Gaman að því ....

það er eins og með margt annað mismikilvægt að við getum endalaust haft gaman af því.  Það þarf ekki að vera merkilegt né hipp og kúl.  Það sem hins vegar gerir það athyglisvert ert þú.  Þú sem gefur þér tíma og stund til að framkvæma, hugsa eða snerta það.

Tilveran okkar er fallegri ef við bara gefum okkur að henni.  Ræktum það ljúfa í hinu leiða og gerum hið ósýnilega sýnilegt.  Hversdagsins töfrar.

Bara það að vakna og þakka tilveruna hefur okkur á annað plan dagsins.  Njóta stundarinnar og þeirra verkefna er bíða okkar.

Klárlega er það þessi dagur sem skiptir sköpun í lífinu því ég geri betur en í gær, allaveg reyni það.

Dóttlan ákvað að hún væri hætt að borða kjöt.  Nú er móðirin í því að finna út hina girnilegu grænmetisrétti.  Í gær voru það pönnsur fylltar með ljúffengu grænmeti sem eldað var á pönnu og ostur settur yfir í lokin og gratinerað í ofni.  Pönnsurnar voru virkilega góðar og ekki spillti grænmetis súpan fyrir.

Það er hins vegar eins og með aðra eldamennsku að hún er leiðigjörn, eða hvað?

Í dag þá er ég með súpu sem inniheldur, lauk og hvítlauk, spínat og kúklingabaunir ásamt allskonar laufum og fersku kryddi.  Hún er bragðgóð en útlitið kanski ekki jafn girnilegt.

Dóttla vill helst að ég setji töfrasprotann í pottinn en það verður ekki gert i dag.  Nú þarf að reyna á það að vera grænmetisæta.  Það standa 2 ólíkar teg. af súpum á gashelluborðinu svo nú hefur daman val.  Grænmetissúpa A eða grænmetissúpa B.  Mér er nokk sama hvora ég fæ mér þar sem þær henta mér báðar!

Sonurinn er ekki grænmetisæta, vill helst ekki leggja sér grænt til munns en hann elskar heimagerðan sveitamat.  Baunasúpur, kjötsúpur og reyndar pasta.  Já, pasta í öll mál og þá væri friður í himnaríki.

Sólin er farin að gera sig breiða við Iberíuskagann, alveg spurning að koma sér út þegar kona tekur pásu í húsmóðurverkum.

Já, svei mér þá held ég nái mér í slykju fyrir Íslandið ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband