Allt í einu ....

....  Já, svo ógurlega snöggt þá fer litli konuheilinn á flug.  Ég elska að vera kona, ómæld forréttindi að geta lifað með sálina í konukropp, fundið hið feminíska út og inn.  Það er eitthvað svo rósrautt sem hangir yfir mér, eitthvað sem segir mér að lifa hægt og njóta rólega.

Í glerskápnum eru fögur kristalglös, svo undurfalleg að ég stenst ekki mátið.  Ég tek þau eitt af öðru og stilli þeim á eldhúsborðið.  Er hversdagslega hátíðleg.  Við drekkum sódavatn úr fallegum glösum gerðum úr kristal.  Munstrið er olífublaðið.  

Ég er búin að vera löt, svo ógurlega löt með kroppinn, það er eins og sálin sé ósátt og tók heilann á eintal.  Við erum að vinna í því að gera heilann að herranum í hinum feminíska líkama og vinnum nú hörðum höndum í því að finna hamingjustatus umfangs.  Já, það er þetta með hamingjuna og hugann!

Ég er ferleg þegar kemur að brjóstahöldurum.  Kannastu við að hafa annað alltaf svolítið poppaðra en hitt?  Sko mitt vinstra = hægra séð frá þér er mun poppaðra en hið hægra.  Kanski vegna þess að ég er með þjálfaðra vinstri heilahvel en nei, þá ætti að að vera öfugt!  Fann samt góðan stuðning um daginn og nærur í stíl.  Ofurkroppurinn gengur í fínum blúndu undirfötum við hverskyns tækifæri.

Man eitt sinn er ég vann við sérlega verkefnagerð að við hvern áfanga verðlaunaði ég sjálfið með fallegum undirfötum.  Eigum við ekki bara að segja að ég eigi slatta til skiptana InLove

Ég er pínu  að stelast.  Hugleiði stundum tilganginn!  Svo horfi ég á laufblaðið á rósinni og dáist að því hvað það er fullkomið.  Er bara þarna með mikilvægt hlutverk lífkerfis rósarinnar.  Já, lífið hefur sannarlega tilgang og hann stækkar og verður umfangsmeiri eftir því sem árin líða, eftir því sem við njótum meira og hrópum hærra í hjartanu.

Það er þetta fallega í stundinni er lyftir mér hærra.  Ég kann ekki að lýsa því, hef enga lausn né get mér í eyður.  Ég er hér og ætla að njóta þess.

Á eldhúsborðinu er fallegt kristalglas sem ég fylli af sódavatni fyrir börnin mín, sparistellið er slitið og notað!  Það fer að líða að nýju sparistelli því lífið er hversdagslegt með öllum fallegu litríku stundunum sem ég á með þér Heart

Það væri synd að segja að lífið væri ekki ánægjulegt.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Yndislegt, sé alveg fyrir mér sódavatn í fallegu glösunum þínum og laufblaðið á rósinni, rósin trónir á toppnum en hvað væri hún án laufblaðanna neðar á stilknum, það eiga víst allir sín hlutverk, það er alltaf jafn gaman að lesa lífsviðhorfið þitt

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.4.2011 kl. 18:37

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2011 kl. 00:46

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Leyfðu bara hjartanu að ráða þá fylgir heilinn á eftir .. hmmm eða þannig

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.4.2011 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband