Færsluflokkur: Menning og listir
21.12.2007 | 17:52
Lítil myndlistarsýning ...
Nú birti ég allar flísarnar sem ég er búin að dúllast og dedúa við!
Þær eru að sjálfsögu til sölu og kosta 10.000 krónur íslenskar fyrir ykkur sem hafið áhuga. Ég ætla að taka mér smá hvíld þar sem vöðvabólgan er að pirrast í mér. Þýðir ekki að dubba sig upp á Ibuprofeni þótt það slái á! Sendið mér línu á zordis@zordis.com ....
Ég vona að þið njótið veitinganna á meðan þið skoðið agnaragnirnar sem gætu þó verið væn flís úr feitum sauð. Jólin að nálgast og allir á fullu að sinna skyldum en ég sit og slaka hér á. Hlusta á Bo Hall og sötra kaffitár.
Rólegheit er það sem er efst í huga mér. Dóttlan mín var erfið við mig í gær en við erum orðnar sáttar og ætlum að fagna jólunum eins og best verður kosið. Ég er svoddan lamb að ég vil að allt sé á rósrauðu skýji að allt sé gott. Við erum gerendur og berum ábyrgð, ég vil fagna kærleik og hamingjunni ofar öllu, ég ætla að axla það hlutverk að bjóða hamingjunni birginn.
"Efnið er svo einlægt" yfirlýsing þessarar litlu örsýningar
Vínberjaást - Frátekin
Svalandi sæt akrýl á flís 20 x 40
Eldabuska akrýl á flís 20 x 40
Blómastelpa akrýl á flís 20 x 40
Eplapæja akrýl á flís 20 x 40
10 dropar akrýl á flís 20 x 40
Kaffikerling í einkaeigu
Vona að þið hafið notið komunnar
Gleðileg Jól kæru vinir
Menning og listir | Breytt 22.12.2007 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
20.12.2007 | 17:37
Dóttlan mín og 10 dropar ....
Elskuleg dóttir mín kom hamingjusöm heim með verðlaunin sín eftir að hafa unnið birtingu á mynd í myndlistarkeppninni. Jólakortið hennar er borið út í öll hús í bænum og bærinn er á að giska um 5000 manns í heildina. Í verðlaun fékk hún akrýl liti striga og um 20 jólakort sem hún getur sent ömmu og afa og þeim sem henni þykir vænt um.
Til hamingju elskan mín
Langfallegust þessi engill
Flísarföndur miðar vel hjá mér, er komin með vöðvabólgu í hægri öxl þar sem það þarf að halda á flísinni í eiginlegri merkingu en ég finn mér bara púða til að hækka mig upp og held mínu striki.
Núna bíður mín að bora nokkur göt setja spotta í götin og sjá hvernig veggurinn tekur á móti þeim.
10 dropar akrýl á flís
Ég læt ykkur um að njóta eða hrjóta. Ég er ánægð með dóttluna mína enda er hún algjör snillingur.
19.12.2007 | 23:15
Eplapæja ....
... með sykri og kanil, jafnvel vanilluís eða nýþeyttum "flöffý" rjóma!
Ég er búin að vera á fullu í þessa annars dásamlegu restum af sumarfríi. Ég lenti í útkalli í dag og það setti svip sinn á daginn. Ég átti eftir að pakka inn gjöfum og dóttir mín litli sigurvegarinn aðstoðaði og skrifaði á litlu kortin.
Allt heppnaðist þetta nú að lokum og jólagjafirnar eru að fljúga yfir hafið í þessum töluðu orðum!
Dóttlan mín var að byðja mig um að baka eitthvað því það væri svo gaman. Ég spurði hana hvað Ikea smákökurnar væru að gera hérna ef það ætti að baka líka??? Æj, mamma það er bara svo gaman. Já, gaman svo það er spurning að opna jólglöggið sem er áfengislaust og bjóða börnunum og okkur fullorðnu upp á smá glögg og baka eitthvert hnossgæti!
Ekki veitir af eftir þennan stressdag (svona dagur sem þú missir af öllu .... ferð út úr húsi til að aðstoða aðra og gleymir húslyklinum - ætlar svo að redda málunum með að hringja í Fjallið og ert batteríslaus - kemur á síðustu stundu til að kaupa jólagjöfina handa mömmu þinni og allt er búið - bíta bara á jaxlinn og finna upp á öðru .......) Er komin með þvílíka vöðvabólgu að ég þarf enga stera til að ná hnykklum á herðarnar ...............
En elskurnar mínar ég ætla að sýna ykkur "Eplapæju" sem er í flísaseríunni minni nýju.
Eplapæja akrýl á flís (ca.40 x 20)
Mesta kvalræðið er að bora göt á flísina en sonur minn sagði "mamma þetta eru rosaleg læti í þér" Hann á sem sagt hávaðasama móður og sennilega hef ég ætíð verið það í svona föndur fjöri. Hver man ekki eftir því er ég hélt heilli blokk andvaka því ég var að smíða ...... Gasalega sniðug! Hélt áfram undir 0600 um morgunin með kodda undir barði og allt svaka "smúð" ....
Vona að þið séuð í rólegheitunum að njóta hvors annars. Ég er í rólegheitum, sit ein í eldhúsinu og ætla að halda áfram að mála fyrst ég er í stuði.
Ástin er eitt það fallegasta sem til er, ég vona að þú eigir nóg af henni

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.12.2007 | 09:01
Jólaföndrið ....
... já, jólaföndrið gekk vonum framar!
Nýtt og spennandi efni, þegar ég var búin að mála og ná fram kaffiáhrifunum í myndefninu fór ég út í byggingarvörubúð til að kaupa snæri eins og afi átti alltaf út í skúr, þetta hráa og grófa band!
Ekkert til sem mig vantaði, en borinn átti Fjallið mitt heima svo ég tíndi lítið í körfuna í þeirri innkaupaferðinni. Greinilega ekki verslunarskólagengin konan .....
Kaffikerling akrýl á þakflís
Þessi fer í jólaumbúðir og flýgur til Íslands í dag ... Ég vona svo sannarlega að viðkomandi njóti hennar og hún fái fínan stað í eldhúsi, þar sem kaffikarlar og konur skrafa um heima og geyma!
Jólaknús til ykkar allra ... ætla að mála á nokkrar þakflísar í dag og setja inn jafnóðum.
Í gær kom "kall" í heimsókn, og sá þakflísina. Hann hafði á orði að nú væri ég farin að gera eitthvað almennilegt. Já honum leist vel á flísina og ætlar að redda mér fleirum.
18.12.2007 | 09:43
Jólaslæðan ....
Norður af Alicante er snjór í hlíðum fjallanna. Því er ekki að neita að himnabreiðan flytur kuldann nær og það er smá hrollur í mér. Út um eldhúsgluggann minn er Hawayrósin mín í blóma og jólarósin breiðir grænt beð sitt til himins. Það eru 50 km á milli mín og frostrósanna sem stíga af himnum. Ég sit örugg inni, með rjúkandi kaffibolla og hugleiði til ykkar.
Kertaljósið tendrað, það logar hjá mér fyrir alla þá sem eiga um sárt að binda.
Ég á heimboð í kvöld og við mæðgurnar fórum og keyptum kertaskreytingu sem er alveg við hæfi að koma með. Ég ætla að gera smá tilraun í föndri, leyfi ykkur að fylgjast með því ... tek mynd og sýni ykkur hvernig sem útkoman verður
Smá hlýja í hjartað okkar
16.12.2007 | 22:03
Jóla andinn ...
Í hverju skúmaskoti, í hjartanu þó mest um verður ert þú sanni jóla andi.
Í dag fór ég með prinsessuna mína, við héldum á sveitamarkað hönd í hönd gengum við og grömmsuðum í básum, reyndum að finna eitthvað sniðugt til að senda yfir hafið. Við stelpurnar nutum okkar á okkar máta, sáum litla jólasveina klifra upp gylltar perlur og húrra niður. Við sáum Betty Boop pæjuna, tanga fyrir herrann, já og spes tanga þar sem raninn hafði frjálst fall og eitt sem vakti innilegan hlátur mæðgnanna var Spider - Penis ....
Var að spá í að kaupa svoleiðis fyrir bróður minn en gerði það ekki ................... Við keyptum jóladúk og jólastjörnu. Við áttum heimboð, jólaglögg hjá hárgreiðslukonunni okkar og ég kom með jólaglögg sem hitti í mark og jólarósin átt vel heima á fallegu heimilinu! Það var skrafað og gaman að hitta ólíkt fólk jafnt lítið sem stórt!
Eftir glöggið og mikið kaffiþamb var haldið í verslunarmiðstöðina í Torrevieja og þar náðum við að kaupa jólagjöf handa Guðný Björg litlu frænkunni okkar. Við náðum að gera fullt meira, hittum skemmtilegt fólk og svo rigndi á okkur.
Mæðgin Olía á Striga
(grín Sony girl)
Litla krúttið mitt hafði hvern svipinn á fætur öðrum, fylltist áhuga og vildi taka myndir! Hann verður sko snillingur þessi elska .... ég elska hann þúsundfallt, hærra en hæðsta fjall og dýpra en nokkur sær! Já, er það nema vona að við elskum það sem fellur af trénu!
Við mæðginin erum aum í puttunum, voru að setja negulnagla í appelsínur og húsið ilmar af jólalykt. Þetta kalla ég að lifa lífinu til hámarks. Kyssa svo litla krúttið sem finst mamma svoooo sniðug.
Mig langar að biðja okkur öll, sem stöldrum við að biðja fyrir lífi, biðja fyrir velvild, biðja fyrir þeim sem minna mega sín því það er þörf fyrir jákvæðum straumum.
Ég gef líf með góðri hugsun og jákvæðri orku, ég veit að það eiga margir um sárt að binda þegar ég leik mér að lífinu. Lífið er ekki sjálfgefið, það er viðkvæmur fjársjóður sem okkur ber að hlúa og virða! Megi góður guð rækta okkur til betri vegar!
Ég gef bæn mína fallegri ungri konu sem berst við líf sitt, ungri konu sem mér er annt um.
Guð er með okkur
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.12.2007 | 15:48
Ég gleymdi eyrunum á skýi ....
... þau liggja á skýji, tvö litil og sæt eyru.
Ég þarf engin eyru því ég skynja það sem ég vil. Í hjartanu flauta ég gamalt lag sem rennur í æðum, eitthvað sem fær vitið til að vakna.
Ég heyri ekki mitt eigið flaut heldur finn á af lofthjúpi varanna að það er styrkur sem flæðir frá. Það er tónstig sem fær svöluna til að staldrast við, hún flýgur fyrir framan mig og sýnir mér listir sínar og segir; við getum þetta öll.
Í dag liggur leið í næsta hérað, þar á að skoða jóla jóla jóla dót, því á morgun ætlar dipló ég að leyfa börnunm að skreyta jólatréð! Fjallið er alinn upp við að tréð sé skreytt 6.des og ég þann 23ja des. Börnin vilja fá að skreyta og ég valdi 14 des þar sem að langamma mín heitinn átti afmæli þennan dag og það var hefð hjá l-ömmu og l-afa að setja ljós á trén og skreyta og svo var allt tekið niður á þrettándanum þegar l-afi átti afmæli.
Jólin koma og fara og ég minnist lömmu og lafa og hugsa um þau í minningunni og skyna. Ég get lagt frá mér augun og eyrun, hendur og hjarta en upplifi samt inní mér það sem ég vil.
Lítill engill, situr hjá mér, ég er sæl
Morgunstund gefur gull í mund
12.12.2007 | 23:32
La suma de los días ...
... bók e. Isabel Allende ...
Ég ætla ekki að byrja fyrr en ég klára sumarfríið mitt. Já, ég sagði sumarfríið mitt!
Fór að leita að jólaandanum með fjölskyldunni minni, algjört "fracaso" misheppnuð tilraun því börnin mín sem ekki hafa munn byrjuðu að rífast.
Munnlausu börnin öskruðu á eyrnalausu móðurina sem sat og kraup fingrum sér í kjöltu. Stóra myndarlega dóttirinn notaði táknmál sem rauf skynsemi móðurinnar sem stökk út úr bílnum á ferð og skildi dautt holdið eftir við hlið Fjalllendunnar sem ók upp hlíðina. Drengurinn smaug á eftir og bað endurkomunnar því lífið væri ekki neitt án daggardropanna sem yllu með látum á þurrt malbikið. Móðirin ákvað að koma aftur og sá að jólaandinn hafði ákveðið að hinkra um set!
Á morgun kemur nýr dagur, er lag sem ég hef í huganum mínum, sit ein vakandi og það er liðið í nýjan dag þar sem nýjir svanir syngja lag. Uppþvottavélin er hætt að kjafta við mig og kyrrðin er með einsdæmum. Útkoma daganna kallar á konuna sem er lítil, hún er þreytt og þarf að hverfa í innra lag heimsins.
Í nótt leita ég svara og hver veit nema að það standi bambalús í eldhúsinu og bjóði góðan daginn, ef ég skildi nú vakna, bara ef.
Góða nótt og sofið fast í hausinn ykkar fagra
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2007 | 22:36
Rökkrið sígur andann á veg ...
... að sitja í eldhúsinu og hlusta á raddir barnanna úr sjónvarpsherberginu og dundur hljóð úr húsinu er bara notaleg tilfinning.
Dagurinn í dag átti að fara í lestur og heilafimi en fór á annan veg, nefnilega í það að mála. Það var afslappandi og notalegt að hverfa í munstur barnsins er teiknar heilu heimana á pappírsblað og lifir sig inn í ævintýraheima.
Ég ætla að sýna ykkur myndina sem ég teiknaði en hún á að fara í tækifæriskortaflokkinn sem er að finna í myndaalbúminu mínu. Krummalingur verður líka með í næstu prentun sem og blómastelpan sem bíður fyllingu lita.
..... hugsaða það, sjá það og gera það ..... sannleikur í orði og á borði .....
Rósin 20 x 50 (akrýl á striga)
Svo er það bara lesturinn, kanski ég fari í hjónasængina og renni yfir textana sem hvísla þekkingunni inn litla krúttlega heilann minn. Svo, opna ég bókina og set hana undir koddann minn.
Góð hugmynd
Ég gerði tilraun á mér varðandi lestur og hef komist að því að ef ég les upphátt næ ég 100% innihaldinu en ef ég les í hljóði þarf ég oft að fletta upp og lesa aftur ..... ótrúlegt!
8.12.2007 | 10:17
Þegar allt stoppar ...
...... þegar tíminn tekur sér pásu og skilur þig eftir í hringrás iðju sem hvorki tekur né rekur. Að liggja í ruggustól með gott í glasi, og horfa á tunglið skína og kitla vanga þinn.
Að dreypa af gullsins veigum og hvísla til hans, þess er ann!
Tónfögur jörðin er fæðir þig og klæðir liggur eins og slitti undir völtum stól er ruggar anda þínum í takt við draumkennt fjaður tilverunnar.
Í stólnum bláa, með gull í hönd þig dreymir um löndin sem komu og fóru. Tunglið er komið í hjarta þitt sem hættir að slá. Ruggið heldur áfram og heimurinn mætir þér á ný, nokkrar krákur sitja og kroppa í sál þína og það er gott. Það er gott að kroppa og kroppa þar til andinn vaknar og tekur rás ....

Olía á striga ..... Vinir að eilífu
Elífðin er ekki bara nú eða þetta lífsskeið, eilífðin er þinn tími kæra sál.
Ég sit með 7 ára lífsins veru sem syngur í takt óperunnar er hljómar í litla tækinu þarna, tæknin er ekki mín megin enda eru milljónir annara snillinga sem tóku að sér tæknina. Litla 7 ára veran mín er alls ekki lítil því hún er feiknarsál með bjarma sem tendrað gæti í heilu fjalli eða iðnaðarborg.
Svona morgnar eru það sem gefur lífinu gildi. Mér finst of þögnin færa mér mesta innra gildið og á bak við tóna Emmu Sjaplin hvíla sálir sem njóta ........
Líf í lífi, með litum án lita, í líkama án hans og svo tökum flugið saman til ókunnugra vita.