6.2.2007 | 14:50
Af englum og kristnum mönnum ....
Dóttir mín fermdist fyrir tæpum 3 árum ef mér skjátlast ekki. Sannast hér með að tíminn líður á ógnarhraða, ég eldist ekkert miðað við nágranna mína, starfsfélaga og aðra sem hafa áhrif á kerlinguna mig.
Barnið í mér var að teikna og að þessu sinni gerði ég fermingarbörn. Börn í vorbúningi og munu heita fermingargjafakort ef prentarinn minn virkar. Er komin með tilboðin, líst bara vel á og mun að flestum kosti taka 2 gerðir af Drengur og 2 af stúlkur.
Drengur Akrýl á pappír
Stúlka Akrýl á pappír
Það viðurkennist að Canon skannarinn er ekki með bestu lýsignuna á lit né útlínum.
Vorið er í senn fagur og yndislegur tími þrátt fyrir að kvef og kuldi vefji sig í lúnum kroppnum núna.
Ég hlakka til að hlusta á Dr. Hay á heimleiðinni. Ætla að gera nokkrar prufur í kvöld og svo er að skella því sem á að fara til prentaras í lok vikunnar og þá verður nú fjör. Hlusta á innra hjartalag og finna þá trú sem hefur borið mig fram til þessa.
Allar blómabúðir, gjafabúðir og aðrar smávöruverslanir. Ótrúlegt úrval af fallegum tækifæriskortum. Hafðu samband þetta er þinn dagur.
Líka þú
5.2.2007 | 22:38
Ofsakláði í vinstri lófa ....
... Man ekki alveg hvort það var fyrir óvæntu fé eða grátlegum útgjöldum. Ég hlýt að fara að fá eitthvað verðskuldað inn á bankareikninginn minn. Það er gott að klægja ekki á öðrum stöðum og það er gott að klægja almennt ekki. Einu sinni fékk frúin ofsaofnæmi .... gekk lækna á milli, algjört undur og var bara ekki farið að lítast á blikuna. Var sem upphleypt landakort á milli þess er ég var í geðveiku kláðakasti. Það var ekki beint Hot að vera í fínum brunch, ofsapen með snittugaffalinn og hitti bara í útbólgna neðri vör. Hitti ekki upp í mig þar sem ég átti sekúndumet í að bólgna á ólíklegustu stöðum. Nefndu ekki þegar bæði brjóstin fóru í skálarstærð D og stinn. Maður lifandi!
Call me Hot Lips
Er sko alveg búin að sjá það fyrir að þetta er líklega fjárhæð sem skilar sér inn á Landsbanka reikninginn minn. Mörg núll með 3 fyrir framan eða 7, sé það ekki nógu skýrt ennþá. Kanski er það bara 37 og plennnnnntý af 00000000000000000000 ........ fyrir aftan.
Allavega til að gera langa sögu stutta þá læknaðist ég af ofsakláðanum. Þurfti ekki að parketleggja, né kaupa mér leðursófa. Það dugði að losa mig við kærastann! Ekki að grínast. Var með svona ofsalega mikið manneskju ofnæmi. Það er ekki grín og dapurt bara. Guð geymi þann dreng, hann var ekki sem verstur en þegar kemísk efni blandast ílla þá fer sem fer.
5.2.2007 | 17:59
Hversu Sexý er hægt að vera .....
Talandi um að vera sexý Sitja berlappa í minipilsi í mjöööög flegnum bol. Svart að ofan til að ná þessu granna lúkki. Málin eru náttl. 90 - 60 - 90 ........................ svei mér þá held að spegillinn sé mér hliðhollur í dag! Svartir lakkskór með klósetthæl í stíl til að harmonera. Það er aldrei að vita hvenær dauðastundin rennur upp og ég bara verð að deila með ykkur þessu með hreinu nærjurnar!
Það var einu sinni kona sem ekki má nefna með nafni sem hafði það fyrir sið að skipta mjög svo reglulega um nærjur, lét ekki dag líða á milli og skipti stundum oft á dag, ástæða þessa var að hún gæti hugsanlega lent í slysi! Mikilvægi hennar var að vera í hreinum nærjum af þessari sjúki ástæðu. Eitthvað annað en var í den gamle den þegar fólk kappkostaði við að ganga í vel fylltum undirfötum til að viðhalda gerlagróðri
Sérhver er nú stíllinn en tæknin hefur ýmislegt með þessa vakningu að gera. Það er eiginlega óhugsandi að vera með óhreint á milli táslanna ....
Ég held að svona sexý ladies eins og þú og ég (nema karlmaður sért) passi pent upp á að vera þokkalega snyrtileg án þess að leiða hugann að slysum eða óhöppum. My god!
Ekki flókið eða hvað, hins vegar er mismunandi þenkjandi. Ef svo óheppilega vildi til að maður lenti í slysi þá væri vissulega gott að vera í betri gallanum eða hvað? Allavega hreinn undir nöglum, ný nýburstaðann góminn og púðraður á hnjáunum að ónefndum kantskurðinum.
Ó sei sei sei og svei! Hversu Sexý getur maður orðið óhreinn og órakaður. Dettur þetta með að vera órakaður í hug þar sem ég horfði á þátt með Stelpunum og var einn þáttlingurinn um konur sem rökuðu sig ekki að neðan ...............
Say no more
4.2.2007 | 12:20
Einn fyrir alla, allir fyrir einn .....
Það hlítur að liggja einhver lægðardrusla yfir höfuðmótunum á mér þar sem ég náði að sofa langt út fyrir eðlileg mörk bæði í gær sem í dag. Nú er frúin spræk eins og nýsleginn túskildingur.
Þegar ég opnaði augun var mér litið á náttborð okkar hjóna (ekki bæði í einu, þrátt fyrir að vera þokkalega úteygð ) Mér blöskraði, oj bara ..... að sofa í svona rykumhverfi .... kanski að rykofnæmið valdi þessum ofsasvefni! Gæti meir en verið ......
Létt á fæti snaraði ég mér og náði í þrifgræjur þar sem þrifakonan hefur ekki látið sjá sig síðan í desember í fyrra. Fjallið var rifið upp á óæðri endanum þar sem konan hans var með tiltektarorm í æðum sér. Ekki nóg með að hafa gert vorhreingerningu í svefnskálanum heldur náði ég að brjóta vasa og skera mig .... setti plástur á báttið og hélt svo áfram!
Það er bjartur dagur framundan hjá okkur, allir klæddir og komnir á ról! Fjallið er að vaska upp "hans iðja" og það er komið snoturt lag á heimilið.
Að spænskum sið á að drífa sig út og anda að sér fersku lofti. Allir sunnudagsklæddir og ég smellti mér í spariskóna mína. Aldrei að vita hvert leiðin liggur en ég lofa sjálfri mér að þessi sunnudagur verður einstakur, ný ævintýri bíða okkar, bara spennandi . Best að þakka guði fyrir gjafir hans og gæsku sem greipir sig í sinni. Einn fyrir alla og allir fyrir einn sögðu skytturnar þrjár. Ég hef það eftir þeim enda óþarfi að finna hjólið upp á hverjum degi, í hverju orði eða framkvæmd.
3.2.2007 | 15:02
Sunnudagstilfinning = brjálæðislega löng helgi :-)
Við hjónakornin fórum í gærkvöldi út að borða með vinum okkar. Leiðin lá á veitingstað við smábátahöfnina í Cabo Roig. Það voru ekki margir sem nutu félagsskapar okkar nema miskrúttlegir þjónar sem biðu í ofvæni eftir lokun staðarins. Við yfirgáfum pleisið rúmlega 22:00 sem þykir nú ekki seint á spænska vísu.

Oft hefur þjónustan verið betri en félagsskapurinn bætti upp sofandi andrúmsloftið. Við völdum gott vín með matnum "Muga Crianza" sem er einstaklega bragðgott og létt á tungunni. Ég las yfir vínlistann og sá að þeir bjóða ekki upp á kampavínið sem mér þykir svo gott og gantaðist ég aðeins um það við einn þjóninn sem fattaði ekki "woopýskar gjörðir" mínar.
Í forrétt brjálæðislega góður Foi de Strassburg .......
Í aðarétt var nánast hrá Nautalund með gráðostasósu .....
í eftirrétt kaffi og cointreau hellt yfir fullt glas af muldum ís
Eftir frbæran mat fórum við á Karokí stað til að prófa hljómgæðin í kerfinu. Það sem fáir vita er að ég er söngkona . Hef gaman af söng, meir að segja hef sungið inn á hljómplötu sem er vinsæl ár hvert um jólaleytið. Burt séð, þá stendur til að starfsfélagar geri sér glaðan dag um miðjan febrúar og munum við snæða ítalskt léttmeti og syngja í karokí og hafa smá keppni! Niðurstaðan er að hljóðkerfið er gott og mun ég beita öllum mínum trixum til að vinna til verðlauna!

Þótt ég sigri ekki mun ég ljóma og gleðja sal og hjörtu.
Bjartur dagur, nokkrir regndropar sem væta jörð.
3 kerti brenna til heiðurs trúarinnar, vonarinnar og kærleiksins
Það fjórða lýsir til heiðurs þér
Eigðu góðan dag
2.2.2007 | 17:38
Heil helgi framundan og bara næsý pæsý fílingur ....
Fyrir ykkur sem lásu fyrri skrif þá biðst ég afsökunar á þessari umfjöllun minni. Veit bara ekki hvaða 5 ára fílingur rann um geðhverfuna mína.
Ég er full tilhlökkunar að takast a við heila helgi. Njóta hennar með Fjallinu og börnunum hans (ekki mín) "Still a Virgin" ..... Næstum því sko! Líður oft eins og glæsikvendinu Madonnu, hún er nú alveg meiriháttar stelpan og ég hefði kanski átt að segja "like a Virgin" Já sennilega var það þannig sem það átti að vera!
Góð tilfinning eftir annasama vinnuviku. Búin að hvolfa óhemju af kaffi í mig í dag og nærandi herbalæf. Ég fer nú að verða bara allt of grönn, grönn, grönn, grönn ..... sorry, segi nú bara svona!
Ef ég er hreinskilin og heiðarleg gagnvart alheimi þá er ástandið kanski ekki orðið "omvent" með holdið og lítið við því að gera annað en að lifa heilbrigðu líferni. Borða hóflega, hreifa sig passlega og elska ógurlega mikið. Þegar maður hefur allt lífið til að tæta af sér 15 kg þá getur maður ekki verið með "sorry sight" (sára sýn) á lífið.
Bara svo þið vitið það kæru bloggvinir að þegar ég verð 53 ára þá verð ég nákvæmlega eins í vextinum og Bo Derek ............ Ekki Bo Hall heldur Derek.
Fallegustu konur Íslands eru fjöldamargar og fegurð í sjálfu sér afstæð með einsdæmum. Þegar ég les blogg ykkar sumra þá skynja ég ótrúlega fegurð frá mörgum og ég hef gefið mér í hugarlund hversu frábær þið eruð! Ég er bara þakklát fyrir alla þessa fegurð og fallegu hugsanir sem komast á blað. Það er líka spennandi að lesa jákvæða og gleðilega atburði þótt markaðsetning og kannanir segja að neikvæðu málin selji.

Þessar rósir eru frá Madrid og þær eru fyrir þig
Forgangsröðin er mismunandi hjá fólki en höfum að leiðarljósi að það sem við viljum að aðrir gjöri oss það skulum við þeim gjöra. Það mikilvægasta í lífi okkar er án efa staðfestan sem við getum kallað Guð, Fjölskyldan, vinirnir og fegurðin sem umlykur okkur.
Ég hlakka til, veit enn ekki til hvers en það kurlar í mér
2.2.2007 | 15:36
Númer 1 = spræna
Stillt og fallegt veður hefur verið nú undanfarið og hlýindi bara með ágætum! Ég get ekki hesthúsað (spennandi orð) sjávarútsýni frá stofu né svefnherbergi hvað þá frá salernisglugganum á neðri hæðinni. Þvílík hundaheppni (annað spennandi orð) að hafa þó einn baðherbergisglugga. Gluggarými má nýta til stærri og frekari verka.
Þegar fólk gengur örna sinna er jafnan talað um númer 2. Aldrei sagt, ég er að fara kúka eða pissa. Bara númer eitt eða tvö ..... sem fær mann til að spekulera, af hverju við tilkynnum hvað sé í gangi. Ef baðherbergið með glugganum er notað er væntanlega verið að "hvolfa úr rassgatinu" (eins og afi heitinn sagði .... soldið dónó, sko) eða verið að spræna eins og lítill sætur lækur gerir í flestum hlíðum landsins. Þetta er nú meira bloggið hjá mér Sorrý þetta er ekki zordisi að kenna!
Svissum yfir í annað .......................... er það ekki bara!

1.2.2007 | 22:03
Kristalsglös og sækópar ...
Þegar hugað er að heiminum og því sem í honum býr þá endurspeglar hann þá fegurð er hjarta þitt sendir frá sér Eðlilega er lífð það sem við gerum úr því og sýnin það sem augað sér með skynjun þess óþreytandi sem hjartað er.
Það er ekkert jafn gleðilegt en að vakna endurnærður með tilhlökkun þess er koma skal. Það kemur þó fyrir að morgunstundin sé ekki eins og vonast var eftir. Dagurinn verður sem þrumuský og það rignir bara yfir höfuðmótum sjálfsins. Gerist mjög sjaldan og þá er bara að vinna í að reka fílupúkann á brott.
Stútfullur dagur er á enda, annasamur og þreytandi er fær mann til að líta á draumaheima með mikilli eftirvæntingu. Hverfa á stjörnuna sem bíður manns út í heimi og mæna á drauma og tilfinningar þeirra sem við elskum. Að ferðast í svefni milli heima og geima er dásamlegt. Sjá drauma verða að veruleika og vinna í táknum þeirra.
Mig dreymdi sólarlag sem ég hafði séð svo oft áður, það var notalegt að sjá það og allir staðnæmdust. Sækópar syntu í spegilsléttu hafinu og ég stökk út í það. Það var notalegt og mig undraði að það væri ekki kaldara. Kristalsglösin sem mér voru gefin af ömmu heitinni voru stór, vegleg og fallega útskorin .........................én þau voru tóm ........
Ég læt mig dreyma um fallegri heim, frið og hamingju Svo væri ég alveg til í DOLTIÐ ....

31.1.2007 | 23:37
Út í óvissuna .... alein í myrkrinu
Eftir ad ég kvaddi Fjallid í kvöld og hann óskadi mér heilla, ruddust nidur í hugann á mér allskyns vangaveltur. Edlilegur starfsdagur á enda en minn dagur langt í frá yfirstadinn.
Ég átti fyrir höndum 100km akstur og hlustadi á zvottavéla rokk. Ók á ógnarhrada eftir hradbrautinni og lét mér ekki leidast! Sá fyrir mér stefnumót vid ókunna persónu, sem ég vissi í raun ekkert um. Vid treystum eflaust öll á ad allir sem vid umgöngumst séu eins og vid. Zokkalega undursamleg öll af sömu gerd, med ólíkar zarfir, skodanir og allt zad óvaenta sem vid leynum hvort ödru. Sýnum zann hluta af okkur sem okkur zykir haefa hverju sinni.
Persónur sem eru brot í litríkum geislum regnbogans. Vid eigum öll uppáhaldsliti, uppáhalds stadi og erum uppáhald einhverra. Til saman geislum vid sterkar en allt annad. Frá hverri persónu skín stórkostleg stjarna sem vid aettum ad lýsa upp og leida zad fagra fram veginn.
Gódur og annasamur dagur er nú á enda. Ég aetla ad leggja vopnin til hvíldar og geyma eitthvad til morguns er byrjar á 100km akstri og fundarhöldum. Leidsögn og andans zögn.
Ég er svo mikill snillingur ad ég zurrkadi út tungumálaflipann. Samzykkti ad ég vildi eyda honum út sem zýdir einfaldlega ad íslenski sérstafirnir mínir eru í fríi. Og litla regnbogaljósid mitt faer útrás í ödru en skrifum í nótt!

Ég er regnboginn, ég er hluti af zér
í sömu zokunni vid lýsum og leidum hvort annad
Zú ert regnboginn, zú ert ég
30.1.2007 | 16:57
Þeir sem aldrei verða veikir ....
Verða kanski slappir, ræfilslegir eða bara með ónot. Ég veit ekki hvert af þessu hrjáði mig skyndilega og ég náði mér í feitustu kríu alheimsins.
Krían kom og stakk mig í hausinn sem orsakaði minnst 12 klst svefn. Ég var með óráði = ónot og hélt ekki höfði = ræfilsleg! Vaknaði upp í morgun eftir kappkost hugarins að veikindi eru fyrir aðra. Já, kerlingin ar bara lúin og fór á fund guðanna og samdi um reglulegri hvíld og hófsamara líferni.
það er bara vanræksla að missa blogg dag úr og mér þykir miður að hafa brugðist ykkur á þennan hátt. Vona að það gerist ekki aftur því það hefur sýnt sig að bloggvináttu skal rækta. Ég hef ekkert í sum ykkar sem bloggið margsinnis á dag en geri mitt besta.
Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og ég þakka fyrir að hafa verið með lifrarbólgu hvetjandi töfraefnið Herbalæf. Maðurinn minn spurði hvort leti og kynferðislegt áhugaleysi gærkvöldins, gæti verið tengt inntöku duftsins en nehhhhh, held ekki! Þetta var einfaldlega tími til að endurhlaða þann dásemdarbúk er umlykur eilíft líf. Nú er ég "skoho" tilbúin að takast á við næstu 8 ár! Það er gott að verða ekki misdægurt og í raun forréttindi að hlúa vel að sér svo heilsan haldi um ókomin ár. 7-9-13 Það er aldrei að vita hvenær maður / kona stígur trylltan dans við fulltrúa andlátisins, fram að þeirri stundu er betra að vera með brosið sitt og tilbúinn í slaginn.

Ég lifi enn
Þú ert góður þegar tíminn er réttur.
En, fram að því haltu þig heima fjandsami vinur.