Fegurð

Fagur, fagur fiskur í sjó.  Með rauða kúlu á maganum, röndóttur á halanum .......

Ósjaldan lékum við okkur í þessum leik, litla skottan mín með orange lituðu lokkana og endurtókum leikinn hvað eftir annað.  Fegurðin í hugskoti mínu leitar  aftur um 10 ár.  

Fyrir tíu árum bjó ég með lítið stelpuskott og var hamingjusamasta manneskja í heimi.  Okkur skorti aurana, áttum þó fyrir mjólk og brauði.  Okkur raknaði ýmislegt nytsamlegt og vorum við nokkuð fínar saman.   Áttum fallegt heimili og góða vini.  Vinirnir hafa sannað sig hverjir eru með tímanum því það eru bara sannir vinir sem rækta fjarvinskap við svona kerlingar eins og mig ......  Takk fyrir að vera til, enn þann dag í dag Heart

Það vildi svo til að skottan mín, svo ofboðslega duglegt og skynsamlegt barn.  Hefur fæðst til að ala móður sína upp, það er nokkuð ljóst!  Já, litla tröllabarnið mitt nefndi nokkrar tölur sem móðir mín skrifaði niður. 

Mamma sagði að þetta væru örugglega mjög merkilegar tölur og ég ætti að nota þær!

 

Strákaleg með stutt hár
 
Mikið rétt að þetta voru mjög merkilegar tölur
 
Ég er ein í hópi margra sem lít á lífið frá öðru sjónarhorni.
 
Finnst gaman að vera til og spinn minn lopa eftir mínu höfði.
 
Hjólbörur eru t.d. sexy troðfullar af mold með appelsínutré
 
Lífið er lottery
 
Það vinna allir ef þeir bara spila með 
 
Heart

 


Það óvænta ...

Það er ekki nóg að vera hamingjusamr og ánægður.  Það er sko ekki nóg að ganga um með langar neglur, eða liðamjúka leggi.

Ohhhh ............. viðkvæmnin er stórkostleg, Við skulum ekki vera að skoða það nánar!

Jæja, ég læt þá bara sem fullt af MILÐALDRA konum og verð í S inu mínu eða í þessari ónefndu samkomu sem er án skilyrða  ..........................

Þegar þú finnur ilminn af appelsínu trjám og  veist að allt er í eðllielgu horfi, þá langar þig bara að þefa og láta allt vera eins og það er er ....................................

 

 

 

 Ilmur appelsínutrjáa .................. er

fáðu þér eina ......

guðdómlegur, hann er eitthvað sem enginn vill vera án.

 

Hann er Orange

frjáls

okkar 

 


Inn og út um gluggann ...

Þegar mamma og pabbi bömpuðu og amma og afi mossuðu.  Hvað geri ég og minn maður!  Hann er íllfáanlegur á sjóðheit salsa kvöld, vill ekki eyða tímanum frá börnunum og hatar allt sem heitir fjarvera frá kjarnanum.

Ég er lánsöm um það er ei að villast!

Það væri nú gaman að taka eitt kvöld eins og Jóna Ingibjörg og taka villt tangó með góðum hóp af vinum.  Já, ég væri til í það.....talandi um J.I.  þá bjó svei mér þá bara öll familían mín í húsi n°57 ...  Verð að fá að koma og anda að mér fortíðinni og spyrja nokkurra spurninga. 

 

Water spirits e. Jane Starr Weils
 
Ég held að Ghostbuster græjurnar séu ekki þörf í þessu tilfelli.
 
Heart
 
En ég fer allt í einu að hugsa tengingar og tengsl, ég er svo skrítin mannvera að veröldin hættir ekki að faðma mig og skilja eftir sig góðar leiðbeiningar.  Ég trúi því að það er ekkert tilviljun í þessum heimi.  Að sjálfsögðu sköpum við okkar góða reit, okkar eigin líðan og lifum svo eftir bestu getu hverju sinni.
 
Það er kanski ekki rétt að tengja allt við alla en svoleiðis er ég bara.
 
Þegar ég sé banana þá detta mér EYRU í hug.
 
Wonder why 
 
Hvað dettur þér í hug ......... BANANI? 
 
LoL Ég ætla að vaða aðeins í grunnu lauginni, svo miklu betri fótfestan þar LoL
 
 

 


Argintæta í svörtum blómakjól ....

Vinnudeginum er náttúrulega aldrei lokið!  Ég sem starfa til að lifa, en ekki öfugt þótt svo að undanfarið hef ég haft þau slæmu einkenni að líta út og hljóma eins og konan sem lifi fyrir starfið.

 

Vinnusjúklingur

 

Ég verð bara að grípa í tætuna á mér sem argar á allt og allt í kring um mig þótt svo ég reyni að halda þokku í skefjum.  Ef mig misminnir ekki að þá þýðir orðið Þokka = höður sem þýðir hár!  Man þetta ekki sérlega vel þar sem þessar uppgötvanir voru gerðar með orðabók á 12 ára aldrinum.  Oooog síðan eru liðin nokkur ár Whistling

Ég er betri í útbrotunum sem ég sankaði að mér á Íslandinu og er búin að vera dugleg að bera á mig krem og dudda við mig.  Ég trúi því að allt þetta ávaxta át skili sér til húðarinnar en það virðist vera sem húðin sé að segja mér hitt og þetta, sem er tekið sem slíku.

