3 andlit Zórdísar ....

Skyldi maður aldrei fá nóg af sjálfum sér?

Ég vona ekki því þá væri nú leiðinlegt að lifa, ofsalega erfitt og sárt að deila tíma og rúmi með einhverjum sem maður er gjörsamlega búin að fá nóg af!

Það er mér ofarlega í minni þegar ég var yngri, sennilega var ég 12 ára gömul W00t  Þá var nú gaman að vera til .... Eitt sinn tók mamma sér video spólu og sáum við myndina "3 faces of Eve" svart hvít spennumynd um Evu og hennar ásköpuðu veikindi.  Þessi mynd situr alltaf í mér og það veit sá sem allt veit að ég væri mikið til í að sjá þessa mynd aftur.  Sem 12 ára fanst mér hún virkilega spennandi og áhugaverð, ég hugleiddi mikið um áhrif Evu litlu og geðlæg veikindi hennar.

 

Þrjú andlit Evu

 

Það er nú ekki ólíklegt að flestir hverfa í það að lifa í ólíkum hlutverkum sjálfs síns en oftast undir eigin stjórn og meðvitund.  Blessuð Eva var ekki meðvituð um sinn geðklofa og vó sjúkdómur hennar djúpt á líf þeirra sem stóðu henni næst að henni sjálfri ógleymdri!

Heart

Húni konungur kom í morgun og dró mig fram úr rúmminu honum vantaði bíl sem ég er með því hann var á leið til spámanns .... hann lofar því að segja mér frá hvernig vegnar.  Húni konungur á svo tíma í Indversku höfuðnuddi ???  Ég væri til í heilnudd núna sko!  

 

Húni Konungur
 
Það verður vonandi notalegt hjá Húna
 
Það er ekki auðvelt að vera konungur því þá ber maður nebbl. kórónu sem þrengir að svo er hún líka þung og það glitrar alveg ógurlega á gullið þegar sólin skín og skín.
 
Kanski er þetta með ráðum gert!  Fólk sér ekki konunginn fyrir sólinni.
 
Jæja dúlls and dolls, laugardagurinn hefur litið inn og það er tími til að gera eitthvað skemmtilegt.  Ég ætla að byrja á því að taka til hendinni, setja góða músik á.  Fjallið ætlar að fara með ungherran að kaupa afmælisgjöf og ditten.
 
Góður dagur, Afmælisdagur, Kjallaraferð í uppsiglingu.
 
Atilio Bernasconi
 
Bara varð að sýna ykkur þessa mynd.
 
Mér finst hún dásamlega falleg.
 
Og ég sem ætlaði ekki einu sinni að blogga og má segja að eitt af mínum þrem andlitum hafi tekið stjórnina.  Ég hef bloggað og nú er komin tími á að finna rétta tóna til að tóna sálina.
 
HeartEigið góðan laugardagHeart
 
 

 

 

 


Elskur sem elska og elskast og og og .....

Ég vil alltaf vera ástfangin af þér sagði ég við Fjallið mitt í dag! 
 
Við þurftum bæði sökum starfa að bregða okkur í sama bæjarhlutann og áttum stefnumót á einum betri grænmetisstöðum bæjarins.  Ég er ólm að prófa Cous Cous en Sigrún Halla frænka mín Parísarskvísa er snillingur í gerð þessara framandi rétta.
 
Spurning hvort ég googli upp nokkrar uppskriftir eða skelli mér í helgarferð til Parísar á matreiðslunámskeið, seeeeeeem er snilldarhugmynd hjá mér!
 
En aftur að rómantísku stefnumóti á grænmetisstaðnum.  Sólin blindaði okkur bæði og um stund vissi ég ekki hvort ástin eða guli hnoðrinn væri að villa mér sýn.  Við gengum hönd í hönd inn á staðinn og vorum bæði sem blind og fengum borð fyrir 2.  Akkúrat þarna fékk ég milljón mölflugur í mallann og rifjaði upp fyrsta stefnumótið, fyrsta kossinn og fyrsta blikið.
 
Dasamlega notaleg tilvera
 
Við fengum okkur meiriháttar grænmetisrétti og fórum södd og sæl. 
 
Eitt sinn fór ég til Spámanns og hann sagði við mig ýmislegt sem hefur komið fram og sumt sem ég bíð eftir að komi í ljós.  Spámaðurinn yndislegi hefur yfirgefið okkur og hvílir nú á dúnmjúki skýji.  Ég sakna þín eins og allir þeir sem elskuðu þig og dáðu.
 
Zórdís mín hafði hann að orði.  Þú þarft karlmann sem kemur þér á óvart!  
 
Ég hugsaði að það yrði þá að vera flínkur lífskúnstner sem væri alltaf skrefi á undan.  Einstakllingur með mikið þolgæði og til í að dýrka mig sem þá gyðju sem ég er Heart  Ég fann Fjallið mitt ... þann yndislega blíða mann sem ég vil alltaf vera ástfangin af.
 
Þótt ég stígi ekki á stokk og syngi þér ástarljóð minn elskulegi maður, þá segi ég það þeim sem skipta mig mestu máli, Þér og þeim vinum sem koma við.
 
HeartÉg elska þig Heart

Sólin skín og ég er glöð ....

Það er gott að vera með gleðitilfinningu og dapurt að vita að vinir séu ekki eins glaðir.

Ég er viss um og trúi að það fari allt vel og að það sem er bannað verði virt!  Ég legg á og spella út í heiminn að hlutirnir geti verið áfram á sem bestan veg svo allir njóti góðs af.

Lítil kærleiksbæn fyrir þig vinur minn kæri

Heart Í hverju vandamáli felst dulbúið tækifæri Heart

Í dag ætla ég að ná í börnin mín í skólann, fara og versla inn fyrir helgina setja góða tónlist á fóninn og þakka guði fyrir allar góðar mannverur sem stuðla að réttlæti heimsins.

Þakka fyrir að hafa vaknað í góðu skapi og alheilbrigð

LoL nema kanski á geði LoL

Svo er í bígerð kjallaraferð þar sem undirbúningur er að glæsilegri skemmusýningu

Smúts á ykkur og G - Óða helgi.


Af jörðu ertu komin elskan mín .....

Falin stjarna, fallið lauf.

Eftir ástríðufulla nótt, eftir snertingu við jörðina tyllti ég mér á tindinn og horfið yfir lendur mínar. Að kvarta yfir ríkidæmi er furðuleg nauð, sú geislandi vanþekking á horfi heimsins. Í löndum mínum er pláss fyrir fáa og góða, eins Jesú vinur minn sagði eða var það bróðir hans, Húsrúm er þar sem hjarta tifar (smá bibbufærsla á þessu) Já, ekki vantar hjartað í þessa mynd mannveru. Að ganga úr rúmi hefur aldrei verið vandamál, að gefa af því hreina eina, síður en svo ........ Á tindinum erum við svo nær, erum nánast komin á endastöð, þar sem heimkynni lýkur og hefst. Á þessum hlýja stað stirnir birtu og yl frá öðrum, skraf og hlátur berst í fjarlægð sem þó er nær en okkur grunar. Kanski kemst ég hærra ?? Ég sé tind sem er tignarlegur og hann er bara rétt hjá mér ................

 Red poppies ..... yndisleg blóm

 Til að komast á þennan ofurtind þarf ég annaðhvort að stökkva og taka flugið eða fara varlega niður og hefja gönguna að nýju. Ætti ég að prófa vængina mína, þeir eru þarna, ég veit það! Ósjaldan sem mér er íllt undir herðarblöðunum, þar geymi ég vængina mina, hvítu og mjúku!

 

Ást er sönn stapreynd

 

 

“Kanski” er stórt orð án mikilvægis .... kanski og kanski ekki! Ætti ég að láta slag standa og stökkva fram af eins og lítill ungi í öruggu hreiðri kvakandi móður, eins og sá er þenur vængi í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn á nú ekki við en öll reynsla hversu lík er jafnan ný!
 
Falin stjarna eða fallið lauf.

Þegar ég var lítil stúlka gaf mamma mér stjörnur þegar ég var góð og blíð. Ég á stjörnu sem heitir sama nafni og þangað fer ég, hugsa, safna orku og hugmyndum. Þegar ég var sama litla stúlkan safnaði ég laufblöðum og geymdi í bók, stór og lítil lauf sem eru hluti af sál minni. Hluti af upphafisem seitlar nær endalokum, ævin öll.

 

Uppstilling af Zórdísi e. Botero!

 

  Gleðilegt Sumar kæru vinir á björtum sólríkum degi á Suður Spáni



Ekkert skrítnari en venjulega .....

Orkubúst ... Það sem mig langar mest er að leggjast til hvílu.

Horfa í kring um mig þar sem ég sé rúnaða sólríka veggi algerlega gegnsæja og draummjúka.

Þegar ég lít til hliðar sé ég hvar aðrir svífa um í dúnmjúkri hlýjunni, við gefum hvert öðru auga þó ekki nema auga! Þögnin er dásamleg þegar regnið snertir húðina, skoppar á jörðina og slettir á þig ögnum sem fleytifylla fagurlituð glösin.

Sæll er sá maður er horfir fram veginn, þakkar fyrir gjafir jarðar og tekur tollinn eins og hann kemur fyrir. Ástin er eins ómur sem nær samhljómi hins sanna hins rétta.

Glettni er sæll þáttur í sambúð, að geta hlegið saman, dillað sér og gefið hvort öðru djúpt frá sjálfinu. Kurr kurr segir dúfan, æskir brauðmola og flýgur tignarlega með þanda vændi. Þegar dóttir mín fermdi sig slepptum við dúfum sem tákn um friðinn sæla sem allur heimurinn ætti að geta fundið og snert! Friðurinn er það fallegasta þegar við finnum hann. Friður í sál, í hjarta, húsi og heimi. Alheimsfriður er óskin mín til okkar allra. Megi sá almáttugi gefa okkur hverju og einu friðinn til að finna okkur sjálf, til að gleðja aðra og vera til staðar þegar á okkur er kallað.

Hún er skrítin skrúfa, eða er hún það .... lætur sér líða vel í dúnmjúkri gegnsærri kúlu og lætur sig dreyma ..... Um hvað?


Óargadýr sem elskar og elur ....

Mér finnst ég ekki geta hugsað en það er vonandi bara skömm stund svo ég bara skammast mín á biðstofunni, nýt þess að hafa hlé og þögn.  Horfi á spegilmyndina sem ég varla þekki.  Sé fyrir mér óargadýr sem gefur ást og umhyggju en lekur svo eins og 17 júní blaðra og fellur í svaðið, deyr!

 

Blöðrustelpa

 

Ég vil ekki vera 17 juní blaðra sem fólk hyllir í einn dag og síðan ekki söguna meir.  Nýjar blöðrur koma og heilla og þær falla í sama svaðið og sjást ekki meir.  Það er enginn sem sleppur lifandi úr þessum krappa dansi óargadýrs og umhverfis.

Tilveran er eins og kristalstjaki sem ber logandi kertið á herðum sér, eins og fleytifullt glas af hreinu vatni eins og áveituskurður er gæðir landi líf!  Hringurinn eilífi heldur áfram, við fæðumst, lifum, lærum og deyjum.  Sameinumst svo moldinni þeirri auðlind sem fegurst er í þessum heimi.

Moldin litar okkur og elur, hún erum við á góðum degi, gleður okkur við uppskeruna Joyful  Þegar spor þín eru komin á byrjunar reit að nýju spyrðu sjálfan þig .............. er ég á réttri leið, erum við að gera hlutina rétt, fyrir hvern lifum við og elskum.  Það er ekkert eins vont eins og moldarbragð í munni en það er hins vegar ekkert eins satt eins og óþverrinn af hreinni móður jörð sem virðir okkur og dáir.

 

Móðir Jörð ....

 

Stundum er lífið eins og snákaspilið, við byrjum ávallt á sama reit, byrjunarreit.  Þegar spilið hefst fáum við öll sama tækifæri til að klífa í átt að endalokunum, við föllum eða hífum okkur á nýtt plan með nýjar hugmyndir.  Óargadýrið er útsmogið og kankfullt þegar við nálgumst það.  Við gefum okkur að því og sjáum fyrir furðu okkar að Óargardýrið erum við.  Við sem teljum ávallt hina bera þungt skaut en það erum við sem berum byrði okkar í gegn um aldir og ævi, ár og raðir!  

Heart

Wo ai Ni ætti að þýða ég elska þig

ætti sem er merki um að við erum mennsk

che che

eru þakkir heims fyrir þá sem vilja

við hin erum litríkar

17 juní blöðrur

fyllumst af lofti

föllum

deyjum

Heart

Ég er skrítin í dag og það er bara í lagi. 


a ... b ... c ... d ....

Venjulegur dagur hjá ósköp venjulegri fjölskyldu.  Við gætum í raun verið hluti af hvaða þjóðfélagi sem er en erum hluti af okkur og tyllum tásum niður á þá laut er okkur ber.

Í dag hef ég verið að spekulera í öllu sem engu og farið um heima og geima hjá bloggvinum!  Eitthvað snart sál mín sjálfið og hef ég verið undir meðallagi seinnipart dags.  Í gær faðmaði ég 2 striga og hóf sköpun lita í dag .... það er gaman að geta lagt hönd á og unnið af hjartans list og lyst!

Ég fékk góðar vinkonur í heimsókn og er orðið ansi langt síðan við áttum stund saman eins og í dag.  Kaffikannan fann fyrir hlutverki sínu en miklar prúðmanneskjur skröfuðu um allt og ekkert og skemmtileg stelpuferð var skipulögð sem fara á í lok október!  Ekki ráð nema í tíma sé tekið, förinni er heitið til Rika í Lettlandi ....... auðvitað mun ég stimpla mig inn og fara með Joyful  það verður gaman!

 

Ein í heiminum ....

 

 Ég hugleiði blómið sem opnar sig fyrir hamingju heimsins

Ég tek þátt í gleði og sorg þeirra sem það kjósa

Ég er hluti af þeirri einingu sem hefur valið mig

Lífið er allt of gott til að gleypa það

Allt of gott til að gefa það

Allt of gott til að verða ekki hluti af þvi

Lífið er

okkar!

Hamingjan er tilfinning sem við getum þjálfað eftir eigin hug.  

Það er allt undir okkur sjálfum komið

Er líf þitt gott?

Ert þú sátt  (ur) við Guð og menn

Hjartans mál

  ekki auðvelt að svara 


Agndofa í sál á Sunnudegi .....

 Agndofa

Heart

Hið eina sanna ljós,

... stirnir frá þér

mætir ljúfum meyjarfaðmi.

Hinn eini sanni rómur,

... hvíslar að mér

ástaratlot í sál, sannur vonarbjarmi.

Heart

Man situr agndofa af ást,

... fræ greipt í tifandi hjartað

hugur leitar um eilífðina.

Maður styrkur sem stál

... stelur stúlkuhjarta, færir blómvönd

tónaflóð fyllir hjörtu elskenda. 

Heart

Þau eru ástfangin .... er á meðan er. 

Heart

Pastel fljúgum hærra

Pastelmynd í einkaeign mætrar konu. 

 


Ég blæs lífi .....

Í dag sem aðra daga .... horfum við fram á veg, vonum að allt verði gott, allt ilmi vel og að allt sé sannleikanum samkvæmt.  

Við lendum á óskastund og við lendum oft á þeirri ljúfu stund án þess að vita af því að hún er hjá okkur.  Þessi stund gerir ekki boð á undan sér og er eins og leynigestur er tyllir sér á öxl þína.  Gerir sig kærkominn og þú ert gjörsamlega berskjaldaður fyrir því að heilladísirnar eru allsstaðar í kring um þig ...... að vinna fyrir þig.

Fjögurra blaða smárinn og hans eilífa leit er eitt af því dásamlega í minningunni, vera barn að leita að happi, án þess að gera sér grein fyrir hvað er happ og hvað ekki.  

 

Ég blæs lífi ....

 

Happið er stundum alls ekkert happ og getur sundrað heilu fjölskyldurnar þegar happið er ekki satt og vel til unnið.  Að virkja happ er hins vegar okkar og gleðin er dýpri og ríkari fyrir vikið. 

Í dag hefur dagurinn liðið og við áttum notalega stund í faðmi hvors annars.  Við fórum saman að versla og grilluðum dásamlegan mat.  Við náðum að borða úti í góða veðrinu þangað til þeim háa herra hugnaðis að senda okkur tárblauta dropa sína sem voru bara notalegir.  

Ég sat úti og Fjallið var ekki á sama máli og bauð börnum sínum í kvikmyndahús og ég nýtti tímann og faðmaði tvo striga sem fæðast senn.

Lífið í dag er það eina sem ég get sannarlega mælt með, það eina sem ég man sannarlega vel eftir þar sem ég er glaðvakandi og svo sannarlega sátt við guð og menn.  

Heart Heill faðmur af kærleik er stundum ljúfur Heart


Móðir jörð ....

Eftir silfurslegna regndropa undanfarna daga lítur móðir jörð vel út!  Hún er glaðleg og bíður yndisþokka, ilmar af ríkidæmi og gjöfulli hamingju.

 

Pianista e. IanDerrape

 

Ég er þátttakandi í skemmtilegu sjónarspili bæjarbúa, ég er hluti af þeim þótt mér líki kanski ekki neitt sérlega vel við þá eða ílla.  Þeir eru hjá mér eins og ég hjá þeim.  Lífið er ekki flókið þótt það flækist um hug manns öðru hvoru.

 Hvaða tilfinningu sendir Móðir Jörð frá sér þegar blómið deyr, þegar ljósið slokknar í minni okkar manna?  Hvar og hvernig lifir minningin áfram!  Kanski lifir minningin um blómið áfram í huga okkar og kveikir í draumum okkar þegar meðvitundin fer á flug. Hjartsláttur lífsins deyr aldrei!

Að vera þátttakandi er bæði gaman og leiðinlegt þar sem að annar heimur bíður okkar;

þar sem grasið er hátt og mjúkt 

Þar sem vatnið seitlar blítt

þar sem ástin er blóð

þar sem kærleikur er vatn 

Þar sem allir eru eitt

ekki neitt 

Heart

Eitt sinn stóð ég á kletti og virti fyrir mér umhverfið, sá svo mikla fegurð, sá fiskana stökkva yfir yfirborð lindarinnar og blikka mig .... nánast bjóða mér góðan daginn.  Ég fann hlýjuna í umhverfinu, frá steinunum, frá mosanum, frá trjánum.  Ég var ein með öllum gjöfum heimsins.  

Þegar ég vaknaði grét ég yfir því að fá ekki að vera áfram í heimi þar sem allir eru góðir, þar sem allir eru eitt.  Ég get þó ekki grátið endalaust og verð að muna að gefa gleðina sem ég fann á þessum fagra stað og geisla tilfinningunni áfram til þín.

Til þín sem lítur við og umberð skrítnar hugsanir, konu sem er maður sem er hluti af þér og þeim heimi sem vefur okkur saman.

Mig langar í faðmlag og ætla að koma tilfinningunni frá mér sem ljóð í formi lita!

Heart Svo sjáumst við á óskastað með töfrasprota í hönd Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband