4.1.2007 | 15:53
Hún á afmæli í dag ...
Viðurkenni að myndskilyrði eru ekki góð ..... En hér er frúin að fagna 38 ára afmæli sínu, hvorki fleirri né færri. Það kom að því að þessum merka aldri væri náð og nú styttist heldur betur í 39 ára veisluhöldin.
Sem ung stúlka vafðist það ekki fyrir mér að stórafmæli ætti að halda fyrir heilann tug til að geta skvett almennilega úr klaufum. Svo þegar maður eldist sér maður að það er algjör vitleysa og á að halda upp á öll afmælin sín vegna þess að maður veit aldrei hvenær það síðasta skellur á og hvort það verði tækifæri á fleirum.
Enn ein fjöðurin í hattinn.
Að degi og nóttu þá leikur Zordis sér heima og heiman.
Ég spái góðu ári. Ilmur appelsínunnar munn vaka og nýjir og skemmtilegir hlutir gerast! Ég áminni vinkonu mína á (mig sjálfa) að hafa þolgæði og gleði í hjartanu. Hlutirnir koma og fara og það sem situr eftir ætti að heita meiri ást og umhyggja til heimsins.
Sæl og Sigurviss Oooooog 38 ára segi ég takk fyrir að vera til.
ath. set inn stílfærða útgáfu af myndinni, "ég er 38 í dag" síðar!
2.1.2007 | 23:20
Fjallmyndarleg I

1.1.2007 | 15:32
Nýtt ár 2007
Fyrsti dagurinn á nýju ári birtist okkur fallegur og nístandi kaldur. Það er allt frosthvítt um að lítast og fegurðin leynir sér ekki.
Ég hef jafnan lofað að kíkja í Selvoginn og ætla ég að láta verða af því í dag. Selvogurinn hlýtur að vera fagur á svona björtum degi og ekki verra að hafa daginn þann fyrsta! Ég ætla að tína steina í poka .... taka myndir og njóta dagsins.
Í dag á Tryggvi Bjarnason afmæli ásamt fjölda annara íslendinga og óska ég honum til hamingju með daginn sinn.
Í dag er dagur tækifæra og ætla ég að skoða hvað dagurinn býður uppá.
Eigið góðan dag!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.12.2006 | 11:34
Síðastur í röð daganna ...
Merkilegur fyrir þolinmæði og biðlund. Í dag munum við halda til heilags Þorláks! Í dag eigum við eftir að finna búðarholu sem er opin og selur partýhatta og ílur. Í dag eigum við eftir að gera margt þar sem gærdagurinn fór í veislustand. Úr einni í aðra og báðar voru þær alveg yndislegar.

Gamlársdagur hefur alltaf verið mér sérstaklega kær og í seinni tíð hef ég jafnan haldið hann á kæran og sérstakan máta. Við kjarnafjölskyldan höfum verið saman og etið dásamlegan mat. Nautalundir og góða sósu (borða ekki sósur dags daglega) allskyns smáréttir og gúmmelaði.
Má vera þar sem hátíðarmatur okkar spánverja er með öðrum hætti og aðrar venjur tíðkast. Ég las í einhverju íslensku blaðanna pistla um sið hvers þjóðbrots og íslendingar með einsdæmum fróleiksþyrstir.
Spánverjar samkvæmt þessu, borða vínber við hvern klukknahljóm sem er hárrétt, en ekki man ég eftir því að aðalspennan var að hlæja með fullan munn af vínberjum. Ég kem frá fjölskyldu sem hesthúsar 12 afhýddum (jamm, ekki með hýði þessi vínber og eru því mjúk og slepjuleg) ( Gott að kyngja) við hvern klukknahljóm og skálar svo í CAVA á eftir. Æjjjjjj hvað Spánn er nú fínn , að auki þá eru rauð undirföt seld eins og hver önnur nauðsynjavara því það klæðast allir rauðir undirfötum!
Við ætlum að skunda í leit að partýhöttum og ílum .... Við ætlum að njóta þess að vera við í faðmi íslensku fjölskyldunnar .... Ég geri ráð fyrir að við komum til með að gleypa mandarínulauf í stað vínberjanna þar sem að við komum ekki með niðursoðin, afhýdd vínber! Svo er spurningin að deyja ekki ráðalaus og drekka bara eitt hvítvínsskot við hvern klukknahljóm.
Ég sendi ykkur kæru vinir bestu þakkir fyrir gott og yndislegt ár með von um að friður og hamingja fylli nýja árið ljóma okkar. Firður og Hamingja eru systkyn sem virðing er af að þekkja.
Gleðilegt nýtt ár!
29.12.2006 | 11:56
Sofa í myrkri ...
Svei mér þá ef Stórfjölskyldan nýtur þess að sofa í myrkrinu. Kanski ekki jafngott þegar myrkrið dafnar um ellefuleytið, tja eða við náum náttúturulega ekki að sjá ljósaskiptin þar sem þreyta ræður yfir líkama.
Hátíðarkaffi komið á könnuna og rólegheit í kotinu. Einstaka hrota heyrist við og við en það er af sem áður var. Talandi um hrotur þá átti fjallið mitt myndarlegt innlegg í heim hrota. (heimur hrota, um heim hrota, frá heimi hrota og til heims hrota .... er það ekki ?) Eitthvað er málfræðin farin að villast fyrir en ég tel þetta vera rétt já, já! Allt var prófað, sem dæmi hrotuplástrar sem héldust varla á kappanum ..... vakningar etc. Það gerðist ekki neitt fyrr enumfang líkama hans minnkaði að hroturnar létu sig hverfa og fagna ég því!
Ég þekki eina konu sem hellti vatnskönnu upp í sofandi eiginmann sinn, kanski var hún að reyna að drekkja honum á heimilislegan hátt. Spáiði í því þegar "skepnan" vaknaði. Hálfdrukknaður af vatninu sem hann tók oní lungu! Já, ótrúlegt hvað fólki dettur í hug þegar það er orðið "desperate"


27.12.2006 | 21:09
Sonur minn er í sokkabuxum
Litli engillinn minn var fáanlegur í sokkabuxur í fyrsta sinn á hans 6 ára ævi! Honum fanst það alveg viðeigandi að fara svona kóngulóarfatnað þegar skautaferð var í nánd. Stefnt er á skautaferð á morgun þ.e. ef allir hegða sér vel svo nú reynir á. Drengurinn vill fá að sofa í sokkabuxunum og lofar því að vera rosalega góður. Skautaferðin í dag lagðist niður sökum óþekktar og með mikilli mildi þar sem ekki var beinlínis gott veður í skautaferð.

Faðir barnanna ætlar að horfa á en móðirin er alveg ákveðin að skella sér á ísinn með ávöxtum ástarinnar.
Annars er bara fínasta geðlægð yfir hafnarfirðinum, höfuðborg Íslands! Var það ekki annars?
Eiginmaður minn fór út og þreif gluggana eftir matargerðina og átið. Það var ekki hátíðarmatseðill á borðum í Vallarhverfinu heldur léttmeti með ítölsku ívafi.
3 jólaboð framundan .... slökun, leti og smá pennslastrokur. Ætlaði að birta hér á vefnum myndir en Sony snúran lét sig hverfa ..... ekki í fyrsta né hinsta skipti sem það gerist!
Vona að allir hafi það súper og hlakka til að hitta marga marga marga!
25.12.2006 | 12:23
Haglél og ærslafull börn
Engin jólaveisla í dag. Bara ljúf notanleg heit með fjölskyldunni. Það hraut niður hagléli rétt í þessu og börnin bjuggu sig út að leika. Við hin sitjum inni og látum okkur líða vel.
Skondið þegar kom að því að skreyta jólatréð með þeim eina jólasið er mér var kennt að engin sería var brúkhæf. Undir miðnætti á Þorlák sótti pabbi gömlu seríurnar, þ.e. fyrstu jólaseríu sem keypt var, serían sem lýsti barnshjartanu einum 35 árum áður. Gamla góða serían virkar enn og er bara ljómandi falleg. Það hjálpuðust allir við skreytingarnar og fagna ég jólunum á þann einfalda máta sem hann birtist okkur.
Eins og Hulda segir og hefur eftir öðrum; út með íllsku og hatur....
Ég ætlaði að birta myndir en gleymdi sony kaplinum mínum svo það verður ekki mikið um myndir núna. Þess vegna set ég inn eina mynd sem er jólatengd í huganum. Epli og mandarínur var í raun það sem kom með jólin hjá mér í gamla daga.

Ég man eftir lyktinni af eplunum og liturinn var gljáandi rauður. Eitt sinn fór ég í JL húsið og vann mandarínukassa ...... Voðalega heppin stúlka, ég er enn svona heppin og þakka fyrir það!
Heppni er lífsstíll ........... eða hvað! Ég óska öllum gleðiríkra jóla ..........
23.12.2006 | 00:23
Híasinta er kvenmannsnafn ...
Rétt eins og Íris og Lilja eða Sóley! Rósir er fleirtölu eining fyrir Rós. Á Íslandi eru konur sem heita Rósa eða Rós en engin Rósir. Á spáni heita konur Rósir, Snjór og Mercedes eins og bíllinn.
Fjallið kom heim í kvöld með rósabúnt.

22.12.2006 | 10:30
Myrkur umlykur okkur á hjara veraldar ....
Svei mér ef ég var bara ekki búin að gleyma þessu myrkri, ekki að það skipti svossum máli!
Ég vakti frameftir í nótt og var við leik. Gekk þokkalega og er að spá í að halda mér við efnið. Íris Hadda var hálf lasin í nótt en ekkert sem fer í bækur sögunnar. Smá kvillar sem koma og fara, það er hins vegar bara þannig að sama hversu lítið hrjáir okkur þá er ástin alltaf besta meðalið.
Nú er ekki seinna vænna en að tendra jólaljósið sem skín innra. Skrítið hvað jólin skipa lítinn sess í hjarta mínu, ég hugleiði stundum að ég gefi mínum börnum ekki rétta sýn og þá spyr ég hver er þessi sýn?
Ætli ég sé ekki að tala um "la ilución" sem kanski má nefna sem eftirvæntinguna. Upplifun er svo hvers og eins, ekki satt.
Kanski ég fari og pennsli jólakúlur eiginmannsins ............... honum myndi bregða og hafa væntanlega ánægju af þessu óvænta þukkli .....
Ef jólapung ég ætti
hann skreytti eftir mætti
lítinn og loðinn
eða stórann og strípaðann
jólakúlur allra manna
skreyttar fyrir jólin 2006!
Má segja að þetta orðakast sé ekki í anda kristilegs jólahalds en það er svo margt sem er ekki í takt svo við verðum bara að fá að strjúka frjálst um höfuð og gera það sem við viljum!
rautt, gult, grænt = regnbogataktur hjartans kallar á áframhald ............ Bless á meðan!
22.12.2006 | 00:51
Ljómandi Jólarautt ......
Það má segja að ljómandi jólarauður litur sé í pensli skrattans. Fyndið hvað maður sogar liti í sig, rautt, rautt og meira rautt!
Er að leggja drög að nýju myndinni minni. 60 x 60 og það er rautt í penslinum. Það þarf svossum ekki að drepa margar sellur til að geta sér til um myndefnið "menn og meiri menn" lífskúlan er svo skrítin að myndefnið gæti vel verið rauður úfinn snjór og Sæskrímsli sem skríða fyrir bú og bakka.
Ég er alein vakandi, Íris Hadda sofnaði fyrir löngu og drengirnir mínir eru farnir á náðir draumalandsins. Vona að litla barnshjartað sé komið með nóg af snjónum .... Ég spurði hann áðan þegar hann varð nánast móðurlaus í rokinu áðan hvort honum langaði enn að flytja til Íslands. Hann hélt það nú! Ó, já! Smá vindrassgat draup ekki á barnshjartanu.
Best að halda sér við efnið.....
Fyrsta vísbending af myndefninu sem verður til sýnis í Þolló síðar í mánuðinum eða á næsta ári;