Þarf að kanna hvað Dr.Hay segir við þessu en hann er frábær í að skilgreina sál og líkama og tengingu sálar við kropp.

 

Svona er ég ....
 
Á meðan ég er að rannsaka málið þá held ég áfram vexti í þeim skilningi sem mér einni er lagið, vaxa vel svo flestir njóti með mér.  

Ég hóf daginn að orkuríkum og gulum ananas safa, andaði að mér C vítamíni og horfi á ávexti allstaðar í kring um mig.  Vínber, epli og mandarínur.  Já, öfgarnar eru mér hliðhollar, takk fyrir að þetta sé ekki eitthvað verra og dýpra en gullfallegir og bragðgóðir ávextir.

 

Lifið heil, í sátt og sælu því þá er allt svo miklu betra 


íslenskt munstur alltaf velkomið ...

Ég sé mig eins og gamla konu, konu sem er orðin 100 ára og hefur lifað tímana tvo.  Ég er lánsöm manneskja að hafa makann við hlið mér.  Ég þarf ekki að vera sammála honum í einu og öllu, ég þarf ekki að elska fötin sem hann gengur í eða dást að greiðslunni hans í tíma og ótíma.  Ég þarf bara að virða hann og skoðanir hans, milda minn hug þegar hann er hvass og skerpa hann þegar hann er vælinn.  Samspil tveggja er ekki alltaf létt enda er það í takt við lífið sem er ljósbrot af öllu sem kramið hjartað færir okkur.  Kramið hjarta eða útþanið ... skiptir ekki máli, það er alltaf að slá!  

 Ungfrúin og Fjallið

 

zordis 054
 
Nú Frú og umvafin heilögum faðir .....
 
I gömlum strigaskóm stikla ég sömu spor og margir
 
horfi á sama Fjall og margir
 
Segi sömu orð og margir
 
En þessi  orð eru mín þótt samhljómur sé þúsundfaldur.
 
Ást á Föstudagskvöldi þótt mig langi mest til að vera önnur!
 
 
Bros bræðir hjarta
ljós lýsir myrkur
hjartað leiðir ljósið
er umlykur myrkur
 
Heart
 


Áttu leið hjá ....

Þvílíkur úrvalsdagur

Sólin skín jafnt úti sem inni. 

Það er löng helgi hjá þeim sem njóta hins heilaga dag feðra.

Sunlake 016
Koddu í heimsókn
Í garðinum mínum getum við tínt sítrónur, appesínur og fengið nægt C vítamín í kroppinn.
Við getum verið vinir og létt á hjartanu.
Munum að fagna mánudeginum
Smile Ég er eitthvað svo glöð Smile
Heart

Augu þín ...

Þegar ég leit í augu þín sá ég að landamærin höfðu engin mörk.  Sálarsvipur þinn gaf sig að mínum, ég man eftir þér og ég hef fundið þig.  Tilfinning sem mótaði hugsanir og orðin villtu sýn.

Fjallagarðarnir voru eilífir og má segja að nafngiftin þín sé rakin til þeirra.   Þú ert Fjallið mitt, stoð mín og styrkur.  Ég elska þig með öllu sem seitlar í vanmætti þeim sem er að vera.

 

fullkomnun
 
Formið er svo dásamlegt
 
Að geta fundið til og elskað það
 
Ástarleg er tiltektin, endurfundir og augu þín. 
 
Heart

 


Í bráðri lífshættu ...

Um ástinabráðri lífshættu.  Dagurinn brosti við mér, ég hvolfdi úr bolla en hafði ekki tíma til að kíkja í hann.  Ég gaf mér ekki nægan tíma til að sinna sjálfinu og hlóp út!

Fór og náði í tvær skutlur og við sem leið lá nutum sólargeislanna og á vegi okkar varð hvolpsræfill sem hafði blíðustu augu.  Augu sem blekktu heldur betur.  Ungur Scheffer hundur sem trylltist þegar við ætluðum að stíga fram hjá óyndinu sem varð til þess að konunum stóð ekki á sama.  Ég var náttúrulega slök enda fararstjórinn í ferðinni.  Stundum verður maður að horfa fram hjá aðstæðum og finna fyrir rónni í tetrinu.  Nákvæmlega W00t

Með hundsginið slefandi á vinkonuna, sagði ég við hana að róa sig og færði hana frá óvininum og setti mig við tryllt dýrið.  Ég andaði djúpt og hugsaði fallega og við gengum áfram í átt að viðkomustað.  Ég leit ekki til baka heldur heyrði hvellt geltið og í huga mér sá ég slefandi munninn og hvassar tennur sem voru til í vænt fleskið.  Djö....er maður nú girnilegur .................

 

húsbóndahollur fjandi
 
Íllur og til í tuskið
 
Hér var sagan bara hálfnuð.  Spænskur ofurpungur átti leið hjá og ég bað hann um aðstoð.  Villa um fyrir hundspottinu sem hann reyndi.  Vinkonur mínar stukku upp í næsta bíl en mín beið leiðin til baka í bílinn minn en ekki bíl OFUR PUNGSINS .... ég klifraði upp á háan vegg og stiklaði á milli veggja og komst heil í bílinn meðan Iberíu tröllið lék sér að lífinu við að bjarga þrem fögrum meyjum.
 
Þetta var sko almennilegur karlmaður 
 
Kom seint heim.
 
Fékk wok eldað grænmeti í kvöldmatinn
 
Heart frá þeim eina sanna svanni Heart
 
Crying Voff og Urrrrrr Frown

 


Er ástin skuldlaus ....

Velti því fyrir mér í kvöld hvort þessi ást sem ég ber í hjarta sé skuldlaus eða hvort einhverjar kvaðir séu á henni.

Ástin er kvenkyns þótt hún henti okkur öllum vel, ástin er ljúf og laðar fram það besta í okkur öllum.  Ástin er það ljósa sem fær grimma til að vera góða, fær ljóta til að vera fagra og svo mætti lengi telja.

En, er ástin kvöðum bundin?  Held ekki, allavega ekki í þessu átta að verða níu löngu ár sem hafa liðið í einni svipan.  Á þessum tíma höfum við elskendur dauðans eignast barn, eignast fugla, eignast hvort annað og eignast  svo margt!  Sumt sem hefur valdið sorginni og annað sem hefur kallað á systur hennar gleðina.

Eplið minnir mig á ástina.   Ástin minnir mig á silkiorm.  Er minnir mig á postulín.  Postulín minnir mig á styrkinn.  Styrkur minnir mig á Ástina sem er saman sem merki við Eplið.

Hvað er betra en líkingarháttur á því sem við elskum, að vera með þeim sem við elskum, að vera það sem við elskum.  Ástin er þetta litla brot í lífinu sem er stóri þátturinn í lífi okkar.

Elskum hvort annað, lífið er of stutt fyrir það neikvæða of stutt fyrir dapurleikann og allt of stutt fyrir að glata ástinni sem hvílir í hjartastað, er bíður eftir að fá að láta ljóst sitt skína. 

 

 

Kærustupar
 
Kærustupar
 
Lífið á að vera sælustund þó með viðkomu á sker til að ná andanum.  Lífð er bara gott og það umlykur okkur þeim ilmi sem okkur er kærastur.
 
Í dag finn ég þá dásemd er seitlar frá hjarta mínu, það er ég sem ræð. 

 


Angan þín og ilmur mig nærir ....

Ósköp venjulegur annasamur dagur.  Dagurinn var blanda af hittingi við fólk, skriffinsku (ekki finnsku) heldur spænsku, ensku og íslensku og norsku.  Sólin yljaði mér í morgun í gegn um orange litaðar stofugardínur .... Ég klæddi mig að hætti vordísar og fór í hnébuxur með klauf, fór í silkiskyrtu með góðu hálsmáli og sandölum.  Ég var svo ánægð með morguninn að ég tók mynd af Yasmín sem er ilmjurt er ég hef í bakgarðinum hjá mér!  Í morgun var hún með rósrauða knúbba er breytast í hvít og yndislega ilmandi blóm.

Þegar blómin springa út þá held ég til í bakarðinum agndofa af ilm sem seitlar niður æðarnar og nær hjartastöðinni.  Þegar þessi ilmur snertir hjartastöðina þá langar mann bara að elska einhvern.  Þó ekki einhvern, einhvern heldur þann sérstaka einhvern í lífi þínu! 

 

Yasmín jurtin mín
 
Við rætur Yasmín hvílir litli garðálfurinn, hann heitir Ricezza og sér um gjöfulan vöxtinn.
 
 
Enn einn grænn dagurinn á enda.
 
Eggaldin skorið í þumalsþykkar sneiðar
laukur skorinn í sneiðar og lagður ofan á
tómatur skorinn í svipaðar sneiðar og lagður á laukinn
persil og hvítlaukskurl
olífuolía
Ofnbakað á vægum hita í 30 mín (ca)
 
Borið fram með kolsýrðu vatni með dass af ferskri sítrónu
 
Maturinn finnur leiðina að hjartanu
Ilmurinn gerir það líka
hjartað er í góðum málum þegar allir keppast við að halda því heitu.
 
Heart

 
Áður en ég leggst til hvílu þá hvísla ég fallegum orðum að litla álfinum sem gætir Yasmín, hann gætir að garðinum mínum en þar búa margar plöntur og margir litlir álfar og fuglar sveima um.  Stundum kíkja þeir inn til mín, þeir vita að þar mega þeir ekki dvelja því lífð er best í garðinum.
 
Allt er vænt sem vel er grænt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband