Færsluflokkur: Menning og listir

Í bítið ...

... svo sybbin, dofin í höfðinu frá því seint í gær .....  Get svarið það held að her andalækna hafi komið við hjá mér því ég er mun betri núna.  Lá eitthvað svo ílla við sjónvarpshorfið og við þessi gömlu rotuðumst þögul hvort með öðru.

Ekki að spyrja að því að þegar börnin fara til ömmu og afa, þá erum við eins og 2 rotaðar rottur og náum varla góða nótt kossinum!  Kissing  Betra seint en aldrei!

Vikan hálfnuð og fríið rétt handan hornsins ..... Nóg að gera í vinnunni svo ég ætti að skammast mín Whistling  þess í stað skrifa ég orð í eyru ykkar mín kæru.  En það er svo sem ekki mikið að frétta annað en að ég er búin að setja nýjar myndir í ramma ..... er alveg að fara að uppdeita heimasíðuna mína www.zordis.com þar geymi ég myndirnar mínar og sitthvað fleira.

Svei mér ég er enn dofin í hnakkanum, gengur ekki .....  Fór í rauðu heilsuskóna mína og setti hvíta lilju í brjóstmálið, þessi dagur verður bara dásamlegur Grin rétt eins og hann á að vera!

Heart


Ditten ...

Vala frænka varð fertug 31 júlí og af því tilefni málaði ég mynd handa henni sem ég vona að falli í kramið.  Elskuleg frænka mín og hennar maður eiga von á sínu fyrsta barni og fær myndin þ.a.l. þann blæ sem blés í brjóst mitt.  Happý familý ........

Biðin

Biðin akrýl á pappír 18  x 24

 

Á laugardaginn reis ég snemma úr rekkju og hélt til starfa.  Óvænt atvik kom og allir búnir að ráðstafa helginni sinni svo það var ekki annað en að finna til gallann og bretta upp ermar.  Ég var svo þreytt um kvöldið að við fórum snemma að sofa og lét bæjargleðina um lönd og leið.

Heart

Sunnudagur kom fagnandi og Frúin vaknaði snemma eftir allan svefninn og nú er ég búin að taka úr og setja í þvottavél.  Borða góðan morgunverð, tilbúin í nýjan dag.

 

Ég ætla að halda mér við efnið og mála nokkrar Akrýl á pappír sem fer í silfraðan ramma.

Björg í bú

Björg í bú

Útkoman í silfruðum ramma, innanmál myndarinnar er ca. 13 x 18

Elskulegu bloggvinir vona að dagurinn ykkar verði stútfullur af skemmtilegum ævintýrum!

 

 


Listakonan ....

Hún kom í heimsókn og vildi fá fylgd um kjallarann ....  Hún dæsti og skoðaði, beygði sig og hnoaðaði hnéð ....

Já, hún var komin með 4 myndir og valdi ákveðið eina.  Skemmtilegur eftirmiðdagur og mikið spjallað.

Lyst

Lyst 20 x 20 Olía á Striga

Ég þarf svo aðeins að snurfusa hana svo hún sé klár, ditta örlítið að henni svo ég geti kvatt hana.  Ath.  kveðja = skila henni heim!

Ég er komin með brjálaða hugmynd ........ gæti kostað mig slatta en ég iða í skinninu að gera þetta, held að rjúpan sem kom til mín í draumi boði bara gott og söngurinn um afa heitinn .........

Alltaf hressandi að fá listakonur í heimsókn


Fullkomin eða Fullfarin

Spurning hvort fullkomleiki sé eftirsóknarverður?   Með varalitinn á sínum stað, með sama sveipinn ár e. ár og líða um eins og hringur er líður inn í eilífð í leit að öðrum hringjum, sápukúlum eða formfestu sem gæti allt eins verið spegilmynd þín, hið ytra sjálf sem er holt að innan og þráir nægju þess að fyllast af kærleik og ást.

kossinn

Kossinn Olía á striga 33 x 55

Fullkomnunarárátta gæti verið meinvilla hugans, meinvilla þess er við drögum til okkar.

Það er enginn fullkominn í þessari lífsbaráttu enda væri það barasta afskaplega plein borgin að vera fullkomin, eða hvað?

Svei mér þá, í dag er bjartur og hlýr mánudagur ..... dagurinn hefur allt að bjóða, hverju er ég tilbúin að taka við, er ég móttækileg í dag .....  Spennandi!

Ég var leiðinleg í gær, fann ekki sápukúlu til að klessa mér uppvið, til að vera tóm með heldur sprakk ég alein á miðri leið.  Æj hvað það er gott að finna mannlegu hliðina sína en leiðinlegt að springa yfir aðra ..... það má nú reyna að laga það með góðri framkomu og einu litlu sætu, afsakið skvettuganginn .... eða horfa kanski framhjá þessu og láta eins og ekkert hafi gerst.  Nehhhh, ég ætla að finna minn stað mitt á milli þess að vera full Komin eða Farin ......


Fjölskyldukvöld ...

Í gærkvöldi fór Ramon family í sínu hversdagspússi út í bíl húsfreyjunnar, við ákvaðum að láta rauðu skóna ráða för.  Við höfðum eiginlega ákveðið að fara á falinn veitingarstað upp í sveit en þegar beygjan að slóðanum kom gáfu skórnir í og við ókum framhjá og gripum öll fyrir munninn af "ég er hissa" og svipurinn eftir því W00t  Hvert var för heitið ..... Rauðu skórnir gáfu í og ég var eins og viljalaust verkfæri hamingjunnar.

Veðrið var yndislega gott, hugljúft kvöld og notalegt.  Staldrað var á litlum brasíleyskum stað .... lifandi tónlist og brosandi afgreiðslufólk.  Það var mikið af fólki á staðnum en þarna beið borðið okkar.  Grænmetisbarinn var skoðaður og og og svo byrjaði fjörið!  Þjónarnir komu með hvern kjötteininn á fætur öðrum og buðu upp á kjúlla, svín, naut, döðlur, ávexti og svo mætti lengi telja.  Uppáhaldið mitt eru döðlurnar og kanalstráður steiktur ananas! (steiktu bananarnir eru líka góðir en ekki í boði þetta kvöldið)  Við urðum vel mett enda af nægu að taka ekki verra að vita magamál sitt þegar borið er í mann allskonar dýrindismat.

Við héldum af stað og leið lá að strandlengjunni ..... ísbúðin og krakkarnir voru spenntir að komast og velja sér að vild.  Við þessi eldri fengum okkur krapað kaffi með ískúlu og hin yngri tyggjóís.

Dásamlega gott og allir sælir með fyrsta fjölskyldukvöld sumarsins.  Fyrsta kvöldið sem við förum saman út á djammið.  Krakkarnir hafa farið með pabba sinum í bíó eða með mér í eitthvað annað.

Rauðu skórnir eru þægilegir enda heilsuskór sem vísa  mér vonandi rétta leið í lífinu. 

Í dag er heitur dagur, þriðji kaffibollinn rennur niður .... kanski einum of mikið kaffi en nú ætla ég að kanna stöðuna á kjallaranum mínum og óska ykkur yndi á ljúfum degi.

Dagurinn í dag er nákvæmlega það sem þú leggur í hann

Stelpa hvílir sig við fjallsrætur .....
Stelpa hvílir sig við Fjallsrætur Olía á Striga

Gulur, rauður, grænn og blár .....

Þegar himinhvolfin rigna gulli og gimsteinum, allt fellur í faðm þinn án nokkurra útskýringa.  Þegar sólin sest og höfuð þitt hallar í hálsakot þíns kærasta.  Þegar engar áhyggjur þegar volg golan kyssir vanga þinn og leiðir þið að næsta spori lífs þíns.

Kvöldstund
Kvöldstund 1.0 x 1.0 Olía á striga

Er ég tilbúin að takast á við þig framtíð?  Vil miklu frekar staldra við og njóta dagsins í dag, ég er svo skotin í gjöfinni sem þú gafst mér, dagurinn í dag sá allra heilagasti í stuttri tilveru sinni. 

Heart

Þegar ég stíg spor mín um skuggasund þá blómstra liljur og litrík birtan er eins og trefill regnbogans ...  Lífið í lit er X ið mitt í þessari lífsbaráttu.  Augun mín eru á batavegi, ég finn ekki lengur til, ég er alveg að koma til og brosi.  Ég þarf að varast sólina og ganga með stór "hot" gleraugu sem gera mig að "sugarmegabeib" Góðir hlutir gerast hægt segir Jóna Ingibjörg vinkona mín og það er víst ábyggilegt að það er 100% rétt hjá henni.  e.tæpl 3 vikur er ég að ná eðlilegu útliti og lít ekki út fyrir að vera skorpin og hrukkótt heldri frú.  Allt í lagi að vera hrukkóttur ef aldri er náð!

Snerting
Snerting 20 x 20 Olía á striga

Í dag gerist eitthvað undursamlegt, ég finn það á mér .... kanski sambland hins vakandi heims og sofandi draumheims.  Skilaboð undirmeðvitunar ætlar greinilega að flækja sér inn í hugsanir mínar og trufla daginn.  Kanski ég fari fyrr heim í dag úr vinnunni "hux" kanski ..................

Ég keypt mér rauða skó eins og Katrín vinkona og kanski ég prófi þá um helgina


Dr. Mateo og fögru augun mín ....

Jæja, ég var sem sagt að skrifa pistil og strokaði hann út.  Ég var að skrifa um LoLLoLW00t ......

Að ég ætlaði að halda ró minni þótt að;

1)  Ég væri langri biðröð alveg að pissa í mig.

2)  Ég væri ósátt að gleðjast með hinum .....

Allskonar svona frasa var ég búin að skrifa þegar dásamlega augnafærslan mín strokaðist út ......

Crying

Augun þín kona voru bólgin og blá þegar daglífið tók við.  Ekki stóð frúnni á sama og pantaði tíma hjá lækni bæjarins en sagt að koma á morgun.  Koma á morgun, ekki hægt ..... útlitið var það slæmt að Miss MONSTER bauð varla í meira en það sem var að gerast.  Hrikalegur kláði og bólga hafði færst um allt augnsvæðið og vinstra augað var að ná jafnvægi við það hægra.

auga auga

Allt var búið að reyna nema að fara með brosið, grínið og hrikalega andlitið á neyðarmóttökuna í nafla alheimsins, San Miguel!  Dr. Mateo, nokkuð hress læknir skoðaði mig vandlega .... bara augnsvæðið sko!  Ég fékk ofnæmistöflur, krem og dropa svo nú er kona á betri veg og svei mér ef augnsvæðið hafi ekki skánað og kláðinn minnkað! 

Svo hugsaði ég " þegar augun fá íllt í sig" er það kanski vegna einhvers sem við viljum ekki sjá ?  Getur verið að kona eins og ég vilji ekki sjá eitthvað.  Sagt er að líkamleg einkenni samsvari andlegri líðan ....  Ég held svei mér þá að ég þori að horfa fram á við og takast á við það sem mætir mér.  Óttast ég það sem er framundan ..... það væri þá í fyrsta skipti á ævinni sem ég hræðist það óþekkta. 

Einhvern tímann verður allt fyrst og með handleiðslunni tek ég næstu skref án þess að hika.

 

Að ýmsu að hyggja en augun eru vonandi á bataveg! 


Nef ... ég finn og sé ...

Ég lygni aftur augunum og finn ilm af heimabakaðri pizzu og ósjálfrátt sé ég fyrir mér þann ilminn er skynjunin færir mér.  Nef eru eins ólík og þau eru mörg, stór eða lítil, löng, feit, kónganef, trýni (thi hi hi) allskonar nöfn um líffæri er situr jafnan fyrir miðju, milli augna og hvílir ofan lostafullra vara......  Afhverju ætli kartöflunef hafi ekki fengið bóndaviðurnefnið?

En svona til að útskýra þennan nefáhuga minn þá talaði ég við vinkonu mína í síma í dag og barst talið að einum ofurfögrum kappa ....... Ef einhver karlmaður er fjallgöngunnar virði þá gef ég honum mínar stjörnur.  Greind hefur að sjálfsögðu ekkert með þetta val mitt að gera, Pjúra LOSTI!

Hrikalega flottur

Þessi strákur er hrikalega flottur

Áfram með NEF söguna ..... Ég sem horfi helst ekki á sjónvarp lét til leiðast er Fjallið og sonurinn komu heim með mynd sem heitir GhostRider með N.Cage.  Ég lét til leiðast og sé ekki eftir því.

Í miðri mynd segi ég við Fjallið mitt

"Þú ættir að fara í nefaðgerð, esskan mín" 

HVAÐ, sagði minn heittelskaði .....  W00t

"já, þið væruð líkari, sko ef þú lagaðir nefið þá væruð þið ...."

AHA ..... (HRISTA HAUS KALL)

Ekki er öll vitleysan eins!  Ó, nei!

SmÁ HuGlEiÐiNg Um nEf

(þarf að ná einni nef mynd af mínum heittelskaða)


nÚnA .... dAgUrInN í DaG

Stundum þegar við sitjum og erum ekkert að hugsa, allavega ekkert sem við munum .... Þegar við náum kyrðinni og erum móttækileg fyrir orkunni sem himininn umvefur okkur.  Finna faðmlag jarðarinnar og veita henni faðminn á móti.  Það er á þessum stundum sem ég brosi og græt á sama tíma.  Gleðst yfir velgegni hinna og þakka fyrir hver ég er.  Þetta verður varla betra þar sem dagurinn í dag er gjöfin sem við öll þráum að upplifa.  Hið raunverulega nú.

Ókláraði bunkinn rokkar feitt ......

Gefðu mér sætan koss ....

Einn sætur koss / Akrýl á striga

Ég á langt í land þótt ég sé nokkuð dugleg á þessari líðandu stundu.  Í dag er ég sumarlega klædd, ég er með nýlitað og snyrt hárið, augnumgjörðin er á verri veg ...... Vinkona mín bað mig að fara til læknis því það væri lítið gaman að vera blindur ...... Þótt það gæti nú verið plús líka ef horft er til framtíðar listakonunnar sem blundar í orkuríku hjartanu.

Blinda listakonan (ekkert grín) en oft sjá blindir meira en þeir sem hafa sýn.  Það má sjá með á svo margan hátt og nota skynfærin rétt.  Ég ætla að fara að ráði vinkonu minnar og láta athuga augun í mér því ég er búin að vera slæm í dag.

Væri til í að flögra smá, kanski geri ég það


Heilarinn taldadi vid raftaekin .....

Var med matarbod í gaer .... keypti allskyns gódmeti á grillid ..... keypti fullt af allskyns drykkjum, áfengum og óáfengum ..... bjó til allskyns medlaeti svo ad hentad gaeti öllum gestunum!

Í hópnum var heilari frá Galiciu, stadsetning N-Spánn, zadan voru Asterix og Obelix söguhetjurnar er bördu mann og annan!  Zad var gaman ad skrafa, hlaeja, syngja vid undirspil Fjallsins og sídast en ekki síst hitta heilarann .... spekulera smá og svífa ósjálfrátt til ytri rýma.

Ég fylltist svo mikilli strídni og gledi (greinilega var med glediútgeislunina mína / eda kampavíns búbblur ad springa inn í mér) ... Vid fórum í heilunarleik hinum til mikillar gledi svo gestirnir sprungu úr hlátri, svo raeddum vid um heima og geyma.  Mini-Me fór og nádi í Kristalla til ad framkalla orkugeislun .... Pointid er ad zetta var gaman gaman kvöld sem endadi í saetum svefni til morguns.

Fallegt blom úr gardinum okkar .....
Eitt af fallegri blómum
Eilífdin er mín
... svo ljúf og blíd
Um hana svíf,
... zen vaengi
Ég er ein
... med zér
Lýd eins og
... einmanna sandkorn
Framtídar
Langar ad segja svo margt en zad er eins og zad er .....
Sideways

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband