Kirsuberja maski ...

Sunnudagar til sælu.

Í dag nýtur húðin góðs af kærleikanum.  Kirsuberjamaski sem gerir mann yngri, yngri undarsamlega yngri og sléttari i húðinni.  Endar með ævarandi æskuljóma.  Ljónheppin hún ég!

 

hversu ungur er hægt að vera

 

Í familíunni lifa saman Steingeitin ég, Sporðdrekafjallið, Vatnsberastúlkan og litli ljónsunginn.  Núna er Vatnsberastúlkan að pirrast yfir þjónustuleysi sínu þar sem Steingeitin skipaði hana sem yfir aðstoðarstúlku ljónsungans ..... Flókið ástarferli heheheheh ......

 Lífið á hamingjustöðum er bara gott. 

Fjallið fær að sofa út

Vatnsberastúlkan er að finna brosið sitt

Ljónsunginn er að leika sér

Steingeitin er að spekulera

Góður dagur og tími kominn að taka Kirsuberjamaskann af svo ég yngist ekki um of! 


Unglingurinn "moi" ....

...... Hljómar kergjulega þessi fyrirsögn.

Í dag á yndislegasta dóttir alheimsins afmælisdag.  Hún heitir Íris Hadda og er æðisleg.

 

Sæt afmælisstelpa
Hún Íris mín Hadda er svo ofur falleg
 
Ég man þann dag er hún kom að heimsækja mig fyrst.  Það eru heil 12 ár síðan.
 
Hún sagði 2ja ára gömul, talaði óvenju skýrt og hafði taumhald á öllu ....... mamma ég valdi þig af því að þú varst eina manneskjan sem gast elskað mig nóg,
 
I´m honored!
 
Fallegra og Yndislegra barn var ekki hægt að fá.  Við lærum af hvor annari og hún er vissulega eitt af því allra dýrmætasta sem hefur komið til mín.
 
Ég elska þessa litlu stúlku kind 

 


Jarðarber í morgunamat ....

Ég er að reyna að vera rosalega dugleg ...   Ég er rosalega dugleg!  Matarræðið er í tiltekt hjá Zordisi þessa dagana.  Ég er búin að vera í ca 4 vikur að finna sjálfa mig í fæðunni.  Þegar maður borðar það sem hendi er næst er maður eins og hver önnur ruslafata. 

Ég vil ekki vera ruslafata, waste bin, basura ......  Ó, nei!  Ég vil hafa ánægju af fæðunni, ég vil njóta þess að borða rétt eins og ég nýt þess að anda, djúpt ..... líta í spegilinn og sjá prinsessuna sem er þarna.  Prinsessan er að koma út úr "skápnum", búin að fá leið á því að vera alltaf í öðru sæti .....

Ég sé bara fegurð
Ég sé bara fegurð
Fegurðin er hluti af mér

Don´t go for second best..... söng vikona mín Madonna og þar sem hún er uppáhalds gyðjan mín sem var að brjóta sér leið til frægðar þegar ég var sweet 16 .... au pair í USA.  Hún gat þetta og ég get þetta rétt eins og hún .... Burt séð frá hjálparbókum, burt séð frá öllu sem rennur á fjörur ....

Ég get þetta líka!  Ég er það sem ég kýs að vera.  Ég hef allta valið og vel að lifa góðu lífi, ég vel að umgangast bara gott fólk og eiga bara góða bloggvini!  Ég þakka fyrir að vera á þeim stað sem Guð ætlaði mér, á þeirri syllu sem mér var úthlutað.  Við höfum val Wizard  Lifum þessu lifandi, saman og njótum þess.  Það er ekkert daprara en brotin Heart .....  Jarðarber í morgunmat er liður í því að komast út til að hefja flugið .....

Sólskín og sætir sigrar er mottóið mitt í dag

Hvað er mottóið þitt í dag


Kyrjað fyrir kvöldið ...........

Þá er komið að því!

Söngfuglar kyrja og þenja raddböndin í takt í kvöld.

Í fyrsta lagi munum við stefna á ítalskan veitingarstað sem heitir Mamma Mía .... Eitthvað létt og gott verður etið og bragðgott drukkið.  Mest langar mér í grænmetispizzu og salat með léttu einhverju til að dreypa á!

Dagur er að kveldi kominn, tilhlökkun til helgarinnar.  Ég var svo heppin að mega vinna á morgun InLove og tek því eins og hverri annari hundaheppni LoL Rúlla hverfinu upp og sendi frá mér gleðibylgjur.  Það vilja náttúrulega allir koma og kaupa pulsur hjá mér þar sem ég verð svo yndislega ljómandi!

 

Keppinautarnir
Keppinautarnir syngja þræl vel
 
Ég læt það ekki stöðva mig því ég er sigurvegari af guðs náð.  Fæddist með þá gjöf að vera alltaf vinningshafi í þessum lífsins leik.  Það verður gaman, það verður gott að vera samankomin, það verður ekkert eins gott og þegar gleði bylgjurnar hamra á hinum sem njóta söngsins.
 
Ég að taka Black is Black
Hér er frúin gjörsamlega með úfinn ofan á tungunni 
 
Söngur er allra meina bót.  Hann vekur CHI ið og fólk hríslast af gleði.  Söngur er ein leið til að láta sér líða vel burst séð frá hversu vel maður syngur eða telur sig syngja. 
 
LoL Skemmtilegt kvöld framundan ..... That´s what I call living LoL

 


Myndarlegur maður gaf mér pírð augu ...

Það má nú deila um hversu myndarlegur hann var (dæmigerða graða latneska útlit) !  Hann kom í vinnuna til mín rétt fyrir lokun, slapp inn um öryggishliðið og ég gat ekki annað en;

Lagað pilsið sem hrukkast alltaf upp (maybe I´m to fat) strauk hárið aftur og lagaði brjóstin sem reyna að poppa upp úr haldaranum!

Hann gaf sig að mér og bar upp erindið en ég rak hann á dyr!  Karlmenn, no dignity sko!

 

Fegurð er afstæð
Vale, þessi er ekki dæmigert latneskt tröll 

 

Burt séð frá þessum manni sem af-myndarlegaðist (sjá mynd að ofan)  eftir heimsóknina þá er dagurinn búinn að vera nokkuð góður.  Ég er búin að velkjast um hinar og þessar upplýsinga síður, skrá niður staðreyndir og blikka samstarfsfélaga mína. 

Í kvöld ætla ég að klára allt fyrir prentarann minn.  Allt verður reddý svo blómabúðir Íslands brjálist ekki við mig.  Burr.  Þið sem viljið fá kort í pósti sendi mér línu á zordis@zordis.com með heimilisfangi og nafninu ykkar.  Bloggvinir fá að sjálfsögðu hamingjuspelluð kort í tilefni dagsins.

 Heimsins fegurð skín úr augum sjáandans 

 


Hamingjusöm Kona .... Hamingjusamt líf ......

"happy wife / happy life"  Orð að sönnu sem einn írskur vinur minn lét af vörum sér!

Hann veit það eins vel og flestir karlmenn að þegar konunnni okkar líður vel þá er líðan allra betri.

 

smá snarl á björtum degi
 
Ég væri til í góðan brunch með fallegasta manninum
Ég væri til í að allir dagar væru gleðidagar
Ég er búin að koma mér í pressu
þýðir ekkert annað
þegar kona
eins og
ég
 
Er annars vegar!  V = Victory ....  Ég er loksins búin að ákveða mig hvernig pappír ég ætla að hafa á tækifæriskortunum.  Þau fara í prent á morgun og verða reddý á miðvikudagskvöldið.
 
Ég sýni ykkur þegar ég verð búin að fá þetta allt saman.
 
Ollasak, hvað á ég að koma með mörg til þín ??? 
 
Fallegur dagur og helgin ryðst inn eina ferðina enn!  Það er varla tími til að sinna almennilegu starfi svo fljótt fer tíminn út í vorið.
 
Vorið er komið til okkar
Yndislegur tími
Heart
 
 

 

 


Grammsað upp úr gömlu kofforti .....

Ég er stödd í litlum bæ í Danmörku og er eitthvað svo ung og sæt, sætari en ég á að mér að vera.  Algjör mjóna með tagl í hárinu og spennt fyrir lífinu.  Með þúsund fiðrildi í maganum að bíða eftir rútunni sem færir mig að lestarstöðinni.  Í rútunni sat ég við hliðina á Pakistana sem talaði og malaði og ég svaraði og svaraði.  Samræður mannsins voru komin út fyrir velsæmismörk en hann var samt yndæll og til alls búinn að aðstoða mig.  

Ég var ógeðslega góð í dönsku Whistling og þurfti aðstoð við að hringja en þar sem ég átti ekki síma né 10 í símastandinn þá bauðst pakistaninn til að ég fengi að hringja úr leikfangaverslun vinar síns.  Mér fanst það gott mál en fór nú heldur betur að vera kvíðinn þegar ég heyrði hurðinni læst og ég ein, ógeðslega falleg með 2 pakistönum (ath.þetta hefur ekkert með rasisma að gera) Ég sá fyrir mér ótrúlegustu meiðingar, fljúgandi leikföng og dúkkur í baráttunni um líf og dauða.  Ég sá vinina útklóraða og blóðuga.  Ég var búin að drepa þá í huganum áður en ég vissi af.  Lífvana Devil

Sem betur var þetta einungis hugarástand,  ég slapp út heil sigri hrósandi, komst á lestarstöðina og aftur til baka. 

Halo Mission Completed Devil

Ég bjó í Mariager sem er útnefndur "rosenes by" og liggur við lengsta fjörðinn á Jótlandi.  Ég bjó þar við kirkjutorgið, gullsmiðurinn og ísbúðin fyrir neðan og gamli veitingastaðurinn beint fyrir framan,  þar sem heimsins besti áll hefur verið borinn fram.  Algjört Nammi Namm! 

 

Mariager torg....útsýnið mitt
 
teikning er Carl Lundquist gerði frá því árið 1822
 
Kirkjutorgið, hér sést íbúðin mín á vinstri hönd
 
Yndislegur tími í fallegast bæ DK
 
Ráðhúsið er þetta hvíta með klukkunni og svo er ferðamannaskrifstofan við hliðina.
 
Eftir þessa ævintýraferð fékk ég mér grænan öl.
 
 

 


Dagur elskenda ...

Það atvikaðist þannig fyrir einhverjum árum að við turtildúfurnar fórum í fínan göngutúr.  Við vorum stödd í kirkjubænum Orihuela en þaðan er elskulega Fjallið mitt.

Við römbuðum inn í gullbúð og sáum þar gullfallega trúlofunarhringa, sem við keyptum og ákváðum að setja upp á degi elskenda.  Þegar kom að deginum þá tókum við þá upp og mér til skelfingar var hringurinn allt of stór.

Mínum heittelskaða fanst ég of væmin er ég neitaði að trúlofast honum!  Sagði að ég myndi ekki gera það nema að hringarnir yrðu minnkaðir fyrst!  Ástæðan hefur sennilega verið þessi svaka göngutúr okkar í nokkrum kulda er gerði fingur okkar gildari.  Hringarnir fóru í minnkun og svo hennti ég þeim inn í glerskáp og þar gleymdust þeir,  JÁ, NÁKVÆMLEGA....OFUR RÓMO EÐA ÞANNIG.

 

trúlofunarhugleiðingar
 
Til að gera langa sögu stutta þá hringir móðir mín í mig og tilkynnti mér að það myndi eitthvað agalegt gerast (hér erum við komin fram í apríl) og bjuggust allir við að afi minn heitinn væri að falla frá.  En nei, frú Zordís kveikti í húsinu sínu.
 
slökkviliðsmaður
 
Eitt ljúft síðdegi fórum við hjónaleysurnar í bíltúr, fórum á bókamarkað með börnin, á meðan kraumaði upp eldur sem þó átti erfitt uppdráttar því aldrei þessu vant hafði ég lokað öllu vel og vandlega.  Þegar við komum heim hringdi ég á slökkviliðið sem kom og bleytti vel upp í öllu.  Það sem brann ekki varð fyrir reykskemmdum, þannig að við stóðum með ekkert nema sál hvors annars og barnanna.
 
Þegar við fórum til að skoða húsnæðið þá gengum við inn í myrkur, við þreifuðum okkur áfram í sótsvörtu helvíti sem er ekki saga til næsta bæjar.  Fjallið mitt fór og náði í hringana sem lágu gleymdir inn í glerskápnum.  
 
Nú er jafn góður dagur til að setja upp hringana.
 
Við settum hringana upp þennan eftirminnilega dag í Apríl, afi dó 3 dögum seinna.
 
Hringarnir pössuðu og við sátum út í bíl með börnin afturí að trúlofa okkur og innsigla samfylgd okkar með kossi. 
 
Dagur elskenda er alla daga 
 

 


Elskaru mig ....

Eitt af því sem ég reyni að gera er að framkvæma hugdetturnar mínar.  Góðar eða slæmar, kemur ekki í ljós fyrr en reynslan er komin.  Stundum tapar maður og stundum græðir maður.  Lífsreynslan verður að reiknast til tekna og það er jafnan gaman að hitta á réttu hugmyndina.

Sumt er betra en annað og í því ljósi göngum við í þessa einu réttu átt.  Tifum sporlétt í áttina að kassanum eða krukkunni.  Við vitum ekkert hvenær síðasta stundin er og förum oft á tíðum ekki vel með eigið líf.  Berum litla virðingu fyrir því sem við erum og galgopumst með hitt og þetta.  Lífið er of stutt til að fara ílla með það, of stutt til að selja okkur ódýrt, of stutt fyrir svo margt!

Elskaru mig

Elskaru mig.  Olía á Striga

Þessi olíumynd er ein af þeim sem þurfti að klára.  Kjallarinn  er uppfullur af ókláruðum sögum er þyrstir í að fá að tala sínu máli, myndum sem bráðvantar eigendur.  Ég ætti kanski að tölta mér niður og telja en það er varla til nokkurs að telja enda skiptir það ekki meginmáli.  

Við lifum af þeirri einskæru snilld sem okkur einum er lagið. 


Blóm á Sunnudegi

 Með rautt blóm

Með rautt blóm

Olía á Striga 20 x 50

 

Loksins kláraði ég stúlkuna með blómið.  Þessi mynd var rissuð á playa levante á Benidorm.

Sú ferð var farin ásamt konu og 5 börnum.  Haldið var til bæjarins Finestrat sem er lítill bær í fjöllum.  Ferðinni var heitið að htta miðil.  

Ferlega gaman og má segja að himintunglin hafi skolfið.  

Dagurinn er sólríkur og bjartur og ekki úr vegi að vökva blómin sem teygja anga sína í ofvæni til móður sinnar ...... vatn vatn vatn .....

Wizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband