9.12.2006 | 19:14
Eitt stk rassálf og ruslum út ....
Já, eða bara tvo rassálfa og 100 blómálfa til að hafa þetta líflegra í kjallaranum. Var að skríða upp eftir að hafa "ruttað" smá til. Kom dökkgrá á fingurgómum og veitti ekki af vænu skrúbbi. Það er með ólíkindum hvað hægt er að hrúga upp af allskyns drasli á einum litlum fleti.
Já og ef vel er að gáð þá sjást álfar á vappi að ónefndum vættum og vinum að handan.
Í kjallaranum geymi ég ótal muni sem veittu mér gleði. Myndir frá æsku, skírnarkjólinn minn gamla, fermingarkjól dóttur minnar, ljóð, bréf frá vinum. Staður sem gott er að sækja
Þarna er Zordis á góðri stund að munda pensilinn sinn og "kjallarinn" fyrir tiltekt. Ég á langt í land en nennti ekki að bítast við blómálfana og kom mér á efri hæð hússins og setti Tracy Chapman á fóninn og tók korktappa úr flösku. Nú situr einn vænn feitur púki á vinstri öxlinni og hvetur mig til að taka einn og einn sopa. Kvikyndið skal ekki fitan af mér í kvöld þar sem hógværð og prýði eru megintakmörk frúarinnar í kvöld.
Jólaslör hangir í glugganum og rauðleitar jólastjörnur skína í skúmi hússins. Það er hljótt og notalegt við að vera.
Í dag á afi minn heitinn afmæli, til hamingju með daginn elsku afi minn .... hipp hipp húrra! Þegar ég hugsa til afa þá kemur fram hlý og rólind manneskja uppfullur af fróðleik en tróð sér aldrei fram. Mjög hæglátur maður sem horfði á okkur börnin og brosti af heimskupörum okkar. Það er söknuður í afa mínum.
Lífið er hringrás er við tökum þátt í, hvort sem menn eru gæfufólk eða glapmenni, menningarvitar eða minniháttar "vitar" ............ Þegar á botninn er hvolt þá gæli ég við gleðina, kænskuna og þann glampa sem hægt er að tendra í hjörtum þeirra er eiga við okkur samskipti. Það hversdagslega verður það kærkomna og stóru sigrarnir verður krafa gærdagsins.


Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.12.2006 | 20:58
Fallegur Maki, Frí á sólarströnd og taumlaus ....
Það vantar ekki sæta strákinn minn. Hann er gjörsamlega grunlaus um að mynd sé tekin af honum. Á morgun er frídagur "Spáni á" ................ hvað er betra en frídagar þegar allt á vogarskálina er komið. Njóta þess að vera til, hvísla fallegum orðum í eyra þess sem þú elskar, fá jarðarber í skál og ískallt kampvín, frissandi bubblur og liggja toppless á sendinni strönd!
Hvað er betra?
Elskulegur maki minn í slökun.

Sú sem tekur myndina er toppless, með kampavín í annari og ef vel er að gáð ætti að sjást í jarðarberjaskál með ísmolum.
Eftir langan vinnudag, bæði sigra og sorgir þó ekki þínar eigin sorgir. Við megum ekki gleyma að starf okkar er mismunandi og við erum oft á tíðum að höndla hamingju annara sem er vandmeðfarin. Ég hugsa oft ef eitthvað út af bregður "hux" vildi að ég hefði gert þetta en ekki þessi eða hinn. Þ.e. að ég væri þolandinn. Svo leiðinlegt að upplifa vonbrigði annara ..... talað almennt! Þegar einhver týnir einhverju, verður fyrir óþægindum eða þaðan af þá finst mér ég vera betur til þess gerð að taka við því! Wonder why?
Kanski vegna þess að ég er svo vel gift, á svo góða að og er með svo háan "HAPPENING" stuðul.
Í dag langaði mig óskaplega til að blogga en vissi ekki um hvað ............... það er sem oft áður að BULLIÐ rennur frá manni þegar opnað er fyrir kranann. Ég var döpur fyrr í kvöld en hringdi símtal yfir hafið og fann dúnmjúkt púst í hjartastað! Takk fyrir það elsku vinkona!!!
Lítillát og rjóð þakka ég fyrir mig. Hlakka til morgundagsins og krossa mig fyrir að hafa lifað þennan dag af. Heil helgi framundan og föstudagurinn líka ekkert púl fyrr enn á mánudag þar sem mín tók föstudagspúlið með snilld og lítilli nennu!
Það verður gleðiefni að blogga um ummálsmissi og þyngdartap!
7.12.2006 | 08:15
Nágranni minn er lóða tík .....
Hún montar sig yfir "guð má vita hverju" dillar bossanum út í eitt en ég segi hana bara gamla kerlingu. Það er samt eitthvað við hana sem dregur að allt karlkyns í götunni.
Hún spásserar í sínu fínasta pússi niður eftir götunni og stóðið á eftir henni!
Ég hélt að gamlar kventíkur lóðuðu ekki út lífið en svo virðist vera með hana Lúku litlu ..... Nú situr einn sperrtar karlhundur og búinn að míga út garðhliðið hennar!
Það er bjartur og fallegur dagur, allir klæddir og komnir á ról. Herramennirnir mínir eru farnir að ná í vegabréf fyrir soninn. Hann verður að fá eitt stk svoleiðis svo við getum ferðast saman! Við hin erum með okkar skilríki í lagi.
Það eina sem við eigum eftir að gera og það er að spekulera í jólaglaðningum handa ástkærum ættingjum og vinum. Er ekki enn gjafabrjálæði á klakanum?
Bara tilhlökkun og tíminn fyrir brottför styttist á ofurhraða, svona gerist þegar maður lætur hlutina hinkra og hinkra þangað til að tíminn er farinn að hlaupa á undan manni. Einn starfsfélagi sagði við mig að honum þætti með ólíkindum að 24 klst reyndust fáar!!! Aha, mikið rétt að tíminn flýgur en mishratt eftir hvað við tökum okkur fyrir hendur!
Nú vona ég eftir að heimasíðan mín www.zordis.com komist í gagnið í dag, uppfærð og fín! Andlitið verður púðrað og svo þarf ég að vera dugleg og klippa til myndir, setja þær svo inn og vera dugleg í þessu. Fjallið mitt tók sig til og myndaði allar þær myndir sem hafa orðið útundan til þessa! Hann er svo duglegur þegar hann hefst handa. Á meðan hann tók myndir hófst ég handa við nýtt verkefni sem er "Ástin Eina" .............. Já, spennandi! Fann mig í olíunni aftur og angaði af terpentínu, var með nýtt efni sem ég prófaði að blanda við litina sem ég held að virki!
Benidorm myndin eða rissið var einnig tekið fyrir og vonast ég til að klára eitthvað í vikunni. Annars er ég að leggja lokahönd á sýningarefnið mitt "þessi jól" en er efins hvort ég eigi að láta til skarar skríða, hinkra en alla vega mun ég taka efnið með mér til Íslands og setja það í geymslu og setja mér takmart og mála á fullu ................ Hvergi betri inspiration heldur en á Íslandi.
Get ekki beðið að komast í Selvoginn, drekka herba með Sollu, hitta Margréti hjá Lísu og taka kaffibollann og másabrauð með henni Lísu minni. Svo margt sem ég hlakka til eins og barnið eina. Upplifa íslensk jól en það eru akkúrat 8 jól sem ég hef ekki fengið íslensk í æð! 8 spænsk jól sem ég á örugglega eftir að sakna ponsý!
Góður dagur ..... Vinna ... púl í leikfimi og ást til heimsins!
6.12.2006 | 07:49
Power Of Mind ... Eg vann milljón í happadrætti .....
Engin smá heppni sem þetta ofurfljóð býr við. Þurfti ekki að líta í bolla né kasta laufum. Milljón evrur hvað er það eiginlega margir aurar! Konnnjó ...... (orðið coño þýðir píka og er notað sem blótsyrði) Gæti allt eins hafa sagt deðððððððó sem þýðir putti og á þá við hvort um sig fingur eða tá!
En að þessari heppni og það sem ég get gert við allt þetta fé! Allar hugmyndir vel þegnar og rýndar. Talað er um að sá sem rignir fá að jafnaði tugi hugmynda á dag en einungis 1 af hverjum 100 sé framkvæmanleg og skili arði. Nokkuð mikið til í því! Þannig að milljón hugmyndir eru vel þegnar.
1. Hanna lítið samhjálparþorp í Afríku
2. Opna félagsheimili fyrir eldri borgara á Spáni
3. Leggja inn á lokaða bók og lifa sem aldrei fyrr
4. ....................
Margt sem kemur til greina en peningar eru eins og skítur og skítur er hið draumlæga peningatákn.
Í nótt vaknaði ég upp með sáran verk í maga og hef ekki getað hallað höfði síðan. Vömbin vill náttúrulega ekki fara og lætur Ofurhazarinn finna fyrir því. En, mín kæru dyggu, þá dreymdi mig fremur óskemmtilega og mun ég lýsa því örlítið nánar í von um að draumspakir menn og konur gefi mér hint! Er sjálf nokkuð vel að mér í draumafræðum en sjónarmið fleirri sálarspegla vel þegin.
"ég var stödd í elshúsi hjá ömmu heitinni, á gólfinu voru ruslapokar úr pappa og sá ég bregða fyrir brúnni grannri mús með langan hala. Mér óaði við þessu en fór nú að sjá fleiri mús og rottur blanda geði. Ég sá inn í veggi og sá þar sem stórar rottur komu hlaupandi niður (innan í stóru röri) í hringi. Ég dró mig í hlé og varð áhorfandi af þessu. Mér fanst eins og þessar tvær tegundir voru farnar að naga í hvor aðra og það var farið að blæða úr kvikyndum. Á þessari stundu var ég enn í hléi sem áhorfandi og hafði þetta ógeðsáhrif á mig, ath litir á kvikógeðunum voru brún og hvít, enginn svartur sem kanski skiptir minna máli"
Þetta var bara fyrsta lota.
"hér var ég komin í hús sem mér fanst mitt eigið og maðurinn minn var að sýna mér garðhönnunina. Hann hafði dekoreitað garðinn sem fylgdi húsinu og var hann blanda af grasi, granít og stórum völum. Ég var mjög ánægð með hann og fanst litla fuglabaðið flott sem var þarna. Fyrir framan húsið var síðan olympíusundlaug sem mér fanst allt í einu verða slysagildra .... rugl og bull oft þessir draumar en á þessari stundu fór ég að setja út á hönnun á garði og fanst ýmislegt vanta upp á til þess að gott yrði."
Frekja!
Ég ferðaðist víða í nótt, beit m.a. annars í sundur Visa kort (var eins og álegg í brauði), fékk blóm frá öldruðum manni sem rukkaði mig um 45 evrur. Kanski að gjaldmiðill okkar íslendinga fari að evrast eitthvað. Barnsgrátur og hringingar ....... Ég var ekki að horfa á imbann í gær, tek það fram.
Er búin að þrífa eldhúsið hjá mér, hangsast í tölvunni, kommenta hjá mörgum, skoða emila og svonna. Er kalt á tásunum sem mér verður aldrei! Er með hvítan bolla mér við hlið sem ég þarf að kíkja í! Kanski ég kasti mér í kjallarann og komi frá mér hugarórum hversdagsins!
Ástin er ofarlega enda það afl sem vekur hvað mesta ánægju.
Læri, læri tækifæri!
Ég er rík og ég elska það.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.12.2006 | 21:36
HazarOfurKroppur sem hatar leikfimiskennarann sinn .......
Á fætur fyrir sólarupprás og lestur með syninum var tekin the easy way. Dagurinn er búinn að vera ansi langur því ekki getur maður sofið endalaust.
Í dag prufukeyrði ég nýja íþróttagallann! Keypti mér svona pæjugalla, gráan að lit með silfursaumi. Buxurnar eru niðurfyrir hné og má segja að uniformið sé smurt á íðilfagrann kroppinn. Já, já, bara flott sko! Var útsofin, endurnærð og tilbúin í að taka á. Fyrsti fundur með einkaþjálfara hann byrjaði á að spyrja varfærnislegra spurninga.
Kanntu á tækin og ertu vön.
*flaut* gamla íþróttahetjan leit sér á vinstri öxl og sá skuggamynd af vel nærðum líkamanum og svaraði ..... I must be doing somthing wrong, as I am heavenly overweight! strákurinn roðnaði sko!
Viltu að ég taki málin af þér og við viktum þig.
*hrollur* enn á ný reyndi þessi saman hetja að forðast augnkontakt við holdið og svaraði ....... Mæ ó mæ, the truth certenly is ögggglí, lets gó for it!
elskulegur þjálfari minn var farinn að brosa í laumi en vissi að sjálfsögðu ekki hvernig hann átti að bregðast við svo orðhroðbjóðslegri fitubollu í sínum fyrsta tíma með þjálfara.
Það tókst. Viktun, mæling og nýtt prógramm fyrir OfurHazarKroppinn er hannað og nú er ekkert bannað í ræktunar málum. Lýsið mun brætt og holdið kætt.
Bara gaman að vera í annars duldum kroppi sem hefur húmor fyrir ljótleikanum! Lifið heil en ekki hálf ............... Segi ég, ætti kanski að lifa hálf til að halda geðheilsunni ..........
4.12.2006 | 06:30
4 desember .....
Þá er afælisdagur Immu Galimmu runninn og hún bætir einni skrautfjöðrinni hattinn. Ég þarf að heyra í henni í dag og óska henni gleðiríks dags og fara yfir viðburðaríkt ár. Það er ýmislegt sem við Imma höfum brallað og allt tengist það skemmtilegum og jákvæðum hlutum. Man ekki eftir neinu leiðinlegu enda væri þetta ekki réttur vettvangur að rifja upp á. Til Lukku með daginn stelpa!
Árrisul er mærin enda fór hún fljótlega í háttinn eftir að heim var komið í gær. Stelpuveislan var hin skemmtilegasta og jedúdda mía þegar tugur af spænskum kerlingum kemur saman er FUGLABJARG eina orðið sem kemur í hug!
Það var borið í okkur mat frá því við fyrst tilltum okkur. Ekki skortur á neinu. Það voru; þurrkuð skinka og pylsur, ostar og paté / foié, það voru möndlur og smá fiskréttir, brauð og hvítlaukur og niðurrinn tómatur, allt áður en aðalréttur var borinn fram en þá mátti velja úr fisk eða kjötrétti. Eftirréttur var meiriháttar ís og konfekt ásamt sidru eða kampavíni. "Say no more"
Að sjálfsögðu var borið fram allskyns vín og vatn með öllu gúmmelaðinu og var ekkert lát á að bera veigar á borðin er svignuðu.
Herbi litli er til staðar og verður út vikuna. Var að spá í að gera þrumuviku og taka 3 hristinga út vikuna og bæta inn í þetta ávöxtum hjá mér. Ég á fund með einkaþjálfara í dag en mærin mjúka vinnur stöðugt í endurbótum á sjálfri sér. Ætlar að ná prinsessunni út.
He, he, he, hef oft reynt en alltaf klikkað. Þetta er eins og tölvuleikur, næ ég á næsta stig? Hvaða freisting er handan hornsins? Get ég eða get ég ekki ..... Kemur í ljós!
Já hef ég verið að gera þetta rangt, öll þessi ár! Önnbelívable
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.12.2006 | 11:51
Stelpuveisla ..
Frúin er á förum í stelpuveislu þar sem aldursbilið er vægst teygt og aldursmunur mikill. Í dag á að heiðra tengdamóður mína en ár hvert í desember hittast systur tengdamóður minnar, þær eftirlifandi mæður þeirra og allur kvenlegur stofn og tengdar kvenkyns verur sem ég er.
Ég mun halda íslendingnum í mér á floti umfafin spænskri hnellni og glettni.
Sólríkur dagur, jóladiskur kominn á græjuna og má segja að þessi fyrsti í aðventu sé kærkominn.
Í dag ætlaði ég að baka piparkökur ....
Í dag ætlaði ég að byrja á jólakortaskrifum ....
Í dag gerast hlutirnir / eða ekki.
Gleðilega aðventu öll sem eitt! .................... best að fara að brúsa sig og hafa það huggulegt
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2006 | 00:58
Fallegt og Persónulegt ...
Margt býr yfir fegurðinni og allt er þetta háð persónuleika hvers og eins. Ég ætla að skoða fallega og persónulegar myndir á veraldarvefnum og athuga hvort eitthvað snertir mína eigin.
Jólaglögg var haldin í fyrirtækinu okkar og var það bara gaman. Við áttum pantað borð í súper bænum San Miguel á horninu hjá Paco. Ég sagði við hann þegar ég pantaði að við myndum mæta með glöggið! Honum fanst það í góðu lagi en það skal engann undra að þegar drottningin mætti á staðinn með ilmandi sjóðheitt glöggið að fólk starði. He he he
Mín byrjaði bara að ausa í glösin hjá félögunum og þótti hún ansi sæt en þetta var sko frumraun hjá mærinni að gera jólaglögg. Ég held að glögg sé bara afsökun hjá fólki til að koma saman og sletta aðeins úr skálmunum og svo heyrði ég sagt að aðalástæða fyrir því að glögg hjá stærri fyrirtækjum væru ekki lengur við lýði væri vegna aukins framhjáhalds hjá fólki.
who knows .... Ég man þegar mærin starfaði hjá Flugleiðum að það var glatt á hjalla hjá fólki. ekki halda að hér séu yfirlýsingar um framhjáhöld né drykkju. Ó, nei! Hver er sinnar glappasmiður og gæfuengill, þannig að það er allt til í beljuhöfðinu á þessari jörð.
Desember fuðrar upp á augabragði og það veit sá sem flest veit að tilhlökkun er fyrir ferðalagi í lok árs. Það verður gaman að hitta alla og sjá allt. Ísland er og verður dásamlegt og fagurt.
Góðar stundir
1.12.2006 | 21:00
Tilraun í kvöld ...
.... Ekki það að líf mitt sé ekki ein tilraun heldur ætlar mærin mjúka að gera tilraun! Snerting við heima að handan og mun ég leitast eftir þrótt frá öðrum stjörnum til að fylla mjúkan bómullarstrigann af lífi.
Blinda stefnumótið mitt leyddi ýmissa pælinga og neyðarnúmer transmiðilsins hefur fengið mig til að hugsa. Ég var í svimakasti og hélt ég væri að missa mig í annan heim en þá var það bara tilfallandi flökurleyki. He he he
Jedúdda mía hvað maður er klikkaður og sérlega ljúfur þegar kemur að öllu þessu. Opnaðu þig, opnaður þig ........... "ertu nokkuð hrædd" HA ÉG, nei nei ... ekkert sko! Varð ekki hrædd, er ekki hrædd og held ég verði ekki hrædd úr þessu.
Sá konu í dag sem er örugglega ekki af þessum heimi, hún er örugglega geimvera !!! Pottþétt geimvera, augun í henni voru svo undarleg undir gleraugum að ég þorði ekki að líta beint á hana af ótta við að vera hugetin. Geimverur nærast á visku og góðum bellibrögðum, er mér sagt!
Burt séð frá geimverum, transmiðlum og óþarfa hávaða, þreytu og bakverk þá mun frúin fríða leitast við að tengast öðtum heimi og mun útskýringum varpað síðar.
Mærin Mjúka = Frúin Fríða ....................... Ein og sama konan.
29.11.2006 | 21:46
Andlegur heimur, stjórnlaus geimur ...
Það má með sanni segja að manneskjan ég sé stjórnlaus milli tveggja heima. Tveir heimar, líf og látnir sem stundum njóta sama orkusviðs. Í morgun vaknaði ég eins og venjulega við hliðina á börnunum mínum og voru morgunverkin tekin með glæsibrag. Hárþurrkan var á fullu. Litli tréhesturinn minn var orðinn frekar leiður á öskrandi óhljóðinu í henni en lét sig hafa það
Mér datt bara lagið með ryksuguna í hug og dillaði mér í takt við ljótt hljóðið, haldið var til skólans og þegar heim kom setti manneskan ég allar 3 hárþurrkurnar á urrandi blast. Millistykki, klifsi og flest allt til að festa þurrkurnar á tilhlýðilegum stöðum.
Merkilegt þegar tíminn hleypur frá manni að maður horfir aðstæður öðrum augum. Allt öðrum augum svo ólíkum að hallar á geðheilsu. Arrrrgans .............
Á þessari stundu komu englar mér til aðstoðar og eyðilögðu hárþurrkurnar og þá brá mín á það ráð að finna nýtt millistykki. En allt kom fyrir ekki, englarnir vildu segja mér eitthvað.
Litlar Rykagnir.
Augu mín glymmsuðu og áttuðu sig. Þrátt fyrir lítinn tíma þá lagaði mín málin og reddaði þeim með aðstoð engla og trú á það að takast það sem upp er lagt. Spurning að fá sér smaries til að lina lífsins áþján og þó!