Færsluflokkur: Menning og listir
6.9.2007 | 22:53
Viltu með mér vaka ...
... vaka í nótt ?
Í kyrrð nætur kyrjar Ragnhildur Lummusöngva ásamt félögum sínum ...............
Lítil eðla skríður á háu grindverkinu, hún fylgist með mér og hungrar í nærveru. Eðlilega býð ég hana velkomna í heim Lótusblóma, Haway rósa, sefgrass og hinna ýmsu gænblöðunga.

Í Haway trénu búa lítil álfahjón sem ferðast um á hvítu breiðvængjuðu fiðrildi. Ég skil alltaf eftir vott fyrir þau sem hvísla fallegum litum út í portið mitt. Sefgrasið er sem ævintýri músapa sem þyrlast milli greina er grípa ævintýrin sem staldra við að mér fjarstaddri.
Hér kom mús er gerði sér dælt við smáfuglapar, þau rökræddu heimsins erjur og hristu haus yfir heimsku mannana. Svo kom ég heim og spekuleraði hvað smáfuglarnir hugsuðu! Tíst hér og tíst þar sagði allt. Ég er ein af mönnum, eitt sinn ekki ég var. Nú er önnur tíð og tími til kominn að slá garðinn og hirða umhverfið sem jafnan er fríðari handann heima.

Hingað kom ég með hlutverk, skapa mér hæfni til að vera og þakka. Finna yl og ljóma þess að stíga niður fæti. Geta verið ég í umhverfi allsljóss og friðar. Í dag er ég kona sem svífur og tengist þekkingu fyrri kennda.
Í nótt skal ég vaka, horfa í augu þín, biðja um friðinn sem ég verðskuldaði mönnunum fyrir svo mörgum öldum. Líf á móti lífi, aldur til eldri staða sem ekki tilheyra nútið. Ég hverf til baka í vök sem engann enda tekur. Líf í lífi sem lifir endalaust!
Viltu með mér vaka um eilífðartíma, um stund stunda, um hugtakið eina sem leiðir saman.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.9.2007 | 09:25
Að lifa í leyndarmálinu ....
..... suss suss
Leyndarmálið er ekkert leyndarmál, heldur hugarfarsástand!
Dagarnir líða á ógnarhraða, okkur liður vel með þennan sem bíður okkur velkomin.
Rissurnar mínar eru hljóðar og birtast í huganum, heimta að fá tilveruréttinn til að geta sinnt hlutverki sínu. Allt hefur sinn tíma, ekki satt.
Nú stendur Fjallkonan frammi fyrir flutningum og er mikið að sýsla í tengslum við þá. Við förum úr litlu í stærra og þá er að mörgu að huga. Okkur miðar bara vel í skipulagningunni. Við erum einnig að undirbúa komu foreldra minna og ömmu sem ætla að staldra við í 3 vikur. Það er mikil tilhlökkun í börnunum því við ákváðum að láta Íslandsförina á hilluna þetta árið.
Skólin hefst í næstu viku, skólabækurnar standa á stofuborðinu fullar af fróðleik sem á vonandi eftir að hreiðra um sig í hug barnanna. Upphafið er alltaf svo gott! Endirinn er það reyndar líka! Það er eitthvað allt svo mikið gott gott í þessari tilveru, bara ef við kjósum að sjá það.
Lífið er líka vont vont og ljótt því miður! Við getum sameinast í jákvæðri hugsun fyrir heiminn fyrir alla þá sem minna mega sín bæði dýr og menn.
Svona áður en ég kveð að sinni þá gerði ég seið og ákallaði Ateneu sem er ein af heimsgyðjunum. Það er svo mikil spenna í þessum ævintýraheimi. Ég kanski segi ykkur frá þessu seinna en nú ætla ég að halda í ljúfa hönd dóttur minnar og spígspora um markaðsgötur bæjarins. Kanski ég taki myndir og sýni ykkur síðar í dag.
Eigið yndi á ljúfum degi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.9.2007 | 19:45
Það er myrkur og úti flögrar hrafninn vinur minn .....
Dásemdartónar fylla húskofann og ég finn ekki nennu til að gera neitt sérstakt. Var að teikna "voða gaman" ætlaði að horfa á Stuðmannamyndina en hætti við. Datt í hug að horfa á Secret "aftur" en það er eitthvað við þessa nennu sem hrjáir mig núna.
Ég ákvað að setja inn nokkrar fuglamyndir.
Vegna mikils þrýstings bloggvina
þannig að gjörið þið svo vel mín kæru
Í belg og biðu án þess að velja sérstakar myndir þá set ég þær inn ein af annari. Sumar með nöfn og aðrar án heita. Engar stærðir tilgreindar né lýsingar.
Af hverju er hrafninn mér hugleikinn ..... það er nú það.
Hrafninn er ekki tákn böl né dauða heldur er hann óbilandi kjarkur og kraftur






1.9.2007 | 16:54
Af hverju málar þú alltaf rauðvínsglös ...
.... þér sem þykir kampavín svo gott sagði ein vinkona mín áðan.
Við fórum í kjallarann og hún var að skoða hinar ýmsu myndir sem eru að kaffæra 75 m2 kjallaraskúminu mínu.
Spurning hvort ég sé að mála vínglös eða hvort ég setji litað ljóðbrot á striga sem kallar fram minningar í huga hvers og eins. Rautt glas = rauðvín, blátt glas = vatn, grænt glas = hvítvín eða kampavín ......
Ég hef ekki leitt hugann mikið að þessu og gat ekki miklu svarað til um þetta. Ansi margar myndir eru með konum með rauð glös, græn glös og eins og sjá má í síðustu færslu blátt glas.
Mér finst gaman að mála dýr, konur, glös og ávexti. Mér finst karlarnir mínir þurfa verndarvæng konunnar ................. skrítin skrúfa hún ég en það geta mínir vinir vottað um að ég er bara nákvæmlega eins og ég er og lítið er við því að gera.
Ég á vini, elskulega vini sem ég hef hvergi nálægt mér, sem ég sakna ..... kanski hluti af því að eldast, fá hrukku hér og vaxa og lifa með ákvörðunum sem teknar eru. Ég ákvað að flytja í burtu og koma mér upp mínu eigin kóngsríki án alls nema þess hugar sem bar mig. Já, hér er ég og er enn að spekulera í því sama. Þegar upp er staðið þá er alveg sama hvar við erum, hvort við höldum á rauðu glasi eða bláu, hvort við erum eitthvað eitt eða annað.
Friðurinn í hjartanu og sáttin er það eina sanna sem við þurfum að hlúa að.
Hver veit nema ég fái mér rauðvín í tilefni þessarar rauðu færslu .... samt eru ekki miklar líkur á því en hver veit hvað kvöldið leiðir konu eins og mig til að gera.
Af hverju mála ég rauð glös, spurning?
1.9.2007 | 15:26
Græn fjöll og djúpir dalir .....
Í dag er ég í dönskum hug ... hlusta á Kim Larsen, hugsa um beljurnar sveifla kjötmiklum hölum til og frá, til að berja frá sér þýskar flugur ..... Í dag finn ég mýkt í hjartanu sem dúar og hlúar að sálarlífinu.
Í Danmörku eru hvorki græn fjöll né djúpir dalir er umlykja náttúrunnar fjallafegurð. Ég get hins vegar farið þangað með Fjallið mitt og sogað orkuna hans ...
Ef hann bara samþykkti það!
Á borðinu er lítið hús með bláu þaki, þar sit ég og horfi yfir Tjæreborg sem okkur hjónunum líst svo vel á! Okkur líst vel á eitthvað sem við sjáum bara af þakinu á litla hvíta húsinu með bláa þakinu án þess að vita neitt áþreifanlegt! Ég vildi ég væri, lítið bleikt sumarfiðrildi sem svifi að gluggasyllunni þinni. Kæmi með sólina í vit þin og gæfi af mér gleðina sem sáldrað gæti í farveg hjarta þíns.
Með blátt í glasi Olía á striga
Ef ég ætti að velja mér stað sem ekki væri æskuheimili né núverandi heimili þá yrði Danmörk fyrir valinu, þar sem ég hef búið þar, hef alltaf haft gaman af tungumálinu og svo eru kvígurnar svooo afslappaðar þar. "vona að þið hafið náð að anda í þessari löngu setningu" .....
Úr einum heimi í annan þá hvílir hvorki tilhlökkun né kvíði í brjósti mér. Þar hvílir hnoðri sem stagar í tilfinningaholið og seitlar inn jafnvægi í æðibunuganginn sem stundum kroppar í mig.
Kanski kemur lítið fiðrildi í heimsókn, hver veit?
Færsla um allt og aðallega ekkert
31.8.2007 | 23:29
Fyrirheit .....
Ég sit hér ein að hlusta á konu sem er Unnartrúar, Unnur vinkona Katrínar bloggvinkou, kona sem ákallar gyðjur, og ég er sem sagt að hlusta á þessa litlu sætu konu sem hefur afskaplega ljúfa stelpurödd. Yndislegur spyrill og falleg kona sem gefa kvöldinu virkan blæ!
Ég er brún og sé ekki hvaðan þetta kemur. Allt brúnt virðist laðast að mér og heillar mig upp úr glansrauðum tréklossunum mínum. Við hjónin erum að undirbúa ákveðna hluti sem eru að fara að gerast í okkar lífi. Jákvæðir hlutir sem eiga að lyfta okkar lífi upp á mýkra plan. Ég finn það líka að þegar hugarorkan mín er mild þá er líf okkar allra betra.
Að velja farveg orkunnar er dásamleg eind í hinum eina sanna hring og án hans spring ég gjörsamlega. Ég þarf útrásina og nýt þess að skapa, nýt þess að sitja ein þegar hinir sofa og semja línur og ljóð. Syng og safna rissum í bókina mína rauðu.
Fyrirheit oLÍA á Striga 100 x 81
Búin að vinna aðeins í þessari mynd sem er unnin í þema sem tilheyrir ást og sameiningu. Held ég sé að finna lausu endana en tíminn hefur enn ekki gefið mér að ljúka við hana. Það kemur án efa!
Það er gott að hlusta á íslensku, Unnur Lárusdóttir er ljúf og ég býð ykkur góða nótt kæru vinir.
30.8.2007 | 00:19
Laangur daagur ....
.... vaknaði á skikkanlegum tíma, þreytt og föst í einhverju ævintýri! Fjallið mitt hvíslaði í eyra mér að hann væri að fara með bílinn í skoðun! Ahhh. já, brúðkaupsbílinn okkar!
Lítill Citroen AX týpa sem er eins og sálarfélagi ektamaka míns. Er hægt að vera afbrýðissöm út í bíl? Ég er allavega komin tæp 2 ár aftur í tímann, stödd á sviði í mínu eigin brúðkaupi ... íslenska og danska fjölskyldan mín ásamt íslenskum og spænskum vinum gerðu þennan dag hreint yndislegan og eftirminnilegann.
Athöfnin er efni í heila færslu en við skulum skippa yfir þann hluta og vinda okkur á forward takkann og hlaupa yfir limmuna hvítu og matinn og kampavínið, sverðið og tertuna, yndislega þverflautuleikarann og sjálfa nóttina.
Pjúffff....
Morgunverðahlaðborð með öllu tilheyrandi ... elskulegur eiginmaður minn færði mér morgungjöfina og bauð mér í fyrsta bíltúrinn sem eiginkona, hans einka kona ..... Blasti ekki við litli krúttlegi bíllinn sem ég þvoði með hársápu til að sjæna örlítið til.

Inn í þessari litlu sardínudós ókum við nýgift og smælandi framan í heiminn .... Tókum kaþólska kerfið í bakaríið, byrjuðum á því að búa saman, konan setti heilt barn í búið og við tók ný reynsla, nýtt tungumál og ný slípun. Allt svo hrátt og nýtt ... nýr heimur og viðhorf.
Í dag hlúum við 4 að fjölskyldukjarnanum og erum gjarnan hávær, hláturmild eða með úfinn á tungunni. Á hverjum degi gerast nýjir hlutir, stundum leiðinlegir en oftast þó ákaflega litríkir og skemmtilegir.
Ég er lánsöm og hver veit nema ég endurtaki rúntinn og blikki Fjallið mitt, skundum svo á hljóðann stað með börn og buru og njótum helgarinnar með AX inn sem er í fullu fjöri!

Já og blómvöndurinn varð e. heima ..... gleymdist! Úpps
Það hlýtur nú varla að vera slæmt, eða hvað?
Kjóllinn kom 15 min fyrir athöfn en hann týndist á flugvellinum ... kom sérsendur frá Danmörku hinni dásamlegu ..... Ef Guð og almættið tóku ekki þátt þá veit ég ekki hvað!
Lifandi og liðnir ... gerðu þennan dag einn af þeim ánægjulegustu!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.8.2007 | 20:38
Eftir hádegisverðarboðið ....
.... fór ég beint í kjallarann. Fékk mér eina Coca Cola Zero þar sem ansi heitt hefur verið í dag. Kjallarinn eins og vænsti suðupottur. Sennilega hefði vatn með ferskri sítrónum og klaka verið skárri kostur en sykraði svarti drykkurinn en það er hollt og gott að vera vitur eftir á.
Mín var bara duglegust og gengur svakalega vel með Sjómannskonuna. Reyndar átti ég hroðalega erfitt með að mála úr græna litnum, enginn pensill hlýddi litnum og ég hallast að því að liturinn sé hráunninn þar sem hann var svo óþekkur. Liturinn kemur hins vegar vel út og mín er sæl með sitt.
Ég var í því að skipta strigum hingað og þangað, náði að brjóta glas og sulla helling!
Reyndar þá setti ég þennan titil á aðra mynd, breyti því sennilega, eða ekki ....... skiptir ekki öllu máli. Líklegast er nú að ég finni rétt nafn á hrafnamyndina áður en yfir líkur nema að ég geri 30 myndir með sama nafni, frá eitt til þrjátíu ..... Æj, ég er eitthvað svo soðin í hausnum
Þessi dagur hefur flogið áfram þöndum vængjum. Í pottinum mallar tómatsúpa og vatnsflaska bíður átekta í frystinum. Óhollt en gott að teiga ískallt vatnið! Ætla að skríða snemma upp og lúlla í hausinn á mér ..... Draumalandið bíður og ég er spennt að leggja hausinn minn á koddann!
"Er til í ævintýri svo ég ætla að bjóða það velkomið"
28.8.2007 | 12:00
Hiti, slettur og enn eitt matarboðið ....
Gargans ...... útslett á leið í matarboð og ég sem maka mig sjaldan út!
Frekar heitt núna!
27.8.2007 | 08:22
Alein í kotinu ...
.... á meðan hinir sofa
Það er tréormur sem nagar bókahilluna mína þvers og kryss, spurning um að bjarga bókunum áður en þessi ormur gerist lestrarhestur! Annars hef ég verið að spekulera sem er gott .....
Með þér Olía á Striga nokkuð stór.
Ákvað að máta tátiljurnar hennar Katrínar bloggvinkonu og koma með mynd sem snertir mig á sérstakan hátt, mynd sem heillar fáa en hefur sitt gildi fyrir mig.
Hér birti ég fyrstu svartfuglamyndina mína sem er mér kær, er máluð eftir upplifun frá annari tilveru sem óþarfi er að grafa djúpt í en þessi mynd er uppáhalds mynd sem hvílir sig á felustað þar sem hún kallar fram neikvæðar tilfinningar hjá Fjallinu mínu.
Ég hef stundum málað tilverumyndir sem færa mig úr stað, gera eitthvað svo mikið fyrir litla sjálfið. Eitthvað sem er svo óútskýranlegt en gott og nærir hluta af verunni.
Þetta verður góður dagur, fullur af glæsileik og tilhlökkun. Kanski ég þeyti kerlingar, hummmm.
Þegar gott verður betra þá er best að þenja vængina