28.1.2007 | 22:35
Urmull af ókláruðum myndum ....
27.1.2007 | 11:37
Hnén á mér skjálfa ..
Fullgróft að segja að það sulli í skónum eins og títt var notað meðal ungpiltanna "ekki vina" okkar prúðu stúlkna. Já, ég veit .... fullgróft Ekki laust við að hnén séu eitthvað máttlítil en það eru þrír glæsipinnar sem dilla sér í takt við lagið Staying Alive. Sætu strákarnir eru að sjálfsögðu Bee Gee´s ekkert smá flottir
Ég er alveg að missa mig yfir þessu og furða mig á því að ég er að fíla sömu tónlist og foreldrarnir, sanka að mér ofur taktfastri tónlist og gleymi mér!
Þetta fær mig til að spekulera hvað börnin mín hlusta á með móður sinni! Jebb, Madonna (mitt uppáhald-ca. ár síðan ég tileinkaði mér lögin hennar) Alæta á klassíska tónlist og fíla einstaka listamenn og get rúllað með allann daginn. Gjörsamlega óþreytandi.
Hef lúmskt gaman af lúðrarsveita tónlist og fór á nokkra tónleikana með Síló, en hann fílaði líka tóna lúðranna og milli laga heyrðist í litla traktornum mínum að mala ..... Sá hafði smekk á tónlist!
Eins og Jóna Ingibjörg bloggar um afhverju við bloggum
Athyglisvert.
Nú er kominn tími á að standa upp og gera eins og eina nýja mynd. Sú verður stór-kost-leg

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2007 | 16:36
Hvað hefur pungur og heilafrumur sameiginlegt ....
Góð spurning, hvað er eiginlega sameiginlegt fyrir utan það að úr einhverju er skinnsokkurinn gerður! Hugur minn er í frumeindum og eitthvað þröngt þarna uppi. það svarar svo sem ekki spurningunni og skiptir varla miklu máli! Brandari sem barst í pósti með fjörugt tippi og heilafrumur í trylltum dansi. Spurning hvort heilafrumur og sæðisfrumur séu ekki slæm blanda?
Ég er í síðdegispásu og laumast í tölvuna til að létta á hjartanu mínu. Það þarf ekkert að ræða móttöku Fjallsins frekar en fólk vill
gekk mjög vel og vitiði hvað
eftir að grænklædda veran dinglaði hjá mér um miðnættið þá hringdi símin skömmu síðar og var það minn eini sanni. Hann hafði hringt fyrr um kvöldið þar sem hraðbrautin við Granada var lokuð og hann þurftu að leita annara leiða til að komast í faðm fjölskyldunnar. Í þetta sinn tilkynnti hann mér að það hefði gengið ílla og sökum "snjóa" og guð má vita hvað kæmist hann ekki í ástarveisluna sem beið hans! Hann er ekki jafn stríðinn og ég og sagði, opnaðu ég er kominn heim! Hann hringdi af tröppunum svellmyndarlegur og flottur í tauinu! Verst að vera ekki með mynd af honum í fötum því þá myndi ég smella henni inn!
Kampavínið var gott, snitturnar ljúffengar og félaginn með afbrigðum vænn og ljúfur!

Þar sem að ég á ekki mynd af honum í fötum þá ætla ég að sýna ykkur uppáhalds jakkann hans sem hann notar að sjálfsögðu þegar við spásserum eftir sjávarsíðunni með smástoppum á strandbörunum. Gott að svala þorstanum í hitanum.
Það er mín heita ósk að helgin verði G-ÓÐ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.1.2007 | 23:06
Grænklæddur karlmaður .....
Heima hef ég setið í allt kvöld og unnið að "ritstörfum", fundið staðhæfingar, ummæli, texta og þýtt í gríð og erg. Ég náði loks sambandi við hláturs-sérfræðinginn minn og fundum við út að slatti af vinnu til helminga við þjálfaðann og æfðann markvissan hlátur væri gott mál.
Mig langar að taka það fram að starf rithöfundarins í mér liggur kæfisvefni og þess ber að árétta að ritstörf eru einkum fyrir aðra. þá sem njóta!
Hér hef ég setið í allt kvöld á vaktinni, búin að eiga góðar stundir og nýt þess að geta knúsað börnin á milli þess sem orð far á blað!
Fjallið mitt er að nálgast heimkynni sín eftir loðlappalady frá gölnu landi og ekkert nema gott um það að segja. Ég ákvað í tilefni dagsins að hafa samband við smurbrauðsstofu bæjarins og panta snittur, búin að kæla kampavínið og búa um rúm! Allt reddý fyrir fegursta fjall veraldar!
En, að undirbúningi komu herrans þá hringdi dyrabjallan! Börnin sofnuð og frúin ein við skriftir í kotinu. Hver var á ferð? Mér var hugsað til fárra þar sem ég á fáa vini sem eru færir að vera á næturvappi, hehe enginn af þeim sem ég þekki og kalla vin geta verið að flækjast eftir myrkur!
Við erum með gægju gat og þar sá ég fagurlimaðann karlmann standa (ég hugsaði, hefur fjallið grennst? ) nehhhhh. heldur löggustrákur sem ég bauð inn, full verndar og öryggis!
Það var verið að boða mig til héraðsdómstóls Torrevieja bæjar þar sem ég hafði kært innbrot!
Nú er kominn tími á, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Ég mæti ...... full eftirvæntingar ...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.1.2007 | 20:08
Hlátrasköll og kjánaskapur
Eftir annasaman dag þá hittumst við stelpurnar í listaklíkunni til að skiptast á einhverju fróðlegu og skemmtilegu. Það er ekki erfitt þegar flæðið er sem það er! Við ræddum ekkert um listsköpun né börnin, töluðum varla um karlmenn en hlógum eins og tvær snyftir út í eitt!
Jedúdda mía, hvað það var gaman hjá okkur og það sem er kanski fyndnast að ég man varla hvað við vorum að pískra né hvað var svona gleðilegt! Ég held að þessi hláturgusa jafnist á við "lagningu" í 20 mín eða slökun í nuddbaði! Ætli Kvöldroði frá kaffitár hafi verið farinn að gerja?
Það er ekki nema von að sagt sé að hláturinn lengi lífið. Hann frískaði upp á annasaman dag og svei mér ef mér líður bara ekki betur eftir þetta gleðikast.
Ég er búin að fá bréf frá fólki sem segist elska mig sem er þónokkuð því ást er oft bundin skilyrðum, maðurinn minn er með lafði leggjaprúð í Portugal og lætur sér líða vel á 4urra stjörnu hóteli við rætur Atlantshafsins, náttúrufegurð geysileg og líkur eru á að hann skili sér heim fyrir helgi. Hlakka bara til að sjá Fjallið mitt eftir heillar vinnuviku aðskilnað.
Ekki úr vegi að sýna ykkur fjölskyldumyndina Álfasteina. Held ég hafi náð okkur þokkalega
23.1.2007 | 20:24
Annasamur dagur og lítill brennuvargur
Sjaldan fellur eplið langt frá eikarstofninum. Ofur rómantísk móðir sem elskar kerti og kertaljós. Þó ekki í augnhæð því það getur ýtt undir ringulreið milli augna og heilabús. Flökurleiki myndast og korktappinn enn í rauðvínsflöskunni. Sonur minn er að læra heima og mútar mér, hann vill fá að kveikja á einu kerti eftir smá lesningu! Veikburða móðirin lætur eftir en hann er 6 ára og allt sem heitir eldfæri eru ekki til taks á þessu heimili. "kanski hann verði sætur slökkviliðsmaður"
En, dagurinn í dag er búinn að vera annasamur með einsdæmum. Grasekkjan stendur í því sem allir hinir einstæðu foreldrarnir gera dags daglega og þakka ég mínum sæla að eiga jafn góðan karl og raun ber vitni.
Ekki er laust við þreytu í kroppnum þar sem tilraunarstarfsemi í innri heilun átti sér stað og var ég að ráðast á uppsafnaða þreytu og vöðvabólgur hér og þar. Ég finn fyrir þessu öllu en eitthvað hlítur mér að hafa vegnað og ég er ákveðin að endurtaka leikinn í kvöld. Set fiðluleik Sigrunar á cd tækið og losa hugann og ætla að flæða smá.
Stórkostlegt hvað lífið bíður upp á margt!, gott eða slæmt er annað mál og alltaf höfum við valið. Ég vona að tilfinningin mín sé ekki rétt varðandi doldið eins og Ollasak segir svo oft en má vera að ég sé þreytt og særð eins og lítið páskalamb. Mehhhhhh
Það eru allir að læra heima og það veit sá sem allt veit að það er tilhlökkun að fá að vera aleinn. Í gærkvöldi átti ég mína prívat stund kl 03.30 og las þá um hjartað og sofnaði sæl í sinni.
Ég ætlaði að klára málningarverkefnið mitt en hefði sennilega ekki sofnað ef ég hefði byrjað. Kanski fæ ég tækifæri að klára fyrirhugað páskaverkefni og koma því frá mér. Hver veit?
Kanski að karlinn minn láti heyra í sér ... sakna hans Ég sagði við starfsfélaga minn þegar hún frétti af því að hann væri á ferðalagi að hann ætti nú orðið viðhald í Portugal því kvenfólk þaðan væri almennt loðnara á leggjum! Spurning hvort hún fari á veiðar þangað
Nóg komið af rausi um allt og ekkert! Dásamleg kertastund framundan, smá málun og góð tónlist!

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2007 | 14:39
Cold Play vs Zordis
Segi nú bara svona! Cold Play er nokkuð flott sveit og ég þarf að læra textann svo ég geti raulað með. Næst þegar ég tek til hendinni og fer í mína ósjálfráðu íhugun, setja Sveitina í botn og syngja á kústskaftinu!!! Ég hafði í huga þegar ég vaknaði í morgun að ég ætlaði að einbeita mér að því fallega. Eftir megni vera kurteis og góð við alla. Lísan mín hún vakti mig til umhugsunar og ég ákvað að tileinka mér hennar skrif. Hnuppla ágætinu og upplifa meiriháttar mánudag.
Þegar FerðaFjallið mitt kvaddi mig með kossi í morgun, setti ég Boney M í botn ( já frekar lasin sko) og ákvað að taka nokkur spor í stofunni, alein og Daddý Cool tók lagið með mér. Tilgangur svo snemmdags var að vekja allar hamingjufrumurnar, ég sór þess heit að vera vinsamleg við alla, hins vegar hefur allt sín takmörk og mun ég eftir fremsta megni reyna að standa mig.
Einn dagur í einu segi ég eins og hinir kjúllarnir og baða mig appelsínugulum orkulit! Veitir ekki af að styrkja sjálfan sig í þeirri ofraun sem kærleikur og gómennska heimtar. Ég er góð, ég er sæl og ég er ánægð með þennan spennandi dag, enn sem komið er.
Cold Play eru bara góðir og ég held að best sé að fara ekki í keppni við þá! Ég einbeiti mér að einhverju öðru en söng þótt ég rauli með í sturtu eða við tiltekt er svo allt önnur ella.
Hafa gaman af þessu
Spila með
Sigra
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.1.2007 | 11:46
Innri Ró
Var að spjalla um íhugun við vinkonu mína og það er hlutur sem ég geri nokkuð reglubundið. Fer í annan heim þegar ég fer í mína daglegu kjallaraskoðun. Ég leitast hins vega við að vera á aðalhæðinni þar sem kærleikurinn flæðir, lætin í börnunum og ástleitið uppvaskshljóð þegar Fjallið er að vaska upp eftir kvöldmatinn sem hann eldaði. (reyndar er ekkert nema salöt í boði þessa vikuna) ... Heilsuátak í gangi!
Innri ró er mér mikilvæg því ég fer auðveldlega í tætlur. Að sjálfsögðu leynir kona því eins og hún getur því enginn vill vera eins og opin bók frammi fyrir umheiminum. Við seljum það sem við viljum og það sem hentar hverju sinni. Við sýnum nákvæmlega það sem við viljum. Stundum förum við reyndar aðeins yfir strikið en þá er það væntanlega okkur sjálfum til góðs þegar upp er staðið.
Erum við á réttri leið, vitum við það nokkurn tímann og á hvaða leið nema þá að losna. Ég stefni á að losna í lifanda lífi, finna sæluna í hverri frumu á hverr mínútu sem líður. Ég ætla ekki að bugast af stressi, vanlíðan eða reiði. Ég er vissulega með erfitt markmið og þótt það taki allt lífið þá vonast ég til að fara sæl í likbrennsluofninn eða ætti maður að huga að líffæra innlögn.

20.1.2007 | 23:25
Falskar tennur í bláum poka og loðnir leggir .....
Það er ekki að spyrja að næturlífi frúarinnar. Það er orðið spurning hvor megin betra er að lifa???? Með ólíkindum hvað draumheimar eru skrítnir og ótrúlegustu hlutir gerast, trekk í trekk.
Þrátt fyrir drauma og fyrralífshjal við vinkonu þá héldum við fjölskyldan í verslunarleiðangur. Eitthvað sem mér leiðist mjög. Hugsa stundum hvað ég sé ómöguleg að hafa ekki áhuga á skipulögðum verslunarferðum. Skanna allar verslanir í leit að betri búðum, sniðum og verðum. En, ó nei, mín er ekki þannig og vill helst halda sig heimavið og viðhalda kríuhvíta húðlitnum!!! Verð sennilega slétt og fögur ellimey. Dóttir mín á sko ekki skemmtilegustu móður þrátt fyrir að hún sé dugleg að kynna mér kosti mína.
Við náðum að versla á soninn, dótturina og móðu innkaupa klónna, allir nema fjallið komu heim með flík. Við enduðum verslunarleiðangurinn á því að fara í stórmarkað sem selur allt frá rækjukló að gæludýrarottum! NÁKVÆMLEGA!
Þegar við vorum komin að kassanum ..... þar sem fjallið brosir og borgar laumaði frúin sér í gæludýrahornið. Mig langaði óskaplega í eitthvað ........... Margrét þú hefðir alveg getað fundið þér eitthvað þarna því úrvalið var allþokkalegt af dýrum.
Óðar kanínur að reyna að títa, fjörugur hvolpur sem vildi koma heim með okkur, hamstrar, mýs, gæludýrarottur ..... (ohhhhh þær eru með oggulitlar hendur eins og menn) Mér varð að spurn hvort þetta væru skipsrottur en þetta eru rottur sem eru ræktaðar á rannsóknarstofum og eiga að vera hreinar! Ég er ekki mikið um rottur, hef einu sinni séð rottu í Vesturbænum og ég fékk svona hroll Oj tilfinningu, svo sá ég eina dauða á Djúpavogi og fékk líka þennann hroll Oj tilfinningu og svo núna áðan ..... tilfinningin var blendin ekki beint svona hroll Oj tilfinning en meira svona frost tilfinning niður hrygginn! 9 evrur stk og svo bara upp í rúm með krílið!

19.1.2007 | 16:40
Á tangabrók með loðfeld í poka
Dýravinafélagið getur sko ekki kært mig þótt ég gangi um með loðfeld í poka, sem er LIFANDI. Já, það er nú saga að segja frá því þegar hörkuskvísan hún ég snaraði sér úr trunt trunt Trabant á tanganu nánast einu fata inn í ónefnda Verslun á Íslandi.
Síló hafði hnoðað sig í plastpokann minn en þetta var á tímabili plastpokans, í stað fallegra hliðartaskna eða veskja þótti bara í lagi að ganga um með fyrrgreint plastefni. Litla túttan mín þótti innkaupaferðir mjög skemmtilegar og í einni af þessum ferðum okkar þá kom heldri frú upp að mér og brá heldur í brún þegar Síló skaut upp hausnum og ætlaði að næla sér í sporð. "Guð minn góður, ertu með kött" He he he, nei ég heiti Zórdís og þakka komplimentið, Guð situr ennþá þarna á efri hæðinni og hefur passað upp á að þú rannst ekki í gellunni sem datt í gólfið. En, í alvöru hún hélt ég væri að kvelja kisa þar sem kettir þola ekki að vera í plastpoka. Önnur var nú raunin hjá mektarkisunni og elskaði Síló alla hluti sem voru á "I don´t like" listanum.

Án gríns þá er ég bara nokkuð sæl og sátt í dag .... bóndadagurinn sem er ekki sá sami í Spánarlandinu heldur er hann haldinn hátíðlegur á degi San Jose "holdlegur faðir Jesúbarnsins". Mér datt ein snilldarhugmynd í hug og hún er að telja Fjallinu mínu trú um að hann sé kona og að ég sé maðurinn. Fái þar með nudd, grænmetisböku og CAVA.
Já nú er full langt gengið og má ég bara skammast mín! Þetta er hans dagur og eitthvað verður nú að dekra við risaeðluna. Ætla að segja JÁ við öllu og svo segi ég bara AMEN ef ílla vill til!
Óða helgi elskurnar