12.4.2007 | 20:55
Þegar glitrar í hjartastað ...
Ég dýfði tánni oní vatnið og það mynduðust rákir á yfirborðinu. Ég hugleiddi þær um stund og fanst vatnið dásamlegt og ákvað að kíkja undir yfirborðið. Ég opnaði augun og leið vel, ég fann að súrefnið pumpaði í fornum líkama sem aðlagaði sig að undirheimum sjávar og varð hluti af þeirri heild sem ..... er heilagt leyndarmál þeirra sem koma þaðan, eru þaðan og fara þangað!
Þið vitið sum ykkar um höllina sem tindrar á hafsbotni, um drottninguna sem elskar sólargeislana, elskar glitrandi steina, elskar tilveruna í kviði ástar og umhyggju.
Undir niðri sé ég vængi mína þenjast út og litirnir eru dásamlegir, líkt og regnbogans haf að morgni þegar döggin dropar af hafsporði lita. Ég get ekki annað en horfið til heima þar sem kærleikur og hlýja ilja alla daga.
Ég er tíminn, ég er sólin, ég er þú,
í augum mínum lýsir haf og heimur.
Faðmur þinn blíður,
ástarþekking og trú.
Minn heimur ást og friður,
dagurinn í dag ég og þú!
Börnin mín vildu ekki vera hjá mér í kvöld, þau báðu um ömmufaðm, ég lét eftir og sit og hlusta á Emmu Shaplin, hlustaði á Ellen Kristjáns syngja sálma ..... klukkan er gengin í ellefu að kvöldi og enn á ég kvöldmatinn eftir ................. Salat með engifer ristuðum kjúllabringum .... örlítið gerir varla mein.
Mig dreymdi að ég væri fiðrildi, þendi út vængina og ég settist á þroskað epli, umvafin epla akri. Mér leið vel og hélt för minni áfram!
Sælla er að gefa en að þiggja
og betra er að þiggja en hafna!
Hver þyrnir er þraut í mínu hjarta
hvert laufblað bjarg í mínu lífi
hver króna ástin eina.
Ég er eitthvað svo aum í sjálfri mér, langar að dýfa mér í hafið og heimsækja vinkonur mínar í konungshöllinni þar sem glitrar á steina, þar sem bjarminn nær kalli stjarna!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.4.2007 | 21:39
Ilmur .... Scent ..... Aroma .....
Jæja elskurnar mínar! Ég lenti nú í því óvænta, sem er af því góða! Hið óvænta góða eða slæma er okkur jafnan það albesta! Friðrik Karlsson hljómar undir þegar ég rita þessi orð! Ég elska fólk vegna minna en tóna hans! Mér líður eins og hreinni brók, eins og stöguðum sokk, eins og tandurhreinni sál!
Það er ekkert sem getur komið mér úr jafnvægi núna nema kanski Ilmur annars ............ þess er ?

Mamma þarna ert þú! Þessi elska sá mig á striganum, þessi elska sér það sem hann vill!
Lífið er eins og við viljum sjá það
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.4.2007 | 07:33
Fengur tímans ......
Inn í eilífðina er eilíft flug, þangað tekur eilíðartíma að komast. Við skulum njóta tímans er stendur í stað og býður okkur upp á vænt rjúkandi kaffi eða hunangsblandað te! Ég fékk mér kaffi, hvað má bjóða þér.
Annar í Páskum hefur boðið upp á sig. Og nú er ekkert því til fyrirstöðu að láta sköpun og kraft sameinast í nýrri mynd. Oft þegar hugarskotið er tómt stilli ég upp striganum og gef honum tíma. Gef honum svigrúm til að finna ljóðlínu lita sinna. Sköpun sem harmonerar í takt við andgiftina hverju sinni. Sagt er að ljóðlínan komu úr litaðri flösku! Myndrænt form ljóðsins kemur frá hjartanu sem er búið að sjá tóna dansa eftir snæri línudansarans.
Ég er árrisul að venju .... Katrín þetta er í annað sinn sem ég dreymi þig, hið fyrra þá töluðum við saman í símann og í hið seinna vorum við saman á æðra stigi þess að vera. Kanski vorum við á stjörnunni að spá og spekulera sem þýðir að við eigum snilldarlega margt sameiginlegt! Góðir hlutir gerast hægt og mig hlakkar til að hitta þig og fá að skoða listina þína og finna inspirationið sem umvefur þig sem silkislæða.
Myndin sem ég ætla að ná í er eldgömul rissa sett í nýjan búning. Þið fáið að fylgjast með! Nú loka ég mig inni og læt ekki slag standa fyrr en Ilmur verður sýningarhæf! Hún hefur fengið nafn nýja myndin og ilmar í sál minni.
Te eða kaffi einhver? Nú er ég spennt, þarf að skjótast í kjallaraskoðun og sjá hvað eilífðin býður mér upp á. Ég er fengur tímans sem fer vel með mig, er ljúfur. Heldur mér fastri í því munstri sem ég hef valið mér, þangað til tíminn er kominn til að halda áfram. Ég er fengur tímans!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.4.2007 | 07:30
Ljós og friður ........
Gleðilega Páska kæru vinir. Þessi orð hafa ósjaldan verið rituð undanfarna daga og merking þeirra þar með þúsundföld.
Hárgreiðslukonan sem ég klónaði kom í gær og klippti son minn og litaði á mér hárið! Ég held að klóninn minn sé eitthvað í nöp við mig. Sonurinn fékk snilldarklippingu og hárið á mér er orange!


7.4.2007 | 15:01
Sálarfrí ... logn og ljúfar stundir!
Loxins ............. þrátt fyrir góð kynni fararstjórans "moi" þá eru endalokin upphafi næst!
Nú er ég búin að pota títuprón við augasteininn á mér .............. er með eitthvað skrítið og vildi prófa að pota í það með Bachídýfðum títuprjóni! Er BARA aum við sjáaldrið og sálin gæti óvart skroppið frá ef ég held áfram!
Hræðilegt að vera sálarlaus um páska
Sársaukinn er sekúndubrot, sem líður og fjarar eins og vindur um eyra, eins og tíminn sem segir upp hlutverki sínu þegar það er uppurin staðreynd. Tíminn flýgur ... fortíðin ber, þegar við hugsum um birtuna sem er framundan, þegar við hugsum um gjöf framtíðarinnar sem skapast í því sem við köllum nútíð PRESENT .... eins og María Guðmunds fjallaði um ekki fyrir löngu!
Ég fylgi þér í gegn um lífið sagði fylgjan sem toppaði nefstaði. Sólstafir, strendur, gjafir og þú!
Heil mey, hrein.
Minn eini, sanni svanni,
sólin skín í sandinn,
spor mín marka þín.
Tindrandi stjörnur, lísa ríkum manni,
elur hjartslátt,
í takt við anda minn.
Saman,
sitjum,
hlið við hlið.
hlægjum, það er gaman,
Í stjörnuheimi frelsið er
líf eða dauði.
Páskaklæðnaður minn verður léttur, svartar fjaðrir, skór og tangabrók.
Ég er bólgin við augað þar sem títuprjónninn er ekki besta tækið til að kroppa í sálina.
Sálarfrí er þegið með þökkum.
GLEÐILEGA PÁSKA
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.4.2007 | 09:24
Ég hvísla orðum ....



Hún hvíslaði að honum

Ég bið um fleytifullt hjarta af ást,
passlega mikið til að þjást.
Ég vil finna ólgandi stemminguna,
sjá hana úr augum þínum, muna.
Ég vil sigla um heiminn á skelinni,
tæta hana í mig, kynnast innst inni.
Ég vil mála sál mína glæra,
horfa í gegnum okkur sem eitt, ástina kæra.
Ég opna mig sem blómið, kasta þyrnum á braut,
þenja vængina og vefja þér í mitt skaut.
Ég vel heiminn að fótum mér,
marka spor
Þú ert hér og ég er hér.
Ein í heimi
ein ást


Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.4.2007 | 17:44
Unaður ... snerting .... tenging ....

Ég er tóm, eins og gamalt ílát, gömul mayonesdós ...... Ég lít niður og virði blómin sem vaxa við fætur mér! Ég vildi ég gæti litið í andlit þitt og sagt hið sama. Ég óska þess að geta lagt sjálfa mig í þig eins og ávallt! Ég dreg hvert trompið á fætur öðru og kasta því frá mér eins og hverju öðru drasli!
Hlutverk mitt er stærra, meira og betra en að horfa inn í gáttir liðinna tíma. Ef ég væri tómið sem umlykur sál mína, þá vildi ég geta kastað hulunni af og látið mig svífa. Tekið flugið hátt, hátt, hærra!
Hið eilífa líf er í þeim lit sem þú sérð það á þeim degi sem þú opnar augun!
Ég er fugl í eilífðardansi, þyrla vængjum þúsund sinnum hraðar, þúsund sinnum oftar,
ég er fuglinn sem náði ekki fótfestu, nú get ég flogið.
Þú ert styrkurinn og stoðin, þú ert mitt fyrsta flug, mitt fyrsta flug,
þú ert stökkpallurinn sem var.
Ég er farin, flogin, þen vængina,
án mín ert þú stökkpallur einskis.
Minningin um stökkpallinn skiptir mig engu máli, engu máli,
minningin um þig er horfin.
Ég er fuglinn sem flýg hjá, flýg hjá,
gömlum greinum, gömlu einskis, minningu fortíðar.
Ég er styrkurinn og stoðin, þú leitar til mín, leitar til mín,
ég er til staðar, þó fjarri ...................
Lífið heldur áfram!
Tómleikinn er ástand
Stundum er gott að vera tómur í stuttan tíma
Gleðilega Páska
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2007 | 19:59
Kitl ..... óþægilegt kitl
Konu sem kitlar ekki, kitlar í hálsinn, er með þurran háls og hef þónokkur óþægindi! Ekki óskakitlið en það má geta sér til um að þetta sé hin heimsálfuflensan að læða sér í kok mitt!
Hef verið mjög jákvæð með að þetta sé eintóm ýmindun hjá mér, að ég sé komin á ýmindunarreit sjálfsins þar sem allt og ekkert gerist eftir þörfum. Á milli þess sem ég hef starfað heima í kvöld þá hef ég setið með strigana við hendi og kanski, hver veit!
Langar í skemmu, hún má vera hvar sem er í heiminum, alveg sama hvar en þægilegt væri að geta komist þangað við og við. Þeir sem biðja um lítið fá lítið svo ég hef ákveðið að biðja alltaf um MIKIÐ!



2.4.2007 | 19:01
Í öllum heiminum!
Í öllum heiminum
Er enginn eins og þú.
Ég er sérstök og einstök sem stök bára í lygnum sjó eða ólgandi hafsins alda.
Þú ert einstakur svo sér og yndislegur á háum hól eða í litlum kjól
Strákur í kjól
Stelpa í stól
Saman svo sæl dansa þau samba og cha cha cha með stæl
Hann er brosandi
Hún er hlæjandi
Sitt í hvoru lagi hugsa þau um hvort annað
Hann þenur kassan og dreymir um hana
Hún lyftir upp brjóstunum hugsar um hann
Þau eru svo ómissandi hvort fyrir annað ....
Svo rosalega hýr, annað væri bannað.
Köttur út í mýri, veiddi mús sem hann giftist ... svo eignuðust þau börn, það fyrra var kisa með músarskott og það seinna mús með loðna bringu!
"'Í mallanum ólga þúsund fiðrildi sem kitla mig alla að innan"
1.4.2007 | 11:11
Í kirkjugörðum alheimsins ....
..... hvíla ómissandi menn og konur!
Hvar erum við þessi ómissandi Jón og Gunna = John and Ann = Pepe y Maria = Gertrud und Finn að gera og hvað erum við að vilja, HVAÐ ?
Krafturinn seitlar í æðunum, skynsemin heldur aftur að mér enda verð ég að fylgja fyrirframákveðnu marki. Sjá hámarksárangur! Silfurskeiðin, gullkórónan eru ekki næg til að takmarki sé náð!
Húni konungur vinur minn gullnámugrafari er ekki enn farinn að sigta sand né hirða molana sem sá hvíti kastar í okkur, hægri vinstri.
Í morgun tók ég rjúkandi kaffibolla fyrir kl. 0700 á íslenskum tíma ..... Útbjó ávaxadrykk dagsins og tók yngingarlyf. Ég nebbl. lít út fyrir að vera 30 + en er mörg þúsund ára gömul.
Afi heitinn kom til mín í draumi og sýndi mér ásýnu sína. Ég fékk undarleg skilaboð, undarleg!

