Eldabuskan og Siló

Mátti til að skrifa um litlu túttuna mína.
Hér er Síló "Sílóníus Árni" og húsmóðirin í Vesturbænum. 
Síló
Vatnslitir á pappír A4
Sió er farinn til himna, hann var rauðhærður og afskaplega skemmtilegur köttur.  Samband kattar og konu einstaklega fallegt og náið.  Við skildum hvort annað, töluðum saman og fórum saman í bíltúra, innkaupaleiðangra á veitingastaði og hingað og þangað.
Það besta var að fá að taka þátt í eldamennskunni, hann malaði eins og traktor og sleikti útum!  Hann vissi nákvæmlega hvenær sporðurinn var tilbúinn og lét vita þegar honum fanst nóg komið!  Svo, smjattaði hann á sporðinum rjúkandi heitum.
Skemmtilegur Kisi sem kom fram á miðilsfundi til að minna á sig.  Siló lifir með mér og ég vonandi með honum. 
Ævintýri Siló halda áfram ........

Fisk á diskinn minn ....

Það  nýjasta í spádómum er spádómur með myndefni!
 
 Fisk á diskinn minn
 
Alveg Satt (blue eyes)
 
Það nýjasta í framtíðarspá er að mála framtíðina.  
 
Hvernig gerum við það?  Það er að sjálfsöðu atvinnu hernaðar leyndarmál! 
 
Það sem er ofarlega í huganum þegar nýtt ár rennur í hlað er ofneysla kolvetnisríkrar fæðu, ofneyslu CAVA (hér er talað frá hjartanu Heart)  Já, og það má Himnaherran vita að í lok ársins fer maður í ástand hins auma og belgir sig út og virðir ekki þrældóm liðinna mánuða í líkamsræktarstöðvum né það sem unnið hefur verið af kappi fram að jólahátíðinni.
 
Nú er málið dautt.  Engar áhyggjur, því myndefnið verða bara mjónur og hazarkroppar.
 
Til dæmis er myndefnið hér að ofan ég, grönn og glæsileg með uppáhalds fisk á diskinn minn!
 
En í alvöru talað kæru bloggvinir þá er hamingjan ekki fólgin í holdi heldur lífssýn sem við tileinkum okkur á lífsleiðinni, þeim vinum sem við krækjum það besta frá.
 
Framtíðarspá, satt eða logið ??? 
 
Uppáhaldsmyndbandið mitt er Í takt við tímann með Stuðmönnum
Uppáhalds maturinn minn er grænmeti
Uppáhalds börnin mín eru þau bæði
Uppáhalds maðurinn minn er sá sem ég á
Uppáhalds bloggvinurinn minn ert þú InLove
"call me Courtney LOVE" 
 
"Kominn tími á eina Vallý" 
 

Tröllvaxinn og dónalegur karl ....

Ég var búin að lofa að birta teikningu af af tröllkarli einum er ég hitti ekki alls fyrir löngu.  Maðurinn var afskaplega ófrýnilegur sýndum sem þarf ekki að vera = að hann sé ófríður að innan.

Eftir hrjúf orðaskipti og yfirlýsingar hvað ljótleiki sjálfs míns og minna kollega væri mikill, við of gömul, sumir feitir og aðrir bólugrafnir og meir að segja að "við" værum ekki andlega undir það búnar að myndast.  Þar sem ég starfa er enginn ljótur og ég vil meina að dónalegi tröllkarlinn hafi ekki verið ljótur þrátt fyrir ófrýnileika sinn í gerð og háttum.  Grínið hans var of mikið fyrir mig sem kalla nú ekki allt ömmu mína.  Sálarhryggð er kanski frekar orð sem væri útnefning á svona fólk.

Tröllvaxinn var hann .....

Andlitsmynd af blessuðum karlpungnum.

Ekki beint frýnilegur en hefði getað breyst með ljúfri og jákvæðri framkomu.  Ég veit líka að það að koma í lokaðan hóp getur verið erfitt en þeir sem gefa sig út fyrir að vera professional fagaðilar geta lokað.  Bara fyndið og óska ég Trölla sem á sér nafn alls hins besta!

Texti sem fylgir er á þessa leið;

Tröllið

Fegurðin er það sem augað nemur

Sé sál þín full af harmi

mun Guð almáttugur

vísa þér veginn

Fegurðin er þín eigin sýn á lífið

Blessaður maðurinn lét ekki sitt eftir liggja og sendi okkur reikning sem við greiddum. 

Góðar stundir!


Einu sinni .....

Lísan á Voginni kom með athugasemd sem fékk mig til að hugsa dæmigerða setningu sem við notum öll öðru hvoru, "einu sinni var"!  Bara þetta orð fær mig til að hugsa um Guðna Kolbeinsson hinn merka íslenskusnilling og rödd hans hljómar í mínum meira huga.

Einu sinni var ung kona, frá-sambúðar-skilin og þokkaleg til fara ásamt dóttur sinni er minnir einna helst á litla ráðskonu.  Litla stúlkan sneri móður sinni hægri vinstri og gerir enn  InLove  Við mæðgur eignuðumst lítinn hvítan bíl sem við máluðum bláan .... gaman gaman og nýr bíll.  Við vorum sælar stöllur og þrifumst vel með hvor annari.  Okkur var ætlað eitthvað stærra hlutverk í þessum heimi, og ákváðum að spila í Jókernum.  Litla lukkutröllið mitt var  búið að síendurtaka einhverjar tölur þar til móðir mín sagði "Gjörðu svo vel að taka mark á barninu"  og skrifaði niður tölurnar.

Það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu sagði mamma og benti mér á að nota þær!!!

Ég gerði það og ákvað að kaupa eina línu í lottóinu (mann ekki hvað þetta heitir lengur) og við unnum, dóttir mín vann og við med det samme til útlanda.  Nehhhhhhh .... ekki med det samme en það sama ár nýttum við peningin sem við unnum og fluttum búferlum erlendis.  Dásamlegt tækifæri sem ég þakka guði og góðu fólki fyrir því ekki stóðum við alveg einar í þessu.

 

hin góða heppni

 

Okkur gekk vel og ég man vel hvað afi heitinn hafði miklar áhyggjur af þessu brölti mínu.  Ég var að sjálfsögðu á annari skoðun.  Hafði um engann að hugsa nema litlu lukkudúkkuna mína og við værum í höndum guðs og almættis.  Ef allt færi fj.til þá kæmum við glaðar heim eftir í það minnsta 6 mánaða ferðalag .................................. Og siðan eru liðin á níunda ár!

Með hugann við heppni og það sem við gerum úr því sem við höfum þá las ég áhugaverða um bók er fjallaði um heppni og heppni.  Hver er munurinn?  Jú Áunnin heppni er það sem við vinnum í á hverjum degi, sú heppni sem mætir okkur flesta daga og við njótum ávaxta erfiðis.  Hins vegar er heppnin sem fellur af himni ofan sem snerti okkur mæðgur eitthvað til að koma okkur af stað og getur valdið í senn óhamingju sem hamingju.  Allt fer það eftir því hvað við gerum við heppnina.

Jæja Lísan mín, takk fyrir þessa hugsun!  Áður var ég tóm en litli handmálaði bíllinn fékk mig til að hugsa um 500 ltr frystikistuflutningana, frostrósirnar á rúðunum og þá yndislegu vináttu sem þú hefur gefið okkur mæðgum.  Það er bara gaman að hugsa til góðu minninganna!

Hugurinn er óstöðvandi einni lítilli hugsun sem þú skaust í kollinn á mér! 

 

Gott er að vera einfaldur  

rauðhærður og mjúkur

á meðan eigi tvöfaldur

ráðríkur og sjúkur

 

Gerðir þú eitthvað fallegt í dag? 

 


Glæsileiki kvenna

 Konur eru glæsilegar.
 
Akrýl 60 x 60
 
Fegurð kvenna er viðkvæmt viðfangsefni.
 
Konur hafa alltaf heillað mig á félagslegan hátt og þykja mér konur áhugaverðar persónur.  Skrítið að huga að kvennaáhuganum þegar karlmenn hafa jafnan verið með betri vina.
 
Ég átti samtal við konu í dag sem var döpur, hún var pirruð og mér leið bara nokkuð vel að vera þó, hamingjusöm og innanfeit.  Ég þætti sennilega glæsikvendi í í hvaða arabalandi sem er með stefnuljósin blikkandi og kóka kóla rautt hárið.  Ég er náttúrulega bara eins glæsileg og mér líður hverju sinni.
 
En að samtali við konuna sem ég hef þekkt mjöööög lengi ( ef 38 ára æfi telst mikið ) ég var að reyna að "peppa" hana upp með allskyns eigin húmor og ég get alveg sagt ykkur að það er ekki auðvelt að halda upp samræðum aleinn við dapra konu.  Samtal okkar endaði á því að henni fanst ég svolítið brjáluð ..... hér vorum við komnar út í umræður um garðyrkju og garðrækt!
 
Hún var í vafa hvort hún vildi búa með konu eða flugu.  Hún gæti allavega drepið fluguna ef ílla gengi.  Nokkuð rétt hjá henni en það að drepa flugur finst mér algjört ógeð!
 
Depurð er huglægt ástand, ég þekki það vel.
 
Konur eru fallegar og viðkvæmar
í senn hrjúfar og vondar
Konur eru konum verstar
konur eru þú og ég
 
"nema karlmaður sért" 
 
Verum vinir 

Stórmerkilegt hvernig ásýnd breitist .....

Það er víst engin launung að persónan ég er öfgamanneskja.  "Öfgar göfga" Sálin finnur jafnan farveg til að láta sér líða vel í og við þróumst áfram með undarlegum hætti.

Eftir Jóla og gamlárs át og drykkju hefur líkamin tekið sjálfstæða stefnu í örum vexti. 

Ég vaknaði sem sagt alsaklaus og bjó mig undir spjall við spegilinn, góðann daginn sæta, hvernig höfum við það í dag?  Já, spegillinn talaði við mig í fleirtölu Whistling  Ohhh af hverju tók ég ekki eftir þessu fyrr.  Crying  Ég er óskaplega grönn í hugsun en það er víst ekki hægt að nota sama fatnað sama hversu grannur hugurinn er!!!!  

Nú er ég komin niður á jörðina og eitt er víst að geðbriðgi hugsans ná ekki að plata mærina mjúku í dag.  Kanski á morgun, hver veit.  Í dag verður gerður matseðill út vikuna, girnilegt léttmeti til að bæta sára sálina sem lifir í ljótum heimi blekkingar og vanrækslu.

Einn dagur í einu og fyrr en varir getum við sáttar tekið morgunspjall.  Konan í speglinum og ég ....

 

Gerum góðverk í dag 


Nauðsynlegt að gera áður en ég dey ...

Eftir stórgott gærkvöld á kínverskum stað með ofurfamilíunni og Zóta fjölskyldunni.  Eftir að hafa tyllt efri vörinni á barm kristalsins þar sem í boði var Rautt eðal frá Spáni og glimmrandi Cava frá Spáni er tilefni til að hugsa hvað konu eins og mig langar að gera áður en ég dey!

Ef ég dey á morgun þá fæ ég vonandi mína fiðruðu.

Mikið djöfull er maður nú alltaf skemmtilegur í kristalsgallanum, ég er nýbúin að smeygja mér úr Boney M dressinu og er léttilega aum í afróinu.  Bara skemmtilegur tími þegar bráðhuggulegu negrarnir dilluðu sér við taktfasta tónlist sína.  Meir að segja lenti ég í partý með þeim!

 

Ást til sölu .... góðir gallar ???
 
Ást til sölu
 
10 nauðsynlegir hlutir áður en ég dey
 
1.   Fara í brúðkaupsferð (je right)
2.  Halda málverkasýningu með Tolla
3.  Verða amma
4.  Og langamma
5.  Syngja í hljómsveit (Stuðmönnum)
6.  Eignast þorp í Afríku
7.  Verða betri manneskja (ekki erfitt)
8.  Synda með höfrungum
9.  Verða ekkja (hljómar undarlega, ha) 
10.  Verða ógeðslega rík og falleg.
 
Er nema von að þegar fólk setur sér kjánalegt fyrir hendur að útkoman sé með sama sniði.  Ég þarf ekki að fara í neina brúðkaupsferð, fer bara næst!  Hins vegar langar mig að halda sýningu með Tolla, mig langar að verða amma og langamma ef heilsan leyfir.   Syngja í hljómsveit það hef ég gert  að vísu ekki Stuðmönnum, svo einu sinni gaulaði ég inn á plötu , afi heitinn hélt að ég væri Ellen (ekki leiðum að líkjast).  Varðandi þorpið þá væri gaman að geta lagt hönd á plóg og komið á fót hjálparstarfi en það er með þeim skilyrðum að þáttur n°10 rætist!  Að verða betri manneskja er eitthvað sem allir vilja geri ég ráð fyrir í einhverjum skilningi þess að verða betri.  Að synda með höfrungum held ég að sé guðleg tilfinning,veit ekki afhverju en svona heldur fólk ýmislegt. Að verða ekkja er kanski ekki eitthvað sem ég vill verða strax en ég vil ekki að eftirlifandi eiginmaður þjáist né sakni mín mikið InLove
Að vera ríkur felst ekki einungis í fé og fegurð hlýtur að speglast frá góðum gjörðum, vill báða þætti þess að verða rík.
 
Sólríkur Sunnudagur læðir sér inn hjá okkur.  Rjúkandi kaffisopinn var góður og ég held að þessi dagur sé einmitt dagurinn til að gera fallega hluti.  Ef ég væri á þeim buxunum að eignast annað barn þá væri þetta tilvalinn dagur!
 
Gerum góðverk 
 

 


Menntun er máttur ...

Það fer ekki í villur að menntun er máttur.

Mannskepnan er í sífelldri hringrás við sjálfa sig líf úr lífi.  Menntar sig í mismunandi geira en þó leitast sálin oftast við að fullkomna sig í því sem henni er kærast.  Sumar sálir fara erfiðu leiðina og flækja málin en það er allt í lagi því tilgangurinn er að ná sem lengst lifandi og lifa lífinu með sæmd!  Mannkærleikur er í raun sá geisli er lýsir frá sálu þinni og snertir hjartastöðvar þeirra er fylla þig nærveru sinni.

Ég var nebbl. að spá að á 15ánud öldinni var ég sjálfsmenntaður listamaður, drykkjuhrútur og lífskúnstner.  Þótti gaman að keyra bíla og elskaði hættur og himneska dásemd.

Önnur líf sem mosi (ákaflega róandi og innheit fósturumgjörð þar)  Þolinmæðin fæddist þar svo og töluverður undirbúningur fyrir hið mennska líf.

Ég man ekki eftir að hafa verið rolla ("drykkjuhrútur"), né þörungur etc.  Flestir muna ekkert og sumir trúa engu nema það standi svart á hvítu fyrir framan það.

En kæru bloggvinir, þegar leitað er aftur til fyrri tilverustiga þá fann ég svolítið sniðugt, ég þekki ykkur öll pínu pons. 

Ég held að Olafurfa hafi verið hafsveinn, tja eða bara nokkuð kúl hákarl þar sem ég var í lífríkinu á sama tíma.  Er það nema von að maður geti andað undir yfirborðinu og fari úr húðinni á bak við eyrun.

Ég held að Zoti hafi verið uppi á gríska tímanum,  gyðja sem elskaði ljúft líf og listir.  Í þessu lífi þótti ég snillingur í grískri matargerð sem hefur ekki náð að smita Zordisina í þessu lífi.

Ég held að Ollasak hafi verið prinsessa í frakklandi sem átti sjaldgæfa skrautfugla á sama tíma var ég var drykkjuhrútur sem þótti afbragðs félagi í spilavítum og veislum, þannig kynntumst við fyrst.

Ég held að Salvör hafi verið búsett á landamætum Kanada og Ameríku þar sem hún var í sama indjánaættbálk og ég.  Salvör var indjánalæknir og náði ekki að bjarga lífi mínu er ég féll fyrir ör í hjarta stað.  Ekkert smyrsl né galdrar færðu sál mína til baka.

Ég held að Mydogs hafi verið búsett á Írlandi og ekki má gleyma að hún var með fallegustu fjárhunda héraðsins og ég var nágranni hennar og átti appelsínugular kisur.  Við vorum vinir og gáfum hvor annari applsínur þegar okkur áskotnaðist sem var mjög sjaldan.  Margrét ég gef þér appelsínu við tækifæri!

Vogin vinkona mín hún var eldabuska hjá Rússnesku hirðinni, hún var ástkona unga prinsins og gátu þau eina dóttir sem varð fyrir mikilli úlfúð og ástleysi hirðarinnar.  Voginni og ungu dóttir hennar var komið fyrir á litlum sveitabæ við stóran lög og þar háðu þær hart en hamingjusamt líf.  He he he he, ég var að sjálfsögðu litla dóttirin.

Jæja nóg komið að sjálfselsku og fyrrilífs gríni.

Einn dagur til viðbótar bætist í sarpinn.  Tröllið er tilbúið en fær ekki skönnun fyrr en eftir helgina.  Birti það um leið og ég get.

Sjálfmenntun er ekki síðri nema plaggsins vegna.  Margir hinna rómuðu listmálara voru ómenntaðir og öðluðust ekki virðingu fyrr en eftir andlátið.  Menntun er máttur og það er tíðarandinn sem ræður ferðinni.  

Morgunsopinn bíður, allt tilbúið fyrir vænan íslenskan kvöldroða sopa!   


Háskólinn í Alicante :-)

Snemmdegis lá leið á háskólalóðina í Alicante.  Þetta er nú ekkert smáræði þetta skólasvæði, rosa stór og vel til haldið.  Fullt af nýnemum og fallegt að sjá leiðbeinendur ganga um með hópa til að útskýra hvað er hvar og hvert skal halda í tengslum við námið.

Ég varð stórhrifin!

Fann út nokkra kúrsa sem hrifu mig og fór í leit að upplýsingum. 

Rinnnnng, riiiiinnnnnnnnnnnng,

MOI; "hæ, þetta er ég ............ litla námsmeyjan! 

FJALLIÐ;  HA, QUE! 

MOI;  Já er að skrá mig i nám ............... bla bla bla

FJALLIÐ;  "betra að segja ekki meir"

 það er leikur að læra    litablanda

Sólin skein, nemendur frá öllum heimsálfum áttu leið og einhvern veginn leið mér betur með kennurum heldur en nemendum.  Var þó með eðalnámsstúlku mér við hlið!

Aldursbilið er náttúrulega frekar svona .... Ég er og verð jafn ung og hjartað nær að dæla bragðvondu blóðinu.  

ÉG ER EKKI VAMPÍRA

Ég er guðsbarn, þjáð og opið fyrir ást umheims!

By the way!  Ritarinn í Arte y Cultura var óbó  rosa dónó og ég fór heim með uppl. en ég segi, þegar þjónustan er léleg þá á maður að kvarta.

Ég er að hugleiða það en kanski var þetta hennar slæmi dagur og og og ...........  Hugleiðing fyrir mann sjálfan að koma vel fram því léleg framkoma hefur boomerang áhrif.

Hún var vond við mig vegna þess að yfir maður hennar var vondur við hana.  Ég er leiðinleg við annan sem á ekkert skilið nema það besta og ég hugsa að það var nú gott að hún tók hluta út á mér því þá verður hún skemmtilegri við maka og börn.  Skemmtileg en ekki auðvelt þetta líf.

Háskólinn í Alicante, ég mæli með honum og ef þú kæri lesandi vilt fá aðstoð þá er bara að senda línu.  Námsfýsi er betri físn en mörg önnur .........


"þrifakonan" hætti, hún fór til síns heima ....

Ég hef alltaf verið á móti því að fá konu heim (eða mann ef því er að skipta) til að þrífa skítinn undan mínu eigin "drottnunargati".  Ég hef barist á móti því eins og ljón að fá að gera þetta allt saman sjálf!

Í desember stóð þannig á hjá góðri stúlku að hana vantaði vinnu og ég lét obbinn af og samþykkti að fá aðstoð hennar.  Hún var yndisleg, gætti barna minna eftir skóla og kom svo aukreitis og þreif það mesta!

ÉG SAKNA HENNAR!

Hún fór til síns heima fyrir jólin og kemur ekki aftur.  

Maður kemur í manns stað og viti menn að þegar ég kom heim í kvöld þá var dóttir mín búin að láta bróðir sinn læra að mestu leyti og var með góða tónlist á græjunni á fullu að gera fínt.  Henni tókst vel til og á heiður skilið.  Yndisleg stúlka sem ég þakka guði fyrir að hafa fengið að láni!

 

Sæt systkyn
 
Yndisleg bæði tvö
 
Fallegust eru börnin okkar og hverjum þykir sinn fugl fagur ......
 
Dóttir mín er meiri félagi en hvað annað og hún les móður sína eins og hverja aðra bók.  Sonur minn les mig líka en í sína þágu!  Er ég léleg móðir? Og þótt svo sé þá er ég hér í guðlegum tilgangi að takast á við lífið með 2 snar heilbrigð börn sem ég vil koma á legg!
 
Þrifakonan er farin og dóttir mín hleypur í skarðið.
 
Nú halda allir að ég sé mesta letibykkja ever, en það er í lagi!  Það eru bara 24 klst í sólarhringnum og það er alltaf eitthvað sem mætir afgangi. 
 
Best að kveðja áður en ég DETT fram af stólnum! 
 
Gerum eitt góðverk á dag! 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband