Hægri snú og hælsveifla.

Fékk fínustu heimsókn í gærkvöldi og átti frúin á bænum í heilmiklum vandræðum með að ákveða hvort hor eða skeinhöndin yrði baðað út.

Skemmtilegt kvöld þar sem yfirpjöllur náðu að hella í sig slatta af rauðvíni svo um munaði!  Jamm og namm.  Takk fyrir skemmtilegt kvöld Anna.  Við vorum svo fyndnar saman að makarnir okkar voru farnir að líta á okkur með sínum hornfögru augum!

Í dag er ég með KVÍÐA .............. Hvað er að ske með mig eiginlega.  Kvíði hefur alltaf verið tilfinning sem ég hef blásið á og fiðrildin hafa aldrei náð að suða í vömbinni minni.  Nú er engu líkara en að andahópur marseri inní mér og engin skýring finnst á þessu.

Þakka bara fyrir að vera ekki með glútenóþol eða kampavínsóþol ....  Nehhhh, það má nú ekki vera að segja svona hluti og ég tek það til baka þótt ég stroki það ekki út.  Kanski ég hugsi ró og frið.  Sjái fyrir mér hafið á yndisfögrum stillum degi.  Finni ilinn frá góðum félögum mínum.

Ætla að segja þessari rússibanatilfinningu upp, þetta er vont vont ekki neitt gott gott!

Snillingurinn kveður og ætlar að drepa nokkrar endur áður en dagur líður! 

Er búin að kaupa mér svona föt til að svitna í.  Hreystin uppmáluð og ætlaði að byrja í mínum fyrsta tennistíma í kvöld en Fjallið gleymdi að panta. Í kvöld verður sem sagt íþróttaiðkun með öðrum hætti! 

Have fun, fun, fun - We live today - Maybe not tomorrow!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Vonandi ertu laus við kvíðann, ef ekki gæti íþróttaiðkun kvöldsins losað hann í burt?

Smús til þín**

Elín Björk, 13.9.2006 kl. 19:33

2 Smámynd: Solla Guðjóns

O maður getur orðið svo fyndin af rauðu.

Vona að þér hafi gengið vel á skittiríinu og jafnvel náð að drepa hells kvíðann

Og jájá íþróttaiðkun þarf ekki alltaf að vera dýrkeypt...

Solla Guðjóns, 15.9.2006 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband