Ísland í forrétt ....

"Þegar hæst er á lofti jólin" er lag sem hljómar og er bara rosalega skemmtilegt á að hlusta.  Veit bara ekkert hver er að syngja enda þekki ég ekki raddirnar né neitt!   Er vísk KK sem syngur, ekki lýgur konan á bylgjunni.

Smá sybbelíus er í fólkinu mínu.  Við erum í yndislegu yfirlæti í Hafnarfirðinum, mér er sagt að það sé besti staðurinn í heiminum og ekki ætla ég að mótmæla því. 

Hafnarfjörður;

Sædýrasafn

Hafnarfjarðarbrandarar

Samstarfsaðilar (álög sko)

Nilla Bar

Draugahúsið

Álfar og æðissögur 

Ýmislegt mætti telja upp en minningin stöðvar hér.  Lengi má tengja og söguna lengja.

Sonur minn var hálf sorgmæddur í bragði þegar við ókum frá Keflavík að Hafnarfirðinum.  Crying  EN .. Mamma!, þú sagðir að það væri snjór á Íslandi.  Ég vil fá snjó, SNJÓ!  Elsku drengurinn minn, öflin eru sterk en það er lítið sem fær hreina ósk barnshjartans stöðvað.

Gleðin leyndi sér ekki þegar hellti niður snjó og kætti þegar við vorum nánast fokin út í veður og vind hér handan álversins.  Ef ekki hefði verið fyrir góðvild Frú Rist sem náði í ökklann á okkur.  Ofuróskafjölskyldan "let it snow" var að versla í Bónus, kaupa ýmislegan óþarfa sem nauðsynjar.

Ég er glöð, ég er sæl hef ekki séð fréttir en þurfti á fund vegna vinnunnar.  Það var gaman og áhugavert.  Hitti pabbalíusinn minn sem var við störf.

Hverja sá ég í dag á smáralindarskröltinu í dag?

Gamlan bekkjarfélaga sem ég laug að manninum mínum að væri X ið mitt.  Hann tók nú snarlega eftir því þar sem svo mikill kærleikur geislaðu úr augum okkar beggja!

Eiginkonu bróður vinkonu minnar, hún er skemmtileg kona en var á hraðferð og við kysstumst hæ og bæ! 

Systur vinkonu sem er mesti ofurtöffari ever, lögfræðilærð en mesti prakkari ever. 

Eina frænku afa heitins en hún átti einu sinni hund sem hét jökull og hann bjó hjá pabba mínum! 

Hitti engann frægann á leið minni.  Forðaðist spegla og ráfaði sem skyldi í Grenes og fjárfesti í litum og strigum.  Ferlega lítið úrval en nóg til að svala sætum sálarilmi.

Áður en ég verð væmnari, leiðinlegri þá kveður kerling að sinni.


Hræðileg spegilmynd .... hver er þetta ?

Spræk og fersk sótti frúin iðandi miðbæjinn!  Kommon, búð úr búð og til hvers?  No lo say .... sver það veit ekki af hverju ég tók upp á því að fara niður í miðbæ!  Get ekki tjáð mig um þetta því mér finst þetta ógó pókó leiðinlegt.  Hvorki ást né hatur í hjartanu heldur sár sannleikur um það sem augað sér.  

Hryllingurinn skaut sér niður í kok þegar mærin mjúka gekk inn í bjarta og fallega verslun.  Ég sé allar verslanir í öðrum og víðari hug og þannig sá ég einnig konuna sem gekk á móti mér.  Ég kannaðist við svipinn á henni en kom henni ekki fyrir.  Hver var þetta, við vorum jú svipað klæddar!

Ó, mæ GOD ...................... ÞETTA ER ÉG.

Ógeðslega nístandi sannleikur hellti sér yfir þá mjúku sem er þó sem aldrei fyrr á þynkulyfjum alla daga "herbanum sko"  Er svo ánægð með Ollasak að hafa upplýst um hversu gott þetta efni sé!  

En en en ... lífið heldur áfram og speglar eru og verða speglar.  Sumir ljúga á meðan aðrir segja sannleikann.  Þarf að finna þennan merki gerpi spegil á öðru mómenti!

Þetta var ekki ég! 

 

Er þetta ég ....
 
Undrar einhvern að ég vilji koss koss
 
Alltaf hress og í glasi 

 


Græna byltingin ....

Allt er vænt sem vel er grænt.  Vænt í malla og blítt á bossann.  Nefnilega seðjandi, ofurgrænt og meir að segja gott á bragðið.  Nefnilega, ta ta ta ta;

 

geggjað grænt
 
Spergilkál / Brokkoli
 
Virðist ekki beint spennandi við fyrstu sýn, er sko ekki beinlínis Sexý grænmeti eins og t.d. Agúrka eða Kúrbítur þót liturinn sé hinn sami.
 
 Uppskrift af Grænu gulli.
 
brokkolí
spínat
kúrbítur
aspas
 
Brokkolí er gufusoðið passa að það mauki ekki
Aspas er léttsteiktur upp úr grænni olífuolíu
(aspas fjarlægður af pönnu og...) 
spínatið er létt snerpt á sömu pönnu með grænni olífuolíu 
kúrbíturinn er hitaður í ofni 
 
Kúrbítur er skorinn í fingurþykkar sneiðar og settur í olífuolíu smurt eldfafst mót.  Sumum þykir gott að sneiða niður lauk og hita ofan á kúrbítnum en það er að sjálfsögðu val.  Grænn aspas (ferskur) steiktur á pönnu og settur til hliðar meðan spínatið er steikt.  Gott er að bæta tómatpúre við spínatið og skera niður 1 hvítlauksrif og bæta á pönnuna.  Ekki gleyma að salta en hér verður hver að gera eins og líkaminn leyfir.  Þegar kúrbíturinn hefur verið í ofninum í ca 20 mín er sniðugt að hella spínatinu yfir og láta malla aðeins áfram ( ca 10 mín) ásamt þeim aspas sem steiktur var. 
 
Ath. Brokkolíið þarf minni tíma svo það er tímabært að gufusjóða þegar ca. 15 mín eru eftir af ofnréttinum.  Þeir sem borða ost geta svo sett ost yfir grænmetisréttinn
 
Ofnbakaðaður kúrbítur með spínatsæng og aspas framreitt af fallegum ljóslitum disk eða bara því sem maður finnur í eldhússkápnum og léttgufusoðið brokkily á hliðardisk.  
 
Það er meiriháttar að setja olífulolíu og balsamedik yfir brokkolýið þegar það er enn í gufunni og léttsalta.  Borið fram og snætt. 
 
Drykkur er Still Water eða með kolsýru.
 
Látum græna boðskapinn ganga.
 
Spergilkálið er gott fyrir fólk sem þjáist af járnskorti sem á einnig við um spínatið
Spergilkálið er ríkt af B vítamíni, B1 - B2 og Níacín 
A retinol og C askorbinsýru.
 
Ekki slæmt það græna 
 
Húðin á mér kallar greinilega á það sem hana vantar. 

 


Alveg brjál - æðisleg þessi kona.

Eftir dýrindis veislu hjá tengdaforeldrum mínum.  Frábæran hrísgrjónarétt ..... og allskyns gúmmelaði í eftirrétt var haldið í verslunarferð, ferð sem ég er fegin að vera búin að fara og ánægð með það sem gert var.

Haldið var í verslunarmiðstöð sem þó er þaklaus og virkar minna þvingandi á fólk eins og mig.  Ég vil helst vera ein, þurfa ekki að taka tillit til neins ..... geta bara komið og farið eftir behag.  Stundum er það ekki hægt og seinnipartinn fórum við kjarnafjölskyldan og ferðinni var heitið að finna eitthvað sniðugt fyrir Íslandsferðina.  Við mæðgur fundum falleg föt á prinsessuna, ekkert á drenginn, hann nennti þessu ekki og náði að æsa móður sína upp.  Sonur minn fær ekki jólaflík í ár OG honum er nákvæmlega sama.  Honum sama = mér sama!

Þegar ég stóð þarna inní verlsunum laðaðist ég að kjólum og kjólum en lét svo eftir mér að máta fallega buxnadrakt.  Ég stóð inní klefanum og sá konu sem var bara í lagi.  Fötin fóru henni vel en það snappaði eitthvað og fór úr öllu.  Ég ákvað að fara á tanganum fram og biðja um nýja stærð.  Jedúdda mía það fanst dóttur minni ekki fyndið og ég skammaðist min til baka ógeðslega fyndin og sniðug með sjálfri mér.

Ég keypti ekki fötin þar sem ég áttaði mig að ég á urmul af allskyns fatnaði fyrir jójó konu eins og mig.  Ef ég klæðist rauðu þá þarf ég að ná mér niður í stærð 40, ef ég vill gylltan diskófatnað þarf ég að tæta í stærð 46 og svo fram eftir!

Rosalega þreytt eftir ferðina, sæl yfir að hafa sloppið lifandi og ég lét dóttur mína vita að hún ætti heimsins besta pabba og brjáluðustu mömmu heims.  Hún bara faðmaði mig og sagði ég Elska þig mamma!

Nú í lokin ákváðum við hjónakornin að fara með börnin á Fosters sem er svona Hard Rock staður sem er að mínu mati einn leiðinlegast staður ever en börnin fíla hann.  Íris sagði "en mamma þér finst hann svo ömurlegur"  Já hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín ......  Held ég þurfi vítamínsprautu í rassinn eða heilnudd og strokur!

Ég hlakka til þegar ég næ að koma jafn slök heim úr verslunarferð þ.e. eins slök og ég fer í hana. 

Ætli draumurinn um Zordisi sambrýnda sé fyrireinhverju sérstöku?   Mig dreymdi svo furðulega, kanski ekki við öðru að búast þegar maður er í furðulegu skapi.  Best að finna eitthvað drasl sem er lítils sem einskis virði og föndra eitthvað.  Salvör gerði rosalega flotta eyrnalokka úr ódýru efni.  Kíkið til hennar www.salvor.blog.is hún er sniðug og skemmtilegur penni!

Best ég fari svo ég komist úr þessu fari!  He he he he he Heart Æðislega brjál sko.


Þeyta sjálfri mér á lygnu vatni .....

Lilli Klifurmús er í heimsókn og syngur hástöfum þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður ....  He he he!  Kanski ekki dagsatt en það er einhver óvenjuleg tilfinning sem brýst um í hjartastöðinni.

Gleðja fólk í gegnum mallann sem í raun klikkar aldrei.

Merkilegt nokk að það að gefa góðan mat og meðlæti skapar gleðitilfinningu hjá flestum.  Það er ekki hægt að víkja frá því að öll erum við ólík og sækjumst í ólíkt athæfi, hvort sem ræðir mat, drykk eða þessar dæmigerðu hefðir og venjur.

Allavega þá var þriðji í bakstri hjá familíunni í gær (býð ekki í holdarfarið hjá hinum, þar sem ég drekk þynnkudrykkin herbalæf út í eitt)  By the way ...... ekki halda að ég verði eitthvað grönn því enn sér ekki högg á vatni.  Gæti varla þeytt sjálfri mér á lygnu vatni!  Það væru þá aðfarir með meiru og sennilega yrði Hafravatn fyrir valinu.

Synti í Hafravatni sem ung stúlka og það var í fyrsta skipti er ég fann að geirvörtunar á mér stífnuðu.  He he he, má kanski segja að geirvörtu áhrif í myndefni mínu sæki ég til Hafravatns .... ( handhægar upplýsingar, spurning???)

Hvað koma sossum gerivörtur bakstri við?  Veit ekki enn en það má tengja allt með tillhlýðilegum leiðum.  Síðar! 

 

Gaman þegar búið er að baka

 

Hnetusmjörs kexkökur voru bakaðar, mín dobblaði uppskriftina og svo smellti ég í eitt form af heimsins bestu brúntertu.  Öll fjölskyldan er búin að fá sér tertusneið (nema ég sko) í morgun mat og sonurinn vildi tertu og vatnsglas ..................  Undarleg þessi latnesku gen.   

Bjartur og fallegur dagur að opna fyrir geðhliðið og ekkert til fyrirstöðu að drífa sig út og anda að sér spánarloftinu.  Markaðsferð, nehhhh .......... Tengdó í allan dag þar sem þetta er síðasta máltíðin áður en jólin koma og við höldum jólin hátíðleg á Íslandinu!  Gleðilegan dag! 


Í fjarlægð sé ég álfa, tröll og vætti .....

Í fjarlægð sem er þó svooo nær.  Ég hef jafnan boðið þessum frábæru "hliðarverum" að taka þátt í lífi mínu.  Já, boðið þeim að taka þátt ef allir vinna saman í sátt og sælu með mið af geðlægð minni.

Ég hef getað leitað til álfanna minn og fengið stuðning af þeim vættum sem lagt hafa leið sína inn til okkar.  Ég hef minnst orðið vör við Tröllin en er á góðri leið með að koma frá mér vænni trölla sögu.  Hluti af mér, hluti af okkur öllum.

En, aftur að álfum þeim sem búa í húsi mínu.  "Ég" er ein af þeim sem er ekki hvað snyrtilegust þótt ég elski hrein og ilmandi heimili.  Upp á síðkastið hef ég þurft að leita á náðir annara kvenna til að halda heimili mínu til haga þar sem Aðal-starfið  mitt tekur frá mér mestan tímann, svo eru það börnin og Uppáhalds starfið mitt, kjallarinn mætir þeim afgangi sem næst og fæst hverju sinni.  

Álfarnir mínir eru penir og vilja sem minnst umstang og hafa átt það til að fá hluti lánaða hjá mér!!!  Glysgjarnir eins og mærin sjálf og uppáhalds myndefnið Hrafninn.  Það gerðist á þessu ári eftir að hafa eytt öllum gamlársdeginum í þrif að ég bauð alla velkomna inn að nýju með mínum skilyrðum.  

Ég sofnaði á verðinum og inn læddist "laumupúki" ljót vera sem virkilega þarf að kasta út með jákvæðri orku og passa sig að hann nái aldrei að nærast á neinum sem býr innra.  Við gengum inn í nýja árið í hreinu húsi með alla félaga okkar og einn "laumupúka"  ..... Laumupúkanum verður hennt út fyrir nýja árið ..... honum verður meinaður aðgangur en hann er lokaður í íláti eins og Alladin andi!  Thi hi hi ....

Voða málalengingar eru þetta;  Að Álfunum mínum að nýju.  Merkilegt nokk, ekki satt!  Það vildi þannig til að hringur sem fjallið mitt gaf mér hvarf.  Fíngerður gullhringur hvarf, með fallegu demantakurli, BARA HVARF.  Ég leitaði eins og óð en ekkert skilaði sér.  Mín var búin að færa til húsgögn og ranghvolfa sálinni til beggja hliða.  Ekkert gekk og ég var hálfvegis búin að afskrifa hringinn sem fjallið færði mér í upphafi okkar sambands.

Viti menn, "ég" ákvað að kalla á álfana, ég sendi þeim skilaboð með háværri röddu.  Hringurinn var ekki það eina sem hafði horfið, heldur peningur dóttur minnar og fleira smálegt frá henni.  Ég sagði styrkri röddu og einbeitt í hug að nú væri nóg komið.  Samningur væri nú brotinn og ég vildi fá mína hluti til baka.  "Hana nú"

Um nóttina fékk ég skilaboð frá Álfi um hvar ég ætti að finna hringinn og að peningurinn myndi skila sér.  Ég vaknaði sæl um morguninn og gekk beint að staðnum sem hringurinn var á og þurfti hjálp við að færa til húsgögn og þar lá hringurinn í sinni fullkomnu lögun endaleikans!  peningurinn lá svo á sömu mublu og það smálega sem hafði horfið.

Veröldin er undursamleg með öllum þeim kynja köttum og furðu verum sem lifa með okkur!!!

Manneskjan er kanski furðulegust af öllu sem nefnt hefur verið.  Manneskjan er ekki ein þótt margir haldi það VEGNA þess að augun nema ekki allt.  Hvað ef allir sæju liðnar verur, geimálfa og vætti ........

Virkjum skynjun okkar, virkjum ástina .................

 


Bakarameistarar framtíðarinnar ....

Óhætt að segja að börnum þykir gaman að bretta upp ermar til að fá að baka!  Dýrindis smákökur og gotterý.  Þegar ég hugsa til þess þá væri ég alveg til í að taka eitt gott kvöld í konfektgerð með fólki á mínum óræða aldri.

Í gærkvöldi var ætt um alla veggi og frúin á Spáni kom við í kaupfélaginu og keypti eitthvað hráefni til baksturs.  Vinur okkar Daniel Haukur var svo vænn að senda okkur piparköku uppskrift sem börnin hafa svo gaman af.  Bakstur gekk að vonum og var athæfið myndað af húskarli.  Jeminn, sonurinn náði að bía sig allan út í hveiti "strákar"  en svona eru jú, "stelpur" líka .... er það ekki?

Þegar börnin voru sofnuð þá setti Frúin í ofninn brúntertu sem heppnaðist svona líka rosalega vel!

Dregur mjög til tíðinda að bakstur eigi sér stað.  Eitthvað sem ekki hefur verið stundað svo árum skiptir.  Bakstur sem var vikulegur viðburður verður að sjaldgæfum viðburði.  Þeir sem þekkja zordísina vita að öfgar er orð sem er hluti af hennar eðli ............... Heart

Í kvöld eftir myndatöku hjá okkur vinunum, vinnufélögum mínum sem mér þykir óendanlega vænt um þá fór frúin heim, faðmaði ormana*  sem biðu þolinmóðir og smellti í eina uppskrift frá eðal drengnum og vin okkar Daniel Hauki.

Nú er búið að baka sömu útgáfu af piparkökum sem bragðast eitthvað aðeins öðruvísi en í gær og allir sælir og glaðir!  Ekki spurning að við erum að ala upp framtiðar fólk og hvað er betra en að gefa þeim alla heimsins þolinmæði og gæði!

Í fallegum kjól, með flotta greiðslu og blíða lund er fátt sem vantar til að hressa tilveruna.

Eða hvað?  Einhverjar uppástungur, sikk sakk eða kross saumur ....  Er eitthvað til í hannyrðum sem heitir uppá stunga?  Hugleiðing sem kemur bakarameisturum framtíðarinnar ekkert við! 

* börn  

 


2 og 1/2 klst. Aðgerð á munni ... hefði frekar viljað Fitusog og ......

....beljufrymi í þunnar varir mínar???  Til að geta passað í bláa glimmerkjólinn sem mamma gaf mér!  Glimmerkjóll fyrir glimmerkonu, Aha, veit....þið sem þekkjið mig sjáið mig vafalaust í anda í ultra marin bláum lakkskólm með fjöður í nethattinum mínum með endurvarp tungslins í glimmerinu.  Myndi sóma mér vel í hvaða samkvæmi sem væri!

 Það er napurt úti og ekki laust við smá hroll í kroppnum eftir aðgerðina sem gekk vel!  Þetta er aðgerð sem ég er fegin að sé búin en einföld rótarfylling var ekki að virka og þess vegna þurfti að nema einn rótarendann af þrem á brott.  Ég ákvað að taka daginn rólegan og fór ekki í fitubrennsluna og fór snemma heim í dag eða klukkan 16.30.  Hef þ.a.l. ekki upplýsingar um ummálsmissi né þyngdartap enda kanski ekki hlutur sem skiptir miklu.  

 Það eru fáir sem hefja átak 3 vikum fyrir jól sem útskýrir að ég umgengst óvenjulegt fólk sem hugar að líkama sínum bæði fyrir og vonandi eftir áthátíðina.

Hrafnar 

 

Hrafnar

 

Olíumynd máluð í ágúst í fyrra

Nú er geðslagið orðið annað og fyrst ég setti inn þetta málverk þá hef ég verið að huga að skipta um bakgrunn en hef ekki komið mér í það.  Kanski skipti ég ekki neitt!

Ætli rauðvínsglas og 600mg af ibuprofíni sé góð blanda?  He he he ...... læt ykkur vita ef ég prófa!

Hvað skyldi annars mjaðmir kosta í fitusogi?   Báðar tvær sko!


Hvít hugsun með göldróttu ívafi.

Hvað eru galdrar? 

Galdrakonur og Seiðkarlar, Nornir og óttalegir karlar hafa í gegn um tíðina stafað ógn samfélaga með nærveru sinni.  Óttin hefur leitt til ótímabærs dauðdaga fallegustu kvenna sem karla.  Persónur sem hafa haft hug yfri hönd og orku í sál sinni til að aðstoða og leiðbeina.  Kirkjunnar menn "Í den" stóðu á móti því sem þótti viðurkennt og oft hylmdu yfir gjörðum sínum með handbendi einu.

En, nýjir tímar taka á móti göldrum og þeim persónum sem þá stunda.  Hvað eru góðir galdrar og hvað ekki.  Í gegn um söguna hafa verið bjartar persónur og dökkar persónur.  Var og er!  

Nútíminn býður upp á nýja tíma en sömu skugga og birtu skilyrði................Einbeitum okkur að galdrinum.  Hvernig látum við mann hverfa og hvernig látum við einhvern langa í hugleikinn hlut.  

Þessi svör eru hvork háleit né stórmerkileg.  þessi svör búa innra og snerta innviði hugans, einangrun andans frá efni.  Einföld æfing getur storkað hita frá kulda og stillu frá titring.

Það veit sá sem allt veit að minn galdur er friður og stilla.  Hjartað pumpar blóði sem heldur lífsklukkunni næringu. 

Ef eina ósk ég ætti,

einfalda og bjarta.

Umheiminn kætti,

og hætti að kvarta.

já nú blaðrar mýktin á beinunum.  Hjartar tifar ótt og títt.............aldrei sem fyrr hefur mig langað að hverfa í sælu móðurfaðmsins sem nú.  Móðurfaðmur minn er faðmur ömmunnar sem gefur af sér við gleðihót.  Á svona stundu er best að loka augunum og fá svör héðan eða þaðan.

Í nótt er best að galdra, blanda saman efnum andans og þeim sem koma að handan.  Í nótt hvílums við og það veit sá sem flest veit því fáir vita allt ..................................

Einangrun hjartans þrá með réttmæti andans.  Galdrar, já, einföld aðgerð hugans, hvorki blekking né háð!  Galdrar, þig undrar?  Hvers væntum við, það veit sá eini sanni! 

Lífið er galdur!


Gleðjum aðra, gefum málverk ....

Svo sannarlega skulum við gleða aðra með gjöfum, nærveru og kærleik.

Íslensk jól eru hátíð gjafa, hátíð eyðsluklóa og kjarnorkuvenna sem karla.  Jólin eru hátíð barnanna og tími þess sem minningin gefur okkur.  Jólin eru yndislegur tími sem við skyldum hugleiða í nálægð við hjartað og þær kjarngóðu tilfinningar er tengjast því jákvæða og góða.

Gleðjum aðra, gefum málverk í skóinn .....

Í dag náði mærin mjúka stórkostlegum árangri.  Ekki það að 68 mínútna fitubrennsla hafi átt sér stað, hálfur líter af batni innbyrður heldur fór nýja og endurbætta síðan mín í loftið.

Það væri heiður að heyra álit ykkar á nýju og endurbættu útliti www.zordis.com !!!  Endilega sláið inn slóðina og sjáið hvernig síðan mín hefur tekið stakkaskiptum!

Sæla og spenna góð tilfinning fyrir svefninn .............

 

heheh mér dettur í hug, Njóttu lífsins fáðu þér Svala!  Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband