Fugl eða fiskur ...

Er í vafa.  Veit hreint ekki hvort ég fari í sporðinn eða setji á mig vængina.  Snerta botninn eða taka flugið og svífa yfir himingeim.  Líklega hvorugt.  Fer bara í Hello Kitty sokkana mína og þægilega gönguskó.  Viðra mig á jörðinni enda er það staðurinn minn.  Hingað var ég send fyrir rúmlega 42 árum í hið merka hlutverk manneskjunnar.  Í lífsins skóla.

Tíminn líður mishratt og þykir mér hann hafa gefið í sérstaklega eftir að börnin kusu sér áningarstaðinn.  Nú erum við saman að styðja hvort annað, reyna á hvort annað.  Brosum, hlæjum, grátum og grettum okkur.  Finnum fyrir hverjum degi eins og nýju ævintýri, nýrri brók.

Sjómannskonan

Sjómannskonan, pastel á pappír

Í dag er laugardagur, ég fer í laugardags"júníformið" kann ekki annað.  Gæti kanski lært eitthvað annað ef ég bara nenni.  Tifið í klukkunni slær taktinn og ég vagga mér í lendunum.  Þetta er svona dagur sem allt getur gerst.  Hversdagurinn fer í hátíðlega flík og við stöndum saman, andardráttur almættis og ég, bara 2 ein.  Heart

Ég veit það að ferðalagið styttist og í huganum rokkar tíminn hraðar er takmarkar rýmið.  Síðasti neysludagur stendur hvergi á umbúðunum, endalaus uppákoma og óvissa.  Það er enn gott bragð af lífsneystanum, ég er róleg í deginum.  

Það er gott að snerta moldina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lit stundum vid a bloggid thitt og hef avallt gaman af

Soffia Magnusdottir (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 15:33

2 identicon

Já elsku vinkona gott er að vera með fæturna á jörðinni og snerta moldina og einnig með hjarta sem slær, huga sem vakir og skynjun sem er opin fyrir öllum aðstæðum og skynjar það sem er fallegt hér á jörðu. Laugardagur til lukku   mucho besos til þín í Sælulandinu

antonia (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband