Örmagna ........

Svaf næstum því út í morgun ..... Spurning hvernig maður gerir það ?  Jú, þegar konugrey hefur loksins einn útvaldan dag til að sofa út eða dorma e. meira margra vikna sleitulausa vinnu þá kemur dóttir mín ofurljúfa full tilhlökkunar og vill fá að ræða við mig .......  Auðvitað glennti ég upp augun, innréttaði jákvæða hugarfarið og bað hana um að gefa mér korter!

námsfúsa hárgreiðslukonan

Málið var að ein af mínum fjölhæfileikaríku persónum er hárgreiðslukona sem óspart lofar hárgreiðslum og litunum og alles!  Æj....elskulegi engillinn minn hún Íris Hadda er svo ofurdugleg að hjálpa til það er frábært að geta fundið ástinni farveg í einföldum hlut eins og að setja strípur.  Við undum okkur í þetta og ég var heillengi að blokka hárin í gegn um hettuna, dúllan var eins og úfinn hænurass í vindi!  Litunin kom vel út og er hún algjört bjútíkvín þessi engill.

 

mjólkurprinsessa
 
Litla Mjólkurprinsessan mín.
 
Ferðinni var heitið í Bowling og út að borða, yndislegur tilhlökkunar krakkadagur og fórum við vinkonurnar saman Elín (www.bjorkin.com) með sína þrjá prúðu drengi og ég með mín þekku börn.
 
Ég er útkeyrð, búin að fá afsökunarbréf frá syni mínum sem er nýkominn úr sturtu með aðstoð systur sinnar.  Við skulum ekki fara nánar út í hversu þekkur hann var en það má sá sem allt veit að ég er með verki í öllum líkamanum og allskyns afneitunareinkenni hrjá mig.
 
Ég á bara þekk börn
lífandi börn
með hamingjuþrá.
 
Kasta sér eftir bowling brautinni, skríða út um allt, troða sér, hlæja hátt og grínast.
 
Já lífið er þessi hversdagslegi broslegi dans sem við elskum út af lífinu.
 
Ég vildi ekki vera án þessa dags því hann gaf mér meira en þreytu og tár.
 
Heart
 
 Ég er rokin  uppfull af fiðluleik Sigrúnar Eðvaldsdóttur og píanóleik Selmu Guðmundsdóttir. 
 
 

 

 


Fingurkoss og ástarfoss ....

Í kvöld byrja ég á morgunverkinu mínu, nefnilega setja fagra tónlist á fóninn.  Diddú er alveg að bjarga mér í björtum aríum.  Ég er komin út úr mér, er orðin fráhverf því að heita ég, að vera ég!

 

Annara manna skór

 

Ég loka augunum og hlusta á líkamann og finn það að einstæð móðir (grasekkja) byrjar varla daginn á því að leiga sér flutningabíl, fara og ná í sófasett og bera það upp á þriðju hæð í blokkaríbúð með aðstoð Húnakonungi vinar míns ..... mörg andlit zordisar taka þátt í deginum sem hefur verið nokkuð fjölbreyttur.  Svona er hún litla ég, ef mig skyldi kalla Heart  Og skótauið mitt var ekki upp á marga fiska í burðinum ....... eiginlega allt of stórir sandalar sem eru komnir í ruslið núna! 

Ég er berfætt og anda Diddú niður hryggjarlínuna og kraftur hennar seitlar eftir æðum.  Ég er alveg að koma til núna, miklu betri!

 

Hókur Pókus
 
Í andanum er ekki til mein, hvorki né 

 

Í rauðum spariskóm nágrannans, silkiskyrtu og grárri ullardrakt í þokkalegum hita lét ég fákinn ríða um suður strendur Spánar .... málað brosið fór ekki af vör enda er svo miklu betra að brosa og ýfa upp gleðihormónið, láta hamingjuna vera í fararbroddi.  

Haf og heimur, hugur kær

hönd mín leggst í þína. 

Þú ert svo fjarri, þó svo nær! 

ástarjátning blíða. 

Faðmur þinn er sængin mín,

senn hjúfra mig að þér. 

Ég hvísla ljúft "te quiero" til þín

koss í hljóði frá mér.

..... frá konu til manns, engin venjuleg kona sem ann Heart



Gull og grænir skógar

Efnið teygir anga sína um tilveruna sem er gullskreytt draumum.

  Gamall göngustígur, svo þröngur, svo dimmur, svo þrunginn lífi, svo andhverfur lýsingunni.

  Fortíðin er hluti af slóðinni sem ber þess merki að vera mikilvægasta tenging tveggja tifandi hjarta er slá í takt.

Moldin.

Framtíð hins nýja

Skógurinn

Ég er barrnálin sem ilma svo vel ég er hið rotnandi lauf er næri lítinn skógarfífil. 

Ég er vindurinn er feykir lífi á milli staða.

 Heart

Alein með sjálfri mér með heiminn á höfðinu sem gyllt blómaskraut,

gyðjan sem drottnar yfir landi og sjó.

Vorið er yndislegt

Heart

Fallegi draumurinn .....

Rautt kristalshjarta, risastór eðalsteinn ... draumurinn rættist, spádómar konunnar rættust .... það er allt að rætast!  Framundan ........................ Orð án ábyrgða fá aldrei réttu anditi mætt!

Móðir jörð grét af fögnuði þegar ég náði að opna sálarspegilinn, jörðin átti þessa stund og himinhvolfið lét falla þá allra fallegustu rigningu til þessa.  Einn dropi á eftir öðrum varð að litlu flóði, varð að ökklablautum vegfarendum, varð að öngþveiti og vitleysu.

 

Elíf Ást

Appelsínutrén drukku í sig hamingju móðurinnar sem horfði stollt á afurð sína og það ilmaði af lótus og appelsínu blómum.   Það er fátt notalegra en ilmur lótustrjánna eða ilmu appelsínublóma.  Það er fátt notalegra en að slá takt með iðandi lífi jarðarinnar.  Ástin er ilur sem veitir af sér jákvæðan óm sem stundum hríslar eftir napri sál gefanda / móttakanda .... ilurinn er ástin sem kúrir í hjartarót þess er gælir við orðin.  Orðin eru innantóm þess er hvorki hefur il né ást!

 

Ástin er hvorki deilur né stollt 

né ilur sem kulnar

Ástin ert þú

og ég

Heart

Draumurinn um kristalshjartað er veruleiki. 

Veruleiki sem eru svo sannur

svo tær

það tær að tár mín fegra ekki stundina 

Ég græt. 



Gamla konan ...

Það kom til mín gömul kona, hún virtist ekki gömul þegar ég horfði í augun á henni. 

gamla konan

Hún hvíslaði inn í sál mína, orð sem ég gat móttekið, sum orðin framkölluðu viðbrögð bæði góð sem miður góð. 

 

Viðhorf mitt til lífsins ræður töluverðu um hvernig ég tek þessum upplýsingum.  Gleðin er sú vinkona sem ég stíg með í gegn um lífið.  Ég hef hitt systur gleðinnar, sorgina sem staldrar sem betur fer stutt við þegar hún lítur við.

Ég er skaparinn í mínu lífi, þegar upp er staðið minn eigin orsakavaldur sem snerti við svo mörgum sem eru í kring um mig.  Maki minn og börnin númer eitt, 2 og 3.  

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

HeartHeartHeart

Gamla konan  sýndi mér tilfinningu sem óx frá hjartanu

Hún gaf mér mikla orku

og góða hugmynd

Nú er það undir mér komin að taka stundinni 

framkvæma. 

Heart

Sunnudagur til sælu, svo sannarlega.  Mig langar að fara í bíltúr með fjölskylduna.  Finna draumahúsið við ströndina og setja mynd af því á ísskápinn.

Teikna svo mynd af okkur að grilla og bussla í einkalauginni okkar.

 Ég ætla að leggjast á sólbekkinn og safna C vítamíni í kroppinn, Það er laus bekkur fyrir þig í raunveruleikamyndinni. 

Ertu til?

 


Emma Chaplin og ávaxta twist

 Þá er hann kominn

Eftir vikufjarveru

FÖSTUDAGUR 

 

Ávaxadagur
 
Ávaxta twist
 
Föstudagur fyrir mér er eins og allir hinir dagarnir.  Kemur ferskur og kitlar iljarnar.  Undirbúa börn fyrir skóla og kyssa á kinn.  Á meðan Fjallið fer með þau í skólan set ég tónlist á fóninn og finn mér til ávexti dagsins.
 
Emma Chaplin er á spilaranum, það er sko orkubúst að hlusta á þessa litlu ofur písl taka lagið.  Mæli með að þú finnir tónlist með henni og dæmir fyrir þig.
 
Kiwi, banani og ananas er þokkaleg blanda í takt við tónlistina.
 
Föstudagur sá allra besti til þessa.
 
Hér er ég
um mig
frá mér
til
Þín.
 
Gríptu daginn, hann er skapaður fyrir þig 

 


Ást á Íslandi án þess að vera á Íslandi .....

 Íslands ástin
 
íslandsástin mín
Áhrifin geta verið ógnvænleg
 
Ísland er fallegt land, 
hlýtt og kalt,
þurrt en blautt.
Ísland er bjart land,
dimmt og svalt,
sætt svo biturt.
Fósturlandsins arfur 
 
Það að eiga ekki samastað er eins og líkami án hjarta, eins og hjártsláttur án blóðs,
 
Eins og manneskja án alls.
 
Að tilheyra heild er heiður, vera hluti vera með.
 
Heart Ísland er ég, ég er Ísland Heart

Smá slökun ...

Litli engillinn minn er með svo ljótan hósta, með eindæmum hvað drengurinn getur gellt!  Heimasætan á síðustu stundu að gera verkefni í skólanum og við mæðgur sátum saman í morgun og lituðum meistarastykkið hennar!  Smá touch frá mömmu er bara gaman!

Ég vaknaði hægt og rólega við hliðina á syni mínum í hans rúmmi.  Klóraði honum á bakinu og sólin yljaði nefbroddinn minn.  Ég blundaði í hálfkæringi, stökk á nef mér og aftur til baka.  Ósjálfráð hreyfingin varð til þess að ég fór fram úr en læddi mér undir mína sæng.  Smá slökun fyrir erilsaman dag!

 

Ohhhhh. það er svo gott að finna máttinn undir niðri og stíga svo rétt fram úr og takast á við verkefni dagsins.  

 

hamingjuduft fyrir alla, konur og kalla .....
 
 Hókus Pókus Hamingjuduft fyrir alla.
 
 Yndislega venjulegur dagur.  Smá vindur en sólin krækir undir skinn svo það er ekkert sem getur spillt deginum.  Ef ég gæti þá væri ég til í að liggja í dúnmjúku fjólubláu skýi og ná mér í smá orku til að gefa meir, til að vera betri manneskja.
 
Heart Í hverju það felst að vera betri verður að koma í ljós með tímanum Heart
 
 

 


Hugh Grant og baráttan um appelsínudjúsinn ....

Ég er afskaplega fegin að hafa vaknað í morgun ... Það er gott að koma og fara úr draumaheimi, verða ekki pikkfastur í svörtum Audi með Hugh Grant .... eða verða handtekin fyrir að vilja nýkreistan appelsínusafa, eða vera ótrúlega loðin á leggjunum!

Oft er þörf en nú er nauðsyn að finna sér nýjan hárgreiðslumeistara þar sem minn er búin að sýna afleita framkomu og er farin að klippa ílla sökum eigin angistar!  Litla kindin.

Í morgun þá setti ég Diddú og Ave Maria á fóninn, blaðaði í litlu bænabókinni minni og sendi okkur öllum óskir um vonina.  Það er gott að geta valhoppað á 38 ára gömlum leggjum og blístrað eitthvað óþolandi.  Fleytja chi-inu áfram, stuðla að besta NÚI sem þessi dagur getur boðið uppá.

Eigðu djúsí dag 

 

Appelsína allan hringinn
 
Hver er sinnar gæfu smiður 

 


Snerting ....

Sterkustu tilfinningarnar koma oft á tíðum með blíðri snertingu sem vekur okkur upp.  Snertingin er  yndisleg og dásamlegt að geta snert sálina hvert í öðru.  Snertingu má inna með tónum, orðum með þeirri einu sönnu staðreynd sem líðan okkar er hverju sinni eða með þeim hætti sem okkur einum er lagið!

Ég um mig frá mér til þín er streymi sem má vera ofar.  Það er staðreynd að við mannfólkið fyllumst eilífum áhuga á umræðunni um okkur sjálf og gleymum stundum öllum þeim elskum sem umvefja okkur nærveru sinni.  Mig langar að gefa meira af mér til þín og þeirra sem þurfa.  

Gefa mér að þér og hlusta, vera nær og til taks þegar þannig stendur á.  Finna hið eilífa jafnvægi þess að vera góður félagi og vinur.

augnayndi
 
Það sem snertir hjartans strengi er sú fegurð sem við nemum
 
Gyllt ást

 

Ég blæs á þig úr fjarlægð 

Ég sendi þér sál mína í einum blossa,

sem þýtur af vörum.

Ég sendi þér ilminn 

ljúfa

góða

Ég snerti hjarta þitt

blíða

Ég umvef ást minni

inn í þína.

Ást er að elska, virða og vona að hún verði móttekin alla lífsdagana. 

Gefa það góða frá sálinni sem kallar á fegurð frá þeim sem er snertur. 

Ég umvef mig þér og vona að þú getir elskað mig á einlægan og þinn eina hátt! 

Ást er að elska og verða elskaður á móti!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband