Frelsi til að vera til ....

Það er svo oft talað um frelsi og frelsi og meira frelsi.

Í dag var ég frjáls og fór á vit þess leynda og hugsaði með mér ýmislegt sem var þó allt mjög jákvætt.  Nokkur fiðrildi komu og hvísluðu að mér spennuorðum ..... ég leifði mér að hlakka til.

Blindur hittingur þótt ég vissi svo margt en samt ekki neitt!  Nú er bloggvinkona mín Jóna Ingibjörg mér sýnilegri og þakka ég henni fyrir skemmtilegt spjall um heima og geyma......

 

Café Milan í góðum félagsskap
Myndin af okkur er frekar hreifð
 
Fallegar stöllur létu brosandi barþjóninn taka myndina.  Við verðum bara að endurtaka leikinn til að fá stillta mynd en það er kanski hægara sagt en gert þegar ormurinn fer á kreik.
 
Góður hittingur stendur upp úr eftir daginn.
 
Leið lá inn í Fífusel þar sem trúboðasamkoma var í fullum gangi.  Mikið skrafað og rætt á þeim fundi sem var hinn skemmtilegasti þegar upp var staðið.
 
Afmælisgjafaspjall og þjóðfélagsumræður
 
Heart En ég segi bara takk fyrir góðan dag kæra Jóna Ingibjörg hann var vel þess virði Heart
 
Café Milano svíkur engann .... takk fyrir ábendinguna Katrín. 

 


Umhveris eru veggir ....

hvítir  og gráir!

Þegar tetrið er eitt og sér, ótal hugmyndir og minningar koma í hugann ......  Það er óhætt að segja að kvöldmaturinn hafi verið allt annað en girnilegur en hann þjónaði tilgangi sínum!  Eftir 12 bolla af kaffi og 2 banana í morgunmat þá var ég glor þegar ég kom heim í kvöld.  Heima beið mín jóla andinn og troðfull dósin af Quality Street nema það vantaði nokkra kókosmola .....

Það er ómælanleg þreyta í kroppnum sem er þó með hrekkjupúka inn í sér sem glaðhlakkast á móti...

Ég er eins og fuglinn sem flýgur

verð ástfangin af þínum hrjúfa

ómætstæðilega vanga

Heart

Ég er eins og ástin sem líður

verð fugl, bikasvört fiðruð

angans ilm fanga

 

(ÉG) Á morgun á ég stefnumót, sagt við föðursystur mina !!!  (HÚN) "STEFNUMÓT" Devil  "ERTU EKKI GITF"  (ÉG) Ha, jú, jú, en það er kona ..... (HÚN) KONA !!!!!!  (ÉG) Æj ..... láttu ekki svona .... hún er bloggvinkona mín ..........................  LoLLoL

Bara gaman .... kl.13.00 er góður tími fyrir kaffiorminn mig og ef þið hafið góðar tillögur að kaffistað í nánd við Grensásveg þá er ég búin að vera svo upptekin í dag að enginn tími gafst til að finna gott hús þar sem serverað er kaffi.

Ég er bikasvört, stíf í fjöðrunum ....... Hlakka til að hitta þig á morgun bloggvinkona .... kem með myndavél svo við getum látið þjónana taka mynd af okkur saman ............................ 

 


Alein ....

Þær stundir sem við erum fjarverandi frá þeim sem við elskum mest í lífinu eru í senn góðar og erfiðar stundir.  Símtal frá syninum með ekkaköst, grátandi frá sér sjáöldrin af því að hún mamma er ekki til að kúra í.  "Koddu núna, mamma" sagði Enrique sonur minn Crying, Íris Hadda dóttir mín er blíð og góð við hann og ég veiði oft orðin á tungunni á mér að segja; vertu góð við son þinn ...... Whistling  Er að sjálfsögðu að meina bróðir þinn!  Þetta kemur einum of oft fyrir að þetta er bara fyndið.

 

Fjallið er fast fyrir og hugar að litlu snjáldrunum mínum, er þeim blíður og góður faðir og uppaldandi.  *dæs*

Hvar væri ég án hans,

hver væri ég án hans?

Elska þennan strák ..... alveg rosalega mikið ...... 

 

 

Pensativa
 
Sit ein við hafið
gæli með tásunum
dýfi þeim oní
það er kallt
að vera
ein
 
Full tindolla af Quality Street  bíður þín
Fáðu þér mola með mér
það er svo vont að vera einn
of lengi! 

 


Sá Hrafna tvo á sveimi .....

Þeir svifu tignarlega, bikasvartir.  Þeim hafði sinnast og rifust hástöfum í háloftum, ég varð of sein ... náði ekki myndinni frekar en áður.  Það er mikið af þessum elskum í hrauninu og nú er spurning hvort ég fari á hælaháum skónum út í hraun til að freista gæfunnar!

 

Krunk krunk
 
Glæsilegur
 
Fallegur, kaldur og bjartur dagur
 
Í dag mun Hveragerði heimsótt og svo brunað á blessaða Heiðina
 
Dásamleg slökun í allan dag 

 


Bloggvinafundur í Selvogi .... kyngimagnað

Í dag lét ég verða af  því að fara á óskastaðinn eina.  Missti af Himnaríkisför eða réttara sagt Skrúðgarðsferðinni sem ég las um á blogginu hjá Gurrí ......  Ég skal trúa því að það hafi verið gaman að hitta skemmtilega penna, sjá framan í andlitin sem Gurrí orðar svo pent á sinni síðu LoL

Frúin brá sér með sínum bloggvinkonum í Selvoginn.  Sá allra fallegasti vogur sem fyrirfinnst á Íslandi og þótt víðar væri leitað.  Við fórum að vaða í Engilsvík, strippluðumst í svörtum sandinum og heimsóttum Strandakirkju, signdum leiði og virtum fyrir okkur landssýn! 

Selvogur 032 Selvogur 052

 

 

 

 

 

 

 

        

Landssýn er fallegur varði er stendur við Strandakirkjuna.  Táslurnar eru mínar í ísköldu Atlantshafinu.  8 strigar bíða andagiftinni enda er orkan ótrúleg á þessum dásamlega stað.  Ég verð að taka fram að ég fór tvisvar í sjóinn þar sem kuldinn var svo yfirgnæfandi í fyrra sinnið að heilafrumurnar fengu hroll og gleymdu að taka sönnunargagnið sem þið sjáið hér og nú!

Selvogur 034Engilsvík

 

 

 

 

 

 

 

 

Fegurð Strandakirkju er sem sést og er hún tignarleg.  Ég leit á leiði vinar míns, hann söng fyrir mig í kynnisferð, við urðum vinir og vinskapurinn endist um eilífðarnón.  Engilvíkin skartar dulúð, margar myndanna eru með öðrum öflum svo við birtum bara nokkrar.  Máttúgur staður og sögufrægur.

Ég er sennilega komin með Soriasis, fékk þá læknisgreiningu frá Dr. Skottubloggvinkonu minni .... það er ástæðan fyrir því að ég óð út í Atlantshafið Wizard  Ákalla galdur staðarins ...... hins vegar sögðu bloggvinkonur mínar, nuddaðu þér bara utan í Strandakirkju, mátturinn er nógu öfugur þar!

 

Trúin flytur fjöll og útbrotin hafa minnkað, ég er komin með tilfinningu í tærnar og bara öll góð.  Ég náði allra bestu mynd sem ég hef óskað mér.  Fylgjan mín kom og mætti mér, ég horfði á ská í augun á mér og bað hana um að staldra við ............

 

Krummi á vörðu
 
Vertu með mér
Í fjarlægð
Þú ert hluti
af mér
ég og þú
við
 
Dásamlegur dagur á enda, bloggvinkonur Lísa og Ollasak.
 
Heart Takk fyrir daginn Heart
 
 

 

 


Tópas er hamingjutákn ....

Esmeralda er nafn á dansaranum í Kroppinbaknum af Notre Dame.  Tópas er líka Esmeralda = eðall  í gimsteinafjölskyldunni.  Ég var svo lánsöm nú um daginn eftir útiveru bóndans að hann færði mér fegurstu eyrnalokka úr skíra gulli með gulbrúnum Tópas.  Hann fór varlega með gjöfina og geymdi hana lon og don (london) eftir að eða þangað til að Frúin hans fynndi hið innra jafnvægi.  Til að koma henni (mér) á óvart!

Ég varð mjög glöð en hef þann ófullkomn-leika að setja ekki upp tópas lokka með engu til að harmonera ................ galli eða kostur er svo annað mál.  Ég blanda aldrei gulli og silfri nema hvítagull sé ........... Ófullkomin í þeirri mannlegu mynd sem ég hef kosið mér!

Skömmu síðar mætti FJALLIÐ mitt, með fegursta gullhring "ever" með afbragðs skornum tópas og demöntum!  Alveg í stíl InLove  Já, hún er nú í grynnri kantinum konan sem hann kaus sér og nú situr hann upp með hana!  Satt eða logið er svo annað mál!  

Kröfuhörð, ílla upp alin, óalandi, frekjurassgat ................ "call it what you like"  Hann gaf mér árið sem við kynntumst fallegasta hálsmen ever sem fær að sigla í Esmerölduhópnum!  

LOKSINS KONA SEM HARMONERAR 

 

Óslípaður Topas
Óslipaður Tópas 

 

 

Eðalsteinar / Tópas
 
 Eðalsteinar
 
Glysgjörn eins og Hrafninn enda birtist hann oftar en ekki í myndformi mínu.
 
lollypop

 Lollypop Olía á striga 40 x 40

 
Við erum öll óslípuð þegar við heimsækjum vinkonu okkar jörðina.  Við komum öll með hlutverk, eflumst öll eigin sýn á lif og tilveru!
 
 
Afrekum
elskum
lærum
lifum
Heart

 


Að vatna músum ....

Með ólíkindum hvað Frúin er viðkvæm.  Sennilega ekki í frásögur færandi en ævaforn og yndisleg l-amma mín, sem fór þegar ég var lítil snót í rimlarúmmi, stóð upp á endann þegar hún kvaddi þennan heim og ég kvaddi hana á óskiljanlegu málinu.

Tár eru perlur þeirra látnu, djásn í heim fegurðar, hjörtu sem svífa um heima og geyma.  Í kvöld þegar ég keyrði heim var bros á himnum.  Ég hugsaði með mér "Bros bræðir hjarta" og mýkti hjörtun ...... Tárin mín eru drykkur ástarinnar, drykkur sem við njótum saman.  Ástin erum við.

 

Ávöxtur társ
 
Ég felli tár mín fyrir þig
 
Þrungin ást
 
rauð sem þú
 
lifandi minning
 
ég græt í glasið
 
blóði
 
Fallegasta langamma er hjá mér og hvílir í hjartastað, þess vegna falla tárin rauð í glasið.  Í ævintýraheimi er ekkert salt heldur bara ilmur ávaxta.
 
Bara þú og ég 

 


Hamster Lady .....

Eitt sinn sat ég sem oftar á sólarveröndinni minni, það var farið að rökkva og tengdaforeldrar mínir litu við ásamt fleira glöðu fólki.  Þegar Spánverjar koma saman er tilfinningin oft eins og í bjargi, mikið spjallað og skrafað.

Í för var lítill hamstur sem var bara nokkuð krúttaður ........  En, svona til gamans og styttingar þá var ég með þeyttann rjóma og ákvað að gefa hamstrinum smá smakk sem endaði með þeim afleiðingum að hann beit mig.  Kræst, hvað mér brá en lét kúlið ekki sigla frá mér og brosti bara að þessu Grin  Og lét sem ekkert hefði í skorist.

Um nóttin fékk ég agarlega sótt og leið fremur ílla ..................  Það var sem mig grunaði, ég var að breytast í Hamster lady, ofurkraftar og ótæpilegt magn sem ég gat komið fyrir upp í mér.  Jórtraði á öllu grænu og sólfræjum út í eitt.

Hamster Lady

Meir að segja fékk ég niðurfellda yfirvikt í einu flugi þar sem Hamster Lady kom og bjargaði málunum.  Það munar um minna. 

Hún er snögg, hún er fim, hún er Hamster Lady

Þarf að rifja taktana þar sem nú styttist í flug.


Léttur ávaxtahádegisverður ....

Léttur hádegisverður er á boðstólnum .....

 Ávextir og aftur ávextir. 

Mandarínur, vínber og epli er uppistaðan í hádegismatnum mínum.

Markaðs stemming

Þessi mynd er tekin af ávaxtahlaðborði útimarkaða sem eru haldnir í öllum smábæjum strandlengjunnar.  Það er frábært að rölta litla útimarkaðinn þar sem ég bý og taka saman girnilegt grænmeti og ávexti.  Fastakúnnar fá svo gefins eggja bakka og persilstöng svo eitthvað sé nefnt.

Mikið er prúttað og puðrað á þessum mörkuðum og oft hægt að gera algjör reyfarakaup á ótrúlegustu munum. 

Föstudagur í Torrevieja 056

Karlmannsbrækur á góðu verði

LoL Spurning um að máta bara á staðnum LoL

 


Grænmetisbolla .....

Bolludagur íslendinga!  Til hamingju með það ....  Ósjálfrátt er ég horfin aftur um rúml. 30 ár þegar ég var oggulítill breiðholtsvillingur ........  Með uppspændar hnéskeljar eftir hjólaæfingar en samt alltaf sátt og sæl með hlutskiptið.  Það rifjast ýmislegt upp núna, og og og .......

Borðuðum rjómabollur, klæddum okkur í grímubúninga og nældum pokum aftan í gamlar konur og karla með hatta.  Svo var það baunasúpan ..... Þvílík hátíðarvika Whistling 

Í minningunni er allt stærra og betra, í minningunni erum við meiri og mætari.  Við erum fegurð okkar eigin minninga.  En að Bollunni þá fann ég gamla mynd af mér þegar ég var húkkt á bollum og vildi bolla mig upp, Bjútfúl Himnesk hlussa ....  Sorry en ef blygðunarkennd ykkar þolir ekki myndina þá skal ég taka hana í burt. 

(tók myndina í burtu þar sem hún truflaði mig)

Engin venjuleg bolla.
Í fötum .... alltaf flott
Há og glæsileg
Kjánalegt þegar konur segja við spegilinn, er ég kanski feit í þessu ???
Donna Summer er á fóninum, grænmetisdjús í glasinu og ég er með hugann hjá ykkur.
Við erum öll að díla við miserfiðar aðstæður og ef þú átt um sárt að binda þá sendi ég þér hlýjan faðm og bros.  Við erum hér í mikilvægum tilgangi og hlutverk okkar  allra mikilvægt og útvalið.
Heart Þú ert æði Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband