu
Varla hefur liðið einn andardráttur í þessi 38 lífár mín. Þó hef ég brotist í heim fullan af lífi, söng, af sorg af öllu sem lítill söngfugl getur gefið úr undurfögrum líkama. Lítill fugl er syngur í takt við fótspor í takt við gjafir morgun dagsins.
Kíktu nú í lófann minn og sjáðu hvað það er mikil spenna framundan, kíktu í sjáaldur mitt og lestu í iljarnar.
Þar eru myndir framtíðar sem opna augu mín, gera mér lífið ljóst með þeim hætti sem lífið eina.
Ljósið eina skín frá þér kæri vin.
Ást í poka sem ekki má loka

6.5.2007 | 11:59
Gróður ....
Svo, sérdeilis óður þessi dásamlegi gróður er teygir anga sína upp upp á fjall, upp að fjallsins brún!
Segi nú bara svona af því að það er svona dásamlegur dagur, sólin skín á sjálfum degi mæðra hér á Spáni. Ég fékk gjafir frá englunum mínum ..... Ekki vantaði ástarjátningar og heimagerðar gjafirnar! Ég er búin að vera nokkuð dugleg, vaska upp frá gærdeginum (ekki dugleg í gær) mála og hlusta á tónlist, hlaða eina myndavél til að geta tekið mynd af gróðrinum sem er svolítið abstrakt.
Hér sést út í portið okkar en þarna eigum við margar notalegar stundir. Sonur minn tók svo mynd af okkur mæðginum á sína vél ..... Ég fékk s.s. hans vél lánaða til að taka mynd! Hann er duglegur að skjóta af myndum hér og þar. Af flísum, gólfum, veggjum og loftinu! Hver veit hvað þessi litli myndasmiður hefur heiminum upp á að bjóða.
Við tókum fleiri myndir og var Íris Hadda með á þeim en skilyrðin því miður afleit. Best að finna aðra mynd af fallegu dúkkulísunni minni og bæta við þessa röð svo hún verði ekki útundan.
Elsku yndisfríð mín hún Íris Hadda er orðin 12 ára gömul. Rosalega dugleg stúlka. Núna er hún úti á línuskautum í geislum sólarinnar. Við ætlum að grilla í dag á grillinu sem sést á myndinni hér að ofan ef yfirgrillarinn kafnar ekki úr hita bara! Nehhhh .... kanski ekki það hlýtt að ofurmennið mitt kafni úr hita. Ég gæti t.d. sprautað yfir hann vatni og dáið úr hlátri
Nei, best að vera bara ljúf og góð lítil eiginkona, setja í eina þvottavél og bíða spök þar til ég get hengt þvottin út. Tekið svo væna Siestu ..... dormað og horfið frá tilverunni inn í draumparadísina sem tekur mér opnum örmum. Þar sem allir dagar eru fallegir, allar dagar í fögrum lit og ljósi.
Nóg er komið af rausi í kerlingunni, eitt stk. þvottarvél sem bíður eftir gælum. Salatgerð, eitthvað grænt og gott fær að fylgja nautalundinni niður með einu rauðvínsglasi ....
Ég ætla ekki að gráta í dag, nema það sé af einskærri gleði og hamingju!
Eigðu yndi á góðum degi