5.5.2007 | 20:38
Flöskustútur .... hárnet og heimsmet í engu ...
Jíha! Ég á heimsmet í engu, lék mér með flösku og setti stút á varir mínar, reyndi að veiða moskító í gamalt hárnet ........ Je right, hefði sennilega getað veitt gamlann svifaseinann fíl en þar sem ég er dýravinur, rándýr og með ósplæstar eyðsluklær þá er ég bara svona. Garrrrg og arrrrrg veiddi enga flugu en keypti áburð fyrir og eftir í apótekinu.
Hér má sjá ferðabílinn og pæjubílinn .............
Spurning hvorn ég velji fyrir helgina. Er ég að fara í ferðalag eða er ég að fara að splæsa geislum á sjálfa mig ...... Að tolla í tískunni er spurning um hugarfar, að standa á fótunum er spurning um góða skó en ekki bíl! Í alvöru talað, hér er ekki verið að fjalla um lífsgæðakapphlaupið með neinu móti því það felst í okkur sjálfum. Það veit sá sem allt veit að af nógu er að taka þegar við viljum gera gott betur og hlúa að heiminum.



Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.5.2007 | 07:41
Kvik Yndi ..... Wild Cats og Heimsókn hins heilaga ......
Gráðugu kvikyndin eru farin að láta til sín taka ...... Sonur minn vaknaði upp í gærmorgun með 4 bit, hvert öðru ljótara. Litli engillinn minn er viðkvæmari fyrir og bólgnar upp og þessi fylgir mikill kláði.
Það var allt sett í gang í gær og sértilgerð ilmtæki sett í samband til að svæla viðbjóðinn út, moskítóin eru komin á kreik, leiðindamál bara!
Það þýðir víst lítið að kvarta yfir þessum kvimleiða fjanda heldur fyrirbyggja að viðkomandi komist inn. Þessar dúllur lauma sér inn yfir daginn og halda sig rólegar og liggja svo fyrir bráð sinni þegar hún leggst til hvílu eða þegar setið er úti að kvöldi. Lítil vampýra er rétta orðið yfir varginn! Eitt sinn sáum við eina sem var svo full af blóði að hún hélt sér varla á lofti, græðgin var svo mikil. Sú hafði margstungið drenginn okkar á sama stað þannig að hann bólgnaði ógurlega! Tími fyrir aðgerðir er greinilega kominn og hér verður allt sett á fullt ALERT.
Þakka bara fyrir að leðurblökur séu ekki á sveimi eða snákar eða krókódílar eða tígrisdýr eða ísbirnir (je right) Gæti verið verra er kanski málið hjá mér!
GLEÐITÍÐINDI
Það fæddust 3 oggulitlar kisur í sveitinni og sá ég dúllurnar nýfæddar og móðirin Tigrilla (borið fram tigríja) hugsaði vel um þá, breiddi loppuna yfir þá til að vernda. Nýbökuð móðirin var hálftitrandi og hægt var að lesa úr augum hennar að eitthvað merkilegt og yndislegt hafði gerst! Skemmtileg kisa þótt ég eigi erfitt með að bindast persónulegum böndum e. að Siló minn fékk vængina sína.


Litlu villtu kettirnir mínir eru Íris Hadda og Enrique. Við skemmtum okkur vel í andlitsmáluninni enda alltaf gaman að gera sniðuga hluti saman.
Þau nutu sín virkilega og við smelltum af nokkrum myndum til sælla minninga. Ég tók þátt í þema fyrir "wild cats" og datt í hug að mála börnin mín í stað þess að kisulúrast á striga.
Ef einhverjum langar í kisu þá veit ég um þrjár oggulitar rúsur sem leita að heimili. Geri mér hins vegar grein fyrir að það þarf að auglýsa eftir kærleiksríkum eiganda í útlöndum!
Það er eitthvað svo mikið stuð í mér núna, sólin gægjist inn undir orange litaðar gardínurnar svo stofan mín er upplýst af sjálfum himnaherranum. Koddu inn mikli andi, tylltu þér hjá mér og leifðu mér að hjúfra mig upp að þér ....... Eftir svona faðmlag verður dagurinn alveg eins og e. pöntun!
Ætla að mála smá og lifa daginn í gleði
4.5.2007 | 16:46
Ég flýg á kústinum mínum .....
... Alein án kisunnar minnar yndisblíðu galdra ég orðin til þín ..... ég skvaldra þangað til þú þreytist og tek þá upp að tala á fingramáli til að hvíla eyru þín. Orðin endalausu fara hring eftir hring og snerta okkur hvert og eitt með ólíkum hætti.
Þrír litlir fuglar sitja inní stofu á handriðinum mínu. Þeir eru litríkir og syngja allir sitthvort lagið til að gleðja og fegra þennan heim.
Kærleikur, þú blíði lækur, uppspretta ástar og hamingju, Þú seitlar niður æðar, grípur hjörtu okkar. Jafnan til staðar, að morgni mánudags, að kvöldi jarðar ........ Þegar kvöldið endar kemur náttmyrkrið og breiðir faðm sinn yfir mig, þú horfir yfir og ert allt um kring. Kærleiks ljós í formi ljóða mig setur í hljóða þegar enginn skynjar ást þína.
Ást mín, orð þín .....
Skrítin orð
kona
borð og stóll.
Ársæl og rjóð
hugur
hamingjuslæða.
Þú ert í mínu hjarta
elsku vinur
láttu þér batna.

3.5.2007 | 21:02
Sameinumst í bæn ....
Ég hef margsinnis hugleitt bænir og það að biðja fyrir fólki. Ég hef beðið fyrir fólki, sent því ljósið eina og hlýjar hugsanir. Allt er þetta sama aðgerðin með þeim hætti sem okkur felst best.
Á himnum búa þúsundir englar er gæta að þeim eina hamingjustað sem okkur mönnunum er ætlað. Það eru trilljon englar sem ganga um á meðal okkar, pota í okkur, kippa okkur til hliðar eða lyfta okkur upp þegar við þurfum á að halda. Englar eru út um allt, hjá okkur, í okkur og með okkur öllum stundum í lífi okkar. Englar er sá hluti er tengir okkur við hið æðra og binda okkur á jörð.


2.5.2007 | 22:22
Með heiminn að fótum sér ...
Það er ekki ónýtt að leggja land undir fót, eiga alla eilífðina fyrir sér. Horfa fram á við og vera eins og nýsleginn túskildingur ....... og, það er ekkert sem getur stöðvað þig í að ná takmarkinu!
Ég set augnskugga á augnlokin og vel fallegan ljósgrán lit, liturinn gerir grænu augun dýpri og ýta undir tón er umlykur írisi augna minna. Þar næst klíp ég í kinnarnar á mér og þakka fyrir að vera á staðnum, vera til í raunveruleik sem kallast draumur.
Olíumálverk málað fyrir mörgum árum, það var gaman að gera þessa mynd undir handleiðslu Heklu listakonu . Ég gerði nokkrar myndir sem ég sýni ykkur þegar draumarnir ná þeim lit sem ætlast er til. Ég málaði þessa mynd eingöngu með spaða og rifjast það upp hér og nú að ég þarf að grípa í spaðann minn fljótlega.
Svo af því ég er svo mikill snillingur þá set ég inn mynd sem var gerð fyrir illo en það var voða gaman og myndin nokkuð óvenjuleg! Nokkuð hvetjandi að taka þátt en eftir langan tíma verður viðfangsefnið stundum einhæft ........
Ég fann hvergi fælaða hjá mér myndina sem mig langaði að birta en það er kanski bara betra.
Með heiminn að fótum sér er hvetjandi hugsun fyrir hvern dag þar sem allir dagar eru stútfullir af ævintýrum. Við erum ekki strengjabrúður við stjórnum sjálf! Ég lifi af hjartans list og vona svo sannarlega að útkoman verði mér í hag hvernig svo sem hlutirnir verða!
Sibbilius kallar og augnlokin þyngjast .... best að fara að þrífa af sér augnskuggann og framkvæma létt nudd með fingurgómum.
Góða Nótt elskurnar mínar!
2.5.2007 | 09:56
Sársvöng í sálinni ...
Ég er að hlusta á útvarpið á meðan ég starfa ... undurfagrir tónar fylla vit mín og ég loka aftur augun og set mig í samband við þuluna sem hvíslar að mér orðunum. Ég þarf að ná einbeitingu, þarf að stilla mig inn á það sem ég er að gera.
Ég hef verið að huga að skrifum bloggvina minna og hef verið að spekulera í húð og höndum, atorkusemi og framkvæmd sem fer ekki alltaf saman. Mér er innankallt og ég spyr afhverju?
Kanski get ég fengið,
augun þín lánuð.
Og, kanski líka,
gömlu skóna þína.
Bara, í eitt augnablik,
sem er ekki svo lengi.
Skoða málin frá hæsta hól,
í lillabláum kjól.
Vera hrafn á flugi,
vera köttur á stól.
lita hafið rautt,
og grasið blátt.
vera sýn eitt augna,
í gömlum skóm.
Ég er með kaldar hendur og kaldar tær, sit í kínajakkanum mínum á svörtum stól sem hvorugt iljar ..... Ég bít í mínar mjúku kinnar og hugsa til Fjallsins míns, kanski vill hann hlýja mér og gefa mér bros. Kanski kemur hann að vörmu spori og segir mér það sem er svo sniðugt.
Ég þarf að vera dugleg og sendi ykkur kveðjur í dag sem er hinn fínasti, þótt mér sé kallt, með kalda fingur og kaldar tær. Væri til í að kúra núna og stinga köldum tásum á uppáhaldsstað, og svífa yfir jörðina eins og vindur um eyru. Dugleg er það sem ég ætla að vera í dag
Þá er það ákveðið, hvað ætlar þú að vera í dag
1.5.2007 | 11:28
Á leið til himna ....
Í hvaða skúmaskoti sækjum við minningar og tilfinningar sem hræða okkur eða gleðja.

Ég verð glöð þegar ég sé drenginn minn setja upp trúðsandlitið sitt og ég hlæ að yfirborðsgleðinni, þessu fjöldaframleidda sem allir keppast við að selja okkur.
Ég hræðist þegar dóttir mín er of lengi í burtu í senn (já gjörsamlega paranojuð) og ég upplifi hræðslu þegar urrandi hundur slefar utan í mig af bræði.
Báðar tilfinningarnar veita mér svif af ólíkum toga.
það sem gleður mig mest eru elskurnar mínar
það sem hræðir mig mest eru elskurnar mínar
Tvær ólíkar tilfinningar um sama meið
Þegar ungi Scheffer hundurinn réðst á mig, hélt ég ótrúlegri ró og "hundsaði" hann, sneri í hann baki og útilokaði hræðsluna sem var í raun hans eigin.
Þegar börnin mín fæddust þá grét ég af gleði og ljósmóðurin kom til mín og spurði hvort ekki væri allt í lag þar sem tár mín skoppuðu niður kinn eins og glerperlur í leit að snæri.
Ég er eitt með sjálfri mér, því af moldu er ég komin og að mold mun ég verða.

Ég kýs að gróðursetja í garðinum mínum myndræn form hamingjunnar, lífsins og gleðinnar. Ég kemst ekki hjá sorginni sem tifar í takt eins og lífsklukkan þar sem sorgin á rúm í húsi mínu sem hamingjan.
30.4.2007 | 20:18
Fingurkoss .....
Um allt og ekkert nema kanski um ástina og það sem ástin færir okkur.
Án þess að gera mér grein fyrir aðstæðum set ég upp grímuna. Stundum er gott að eiga fallega grímu til að grípa til. Eiga eina fyrir hvern dag, setja upp silfraða perlusaumaða galagrímu á mánudögum ..... þriðjudagsgríman getur verið úr rekavið, full af fyrra lífi sem gæðir mann nýju lífi, fyllir vitin af Atlantshafinu, gefur gott og setur mynd í vitin. Svona getur vikan haldið áfram og endurtekið sig, dag e. dag, viku e. viku og ár e. ár!
Einu sinni þegar ég var 16 ára var ég í skólahljómsveit sem hét LOVE, ég hugsa stundum um þessa hljómsveit, um búningana sem við saumuðum og um Pierrot andlitið sem við máluðum á andlit okkar, gríma gerð með akrýlmálningu frá Slippnum.


30.4.2007 | 16:48
Lítið leyndarmál ....
Ég á mér lítið leyndarmál sem mig langar að segja þér frá! Þetta litla leyndarmál er hvorki stórt né mikið mál en það er samt leynd sem ekki má afhjúpa fyrr en síðar!
Það sem maður má ekki tala um á maður náttúrulega ekki að vera að minnast á Auðvitað á kona ekki að tala um það sem ekki má tala um og einfaldlega koma bara rosalega flott á óvart ... Eða, valda vonbrigðum því ekkert í þessum heimi er meðvitað til að falla í náð eða ónáð! Það sem litlu mér þykir mest um vert er að gleðja, geta glatt og gefið gleði, veitt vel og fært kærleika.
Kærleika .... yndislegan kærleika má gefa með huganum, hvísla orðunum út í loftið þannig að orðin svífi í undirmeðvitund þína. Þú háir harða baráttu, þú ert hér í göfugum tilgangi, þú og allir þeir sem koma nálægt okkur. Ég þarf hvorki að elska þig né dá þig en ég þarf að sýna þér virðingu og merkja það fallega í fari þínu.
Fegurð .... yndisleg fegurð má gefa með jákvæðri nærveru má sjá í öllu kviku, öllu sem er í umhverfinu okkar. Ef fegurðin er hvergi nærri þá er gott ráð að horfa í eigin barm og hvíla hugann. Það er fegurð allsstaðar og út um allt.
Fegurð og Kærleikur eru mér kær enda má virkja andann til að sjá ljósið eina. Geislum saman og látum líf okkar verða einstakt, vera þann lærdóm sem við þráum að börn okkar taki með sér inn í nýtt líf á þessum sama stað.
Lífið .... yndislegt líf má finna með gleðina sem brýst um í hjartanum okkar, sem ólgar gæfu er okkur er í brjóst borin.
Lífið er leyndardómur sem bara þú hefur lykilinn að. Bara þú stjórnar gæfunni er umlykur spor þín, er guðleg fegurð ætlaði þér.
Leyndardómur lífs míns eru þau gæfuspor sem ég tek fyrir mig. Í gleði og gæfu fær ekkert mig stöðvað, ég hvísla að þér orðum sem svífa eins og sinfonía hamingjunnar.

Ég er, í dag, dagurinn sem skín
leiftrar ljósi og ásýnd þinni
Ég verð, á morgun, vindur er hvín
leyndardómur lífsins, guðleg sýn
Njótum dagsins því hann kemur aldrei aftur
30.4.2007 | 08:27
lumskar tilfinningar ...
Sjáðu
Þarna er Guð .....
Hvar, hvar sagði litli drengurinn og ég benti út um litla hringlaga gluggan á flugvélinni.
Ahhhh, já ... þarna er hann
Við sáum Guð
litli drengurinn
og ég.
Ég hef velt því fyrir mér hvað það væri mun auðveldara ef fólk gæti séð innrætið í stað þess er umlykur okkur. Sumir sjá innrætið og hafa lumska tilfinningu fyrir þessu og hinu.
Í nótt þá átti ég heimboð hjá gamalli konu sem vildi sýna mér hina ýmsu galdra, hún var hrein í gegn, með tifandi kristalshjarta er dældi gæsku og ást.
Þegar ég leit í augu gömlu konunnar sá ég inn í þúsund líf og þúsundir minninga sáldruðust yfir mig eins og flugeldur sem skartar sínu fegursta.
Gamla konan er kærleikurinn sem ég þrái og hún er komin, verður alltaf til taks þegar ég þarf á henni að halda. Við ræddum marga góða hluti og sagði mér frá ........

Sporin eru mín, höndin er hennar
kona í konu
elskuleg mynd af ást og kærleika