Bara Varð Að Birta Tilfinningarnar

 
Kona í Hvalslíki
Hún er fislétt í vatninu, kattliðug og sæl.
Hún er full af lofti og leysir vind.
Hún lætur umtal um eyru þjóta og horfir á lífið undir niðri. 
 
The Human Whale
 
Hún er frjáls, örugg og heldur stóísku jafnvægi.
Hún er hluti af okkur öllum.
Mjónan sem situr föst.
Fjallið sem situr fastast.
Hún er ég.
Ég er hún.
 
Undir fögru skinni býr heill heimur af því óþekkta og slatti af kaloríum.
 
Bara varð að henda inn þessar sætu mynd af mér. 

Eldabuska í hjáverkum!

Lífið hefur sinn vanagang.  Eins og lífið er nú yndislegt og á stundu miður skemmtilegt þá ber það á góma á hverjum degi.  Þegar við lofum blómin, börnin og þá sem hafa nennu í að vera í nálægð. 

Nafnið Líf er fallegt nafn, La Vida er Líf sem er ekki jafn sætt ef stúlka bæri það en að segja Vida mía er jafnan falleg gæla við hvort sem ræðir  kvenkyn eða karlkyn.   Já þessar lífspælingar eru dásamlegar og hvort sem brosið snýr upp eða niður skildi maður fagna því yndi sem það er.

Lífið er rússibani og maður á að njóta kitlsins, og brossins sem kemur, gleyma svimanum, flökrinu og hræðslunni sem tilheyrir ..................

Eldabuskan er frekar léleg sem seitlar í hjartanu.  Frúin var búin að gefa eldhússtörfin á snekkjuna en þarf að nota ást sína og mátt til að framreiða kvöldmatinn.  Ekki flókinn matseðill en saman stendur af;

Pizza Margarita

Pasta al Kechup

Dipping Mexicano al horno

Cannelones a la suegra

Túnfisksalat með olívum

Gular baunir með olívum 

fylltar niðursoðnar papríkur með salati.

Frúin er með uppbrettar ermar og býður upp á lindarvatn eða Perrier!

Eigið góða kvöldstund .... Í kvöld léttist lundin en ekki holdið!

Muahhhhhhh litli bollusinn er nær, hann er gróin að beini og lætur sér líða vel.  Það er partýstand á púkanum sem heimtar eitthvað gott í gogginn.........

KRAKKAR ÞAÐ ER MATUR! 


Nælon ekki bara ungar stelpur heldur lovely leggir.

Nú er komin nælon tími á frúnna.

Á sumrin er allt of heitt að vera í nælonsokkabuxun en veitti þó ekki af þar sem í útlöndum hitnar í kolunum og raki myndast á þessum helstu stöðum.  Haustið er nýkomið hjá Spánlendingum og fögnum við því innilega.  Veðrið alveg dásamlegt til útiveru.  Verst að vera ekki svona golf-ari, kanski það verði breyting á því í næstu framtíð.  Get æft mig og verið grín-ari í staðinn :-)  Setið út á tröppum hjá mér og sagt einn og einn hrikalega fyndinn.

Marft að gerast, spennandi tími framundan í vinnu og leik.  Ég leik mér nebblega eins mikið og ég get og þá er nú gott að vera með góða félaga til að tæla með sér í plottið.

Burt séð frá lovely nælon leggjum og jákvæðum hug þá situr frúin eftir sem grasekkja.  Karlinn flaug af jörðu klukkan eldsnemma í morgun til Madrid, fer þaðan þvert og endilangt til Portugals og þaðan yfir í  aðra heimsálfu.  Gangi honum vel þessari elsku minni og megi hann spellast til að færa mér eitthvað sætt þegar hann kemur til baka.  Hins vegar þegar fólk ferðast svona mikið þá eru litlu sætu gjafirnar alveg fallnar um sjálft sig.

Þegar ég kom frá ilhýrum klakanum keypti ég gjöf handa öðrum karlmanni og sagði mínum manni að það væri bara frá okkur báðum :-)  Ég vona bara að hann kaupi ekki neitt handa neinni nema mér.  

Lítil frú sem vonar, sem skilur og þráir sinn ektamann.  Konan er bara fyndin! 


Er gott bara gott eða er það líka mis gott

Ekki spyrja hvað hrærist í hausnum á frúnni.  Hún er að vera skynsöm, velta vöngum (báðum) Rosalega hress og jákvæð ..... andvaka!

Allir heimilismenn voru settir í svefn upp úr níuleytinu í kvöld þar sem stirðlega gekk að koma óskaprins heimilisins í háttínn í gær, bann á leiktækjatölvum, ekkert sjónvarp bara lærdómur og sá stutti hrjúfur eftir því.  Æj, svoooo mikið krútt þessi engill þegar hann sefur.

Heimsætan var alveg að missa sig yfir óréttlæti foreldranna!!!!!!!!  SOFA NÚNA :-(

Aha ............ Frúin lét ekki sitt eftir liggja og fór og dormaði enda stormaði í húskarlinum á meðan á kvöldverkum stóð.  Bursta tennur, þvo hendur, bossa og klippa neglur.  Beint í háttin og knúsa mömmu-mús.  Eftir góða stund þegar þessi sama mömmu risaeðla var búin að lúra í  hálftíma læddist kerlingin niður og er búin að hvolfa heilahvelinu hægri vinstri með kærleikann ofan á öllum hugsunum!

Í mínu lífi er bara til kærleikur, það eru allir góðir og enginn vill neinum íllt í þessum borgar parís, teygjutvist og limbó.  Á morgun fer mín til tannsa að láta verðmeta græjuna, spurning um að skella sér til kvensjúkdóma og fá verðmat á pjöllið ..... nehhhhh, thi hi hi hi  BARA AÐ GRÍNAST.  Svona heimilisbrúk verður víst aldrei ofmetið á þessum frjálsa almenna markaði.

 

súlustelpa á ská

 

Kaupa sér eitt stk súlu og taka þátt í lottó lífsins! 


Endur fyrir löngu ...

Talandi um ferð og tíma þá leit frúin við á tjörninni, þeirri einu og sönnu!  Þar sem minningar barns vesturbæjar fæddust ólu og ilja hugann.

Sömu endurnar eru á staðnum, eldri vel nærðari og búa í mun huggulegra EN skítugra umhverfi.  Þær eru heimtufrekar og sýna ónot ef saklaus "útlendingurinn" kemur við án þess að vera með maltbrauðs enda í farteskinu.  Já, mér var ómótt og fremur andstutt þar sem fnykur af fuglaskít var minningunni yfirsterkari.  Sei, sei, kanski er þetta eðlilegt HA, varla þar sem þetta er miður og bærinn Reykjavík Centrum yfirfullur af útlendingum.  

Ég hitti varla Íslending þar sem flestir voru útlendingar á hótelinu, flestir sem tóku morgungönguna voru útlendingar.  Bara stakkar á ferli í höfuðborg Íslands snemmmorguns.  

Íslendingurinn í mér neitaði að sofa og reif sig upp á morgnanna, þessa þrjá sem frúin náði að uppifa!!!  Síld á diskinn minn í morgunamat.  Slurp og slumm, fullt af síld með kaffinu.  

Góður tími sem var vel notaður til leik og starfa, talaði við mö og pa í símann.  Reyndi að hringja í eðal Þorláks en mín var ekki að hitta á skvís og pæ bæjarins.  Og, síðan ekki söguna meir!

Ný vinnuvika framundan.  Ekkert sem kemur á óvart, nú er bara að spíta í lófana og láta góðu hlutina gerast.  Þarf að knúsa karlinn minn þar sem hann hverfur vegna starfa á þriðjudag og skilur sína sætu spúsu eftir heima með börn og heimilisverkin.

Ástin er hunang sem seiðir sálina.  Njótum hvors annars eins og enginn væri morgundagurinn!   


Alltaf jafn grönn .......

 

Skrítið þegar maður er alltaf jafn grannur og fallegur en fötin stemma ekki við það sem augun sjá.

 Ég er grönn, ég er falleg, ég er grönn ég er falleg .......

 STÓRFURÐULEGT

 

of litlar buxur

 

það þýðir víst lítið að hengja haus og vera dapur, það þýðir lítið að gera annað en að fronta þann viðbjóðslega raunveruleika sem það er að bæta á sig nokkrum aukagrömmum. 

Skildi vera til sjúkdómur sem virkar öfugt við Anorexiu og Bulemiu?  Svona sjúkdómur sem maður gerir í því að borða til að ná holdum en svo fer maður fram úr sér og er komin upp um nokkur fatanúmer.  Ó boy, ó boy. 

Þegar svona er komið byrjar sjálfs sálfræðin á fullu!

HAMINGJUSÖM HLUSSA  ó já

BJÚTÍFÚL BOLLA sei sei

FRÍSKLEGUR FITUHLUNKUR mæ ó mæ!

En þegar upp er staðið þá er það hugurinn sem er lítill og nettur, það er gleðin sem spinnur gáskafulla kvennsuna áfram og þessi glæpaskvísa þakkar fyrir það góða sem lífið færir henni í smáskömmtum jafnt og þétt.

Það má trúa á hið góða og skuggahliðina sem heldur okkur tipplandi.  Það má trúa á skuggahliðina sem væri ekki til nema með þeirri birtu er skín frá okkur sjálfum.  Hvernig sem á það er litið feitur eða mjór, litill eða stór. 

Við erum hér í þeim sama tilgangi.  Til að Lifa og Deyja.


Ótrúleg vaka, lítil eyrun mín blaka .....

Svei mér þá, veit ekki lengur hvað þessi vakning mín fyrir deginum hefur tekið langann tíma.  Dagurinn er búinn að vera góður í alla staði, ótrúlega vel heppnaður og spádómar voru allir réttir.

Kemur sér vel að geta rýnt aðeins í framtíðina og séð sitthvað sem verður og doldið sem kemur.  Þar sem tímamunur er greinilega hvolfdi frúin hvítum bolla.  Var að spá í að henda hvíta bollanum um daginn, EN gerði það ekki.  Í bollanum eru feikin öll af teiknum og táknum sem marka næstu 3 mánuði í lífi mínu.  Óvænt ferðalag birtist með þrískiptum stoðum, ævintýraheimur og þrá mætast á miðri leið.  Ég er frjáls, sel sjálfið á því verði er guð lagði upp með. 

Múminálfar, rassálfar og hamingjuglampi mótar kvöldið.  Ég átti skemmtilegt tal við góðan vin í kvöld, vin sem fylgt hefur kerlingunni í gegn líf og líf, heim og heima.  Ég er þakklát hlýjum og góðum vinum.  Hvar værum við án vina og hvar væri tilveran án þín lesandi góður.

Það er enginn eins mikilvægur og þú, það er hvergi skemmtilegra að tylla niður tá en þar sem þín er getið.  Lífið er einskins án þín og það vitum við tvö.

Takk fyrir að hafa litið við.  Engillinn minn hann sagði mér í morgun frá undursamlegu tækifæri sem ég greip.  Fékk smá fiðrildi í mallakútinn minn mjóa, EN ég skapaði mér nýtt tækifæri í því sem ég ann hvað mest.  Listin og sköpunin.  Nú gerist það ekki betra! 


Get ekki sofið ....

Dásamleg staða að vera komin á fætur og klukkan rétt skriðin yfir sex leytið. 

Mamma Jójó, það er ég!  Hleyp á milli sænga og næ hvergi að festa svefn.  Son minn dreymdi risafrosk og svei mér þá fékk öndunartruflanir og augun í honum ranghvolfdust.  Dóttir mína dreymdi að það væri búið að ræna drengnum og þegar hún birtist brá mér svo ógurlega að nú sit ég ein á meðan hinir sofa.  Mátulega passlegt að börnin festi svefninn undir morgun.

Við horfðum á frábæru Stuðmannamyndina í gærkvöldi og mér datt í hug "mamma djöfull"  ekkert smá fyndin og skemmtileg mynd, sixtý fifftý líkur á að við horfum á hana í kvöld líka.

Viðurkenni að ég geyspa smá og spurning að fá sér morgunkaffið sem er íslenskt og brakandi gott.  Nýmalað hvergi betra en hér akkúrat hjá mér.  Allir í kaffi til mín í morgunsárið.  Það er dimmt úti og notalegt, ennþá friður í götunni og Lúka litla sem er hundur nágrannans fer ekki út fyrr en um sjöleytið.  Einn hanaræfill er búinn að rífa sig niður í görn eða fyrir ca.klukkutíma síðan og hélt ég í fyrstu að þetta væri öskrandi fórnarlamb.    

Ég hef látið hugann reika um og yfir haf og dreg eitt spil fyrir þennann mánudag.  Dagur númer 16 sem ætti að vera happadagur ef mið er tekið af þvertölunni.  Dreg Bikarriddarann sem er bara gott spil, ætla að taka á þeim tækifærum er bjóða sig fram og vera hugmyndarík.  Vera rík af öllu sem skiptir máli og njóta dagsins sem verður það sem ég geri úr honum.

Engillinn minn er að auki hvetjandi og segir mér að nú sé tíminn og útkoman verði ánægjuleg.  He he .... Ég stelst til að hugsa um listina, skapandi og nærandi hluti (á ekki við um T-Bone steik með Roquefort sósu)  Brosandi   er ekki svöng, alls ekki en svona reikar hugurinn þegar hann er svefnlaus.

Góður dagur framundan og þar við situr.  Kominn tími á morgunkaffið og undirbúning fyrir daginn! 


Föstudagurinn þrettándi ....

Skrítið með þennann föstudag 13 er hann ekki eins og aðrið föstudagar eða þriðjudagar.  Sagt er að hjátrúafullir sjómenn forðist að fara úr höfn á þriðjudegi og finst föstudagurinn þrettándi ekki málið sko.

En að deginum sjálfum þá átti ég frí í dag og ætlaði að vera með börnudúllunum mínum en þar sem að starfið kallaði þá var gengið í að útbúa kaupsamning og ánægðir viðskiptavinir gengu gæfuspor í lífi sínu.  Til hamingju með þennann áfanga með von um hamingjuríka daga í nýja landinu.

Ekki meir um það og nú sötrar frúin á Diet Coke, bloggar, fagnar nýjum bloggvinum þeim Margréti og Ollasak með teikniblokkina uppivið því verið er að vinna að hugmyndum að næstu 10 myndum sem eiga að njóta sín á jólunum á Íslandi.

Við sjáum til hversu dugleg ég verð en nú er markmiðið að halda sýninguna....vantar staðinn til að sýna á....allar upplýsingar vel þegnar fyrir þá sem þekkja Ísland út í gegn! 

Lífið er yndislegt á stundu, leikur hrjúft við okkur þess á milli sem er liður í að styrkja okkur sem einstaklinga.  Tengdamamma kom vel að orði þegar kona í pinnaháum hælum tróð á rist hennar.  Konan varð alveg miður sín og bað afsökunar.  Tengdamamma sagði að afsökun hennar væri þegin en það tæki ekki sársaukann frá henni.

Já, mikið satt.....sársaukinn var til staðar en hann fór.  Tíminn læknar öll sár, hversu stór, djúp eða leið þau eru.  Ég bið alla heimsin engla að vaka yfir þeim sem sárt eiga og minna mega sín.  Við erum hér til að sýna styrk og færa heiminum von um þá trú er til er.

Englar alheimsins eru komnir á flug og læðast fram hjá glugganum þínum.  Það sem ekki drepur okkur styrkir okkur og það svo um munar!  Spurning um að horfa á eina Lassý mynd? 

Lífið er leikur sem mótast af þeim er tekur á því. 


Gítartónlist og góður matur.....

Við hjónin buðum góðum vinum í mat í hádeginu í dag.  Það tíðkast að bjóða í hádegismat og þá er jafnan setið aðeins fram eftir degi og spjallað og átt góðar stundir.

Eftir þjóðarrétt okkar San Miguelera "paellu" tókum við gítarinn fram og það var raulað á milli þess er kaffi var sötrað.  Rétt eins og helvíti frjósi þá gerðist hið óvenjulega á mínu heimili,............. það glymdist algjörlega að taka kampavíns-kork-tappa úr flösku!!!  HVERNIG gat það gerst að ekki var opnuð ein besta tegund kampavíns er tyllti sínum breiða botni í kælinum okkar.

Það mætti halda að litli alkinn er tyllir sér gjarnan á öxlina mína hafi fundið sér annan dvalarstað.  Jamm.  Alveg ein i þessum heimi hér!!!

Þegar þessi heljarstund uppgötvaðist fyrir frost í helvíti þá sótti frúin á heimilinu úrvals Cava flöskuna og gaf boðsgestum.  Svo góður og frískandi vökvi...........

hell-freezes
Ég held svei mér þá að nú þurfum við ekki á himnastöðum að hafa áhyggur af þeirri andstyggð sem helvíti er.  Við erum búin að dreypa á gulldropum himnaríkis og erum í liðinu sem veitir látnum líf og heiðum hamingju.  Við erum í liðinu sem veita gamlingjum gleði og lífið er sú list sem við sköpum okkur.
 HAMINGJA OG HEIMSYFIRRÁÐ

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband