9.11.2006 | 20:36
Bömp-fær um jól ....
..... Er það nema von að andlitið á mér fari í kross og hryggurinn stirðni af tilhugsuninni um það að bömpa sig inn í nýja árið! Það er engin að tala um að hömpa heldur bömpa á þann mæta máta er foreldrar mínir gerðu forðum.
Geðveikt hvítt hringlaga kasettutæki og spólurnar voru óvenju þykkar og bara mjög skrítnar! Háir hælar pabba með 300 metra af skóreimum, hvít jakkaföt og einn 2-faldur vodki í kók fyrir "Röðul" sem mér skilst að hafi hlotið klúbbsnafnið síðar og er í dag eitt stk hótel.
Setti inn eina mynd af mö og pa í diskógallanum! Já það voru dagar í lagi. Þegar börn léku sér að kökuskrauti, dömubindum og gömlum þurrkuðum hundasúrum!
Ýkjur að hluta en kökuskrautið alveg satt, já og dömubindin líka (voru notuð til að gera vegi fyrir kappakstursbílana! Hundasúrurnar átum við misgrettin á svip ......
Það líður að jólum. Geðveik jól eru komin til prentsmiðjunnar!
Hlakka bara til að sjá útkomuna, besti hugsanlegi pappírinn var valinn og má segja að ákveðin spenna sé í loftinu!
Takk fyrir hjálpina í dag Elín mín við sýnum vináttuna á þann háttinn sem okkur einum er lagið!
Spurningin um að bömpa smá, finna gömul Boney M lög og chilla!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2006 | 17:33
Bossa Brjáluð Geit.
Fátt annað en bossinn á mér er mér ofarlega þessa dagana.
Ekki vegna sjálfselsku né komplexa heldur vegna sárra kvala og verkja.
Frúin er ekki enn búin að jafna sig eftir að hafa spreytt sig á vængjalausu flugi og þar sem þyngdarlögmálið ræður ríkjum small þessi ofboðsmjúki bossi til jarðar (þyngsti punktur líkamans) með öðrum eins afleiðingum að Frúin teldist ónothæf í alla staði í heimi karlrembu og annarar rembu. Oj oj og ekki gaman að vera með þrálátan bossaverk alla daga og pilla sig upp eftir því. Í dag hef ég haldið aftur að mér og ekki tekið inn verkjalyf og er slæm eftir því.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2006 | 10:23
Hafmeyjur og hafpeyjar .....
Augnlokin þjóna göfugum tilgangi. Þau eru mikilvæg sem hver önnur eining, hver önnur fruma er myndar þann óguðlega kropp er liðast með okkur ár eftir ár þar til að ófullkomn leiki hans verður sálinni til hnípni og hún líður til annars dvalarstaðar.
Undursamleg tilvera sem við kjósum okkur, hvort sem um mann eða mosa ræðir.
Var svona að spekulera hvort hafmeyjur og hafpeyjar hafi augnlok? Ég hef aldrei séð hafmeyju né peyja og þ.a.l. get ég ekki fullyrt hvort viðkomandi hafi augnlok eður ei! Frægasta hafmeyan er án efa sú danska .....


Er þetta uppspuni einmanna húsfreyju,
Eða hvað?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2006 | 15:06
Ég læt mér mannréttindi varða .....
Allir með tölu. Eftir lestu bréfs Harðar Torfa í tengslum þess að vera get ég ekki setið laust á sálinni.
Ráðist var á ungan færeying sem er sjálfur sér nægur með það að vera samkynhneigður. Ég er rosalega hissa á framkomu færeyinga og verð að segja að mér er flökurt af fréttinni.
Þeir sem haga áhuga á að lesa um þessa frétt skellli sér yfir á heimasíðu Harðar Torfa til að lesa nánar um þessa frétt. Allir yfir!
Ég hvet alla íslendinga sem útlendinga til að taka þátt og kjósa. Sjá heimasíðu Harðar Torfa www.hordurtorfa.com ............ Ég er búin að kjósa og er númer 17730 .....
www.act-against-homophobia.underskrifter.dk/index.php
Over and Out ......
3.11.2006 | 21:13
Rassinn á mér er aumur, æj svo vont ......
Jedúdda mía!
Þessi líka ofur bossi. Alheims mýktin bjargaði kerlingunni fyrir horn í dag!
Þræl fín kerling eins og ég, úti að ganga með hávaxnasta Húnakonungi allra tíma. Flýja í skjól fyrir dásamlegri rigningunni, engin regnhlíf og opið "mollið" verslunarkjarni Torrevieja borgar HABANERAS er með þeim kostum búinn að konur fá ekki innilokunar né brjálæðiskennd. Konur eyða ekki um efni fram þar sem innilokunin er yfirmegnug, konum líður almennt vel og verslunaróðum mökum þeirra líka.
Í dag var Húnakonungur með frúnni, og ákvað þessi fima kona að taka flugið. Sleipt var að stíga niður fæti og hugurinn róaði taktinn "be careful" "farðu varlega" tenk po dæ self" "ai wo ni" , allt í gangi en þrátt fyrir hugulsemi englanna og gæslu guðföðurs tók frúin flugið.
Hviss ............ Bang
My god, alheimurinn var stumrandi yfir frúnni sem lá eins og hakk og spaghettý í hálum tréstiganum. Með hræðilegan verk í hægri upphandlegg og ónýtan rass. "DAMN" ég er að drepast í öllu sem umvefur "the black eye" ég er dauð, get varla setið, ekki staðið upp og er gjörsamlega out ef mér biðist þetta dæmigerða anal 6 (ok mátti til .... dissgösting grín ...... sorry)
Annars fékk ég krem til að bera á mig, er ekki að virka og mér finst best að vera opstoende og sé ekki fram á sæla nótt.
My ass is acing!
Já, svona hefnist konu fyrir að birta of margar bossamyndir á opinberu bloggi!
1.11.2006 | 08:41
Ritskoðun Móður
Það má segja að gærköldinu hafi verið eytt í blaður og þvaður í síma og tölvu. Við snæddum ágætis pizzu og létt í glasi með því. Það var enginn svangur á heimilinu svo við leyfðum okkur smá svona útúrdúr í tilefni Hrekkjavökunnar. Það var dinglað hér frameftir og krakkarnir gáfu nammið og gjafirnar sem þau fengu (Íris Hadda) fyrr um daginn. Dúllan fór í Hrekkjapartý hjá enskri vinkonu og fékk ég að heyra;
Hversu mikill snillingur enska móðirin er! Hún gerir svona appelsínu kokteila, svona Melónu-Grímu Hrekkjavöku andlit. Svona kúlur og svona hitt!
Það er sem ég segi. Segja bara upp í vinnunni og byrja á því að verða súper móðir og hnoða úr einum launum! Já það má íhuga það þegar enginn tími vinnst til að mála vegna eftirspurnarinnar!
Talandi um mæður þá átti ég gott samtal við mína og sagði ég henni frá Geðveikum Jólum! Hún er nú þegar búin að ráða sig í sæti ritstjóra og vill söluskoða allt sem fer frá mér. Aha .... Vill ekki að geðveikin verði of mikil. Vill gefa mér góð ráð, vill vera mér sú móðir sem ég man eftir.
He he he, Elsku Mamma, ekkert lamb að leika sér við.
Hin almenna móðir og móðir hennar, tvær kynslóðir kvenna sem eru útivinnandi. Börnin okkar alast upp í höndum hámenntaðra fóstra eða aðkeyptra "dagmæðra"

Mér lék nú það lán til að vera heima með báðum börnunum mínum til rúml. 3ja ára aldurs og þakka fyrir það. Börnin mín alast upp hjá ósköp venjulegri kerlingu sem spilar á því siðferði sem silfurskeiðin innhélt! Ást og umhyggja til barna okkar er skilyrt og við óskum þessum elskum það besta í lífinu og verðum að vera þeim agi og aðhald.
Af öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur þá er móðurhlutverkið eitt af því dásamlegasta sem mér hefur verið falið. Krefst skynsemi, vandvirkni og útsjónarsemi. Krefst þess að við séum til staðar öllum stundum. Krefst alls þess sem býr í okkur!
Best að vekja húskarlinn minn, faðir barnanna sem er okkur sterkur á svellinu. Góð heild hefur nýjan dag. Bara gaman! Smá kaffi og nokkrar geðveikar strokur meðan barnatíminn tekur enda!
31.10.2006 | 06:57
31.Október, hrekkjadagurinn mikli ekki á mínu heimili.
Frúin endurheimti ektamanninn úr löngu ferðalagi. Hann var þreyttur en jafn glæsilegur sem fyrr. Þessi elska færðí mér doldið sem ég hafði beðið hann um! Talnaband úr Ametist steini. Þetta með að vera að færa hvort öðru gjafir er nú kanski svoltíð "leim" þegar aðilar ferðast svo ótt en mér finst það bara krútt.
Frúin færir sínum ekta svanni jafnan kleinur og fins honum það vera með betri vörum hins ilhýra! Fyrir börnin reyni ég að kaupa dvd "áður vhs" eitthvað með íslensku tali og helst eitthvað íslenskt. Sem dæmi þá hefur "Í takt við tímann" með Stuðmönnum verið spiluð all rækilega og ungi herramaðurinn fins hún rosalega góð og syngur með!
Nýr dagur, ný verkefni!
Á spennandi fund með grafíska hönnuðinum mínum. Er að verða klár með 5 Geðveik fyrir jólin! Ætla að reka á eftir tilboði sem ég bað um og kasta hér með út í heiminn eftirspurn og ánægju þeirra sem njóta.
Í dag er hryllingsdagurinn Halloween er haldinn er hrekklegur í USA á spáni eru ensku börnin að hrollvekjast eitthvað en ég er ekki spennt fyrir þessum fíflalátum! Alls ekki spennt! Það er varla á þær hátíðir bætandi sem við höldum helgar, hvað þá svona hrekkjahátíð! No, no, no!
Eigið góðan dag!
29.10.2006 | 10:07
Kirkjulaus Sunnudagur ...
Nú hefur klukkunni verið breytt og má segja að Spánlendingar séu nær því ilhýra í tíma. Einungis klukkustundar munur á milli okkar. Vantar bara að flugtíminn styttist en þá þarf væntanlega bara meðvind báðar leiðir eða, betra járnfugla!
Ungur vinur okkar gisti alla helgina og allt gengið vel með stráklingana. Við mæðgur höfum látið okkur líða vel með hvor annari og nú er stefnan tekin á El Campo og þar skal snætt hádegisverðinn með bestu lyst. Alltaf gaman að koma til tengdó. Hún hringdi í morgun og ég var ný skriðin fram úr, á meir að segja eftir að taka sýrimanninn úr augunum. Sturta mig og njóta svo verðursins. Í dag er gylltur dagur, "virðist vera gylltur í gegnum gardínurnar" ..........

Geðveik Jól eru í fæðingu. 5 stk bíða innfyllingar og ætar frúin að mála seinnipartinn í dag hjá tengdó! Taka til dótið og sitja útivið og mála. Vona að birtan trufli ekki því sólin er sterk og skilyrðin stundum allt of glimmrandi. Of mikið af því góða!
Er að bíða eftir tilboði í kortin, bað um 5000 stk og mun blanda saman jóla og gjafa .... tækifæriskort júnó! Allt í gangi, tíminn flýgur frá mér því er ekki að neita og ég er farin að sjá fram á enga sýningu um áramótin. Bíð eftir svörum frá einum sýningarsal hér á spáni en þeim liggur víst ekki lífið á að gefa svörin. Svona er lífið sem kemur hvergi á óvart. Lífið sem við hnoðum og vörpum svo yfir til næstu kynslóðar. Það er aldrei offarið í þessari blessaðri veröld.
Góðar stundir!
28.10.2006 | 20:28
Ef að mamma deyr .....
Ekki Deyja Mamma.
Ég svaraði dóttir minni að ef ég færi úr þessum heimi þá ætti hún að halda áfram styrk sem stál!
"Mamma, ég myndi gráta endalaust"
Dauðinn er dásamleg stund, jafnframt stund dýrindis sársauka. Dauðinn er sú stund sem enginn vill hraða né taka á nema ef um mikil veikindi ræðir.
Dauðinn
Ég hef sorg í hjartanu sem tilheyrir öðrum en mér!
Umræðan kom vegna fráfalls kær manns.
Hann var búinn að lifa heila æfi
hann fór
hann lifir
í hjarta okkar er hann
ávallt
guð blessi hann
Elskulegir aðstandendur skilja við góðann mann
eins og við hin.
Ást til allra.
28.10.2006 | 09:52
Leikföng fyrir stóru börnin .....
Spurning um að gera allt í hófi eða notast bara við náttúrulega efni
Það er ljótt þegar leikföngin eru eitruð og kona þarf að byrja á því að fjarlægja gamlar dúkkur og járnbrautarlestar.......Í tímans rás þá er allt orðið hættulegt og ekki seinna vænna að vera í takt við tímann og eta gras daginn út og inn, drekka ómengað lindarvatn og huga að sálinni í heilbrigðum líkama. Burt með fituna, hún hindrar okkur, hún þykir ekki fögur nema konan sé mögur!
Anýhú, þá eru leikföngin þ.e. þessi sem við þykjumst náttl. öll eiga á lager, leynast í dótakassa barnanna, í glerskápnum, í náttborðsskúffunni eða í skottinu á bílnum, hreint út sagt ótrúlegustu stöðum. Ein vinkona mín var að flytja og þá fann somebody leikfang inn í bókaskáp. "fliss" "roðn" "skríks" hehehehhe. Já bara fyndið að eitt lítið leikfang skuli setja allt um koll.
Það er ekki laust við að sumir þykjast eiga það besta og flottasta og eiga svo ekki neitt! Ekki einn!
En gömul frétt um eiturefni leikfanga, hvort sem ræðir "draumastautinn" eða "naghringinn" þá er allt í lagi að nota þetta skemmtilega dót ef það er gert í hófi. Og hefur frúin það eftir umhverfisráðherra Dana.
Ja for helvede