29.4.2007 | 11:09
Svona getur Skruggan malað .....
Kæru vinir og fjandans menn, sem aldrei skilja eftir sig hvorki éttu skít né hallelúja ..... Æj, nú er ég bara að grínast, langaði að vera þessi harða og hrjúfa típa sem klórar sér í rassinum á laugarveginum og lætur ekkert stugga stakri rónni nema, hvað?
Það vita sem mig þekkja að ég er forvallin kampavínskerling og elska að breyta um háralit .... mætti halda að ég ætti ekki bara bakarí og blómastúdío heldur líka hárgreiðslustofu. Svo á ég listagallerý og hrísgrjóna akra ...... Smurbrauðsstofu í köben og ísbúð í Sweden ..... land í Afríku þar sem ég rækta bullur og bullandi vesen í sjálfri mér ... Nei, nei alls ekkert vesen að vera ég
Ég ákvað að sýna ykkur 2 myndir sem ég notaði á samsýningu fyrir 9 árum. Það var ein kona sem sýndi áhuga á kaupum en ekkert varð úr og ég flutti úr landi fljótlega eftir þessa sýningu og geymi myndirnar fyrir hana ef ske kynni að hún setti sig í samband við mig aftur
Það er bara svo mikið grín í mér á þessum sæla brennheita sumardegi.
Mamma hringdi í mig og bað mig um að klára mynd sem ég gaf foreldrum mínum í gjöf þegar þau keyptu sér nýtt hús nú um daginn. Það verk er málað undir andlegri leiðslu og minningu um mann sem yfirgaf okkur og skildi eftir pakka til að gera okkur að betri mönnum og konum.
Ég er að átta mig á hvað þessi maður gerði í raun mikið fyrir mig og ég vona að hann sé sá guð í verunni að fyrirgefa þeim mannlega litla manni sem ég er. Fyrirgefðu mér elski Afi að hafa hugsað eins og ég gerði að vera það sem ég er ............ ég veit að þú horfir stundum á mig og ég veit líka að þú ert sáttur við þessa kvensnift sem heldur á logandi kyndli, keppist við að halda lífi í tilverunni.
Þegar ég vel slóðina mína þá veit ég að ég vel hana ein, ég stíg skrefin ein með hjálp svo margra sem skilja eftir sig fjaðrir af himnum. Ég get ekki annað en horft inn í eilífðina mína sem er svo græn. Ég ligg á jörðinni sem er útgrátin og blaut, hvað höfum við gert .... mennirnir kunna ekki að meta blóð og líkama þess er fórnaði lífi sínu, það er komið að okkur að vera gegnsæ í heimi þrauta og þyrni stráðri hamingju er blossar frá tifandi hjarta er brennir iljar sínar á steiktri gangstéttinni.
Eins og ávallt er ég komin út fyrir öll bil, allar línur enda er ég leitandi á hinni einu sönnu leið lífshamingju.
Ég er hvorki kristin né helg, ég er hvorki né í heimi þessa darraðadans og trú á það góða afl sem sá hvíti styrki sendir mér alla daga. Í dag er ég svona og á morgun verð ég önnur, ef ég vil!
Ég get ekki meir en það sem máttugur sá er umlykur veitir mér. Ég þarf að svífa og fara héðan en minn tími er ekki komin. Ég bíð og hinkra af stóískri ró og þolinmæði. Þolinmæði er eitthvað sem ég kann enda liggur mér ekki á. Í bið minni hef ég skapað mér fallegt umhverfi og sett fólk sem ég elska allt um kring. Ég hef hitt þig sem staldrar við hjá mér, ég gef þér pláss til að skeggræða við mig um allt sem þig langar. Láttu mig vita um hvað þú vilt tala því ég get alltaf rætt um mig við mig! Ég stend á skýji, ligg í grasinu, er hluti af þeim alheimi er Guðsóttinn skapaði, ég er ein í þér, sá hluti sem þú elskar mest!
Kærleikurinn erum þú og ég, saman hvort í öðru! Vertu með mér í þessari hugsun
Þessi litla kona er ég ....... engin önnur, uppfull af ást og helgileikjum. Þessi kona vill hafa hlutina eins og henta hverju sinni. Þessi kona skiptir um skoðun á hverjum degi, stólaðu á hana ef þú vilt, hún er steingeit ef það segir þér eitthvað. Hún þykir hvorki fugl né fiskur og reynir að tilla sér innan um sína líkfa. Læf is vott jú meik itttt og mitt er í hnotskurn, það sem ég hef gert.
Það er kominn tími til að gera hlutina, opna augun og strjúka sér um vömbina .... spurning hvort ég strjúki mér fyrir ofan eða neðan nafla!
En svona í lokin þá gifti ég mig um daginn, það var gaman. Fjallið mitt veit kanski best um hverju hann lofaði sínum Kaþólska Guði og öllum þeim mönnum sem mættu. Ég var sko með hrísgrjón út um allt marga mánuði á eftir sem og kampavínsbragð ................
Oooog ég er bara nokkuð sátt og sæl með mitt sokkaband, með minn mann og alla hans fjölskyldu. Gæti ekki hafa fengið betri tengdó eða betri díl .....
Ég gerði sko góðan díl þegar ég náði að narra Fjallið mitt upp krikjugólfið .... Já, ég er sigurvegari dagsins enda er Sunnudagur sá yndislegi sæludagur!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
28.4.2007 | 08:23
Uppsprettan .....
Í upphafi "var" tindrandi minning er tilheyrði öðrum,
mín tilvera, af þinni ást, sköpun og frjó.
Lífið byrjað sem unaðsreitur,
í verki, í orði, ég þorði.
Áður en stökk inn í líf mitt var um margt að hugsa, margar svipmyndir liðu hjá. Eins og gömul skrudda með lífsminningum fyrri tíma. Ein reynsla skapar aðra og eitt tár annað. Ástin og hlýja þín veitti mér styrk, ómældan styrk til að vera það sem ég er, það sem ég kaus og þráði.
Ég sjálf

Trú á líf er mismunandi eftir menningarþáttum þessa misyndislega heims. Fegurðin er einfaldlega "geislun frá augu sjáandans". Við getum litið sama lækinn og sagt; "sjáðu hvað móðir jörð hefur gefið náttúrunni fallegt stæði fyrir lifsgjöfina vatnið" eða "þetta er nú ljóta sprænan og engin brú í grennd" . Sannast að fegurð og tilfinning er afstæð.


Enn einn draumurinn hélt mér á mjúku skýji.
ég get valið það sem ég vil
ég get verið ég sjálf
ég ræð
Sólargeislarnir skína í gegn og bjóða mér góðan daginn.
Englar eða Menn
Ég ætla að svífa inn í daginn minn!
Eigðu yndislegan dag kæri vinur.
27.4.2007 | 16:26
Ég ætla, ég vil, ég skal .... Hvað annað ....
Blendnar tilfinningar banka stundum uppá hjá okkur sem er eðlilegt því við erum mannfólk, ekki guðir þótt svo ásjóna okkar sé gulli og glamúr stráð framabraut!
Þeir kasta ekki steinum sem búa í glerhöll nema þeir séu dætur og synir glerkóngsins er býr í fjarska handan við fjöllin sjö og skógana sjö .......
Í kjölfar gleðitíðinda um samsýningu nokkura YNDISFAGRA gyðja þá langar mig að þakka ykkur öllum fyrir að gera þennan atburð að veruleika. Í afli lítilla kvenna er heimurinn ekki hindrun.
Í færslunni minni hér að neðan fjalla ég einmitt um þessi gleðitíðindi.







Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.4.2007 | 07:39
Agnarsmá Veröld

Dreifðar út um allt.
Þær koma frá ólíkum stað og búa yfir ólíkum fjársjóðum sem eru þó sprottnir af sama meiði.



Framundan meðgangan, alúð og umhyggja þeirrar nærveru sem við munum sýna frá óbeislaðri sál allra þessara litlu kvenna. Það er styrkur í smæðinni og ekki laust við tilhlökkun fyrir því sem snertir okkur.

Upphafið er ævin öll, þó án þess að líta til enda
25.4.2007 | 16:13
Gefum frá hjartanu ...
Ég fékk gjöf í formi orða frá lítilli stúlku í dag! Hún gladdi mig svo óvenjumikið og faðmaði mig. Þessi stúlka heitir því fallega nafni Genesis og gaf frá sér fagran lífsneista og brosti svo fallega til mín. Svo sneri hún sér aftur að leik sínum og valhoppaði frá mér ..............
Ég verð að koma gjöfinni áfram og langar að gefa eitthvað af sjálfri mér, eitthvað til þín sem lítur stundum við, tyllir þér hjá mér og gefur mér nærveru þína í umsagnardálkinum (kommentaboxinu) hér að neðan.
Gulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur fjólublár!
Hver man ekki eftir því að hafa leikið í þessum leik. Hvert þrep í stiganum hjá ömmu-mús hafði lit og við stukkum upp og niður óþreytt allan daginn. Þau sem þreyttust mest voru fullorðna fólkið sem hafði svo margt öðru að sinna. Hugleiddi ábyrgðina sem lífið var að skapa, hlátrasköll og gleðilæti, stundum grátur og angistartónn í okkur barnabörnunum sem vorum þá ófá.
Eitt sinn í þessum vinalega teppalagða stiga á Unnarbrautinni í hverfi 170 Seltjarnarnes. Stóð lítið ofurhugað stýri ofarlega og hugði á flug. 4 ára að þenja litla bómullarvængi, taldi upp að 3 og lét vaða! Flugferðin endaði upp á gamaldags ryksugu sem skar í sundur höku og þurfti að sauma til að koma krakkanum í samt lag.
Örið er á sínum stað en ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað ryksugan heitir. Dæmigerð Sixties tísku ryksuga. Stálgrár belgur með þykkri sugu / snúru. Hver man nafnið???
Lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil ..... hljómar kunnuglega, ég veit!
Secret myndin kom til tals í dag og frábært hvað fólk getur í afli hugarvísinda.
ég get, ég vil, engin takmörk bara muna að óska sér rétt
24.4.2007 | 21:01
Avocado .... Sellery .... Kúrbítur ..... olifur ...
Grænn kvöldmatur!
Ég fékk þá hunangsflugu í hausinn að útbúa Avocado og Kúrbítsrétt eftir að hafa lesið karrýást Örnu ekki alls fyrir löngu! Ætli það sé ekki rúm vika síðan eða kanski minna frá þessari ögurstundu í mínu lífi.
Allt er vænt sem vel er grænt sagðu Fjallið mitt.
Þegar hann kom heim og sagði; "VIÐ vorum að kaupa bíl! Aha, játti litla fraukan og sagði; "hvernig bíl vorum VIÐ að kaupa"????
Okkur vantaði bíl er lykilatriðið en þessa var splúnkunýr úr kassanum
Hann var pjúk grænleitur
Ég varð ekki sæl með litavalið en komst að því frá kærri vinkonu að þeir sem velja græna bíla búa við hærri greindarvísitölu. AHA..... Já, auðvitað
Það var svo sem ekki slæmt að vera farþegi í þessum fjölskyldubíl, ó nei!
Ég var með örlitið meiri funa í æðum og ..........
Oooooog kom heim á þessum ...
Fjallið var ekki par hrifinn þar sem fraukan hans hafði valið sér bensín bíl.
En hvað á kona að gera þegar hún kaupir bíl eftir litnum. Oj oj oj ...
Pointið í útúrdúrnum er kanski sá að þegar Fjallið kom heim á grænum bíl fanst mér móðgandi að fá ekki að hafa tekið þátt í litavali bílsins. Ég hefði örugglega valið rauðan, eða gulan eða orange!
Fjallinu fanst ég vera barnaleg í fasi að hóta skilnaði út af lit á bíl! Ó nei, mér fanst það ekkert hafa með barnaskap að gera þar sem það tæki ekki nema 2 mánuði að fá bíl samkvæmt ósk ..... Þess má geta að konugrey flutti erlendis og sótti ekki fósturjörðina fyrr en 4 árum e. brottflutning og þ.a.l. þykja 2 mánuðir engin eilífð.
En aftur að eldamennskunni
Olífurog Kúrbítur í ofanálag.
Karrýdass og olífuolía, smá salt til að krydda tilveruna.
Herramannsmatur
Eldað og steikt á pönnu, vægur hiti.
Pakksödd og sæl eftir daginn.
Það sem er kanski hvað merkilegast við daginn er að hann leið. Ég náði að njóta barna minna, fór með 6 að verða7 ára son minn í sprautur í dag. Hann sagði "mamma þetta er vont" Já, ég veit enda sú sem sprautaði komin af vinalínunni minni.
Langt blogg um allt og ekkert.
Næring og Bílar
23.4.2007 | 20:29
Fauvismo ....
Orð sem ég skil varla sjálf ... Fjallið sagði, þú ert svona Fauvismi! Jamm ... Moi, yo, jeg og ég ... allt sama yndislega persónan sem flækist um í heimi hamingju og y n d i.
Stundum þegar blómin tala og segja okkur hlutina, horfi ég á litla blómálfin og segi ... Láttu ekki svona, Í alvöru, Ertu nú alveg viss .....

Blómálfar eru undursamlegar verur sem hanga í eyrum og hári á fólki og stundum föttum við það ekki og finnst eins og okkur sé strokið um vanga í stað þess að gefa blómálfinum færi að segja okkur það sanna. Blik í eyra, hvísl sem fáir heyra!
Ef guð gæfi mér að verða ástfangin á ný, þá spyr ég ???? Á hvaða tungumáli langar mig að verða ástfangin ..... Þá spyr ég ???? Skiptir tungumálið einhverju máli ???
Er ekki ásýndin, ilmurinn og þungur rómurinn er skiptir megin máli ???? Í Capri átti ég eitt sinn elskhuga, í París átti ég vin og í Róm mætti ég mörgum manninum sem taldi sig tækifæri lífs míns.
Ég snerti varir þínar og finn undir niðri loga er brennur, bros mitt kemur fram og ég næ varla áttum þar sem vellíðan þín kveikir í mér ofurlítið bál!
Ég elska þig eins og þú ert, hafmóðir, höfrungur eða meyja .....
ástin er eldur er brennur innra
milli okkar er skilningur, loft, haf og eyja .....
í algleymi ...
í umheimi ....
drengur og stúlka
ást, orka, la más bella
ella.
la más bella es ella ....
Ég finn allar tegundir ástar brenna í hjartanu og veit að það sem viljinn kýs, verður!
Takk fyrir í dag elsku vinir
23.4.2007 | 07:09
Kaffi á gamla mátann ....
Það var nebblega það! Kaffi á gamla mátann, uppáhellt í gegn um grisju, beðið þangað til kaffið seitlaði niður , örlitið meira brakandi soðið íslenskt kranavatn! Ég var sofandi alveg á útopnu við að hella upp á kaffi í gullfallegan kaffibolla! Draumar eru ómótstæðilegir og kaffilyktin var dásamleg á freyðandi kaffinu. Ég get ekki betur séð að þessi draumur hafa góða þýðingu þar sem kaffikannan var full og rjúkandi kaffið ómótstæðilegt!

Í dag er fallegur mánudagur sem færir okkur vonandi nær takmarki hamingjunnar! Ég ætlaði að fá mér te í morgun eftir Ananasdjúsið og vítamínið en stóðst ekki mátið og fékk mér nýmalað kaffi á nýja mátann ..... þessi tækni er alveg ótrúleg. Baunirnar settar í tækið, ýtt á einn takka og niður kemur freyðandi kaffið, bragðsterkt og gott. Ég ætla að fá mér einn til viðbótar og takast svo á við daginn.
Ég er orðin nokkuð spennt yfir hugmyndinni um samsýningu mbl.bloggara. Guðný Svava Strandberg er í forsvari fyrir þessum hóp og langar mig að hvetja alla til að skoða síðuna hennar og sjá kommentabox undir Uppstilling vatnslitir.
Með von um góðan dag
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2007 | 18:38
Við sendum út skilaboð ....
... Hljóð situr meyjan .... horfir út um gluggan og hugsar um galdra og áhrif þeirra. Oftast er hræðsla sameiginleg tilfinning og þó!
Ég á vinkonu sem stundaði woo doo ... þessi vinkona mín er öflug og hefur skapað sér ekki einungis sökum snilligáfu sinnar heldur einnig með göldrum ákveðna virðingarstöðu í heimi sem við lifum öll í. Ég hef deilt með henni hugmyndum og gert ýmsar tilraunir í galdri sem þó er hvítur. Ég fer ekki yfir mörkin, yfir rauða strikið yfir landamæri sem ég hef ekki skilning á!
Að gefa sig í það óþekkta þarf góða leiðbeinendur ..... hljómur raddar sem kemur í gegn er röddin er tekur taum rithandar. Tilgangur alls þessa afls í upphafi var að lifa af og sú raun er fólk átti var oft á tíðum dauðleg þeim er tóku þátt!
Öll höfum við jafnan rétt á lífi, burt séð frá trú, heimi og hugsun. Öll erum við eitt í anda, lit og ljósi.


Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2007 | 09:23
Sunnudagskjóll og uppsett hárið ....
Ég er að nálgast markmið mitt, eins og vonandi og vissulega öll þið og þú líka.
Endalokin, ævin öll
Nóttina fyrir fæðingu mína dreymdi mömmu draum, það kom til hennar gömul kona sem bjó á Vesturgötu 30 og bað fyrir nafni. Langamma mín sagði að það væri heiður að þessi kona vildi koma og vera með mér og fylgja mér og lagði hún blessun fyrir mömmu á nafnið mitt og Óskar nafnið sem hefur haft ógæfu í fjölskyldu minni. Ógæfan er rofin og Óskin lifir og svammlar í hafi heimsins.
Þórdís Ósk, lítill engill kom í heiminn og fékk sendingu að handan, ósjálfráð skrift með hugljúfum skilaboðum, svo hrein og falleg sem fylgja þessari litlu snót! Þegar langamma mín fór á vita feðra sinna kom hún að rimmlarúmminu og kvaddi mig. Þessi blessun fylgir mér og hvílir í hugskoti mínu alla daga. Það eru konur sem fylgja mér og ein kisa ... Styrkur kvenna sagði miðilinn og lýsti hugskot mitt þegar himnarnir nálguðust jörð.
Ekki svo gott að útskýra þær myndir sem líða um eilífð hugans, þess er lifir áfram í sálarandgiftinni líf e. líf e. líf!

Ég hugsa stundum til þess að vera Marta en það átti ég að heita og því var svissað á einni nóttu, þökk sé Þórdísi minni ......... Vesturgatan á sterk ítök í fjölskyldunni minni og ólst hluti af mér upp þar er þekkti hvern krók og kima, hvern stein, hvert grjót! Já, lífið er yndislegt þegar litið er til baka ..... þegar litið er fram á við ..... þegar lifað er í dag, núna er tíminn til að láta ljósið skína, til að skapa þá framtíð sem við viljum.
Rúnin Laguz kom til mín og hvatti mig áfram að skapa að gera það með höndunum sem legið hefur fyrir mér. Hvenær ég ákveð að gera það er undir mörgum kringumstæðum komið. Ég gef mér 2 ár, algjörlega tops 2 ár þangað til ég geri svo miklu meira en það sem ég geri í dag!
Ég kommendaði hjá Guðnýju Svövu að hafa samsýningu og safna saman þeim vinum sem stunda listina af einhverju tagi. Það gæti verið skemmtilegt og áhugavert að sameinast í því sem okkur er kært.
Listsköpun
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)