Því þá kemur þoka ....

er í fangelsi og er andvaka.  Tíminn ákvað að hinkra eftir mér á meðan ég kem mér út úr þessari nauð.  Takk!

Lét undan sjálfri mér og skráði mig á námskeið á Bifröst er ber heitið "Máttur kvenna I",  já, gerði það.

Sit með imbann á hundrað og gleypi í mig brjóstsviðatöflur.  Fékk eitthvað svo heiftarlegan sviða og er búin að reyna allt.  Drekka vatn og matarsóda, drekka vatn og ávaxtasalt og loksins brjóstsviðatöfluna Almax.  Finn enn fyrir óþverra innaní mér en hef grun að helvítið gefi sig.

Er sátt og sæl, hata allt væl og brosi.  Ég viðurkenni að ég brosi með þreytulegum og andvaka augum.  Líklega er best að skella sér á koddann með góða bók því það er líklega ekki neitt eins gott við svefnleysi eins og að halla sér með skruddu.  Venjulega næ ég að lesa innan við 10 bls.

Ég er líka svo glöð út af einhverju sem ég veit enn ekki hvað er.  Ekki er ég ófrísk eða ógift "hux" ekki hef ég líkþorn né ilsig (það er nú liður út af fyir sig til að gleðjast).  Hljómar samt ekki sérlega vel að segjast vera hamingjusamur og glaður því ekkert sé líkþornið.

(MYND)

Stundum, bara stundum hugsa ég að þeim mun glaðari og sáttari sem fólk er, t.d. ég ( ég er voða glöð og skemmtileg og tæti af mér rauðhettubrandara og kveikiþráðabrandara og páfagaukabrandara.  Ég sem segi nánast aldrei brandara) Já, það er nebbl. það!  Fólk gæti kanski haldið að eitthvað skets væri í gellunni, en það er svo sem í lagi!  Mér er slétt sama hvað fólk heldur um mig, hvernig fólk sér mig eða les mig (fáir sem lesa mig núna) hehehe  (smá veila í gangi núna hehe).  

Bara svo ég gleymi ekki að nefna það við mig að þá er sólin búin að spila lykilhlutverkið í dag.  Meiri bongóhamingjudagurinn.  Tja, ef við sneiðum framhjá fílukasti sonarins og atriðinu þegar hann lét sig hverfa og ég hljóp rafmagnsstigann á tveimur jafnfljótum í þremur atrennum uppá næstu hæð að leita að litla fílupokanum.  Spretti úr spori þegar krakkinn lét sig hvefa.

Undir flestum kringumstæðum (í öðru landi eða bæ) (( t.d. Þorlákshöfn)) hefði ég bara farið heim, hellt mér uppá einn rúkandi og úðað í mig Góa rúsum.  En þar sem ég var erlendis þar sem börnum er rænt og perrarnir afgreiða í stígvélabúðum þá leið mér ekki vel að hafa prinsinn helt alene.

Anyway.  Dagurinn leið stóráfallalaus að kvöldi og nú er komin nótt er svífur í átt að degi.  Tek líklega Mávahlátur í hönd og búi mig undir blíðan svefn þar sem englarnir leiðbeina okkur sofandi mannenglum.

 Ást í poka sem ekki má loka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott þú fannst prinsinn af fúleyjum.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2011 kl. 15:47

2 identicon

Skil þig með að hlaupa!!! Var hann uppi á þakinu?

Vona að brjóstsviðinn hafi gefið sig á endanum, og þú sofnað vært

Elín Björk (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband