Þögn ..... susss

 Suss

þögn
 
Olía á striga
Risastór Þögn
 
Kjallaraskoðun hefur borið ávöxt.
 
Ein af þrem sem hefur fengið stimpilinn "tilbúin" og til í allt.
 
Allar ljóðrænar línur lenda í hjartastað það á einnig við um ljóð í lit.  Ljóðlínur í lit eiga allar sín fyrirframákveðnu heimili.
 
Þögn er komin til að vera hún gæti verið þín.
 
Þögnin er styrkari en 1000 orð 

 


Litríkur laugardagur og allt í gúddý ....

Hélt það væri föstudagur í dag ....  Uppgötvaði áður en ég reif mig upp að það væri lukkulegur laugardagur.  Passaði mig að fara rétt fram úr, rétt eins og drottningu sæmir.  Hringdi litlu gylltu bjöllunni og pantaði morgunmat.  Þjónarnir voru fljótir að koma með soðið vatn og hamingjukex.

Dagurinn er bjartur og hitastigið þokkalegt sennilega verður það um 20° þó svo það vekji ekki áhuga minn þá finst mér alltaf gott veður.  Þó um mig næði veðurhamur horfið hjartað inn og gleymir barningnum.  Góður dagur og það er létt yfir hausamótunum á mér!

Ég stalst til að vaska upp nokkur glös.  "Það er ekki æskiliegt að drottningar vaski upp"  er ekki mitt hlutverk í þessu landslagi milli fjallsins og mín.  Svona er lífið hjá honum sem giftist henni mér.

Svöl á geði eftir uppvaskið enda forréttindi að fá að busla í vatni og skapa þar með svigrúm í þröngum huga.  Stefnan í dag er tekin niður í kjallara,  í dag langar mig að gera eitthvað sætt og sniðugt.  Við sjáum til hvernig mér vegnar í kjallaraskoðuninni.

Heart

Það bíða mín ótal litir, ótal sögur sem tómið kallar og kveður

 

 Ég legg mína sálu í þína

Olía á striga

"Þessi litla olíumynd er gjöf til föðursystur minnar og minning um hennar mann."

Ég legg mína sálu í þína 

 

Leggðu aftur augun, blíði æskuvinur

láttu ljós til anga, með bros í hjarta kær

Trúðu á ást og styrkan vanga

heimur okkar færist nær

 

Leiftur tindrar, styrnir milli heima

ljómar fegurð kærleikans, tillir blær

Fögur minning, hjartans teikn

samveran styrkir hjartað er grær 

 (höf. Zordis)                                

                              

 

 


Skyggnst aftur í tímann ....

... Stórfurðulegt eða skrítið.  Veit ekki hvort það er kanski hvorugt Whistling

Spádómar og spekuleringar eru vissulega skemmtilegar þó maður lifi lífinu eftir öðrum og hefðbundnari leiðum.  Ég hef svo of heyrt sagt, en spákonan sagði að, "þetta eða hitt".  Soldið spes en hver lifir eftir því sem honum einum er lagið.

Ég var að glugga í eldgömul blogg frá annari tíð, frá þeirri tíð er ég var hávaxin, grönn og ógeðslega sæt.  Ég var sem sagt sæt sem ég er ennþá, hávaxin = (lygi) og grönn sem er sennilega hugtak hverju sinni því við konur deilum því sennilega allar að vera aldrei nógu svona eða hinsegin.

Boðskapur hugsana er eitthvað sem fylgir okkur, eitthvað sem við getum kennt börnunum okkar og innleitt það góða og jákvæða.  Það er engin spurning hvað allt verður léttara þegar hugurinn reikar á þessa jákvæðu hlið lífsins.  "Spyrnan er hvergi eins góð eins og á botninum"  jafnframt súrefnisþörfin sjaldan eins mikil. 

Þegar hjarta þitt er tómt þá skaltu fylla það með kærleik og ást!

  ".....gaman að hafa brosið sitt og geta staðið upp og sagt hei, hér er ég og ég er sátt við sjálfa mig og ér er sátt við allan heiminn.  Ég er nefnilega hamingjusöm ......."  * 2005

Í framhaldi af þessu spekuleraði ég hamingjuna og það hugarfóstur sem hún er.  Hamingjan eru þær hundrað hugmyndir um gleði, úrlausnir og þjáningu, hún er nákvæmlega það sem þú gerir hana og það sem þú vilt með hana.  Hamingja mín yrði tæplega þín og "omvent" ..... 

Boðar líf, trú og von
 Olia 46 x 65
Birti hér eina af ástríðum mínum sem eru málverkin og málaralistin, ástæðan fyrir hrafna ástini minni er tenging til fyrri lífa.  Ó, já!  Rauneruleiki eða flótti er svo annað mál.  Hrafninn er rakinn inn í trúarlegt gildi fyrri heima og hann hefur ávallt fylgt mér sem sérstakt tákn.  Ég hef ánægju af því að mála hann og finst hann fagur.  Hljóðin eru römm en það eru líka taugarnar. 

Sæl og sátt á lyfjum ...... þó ekki sterkum né ávanabindandi

W00t
G-Óða helgi
 

Hvísl og kelerý

Eftir C Vítamín og ástúðlegt viðmótt þess útvalda þá er ég alheilbrigð og frísk.
 
Gældi við það í morgun hvort ég ætti bara ekki að vera agndofa áfram og njóta umhyggjunnar og klípa mig bara í kinnarnar og borða krít.  (talið var að kennarakrít framkallaði hita)  Eftir skamma umhugsun ákvað ég að það væri í fyrsta lagi ekki mitt eðli og best væri að drífa sig af stað.
 
Hvíslað

Olía á striga 
 
"Hvíslað" er nafn myndarinnar og á vel við mig þar sem ég þarf að tala með lágum róm svo ég meiði mig ekki í hálsinum.   Ég er hitalaus enda búin að etja kapp við djöfulinn, að henda viðbjóðnum frá.  Ég er búin að losa mig við hugarástandið og mun finna röddina mína á næsta sólarhring.  
 
Það góða við það að vera raddlaus er að þú segir ekkert í fljótfærni og svo þarft að hvísla það, þarft að leggja alla þína ást í orðin.  þegar lækning verður á einni orkustöð þá hefur hún keðjuverkandi áhrif á hinar stöðvarnar og mikið hlakka ég til að vera komin með nægilegt flæði og jafnvægi til að taka á móti ríkidæmi heimsins. 
 
Wizard

 
orkustöðvarnar

 
Við erum aldrei ein
 
Kanski vildi ég bara fá
Koss á ennið
á vangann
á kinn 
umhyggju
og 
ást ást ást
Heart
 
"Ég verð lasin þegar ég leggst í gröfina"  þetta eru orðin mín  "ég legg mig í andlátinu"
 
"Fimmta stöðin er að segja mér eitthvað" 
 

C Vitamín og ástin

 

Þegar líkaminn svíkur mann, gefur sig þá er gott að eiga góða að.
 
Í morgun fékk ég nýkreistann appelsínusafa og koss á ennið. 
 
appelsínur
 
Matseðillinn í dag
 
Nægt C Vítamín fyrir kroppinn
   
 
ilmandi rósir
 
Fagur blómvöndur frá Fjallinu
 
Hann fór í byggingarvöruverslunina og þar eru til fullt af strigum sem vantar á sögur í lit.
 
Agndofa af ást
hugsanlega er ég enn lasin
hugsanlega batnar mér aldrei
hugsanlega
hver veit
 ást
 
Heart
 

 


Hálfgerð drusla .....

 
 Hrollur, höfuðverkur, beinverkur og hiti.
 
Frekar slöpp
Komst ekki fram úr í morgun.
Hef ekki verið slæm að ráði síðan fyrir tæpum 7 árum þegar sonur minn fæddist.
Ungur myndarlegur læknir tók á móti mér þegar ég náði loksins að koma mér upp á heilsugæslu.  Sonur minn sem er enn slappur kom með mér og fanst sniðugt að Dr.Handsome hlustaði mömmu og skoðaði hálsinn hennar.
 
Þrjár tegundir af lyfjum sem kostuðu innan við 5 evrur
 
Lystarleisið er jákvætt og fyrir framan mig vatn með sítrónu og smá sykri.
 
Heart Ég verð góð á morgun Heart

þegar orðin særa ...

Án þess þó að þau séu sögð í andlitið á þér.  Hugsast getur að þú hafir misskilið sneiðina.  Hugsast getur að svo margt en engu að síður svíður þig orðalag og aðfinnslur. 
 
móðir
 
Guðsmildi að við erum mennsk og höfum ákveðinn rétt að haga okkur þannig en það er alltaf gott að muna;  Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 
Þetta ætti að eiga við bloggheima sem aðra heima er ég mun reyna að temja mér eftir fremsta megni.  Ferlegur vælukjói, en hver hefur sína lífsspeki er jafnan skildi virða.
 
Viðkvæmni eða væll er svo allt önnur ella, enginn er fulkominn ekki neinn.
 
hollt að muna
 
Ég ætla að elska eins og ég hafi aldrei verið særð.
 
Heart Það er best Heart
 

Dillandi hlátur ....

... vellíðan annara og okkar eigin.  Hlátur lengir líf og það er ekki að ástæðulausu að það sé hollt og gott að hlæja.  Hlæja frá sér veikindi og kvilla sem fyrir beðinn eða óbeðinn misgáning falla fyrir fætur okkar.

17 andlitsvöðvar þjálfast, líkamin gefur frá sér efni er stöðvar streituna sem lætur minni máttar undan hamingju hristingnum.  Við hlátur aukum við CHI flæðið er styrkir okkur í sigurgöngunni.

 

Hlátur lengir líf
 
Hlátur er yndislegur og hlátur er svo innilega mismunandi.  Hver man ekki eftir hláturslaginu með Ómari Ragnarssyni.  Ætli hann hafi ekki hlegið manna mest við upptökur þar.
 
Ég hlæ  í mig orkuna og ég hlæ að okkur öllum.  Við erum fyndin, hver í sínu horni að gauka og bauka!  Eins gott að kátínan fái að fljóta með!
 
Til að framkalla bros elskhugans eða makans er sniðugt að senda honum falleg og sniðug orð.  Líma þau á ísskápinn, setja þau á náttborðið eða á spes staðinn.
 
Þegar við hlæjum með ástvinum okkar þá líður okkur sjaldan betur en akkúrat þá.  Fyndni þarf ekki að vera aðalmálið heldur að sleppa sér lausum, vera frjáls.
 
Ég rek upp skellihlátur og vek kátínu samstarfsfélaganna sem vita ekki hvað þessi brjálaða kona er að gera.  Mér er alveg sama því gleði mín smitar út frá sér og eins og segir "bros bræðir hjarta"
 
Ég ætla að fara í Ríkidæmi hornið mitt og hlæja þar upphátt.  Ég er rík því ég hef gleði!  
 
Heart dillandi dagur alveg sprenghlægilegur Heart

 


Öll heimsins viska ....

... er ekki til neins ef við höldum villuráfandi út í geiminn.  Það er þessi spennandi miðvikudagur fullur af óvæntum appelsínugulum tækifærum.  Ég þarf á appelsínulit að halda í dag og braut upp einkennisklæðnaðinn og fór í app.gulan bol.  Væri meira en lítið til í eitt stk. citrus ávöxt en ég er meiri ananas en það er aldrei að vita hvað gerist.

Ég er með verk sem ég kýs að kalla GÓÐVERK ég kallaði þennann verk yfir mig sjálf þar sem góðmennska krefst oft á tíðum fórnar frá sjálfinu.  Nákvæmlega málið, stíga réttum megin framúr.  Taka þetta létta morgunspjall við spegilinn, stúlkan í speglinum leit vel út og það verður gaman að verða henni samferða.

Þegar Jóhannes Páll páfi yfirgaf jarðneska tilveru þá fann ég nokkur orð í hjartanu sem mun lækna verkinn minn í dag og þann verk sem þú berð í hjarta!  GÓÐVERK læknar GÓÐVERK .......

 

Guð hvílir í hjarta mínu

ég hvíli í hjarta Guðs

Kærleiks blik leiftrar

geislar beint til þín

 

Af góðmennsku játtir

öllum börnum þeim

Æðri viska og sáttir

steyma hjartans laun

 

Að elska er að lifa

lífsins hreina draum

Að lifa er að elska

með trú og von á heim 

 

Í dag  hafa englar alheimsins glætt mig birtu til að deila með öllum þeim sem ég mæti.  Ég hef nú þegar séð daginn minn eins og ég vil hafa hann og hlakka til að taka á öllu sem yfirvaldið felur mér.  GÓÐVERKURinn minn hverfur sem dögg fyrir sólu.  Ég heyri hlátur sem smitar út frá sér, heyrir þú þetta fallega CHI sem snertir vanga þinn?  Í dag er dagur til að ganga um eins og sigurvegari (dettur bara Bee Gees í hug núna)  LoL ...... "en þeir eru líka bara flottir"

Heart Þú hefur verið snertur af geislanum, njóttu hans Heart


Ásjóna þín lýsir ...

talandi um ljós þá er litli engillinn minn lasinn.  Hann er á sjöunda ári þessi litli hleifur og var eins og vænsta miðstöð í nótt.  Pabbi var settur út á kant svo mamma gæti klórað bakið hans, svo mamma gæti strokið litla kroppinn sem var svo ýkt heitur!  Barnalæknirinn í bænum, hef ekki mikið álit á þeim nýja en það er dapurt þegar barnalæknirinn sem þú ert svo ánægð með er farinn, floginn eða flúinn!  

Ég mátti alveg segja mér þetta að eitthvað væri að gerast þar sem alheimsvitundin hefur verið galopin.  Eitthvað sem ég hef ekki lagt hlustir við lengi, svo allt í einu fer maður að sjá sýnir, sjá eitthvað sem ekki er til, eitthvað sem enginn vill viðurkenna nema þú!  Já, þú sem veist af að við erum alldeilis ekki ein á þessum ljósa punkti lífs.

Ég skoðaði síðu ástkærrar vinkonu minnar og fann fyrir svo miklum söknuði, hugsanlega vegna fjarlægðarinnar við hana og að geta ekki sýnt henni stuðning minn í þeirri nærveru sem er hvað notalegust.  Dreypa á kaffi saman og hlæja að hvor annari.  Ég sendi þér hlýjan faðm elsku vinkona ..... í draumiheimi sem dreymnum heimi, við ætið fylgjumst að ..... Heart

 

Sandra
 
Olíumálverk e.Sandra Dooley Medina
 
Þessar prúðu stöllur gætu verið vinkonurnar að spjalla um heima og geyma.
 
Þarna erum við örugglega að hlusta á Bylgjuna og umfjöllun vekur depurð eins og íslensk fréttamennska skilar sér til hlustenda og áhorfenda í dag.
 
Mig langar að segja hvað væntumþykjan er mikilvæg.  Hvað vinskapurinn er hollur og gott að upplifa hann á góðum degi sem misgóðum.
 
Ég get gert allt, ég mun gera allt, allt sem hug minn girnist!
 
Heart Ást í poka sem ekki má loka, því þá kemur Þoka Heart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband