...hárþurrkan á fullu .....

... jedúdda, hún er á fullu, mín er komin með hellu fyrir eyrun!  Nú er verið að þurkka merkingu og þá er nú ekki aftur snúið.  Þetta þarf að vera orðin þurr mynd á morgun þar sem járnfuglinn mun þeysast og geysast!!!

Annars er bara allt fínt að frétta.  Heimalærdómur barnanna gekk bara vel og var sá stutti heldur sneggri í kvöld.  6 ára gamall og kemur jafnan með lærdóm heim og það ekki lítinn.  Lengi vel sagðist hann ekki eiga að læra en kom upp um sig með lyginni þar sem hann var bara smá að plata.  Nú er vel fylgst með litla tréhestnum og hann kemst ekki upp með neitt.  

Ég fékk fótanudd frá meistara Írisi Höddu, ofsalega gott ............ svo notalegt að ég hét að gefa henni meiri pening í söfnunina fyrir hungruð börn.  Nautnin kennir manni að lofa ekki upp í ermar né vængi.

Á morgun kemur ektamaðurinn frá hinni heimsálfunni og  sennilega missir hann af fluginu sínu frá englandi til spánar og guð má einn vita hversu lengi þeir dvelja við þar.  Gott að það er flogið daglega frá eng til esp! 

Annað mál og huggulegra er að spella strákana á Heathrow og láta esp fluginu seinka líka :)  það er góð hugmynd.  Nú þarf ég að senda tvö spell út í heiminn.  Þurrkun á hvítri olíu svo Ljúfa Líf nái flugi og að fluginu seinki frá eng til esp!

Óskir eru til að rætast og við leggjum hald á það.  Ég á einungis að byðja um það sem ég á skilið eða um það sem ég nauðsynlega þarf.  Þegar maður sér þetta á prenti hugsa ég með mér að ég þurfi ekkert þar sem ég hafi allt en það er nú ekki svo.  Mikill vill meira og kominn tími á að spella sig inn í draumaheima og halda þessu hversdagslega sem gefur lífinu gildi áfram.

Já mér þykir vænt um lífið, vænt um sjálfa mig og segi þú stóðst þig vel í dag! 


Ilmur af olíu ..........

.....Langt er síðan spúsan ilmaði af olíu.  Dró fram oliulitina mína eftir all langt hlé!  Var að dytta og dóla mér og njóta mín.  Áætlunarverkið kláraðist og stollt og þreytt kerla situr í hljóðu húsi kl hálftvö að morgni.

Það er fátt fréttnæmt nema að blinda deitið mitt fór rosalega vel.  Það varð funi við fyrsta handaband.  Heimur og heimar færðust til og gáttir opnuðust.  Um stjörnubraut þaut frúin í miklum ham og glaumi.  Ferðast var um aldir og skyggnst í fortíð sem nútíð.  Já, það var bara gaman að fara að þetta blinda stefnumót!

Deitið mitt er bara frægur karl sem geislaði af hlýju og fegurð.  Fegurðin er svo mikilvæg þegar hún geislar að innan sem utan.  Það er fátt sem kemur á óvart og sumt ekki hægt að stafa oní mann.  

Hvað væri rósin án þyrna ......

Hvað væri ilmur án óþefs ......

Hvað eru 6 og 2 ..... Svarið við þessu veit ég enda þekking sem fer ekki úr huganum!  Í kvöld var setið til að ganga 23.00 við heimalærdóminn.  Litla bjútíið mitt nennti ekki að læra.  Sat heldur og góndi út í loftið .....  Arrrrg, hvað maður getur klikkast á svona framgöngu unga sveinsins.  En með íllu skal íllt út reka og með góðu skal viti inn troða.  Klikkaði aðeins á því og rúllaði á hálskirtlunum mínum, hótaði litla bósa að fara að heima ef hann tæki sér ekki tak í náminu.

6 plús 2 =  hux ................

lesa = huxanlega er mynd nærri er lýsir orðinu "best að lesa ekki sko"

skrifa = æjjjjj, svo leiðinlegt "best að flyta sér, skrifa hratt" / mamma strokar út .....

Eina hljóðið er í eldhúsklukkunni og fartölvunni sem malar eins og góðum Gráum Dell  sæmir.  

Næsta skref er svo að henda sér í  háttinn og þrífa olíumálningu úr fötunum, og höndunum og huxanlega úr andliti.  Eins gott ég klóraði mér ekki í ........ :) 


Með réttu hugarfari ...

aha .... með réttu hugarfari er allt eins og smjör í lófanum á okkur.  Allt eins og við viljum ...

Dagurinn í dag er frábrugðin öðrum dögum, frábrugðin að því leyti að upplifun hans var dásamleg (ekki halda að lífið hérna megin sé eitthvað dissaster ....................)

Mæ ó mæ, í morgun svaf mín oggulítið lengur en vanalega .... ferðinni var heitð til Benidorm, stelpuferð og barnaferð, heill dagur til að leika okkur.  Benidorm, breið og falleg, vel hirt strönd sem hefur bláa evrópufánann fyrir hreinlæti.  Í nóvember lok voru strandverðir á sinni stiku.  (vúvvvvv, hver man ekki Pamelu og þetta, hitt silicon lið í strandvörðum)  Dásamlegt veður, yndislegur félagsskapur .... sjá Zóta blogg en þar eru myndir!!!

Þegar við héldum af Levante ströndinni þá skoluðu söndugu börnin sig og sumir bleytti sig meir en aðrir ............... mæðurnar í för voru svo uppteknar af listinni að þeim varð ekki "augnvænt" að horfa á litlu "kvikyndin" sín.  Það var ekkert annað fyrir stafni en að kaupa ný föt á drenginn minn þar sem hann var blautur upp í klof.  "MAMMA,  ég var bara að skola sandinn af SKO!"

Aha, glaðasta mamma í heimi þurfti að kaupa ný föt á sjarmatröllið þar sem hann er hálfkvefaður og ekki  má neinn við veiku barni ..........................  ó, nó!  Hann valdi sér fínustu buxur, það kom sko ekki allt til greina og gekk vinurinn hálfgleiður af bleitu.

Miðillinn er ekki fjöldamorðingi .......... ÆM A LÆF og fékk allt sem ég óskaði mér ...

 Lífið er akkúrat það sem við óskum okkur, æj hvað ég er sibbyliús eftir að hafa föndrað 7 manna bíl niður þröng stræti, eftir að hafa verið stökk eins og vel þéttur Ob í leggöngum ..... nehhhh, kanski ekki eins og það en göturnar eru sérhannaðar í Finestrat fyrir Viano.  Smellar alveg (read with an english accent)

smell  er  lesið eins og hell ....

Æ nó, alveg að tapa mér en ég er s.s. í nokkuð góðum málum.

 

 


Missti mig niður í rassgat.

Nú er nóg komið af þessum bossastælum!  Missti mig og er svoleiðis að fárast í hlátri núna, fatta hvað ég var hallærisleg !!!.  Ég hefði sennilega aldrei reiðst ef viðkomandi hefði staðið fyrir framan mig þar sem hann var og er algjört vaxtarræktartröll !!!!!  Svona óttaleg framkoma hefði skapast af okkar fyrsta stefnumóti.  Annars er frú Zordis þokkalegasti vargur og get svo sannarlega bitið frá mér og kjammsaði af æsingi í símtólið.

Ég meir að segja náði í ákefð minni að segja 2 tröllum til syndanna. (náði að móðga þann fyrri svo að hann hætti að tala við mig)  Þegar ég var komin með nóg og hlátur upp að sinni skellt ég á hann.  Gerði manninn víst alveg brjálaðann svo að starfsfélagi minn sem var við hlið hans varð bara smeikur.  Svona gerist, BARA stundum, sjaldan en gerist.   Hingað og ekki lengra djúpi bassi, hasarkroppurinn hefur valdið !   Ég þessi brjálaða vildi ekki hlusta og jós úr mínum tilfinningabrunni.  Jamm InLove  Er nema von að ég hlæji frá mér lífið núna.  Men, men svona gerist og ég er sem sagt komin í fullkomið jafnvægi að nýju.  Hlakka til helgarinnar, er að fara í bíltúr til Finestrat sem er lítill huggulegur bær ekki fjarri Benidorm.

Ég er að fara á blind date!  Já, maðurinn minn í annari heimsálfu og ég að fara á blint stefnumót.  Call me a slut!  Kanski ekki svo blint þar sem ég hef séð mynd af manninum en hann ekki af mér.  Ég held öllu leyndu, já súper leyndu um mig þar sem maðurinn er um sextugt "give or take 5 years" .....  snar áhugasamur um framtíð mína enda maðurinn miðill .... 

Ekkert leynimakk á kerlu ..... á tíma hjá þessum súper sjáanda og miðli á morgun.  Var með allt uppbókað fram til 12 des en af einihverri ástæðu datt út einn sem ekki komst!  Tími fyrir mig Joyful

Ef ekkert heyrist frá mér á næstunni, börnin tínast og svolllll þá hef ég farið á stefnumót við fjöldamorðingja og er orðin engill.  Hvað veit maður svossum um framtíðina, hún er ekki alltaf eins og maður býst við ............ eða er hún það! 

Ég lifi í dag, morgundagurinn er fengur sem ég rói eftir .... Framtíðin er ókominn arður og fortíðin allt sem ég get státað af.  Ég lifi svo sannarlega.

 

 


Heimagert krem .... Blogg sem kemur á óvart!

Hverjum hefði dottið í hug að konan ég!  Viðurkenni loksins að vera orðin kona ....

Nú staðan er þessi að í dag ætlum við að búa til krem!  Þetta ættu allar konur og karlar sem nota krem að prófa.  Fín tækifærisgjöf fyrir þá sem ekki vilja gefa málverk ..... thi hi hi

Innihald;

1 ltr af olífuolíu (köld fyrsta pressun)

200 gr jómfrúarvax

1 glas af rauðvíni.

25 fersk laufblöð af kattartungu

Aðferð;

Allt innihald er  soðið i potti á vægum hita í 45 mín

hrært með jöfnu millibili og tekið af hellulnni þegar tími er liðinn

kælið og setjið vökvann í krukkur 

Geymið á köldum og þurrum stað

 

Best er að nota leirpott og þess má geta að kremið er í senn ódýrt og geymist í 3 ár frá framleiðsludegi.

Allar frekari upplýsingar eru gefnar og ef innihald fæst ekki á Íslandi má fá það frá Spáni.

Þetta krem er fyrir allan líkamann en er sérstaklega gott fyrir andlit og hendur, yngir og nærir!

Nivea hvað! 

 


Sannleikurinn er sár .....

Hann svíður og fær þig til að gráta.  Þú grætur vegna ófara annara, og hörmulegum aðstæðum sem fólk upplifir.  Í kvöld sá ég hræðilega ljúfsára sögu um konu sem dó.

Hún átti vondan mann sem varð valdur að bana hennar.

Ég er með hjartað í ekka og er aum yfir aðstæðum.  Já og svo er maður að kvarta yfir engu!

Ég mun hugsa áður en ég reiðist.

Ég mun hugsa áður en ég geri nokkrum eitthvað.  Manni langar helst að hverfa þegar ljótleikinn birtist.  Í kvöld eru búnar að vera andlátsfréttir, slysamyndir, ljótleiki og hryggð í sjónvarpinu.

Er það jákvæða ekki fréttnæmt, þrífast mennirnir á þjáningum annara .....  Ég er hrygg og sendi bæn til allra manna.  Ég er orðlaus yfir aðstæðum sem sumir þurfa að þola. 

Er hægt að þakka fyrir sig með einhverjum hætti?  Spekuleringar sem aldrei ná endastöð!

Í ljósi sannleikans þá er raunveruleikinn oft á tíðum ljótur, hann skilur eftir sig sár og svíða.

Ég græt ein, ég græt í hljóði. 


Pensilín fram yfir náttúru leiðina ...

Lilli Aumingi mættur eina ferðina enn.

Gafst upp á sjálfslækningunni þar sem andvökur eiga ekki við hazarkroppinn.  Gafst hreinlega upp vegna djöfuls verkja.  Já, blót og yggdrasilsháttur mærinnar tók enda með inntöku 2000 mg og svo annara 2000 mg (5 klst á milli)  Dr. Skotta náði úr sér mestu verkjunum með samanlögðum 4000mg af sýklalyfi og 2400mg af Ibuprofeni.  Dr. Skotta fer sínar eigin leiðir og fylgir því nú eftir með ráðlögðum skammti.  Hvað gerir kona ekki til að halda geðheilsu.  

Mín er ekkert fyrir það að pilla sig upp sko.  Pilla mér hingað og þangað en án lyfja!

Þarf að kaupa mér Bach dropa þeir eru snilld!  Þamba svo vatn út í eitt, með gosi .... svo líkt bubblunum!  Ástæða fyrir nánast öllu eða flestu.

Jamm og Já, nú eru Geðveiku kortin mín komin úr prentun.   Ooooog gjafakortin sem eru sko ho flott!  Heimasíðan mín www.zordis.com fer að komast í jólafötin sín!  Þarf að "pilla" mér í kjallaraskoðun og taka myndir!  Fyrir ykkur diggu aðdáendur sem ekki vita hvað kjallarskoðun er þá er það kjallaraskoðun í eiginlegri merkingu.  Ekki svona pulluskoðun, sko.  Ætti eiginlega að fara í svoll til að kanna hvort græjan fái stimpil Dr. Skotta!  Ekki nema að Dr. Skotta meiki eitt stk. sjálfsskoðun.

Sólríkur sunnudagur svíkur engann.  Kanski förum við út að snæða í hádeginu, kanski ekki!

 


Señoritas - Señoras

Dagurinn í dag átti ad vera hamingjudagur fyrir señoruna moi!  Var það sko alveg framan af en svo gerðist eitthvað!  Eitthvað sem svekkir og kvekkir og má segja að hrekkir mann lika pínupons.

Maðurinn minn á nýja konu.  Glænýja en þessi kona ferðast með sömu sálina dag eftir dag en breytir um háralit eftir behag.  Þessi kona er engin önnur en hún mini-me.  Seint lærist að best er að fara strax á hárgreiðslustofuna, ekki að reyna að redda málunum heima því það kemur að því að öll ráð og brögð virki ekki.  Í dag fékk ég rosa flottan lit í hárið og er ég sem áður orðin ný kona.  

Ný kona sem sængar hjá karlinum.  Orðið sængar gæti ollið misskilningi en það má nýta þetta orð á hvaða hátt sem er.  

Frá sæng til tannlæknastóls.   Litla rófan ég fór að láta laga eitt stk tönn.  Löngu rótfyllt en viti menn.  Pjú, pjú, pjú!  Rótarprjónarnir voru teknir fram og tannsa byrjaði að runnka rótinni.  Ég ætlaði að harka af mér þennann tíma en eftir klukkutíma runk í tannrótinni þá meikaði ég ekki meir!  Rófan aum og ég gat mig hvergi bært né hugan hrært og þáði deifingu.  Þótt fyrr hefði verið   W00t  Já, ég var að klikkast úr óþægindum og var sátt við deyfilyfið sem var ...... ???

   

opinn munnur í 2 tíma

 

 

Svo fyrst allt er svona dásamlegt þá er rófan að koma til, tannholdið bólgið þar sem náttúrubarnið vill láta bólguna hjaðna á náttúrulegan máta!  Get ekki minnst á það sem gerðist eftir að heim kom!  Æj, varð fyrir vonbrigðum með doldið sem ég vona að hafi ekki áhrif á áætlunarverkið mitt.

Á morgun kemur nýr dagur og þrátt fyrir tannholdsverk og rófuverk þá siglir frúin áfram, brosir út í annað og hugsar að áætlunarverk hins hvíta herra, klikkar aldrei!  Pulluhár eða ekki!  það er spurning ............................ skyrp og hrækj. 


Grey ið

 

 Stundum býður lífið upp á öfugar aðstæður

 

kisugrey

 

Það þýðir samt ekki að setja upp"hundshaus" þótt lífið virðist þyngra, þótt fólk sé ekki á sama máli og þú og það þýðir víst lítið að láta hindranir stöðva sig.
 
við erum ólík sem við erum mörg
 
Ilmur okkar er mismunandi
 
Skynjun og litir eru frábrugnir dag frá degi
 
Lífið kemur og fer
 
Æj
 
Stundum veltir maður fyrir sér hvort maður sé að gera rétta hluti, hvort maður sé of vægur, harður eða hvað sem það nú er.  Það er víst öruggt að aldrei getur maður gert öllum til hæfis!
 
Ertu fugl eða köttur
Ertu í búri eða á búri
Hvort er betra
Vera fugla á búri
vera köttur í búri
Hvor á bágt
Grey ið 

 


Argintæta á támjóum skóm .....

 Árrisul með nýpúðrað nef.  Það eru gestir á bænum og ekki seinna vænna en að rífa sig fram úr klukkan 07:00 og undir búa pönnsur með morgunkaffinu.

Það væri nú lag ef argintætan værí í sínu fínasta pússi en svo er nú ekki!

Engar pönnsur, bara nýmalað kaffi í tómann magann!  Væri alveg til í eitt stk pönnsu með strásykri!  

Gesta svæfan og sonur minn voru vaknaðir fyrir allar aldir og fór mín eins og skrímsli á stjá, svefndrukkin á brókinni og háskólabolnum til að kanna hvaða pískur þetta væri eiginlega.  Jú, drengirnir höfðu farið að losa skinnsokkana og alveg sprell að segja brandara.  þegar hér er komið við sögu er klukkan morgun og ég hélt það væri svei mér mið nótt.

Pískur og gleði náði argintætunni fram úr í morgun og að sjálfsögðu fór mín í támjóa skó að baka ýmindaðar pönnsur og meðlæti!

 

Þegar ýmindun verður raunveruleg

 

Það þarf enginn að skammast sín fyrir ýmindunar aflið sem knúið er af hugmyndabankanum frjóa.

Best að mála smá áður en vinnan kallar!  Eigið góðan dag kæru bloggfélagar ..... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband