Færsluflokkur: Menning og listir

Að vera akkúrat á réttum stað!

Ég sit alein í stofunni minni.  Hef aldrei setið áður í henni, hvað þá alein með Fjallið allt um kring.  Mín er búin að tendra upp teljós í arninum, í írska kristalstjakanum og glerstjökunum sem mamma gerði og það er komin rómantísk stemming.

Fjallið var að koma og tók upp spænska gítarinn sinn, "hann var að svæfa börnin" 7 og 12 ára .....

Það er æðislega kósý stemming núna, mig langar eiginlega bara að syngja en slæ á Delluna mína og hugsa um þig.  Þig sem kemur "Þú" ert sá sem hvílir í huga mér óendanlega yndisleg manneskja er fær hægri öxl mína alla.

Undarlegur þykir mér andardráttur þinn, ég skynja þig á hægra hnénu og kann vel við vanga þinn.  Það hefur oft verið sagt við mig að ég sigli ekki ein í ólgusjó heimsins en fyrr má nú fyrr vera.  Skynjun heimsins er aldrei of nálæg!

Ef ég bara gæti sett þær myndir á striga sem ég sé í huga mér.  Ef ég bara gæti samið ljóð sem eru réttmæt í samfélaginu ef ég bara gæti en innst inni veit ég að megnugur er meira!

Fadmlag

Faðmlag

Þegar ég málaði þessa mynd sem á sér áfangastað þá snart mig ofurtilfinning sem geislaði í hjartahólfi mínu .... ég varð að klára hana sama hvað snart!  Faðmlag er tilbúin fyrir þig sem kemur við öðru hverju, heimilið bíður, er til og leitar sátta í huga heimsins.

Fjallið mitt, spilar á gítar, elskar mömmu sína, eldar þjóðarrétt síns heimalands, gekk í herinn, er ekki þjóðernissinni, er farinn að grána, elskar konuna sína, er strangur, er allt sem konu eins og mig vantar og stundum allt of mikið.

Þegar kona á svona mikið þá kallar hún á minna.  Þegar kona veður í gnægð heimsins kallar hún á mótvægi jarðarinnar, þegar kona lærir að synda á móti straumi gleðst hún landinu sem hún ræktar og byggir.  Konana er bara sátt enda fjallakona í sínum kofa sem hún kýs að kalla höll.

Ekki yfir neinu að kvarta


Hvað er betra en líf í lífi ....

Árið 2005 fór Zordis á stúfana og opnaði Flickr síðu.  Það tókst glimmrandi vel, þvílíkur árangur að konur öfunduðust út í kjéddlinguna.

Árið 2007 komst Zordis inn á síðuna sína og var að enda við að setja inn myndir þar!  3 myndir eru nú komnar inn og það veit sá sem allt veit að ég vona að ég komist aftur inn á síðuna mína fyrir árið 2009.

Ef ég verð dugleg að setja inn myndir þá minni ég á síðuna hér ...

Ég hef haldið ró minni enda búið á Spáni í 9 ár, þótt stundum mér líði eins og þau séu 19.  Ég horfi á börnin mín sem eru nánast jafn stór og ég, dóttir mín Íris Hadda er 12 ára og verður 13 í feb = vatnsberi.

Íris Hadda

Þessi stúlka er algjör engill, þrældugleg í námi og ég veit að hún á eftir að gera góða hluti í lífinu.  Frá því hún var innan við 2ja ára aldurinn hefur hún haft sitt og vitað því viti sem hefur náð hæð hennar.  Þessi stelpa er yndisleg, ég elska hana meir en orð fá sagt!

Þessi engill kom til mín og hefur sannarlega fyllt líf mitt af lit, blásið nýjum anda sem gælir við hjarta mitt daglega.  Ákveðin, björt og fögur sál sem ég þekki svo vel.

Svo býr á heimilinu lítið ljón.  Hann er 7 ára, elskar mömmu sína ógisslega mikið .... naflastrengurinn er enn óslitinn og honum finst það bara fínt.  Hann er leikari, feiminn en samt svo opinn.  Hann velur sér leikfélaga sem eru mun eldri en hann sjálfur ca. 30 + ...  Hann lék sér við hetju æðislegu vinkonu minnar og gaf honum nafnið James Bond og eftir það hefur hann verið nefndu það á okkar heimili.  Enrique 7 ára

Já við erum rík, svo rík að stundum gleymum við hver eru auðæfi okkar.  Hvað það er sem gefur lífinu gildi.  Ég var spurð í dag hvenær ég kæmi með þriðja krílið ???  Hux ... það var svarafátt því ekki var ég búin að hugleiða nýjan ávöxt í safnið.

Börnin mín eru dásamleg og lítið annað hægt en að fagna því.  Þau eru æðisleg og dugleg, best þó þegar þau sofa.  Þá fer ég og horfi á þau og tala við undirmeðvitund þeirra.  Þau eiga skrítna móðir sem er alveg sama því lífið er svo notalegt, svo gott, svo dásamlega yndislegt!

DSCN1829

Lífið er það sem heldur okkur við efnið, saman eða í sundur!  Daglegt amstur er það sem gefur okkur það lífsgildi sem þarf til að lifa næsta dag.  Ég held við séum bara sátt við hvort annað, elskum hvort annað og njótum þess smáa sem guð hefur gefið okkur.  Hvert annað sem er svo sem ekki neitt smátt né lítið!

Á morgun er sunnudagur, hvíldardagurinn!  Við ætlum að fara og hitta tengdó, eyða deginum með þeim .......  Ég ætla að passa að óþolið mitt komi hvergi nálægt matseðlinum er búin að vera rosalega dugleg að passa upp á matseðilinn.

Ég er orðin mun betri í húðinni (stærsta líffæri líkamans .... mörghundruð m2 sko)  Búin að missa nokkur kg, og líður betur inní mér, er ekki eins "innanfeit" if you know what æ mín ......

Nóttin nálgast, kominn tími á að búa til eins og eitt stk. Ramónu eða bara leika frá sér allt vit. 

Vona að þið eigið dásamlega kvöldstund, dreypið á jafn góðu kaffi og ég var að enda við að sötra ..... tannburstun framundan smá þvottur og hárgreiðsla.  Sko ég læt börnin mín alltaf, bursta tennur, bursta hár og fara með bænirnar fyrir svefninn.

Góða nótt elskurnar mínar!


prodotto italiano .... loksins, loksins .....

Eftir víbrandi kvöldstund tók við grátu og aumt hjarta litla engilsins míns.  Mömmumús dreif sig í kotið hans og kvartaði hann sáran undan hægra eyra sínu.

Mið nótt og móðurhjartað lét undan.  Við klæddum okkur og fórum út í bíl og beint á heilsugæsluna.  Litli 7 ára drengurinn var að fá eyrnarbólgu í fyrsta skipti.  Þessi engill hefur varla verið misdægurt, þó fengið hlaupabóluna en þá er það upptalið ... kanski mislingabróðir en annað hefur gengið snuðrulaust fyrir utan hjólaslys sem olli gat á höku.  (þess má geta að móðir hans stökk á Nilfisk ryksugu og fékk líka gat á sama stað sem og föðuramma hans með sama skurðinn) .....

Drengurinn er hinn hressasti hitalaus og tekur sýklalyf til að koma í veg fyrir eyrnabólguna, hryglið í lungunum og hornösina sem snörlar í.  Hann var glaðastur að sleppa við skólann ... fá að leika í Simpson leiknum og slaka verulega á.

jíha ... alltaf er tími til að fagna ...

Eftir tæplega 2ja mánaða bið var konutetrið að fá stofuhúsgögnin sem komu með bíl frá Ítalíu.  Ofsalega falleg, mæ dog sko, voff voff!

Nýji glerskápurinn minn ....

Svooooo ánægð með skápinn minn ....

Teborðið ....

Ekki eins dökkt og það er á myndinni ....

Ég er ánægð, Fjallið vill breyta öllum málverkum þar sem honum finst þau ekki vera nógu klassísk ...  Hux .... vantar klassísk málverk í öllum litum.

Elskurnar mínar, er bara sátt við að hafa fengið húsgögnin e. 2ja mánaða bið og ætla að fagna.  Opna glútenfrítt kampavín (ehehhhehheh) og fæ mér ljúfa skál fyrir heimili sem hefur hljóð, italiano.


Jibbý ... demantar eru góðir vinir!

Meir að segja bestu vinir okkar stelpnanna!

Ég á betri vin en nokkkurn demant, hann er lítill og heitir japönsku nafni, víbrar og gerir allt fyrir mig.  Hann kostaði 59€ og er "innanpíkubleikur" og grár á "víbr" svæðum.  Í gærkvöldi þegar ég var búin að lesa Svövu Jakobs í kjölinn tók ég vin minn í fangið og ræsti hann.  Fjallið leit til mín og sagði, "svo þetta er nýji elskhuginn" ....................

Ég fór til Cartagena og sá fyrir tilviljun vin minn, hefur alltaf langað í svona tækniundur sem veitir konu eins og mér gjörsamlegan unað!  Hann ber nafnið SHIATSU og minnir einna helst á lítinn hund.  Gjörsamlega girnilegur á holdi!

Við vinirnir ....

Ótrúlega notaleg tilfinning að nudda fótleggina ...

Kurr, kurr!

Er þreytt .... sef samt alveg passlega og borða hollt, drekk töluvert af vatni og fæ mitt góða rjúkandi kaffi.  Án kaffisins verður kona oft slöpp og slenug eins og hálasti fjörusteinn.  Er reyndar með vel snyrta nös svo ekki er hægt að líkja mér saman við fjörustein í eiginlegri litríkri merkingu.

Var að lesa um flekarek og landslag hafbotnsins sem er nokkuð heillandi.  Einhvern tímann á ég eftir að synda með höfrunungum þó ég ryksugi ekki hafsbotn enda þolir kona ekki hátt í 4 km dýpi. 

Ó nei, ekki hún litla ég, ef mig skyldi kalla!

Demantar eru vissulega næs en litli vinur minn er inn núna og Fjallið brosir bara með.


1 stk Hjarta og slatti af ýmsu .....

Að hræra upp í hjartanu, mynda fínlegt lag af unaðs salla, agnirnar sáldrast frá út um allt, til þín og jafnvel til baka ......  Vona svo að einhver finni fyrir látleysinu, einhver skynji fegurðina, einhver.

Fegurðin er svo afstæð að skynjun hennar er mismunandi.  Að ganga nakinn upp að mitti í kyrra lind að miðnætti í fullu tungli , snerta yfirborð vatnsins, þess sama er umlykur iljar þínar er mæta hrjúfum botni heimsins.

Að ganga inn í stórri sápukúlu, velja sér baldursbrá og kaniljurt, velja sér orku og klæðast þeirri tilfinningu sem kemur við hvern hringinn sem sápukúlan veltur ... hringur, hringur ég vel einn á hvern minn fingur.  Ekki hægt að segja annað en að glysgjörn, svartfjöðruð konan velur eitthvað glannalegt, eitthvað sem styrnir að heimsins álfum.

Aumt er mannshjartað, dælir lífinu áfram án þess að mæðast, stundum fæ ég verk í hjartað oftast góðan verk = góðverk.

Ég var að lesa fallega frásögn hjá bloggvinkonu minni henni Steinu sem býr í Lejre í danmörku og hvet ykkur að fara þangað og skoða hennar færslu.  Ég las líka um malerklubb hjá Ingu Steinu frænku og þykir mér það frábært framtak hjá þessum hressu nýnorsku konum.

Ég er búin að vefja hjartað, langar ekki að hafa það vafið í hrjúfan glansmyndapappír.  Tók utan af því um daginn og leið svo nakinni, eins og ég stæði í emjandi stórfljóti sem barðist um mig.  Pakka því inn, pakka því út .... baka úr því risastóra ástarköku og bjóða öllum upp á sneið. 

Fáðu þér sneið!

Hjartalöguð kaka sem gaman væri að baka.  Hún Ollasak bloggvinkona ætti nú ekki í vandræðum með að töfra fram eitt stk. svona!

Annars eru líkur á því að Glútenóþol hrjái kerlinguna og gætir hún hófs í öllu vali.  Var að lesa mér til um slíkt á frábærri spænskri heimasíðu og sé að til er líf eftir uppgötvun óþols á glúteni.  Er sem dæmi búin að lagast í húðinni, hjartanu Sideways og búin að léttast.  Eitt af því sem pirrar mig NOT .....

Kominn tími á að fara í rjúkandi bubblandi heitan pottinn, eða kasta sér upp í rúmm með smásögu eftir Svövu Jakobs ..... er í vafa hvort ég eigi að velja NOT ..... Er ekki steingeit fyrir ekkert!

Góða Nótt elskurnar mínar


líf og tilvera eða er það vera til ...

Kóngulóarkonan ... situr með grímu fyrir andlitinu, hún er með hausverk, kanski er teygjan of stíf á grímunni, hver veit.

Eitt stk freyðiaspirín gæti verið góð lausn.

Útsýnið er það sama, fólkið það sama, og dagarnir liða og hafa liðið ótrúlega hratt undanfarna viku.  Allt of hratt, fann hvernig klukkan óð áfram en ég stóð í stað.  Fékk undarlega tilfinningu, fann opinberun í hjarta mér og snart streng viðkvæmni, var til að gefa allt.

3 myndir eru flognar á ný heimili og er það bara gott.  Myndir sem hafa ekki náð að fara á heimasíðuna mína www.zordis.com , ég sendi gráfíska hönnuðinum línu og bað hana um að aðstoða mig tækniklaufann við að setja inn myndir og vinna við uppsetningu.  Jamm eilífðar pælingar en samt enginn tími til. 

Hugurinn er tómur og þá er gott að leggjast á svefnjurt og fá góðar husanir inn.  Ég ætla að fara að sofa fljótlega, var að skila inn verkefnum og þarf að hafa mig alla við.  Það þarf litlu að bæta við prógrammið til að hafa næg verkefni fyrir höndum.

Lífið er gott


Grísa-lappa skvísa ...

... mín loðna dúkkulísa W00t

Kerlingin er að fara í annað bæjarfélag með kvöldinu.  Það tekur á að bregða sér af bæ því ekki getur kona farið eins og mannapi, loðin um lappir með kusk í naflanum.

  • Aðgerð í gangi sem best væri að deyfa með hjartastyrkjandi.  Tætarinn er marrandi og hrín eins og traktor.  Hárin lufsast af leggjunum og mæ dog "vofff og væl"  Fullt tungl og hver vill láta taka feil á sér og einhverju villidýri þegar rökkva tekur.

Heart

  • Ekki nóg með það, þar sem ég ætla að fá dóttur mína til að setja á mig andlitsmaska sem hún bjó til ...  Þessi engill minn bjó til tómatamaska úr ferskum tómat og fleiri leyndardómslegum vörum sem og gúrkumaska. 

 Joyful

  • Svo er það skrúbb og skolun á ofurkroppinn .... verð að líta vel út.  Lykta vel.  Og leggja við íslenska hlust.  Plokka augnabrýr og setja fölva í andlitið. 

 

Señoritan íhugar
Señoritan íhugar vatnslitir á pappír
, það þarf að íhuga ýmsilegt áður en haldið er út í náttmyrkrið þegar tunglið dansar á sjóndeildarhringnum.  En áður en nokkuð gerist þá þarf ég að ráðast í að hártæta á mér vinstri legginn. 
Vona að þið eigið ljúft laugardagskvöld

 


Skítugar iljar og dofnar tær ...

Sko, ég er búin að vera dofin í tásunum í nánast heila viku.  Spurning hvort það sé fyrirboði eins og þegar konu klægjar í lófana eða eyrun???

Þessi laugardagur birtist á notalegan máta, ég teygði mig í bókina á náttborðinu og las Erfiða tíma e.Laxnes á milli þess sem ég ýtti við lífinu í Fjallinu þar sem í glumdi hroturnar.

Ég spegla mig í kristalsljósakrónunni og finn að það er  hrollur í kjéddlingunni en læt það ekki á mig fá.  Mér er boðið í annað bæjarfélag í kvöld, langar að fara en á von á gestum frá öðru landi.  Þau stoppa stutt og ég er búin að bjóða þeim heim.

Mikið lifandi skelfing er lífið notalegt í þeim hráleika sem það sýnir sig.  Akkúrat núna langar mig að hlusta á fagra gítartóna í stað þess að heyra hávaðan frá sjónvarpi barnanna.  Svo væri ég til í ilmandi eplalykt og hafa allskyns litríka ketti upp á hillu.

Nú finn ég að kerlingin er að hverfa inn í myndrænt eðli og þá er oftast best að koma sér í gallann og láta gott af sér leiða.  Gott af sér leiða?  Spurning hvort gott sé gott eða hvort gott sé eitthvað annað.  Já, svona er þetta stundum ......

Kanski hlý sturtan og höfuðnudd lagi þessa blessuðu konu sem þarf að lesa og vinna til að standast  skuldbindingar sínar.

Það er gott að vera kona, væri sennilega gott að vera karl ef kona hefði bara þekkingu til.

 

vinnan kallar
Til hamingju með afmælin ykkar kæru bloggvinkonur, Ingibjörg Jóna og Marta Smarta!

Uppskrift af Dorada a la sal ..... a la Zordis

Dorada a la sal

Dorada

Dorada er hnellin og fríð fiskitegund.  Bragðgott og gróft kjötið fær fiskætur til að fá vatn í munn.  Ljúfmetið er gott eitt og sér en jafnframt lostæti að láta nýsoðnar kartöflur og gulrætur fylgja með.

Þegar Doradan er sett í ofnskúffuna (hér er búið að hreinsa innan úr fisknum) þarf að setja gróft matarsalt undir fiskinn.  Saltið bleytt örlítið (dassað) og svo er fiskurinn hulinn með grófu salti og settur í ofn sem er 200°C heitur í um 30 mín.

Einföld og öðruvísi eldun á fiskmeti.  Þegar fiskurinn er borinn fram er hann settur á borð með "saltfjallinu" sem er stökkt eftir eldunina.  Fiskurinn verður sérstaklega bragðgóður.

Gott að njóta með ísköldu vatni eða vel chilluðu hvítu eða bleiku léttvíni.

 


Ofurleti og eldamennska ....

... hummmmm "eldamennska"  er eitthvad mannlegt  vid zad ad setja tvo fisk í mót.  Strá grófu sjávarsalti yfir og bída átekta!  Er svo hraedilega eitthvad móttaekileg fyrir umhverfinu ad ég finn hvernig orkan flýgur frá mér, fer út í aevintýranóttina án mín.  Ég aetti med réttu bara ad kasta mér á koddann en get zad ekki zar sem Sjálfstaett fólk e. Halldór Laxnes kallar til mín ..... aha!

Mér lídur eins og inní lítilli krukku, má vera marenerud síldarkrukka zví mér zykir marinerud síld alveg sérstaklega gód.  Zad má líka vera rifsberja hlaup krukka eda bara ...... aej skiptir svo sem ekki máli!

Ég fór í búdina sem er sennilega skýringin fyrir ónennunni sem er ad hrjá mig.  Keypti 2 krúttlega fiska og hófst vid matargerd.  Aetladi ad elda eitthvad svo meiriháttar en var búin ad gleyma ad Fjallid mitt zurfti ad bregda sér af bae!  Nú eru tveir steiktir fiskikroppar undir salthrúgu sem enginn hefur áhuga á ad nartast í.  Kanski fiskisálin sé ad draga frá mér kraftinn og leysi leyndarmál mín úr laedingi nidur á hafsdýpi zar sem zúsund fiskar og saehestar og ofurdrekar svammla og naerast á hugarburdi mannfólksins.  Kanski hver veit?

Í dag er í kvöld sem verdur fljótlega morgun.  Gulur, raudur, graenn og blár ..... úllen dúllen doff!

Samt er zad eitthvad sem gerir zad ad verkum ad ég hef zessa tilhlökkunartilfinningu, dreymdi barn á brjósti mínu, dreymdi mig sambrýnda *hrollr* já, kvöld sem fadmar dag, sem zeytir konu eins og spjaldi í leit sinni ad hinni eilífu og sönnu ást á umhverfi, sjálfid og náungann!

Saet í Kvöld
Saet í kvöld
Olía á striga sem ég máladi fyrir langa löngu, mynd med húmor.
Ég er saet í kvöld
LoL
Bara nokkud lagleg sko

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband