Sælleg í sólinni

Það er búið að sýna sig að veðrið er og verður frábært í dag eftir 2ja daga úrhelli og þrumur.  Allur gróður hefur tekið snarlega við sér og mín hefur ekki undan að snyrta og laga til í portinu sínu.  Kanski að portið mitt sígræna sé garðurinn sem Óli Indjáni sá og mín ekki að flytja!

Mig dreymdi Óla Indjána í nótt og var hann ferlega úfinn í draumnum sem veit á gott.  Mín sem er forvitin um framtíðina spurði ditten og Óli sagði mér að hann gæti ekkert sagt mér ef hann fengi ekki upplýsingar um fæðingardaginn minn og hvernig stæði á því að ég væri ekkert búin að mála neitt undanfarið.  Thi hi hi ....  Fyndið, Óli að ýta á mig og má segja að draumurinn hafi verið til góðs því ég rölti mér í byggingarverslun bæjarins og keypti mér króka til að henga upp nýja mynd er nefnist El Bosque, en á hins vegar eftir að fá nafn blessað verkið.

Myndin er komin upp, og 3 striga bíða þess að verða pennslaðir í nýrri útfærslu.  Það er kominn kláði í mig að gera eitthvað.  Mig langar að gera soldið en veit ekki alveg hvernig staðan er og og og ....

 

Vantar smá uppsveiflu og snert af kreisýnessi og láta svo vaða.  Var að gera mynd fyrir skautadrottninguna Sigrúnu Pigrúnu en hana má sjá á www.zyrnirosin.blogspot.com lítil vatnslitamynd gerð fyrir duglegustu konu í heimi.  Búin að grennast um 65 kg og mín sem er að rembast við næstu 10.  Já Sigrún Pigrún fær hrósið og knúsið í dag.

Í sól og sumaryl ég málaði þessa mynd ... frekar stolinn texti en það er sól, það er sumarylur og ég málaði þessa mynd handa Sigrúnu Skautadrottningu.

Hversdagslífið er það sem gerir lífið yndislegt, þess virði að vera til, það er gaman! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig Grunaði Gvend, þ.e. sitrónuna sem er blá bolla þegar allt kemur til alls! Ég smellt mér strax inn og breytti þessu svo að nú eiga allir sem vettlingi geta valdið að kommenta ....
Ég gerði eina Feita fyrir illoið ... þú ættir að setja bláu bolluna þína þangað ..... hún er svo æðisleg!

Ógeðslega heppin, over and át!

ógeðslega heppin (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 16:00

2 identicon

Nei,hún gengur ekki á IF. Upphafið af bláu bollunni er "beis" þannig að það leynist engin list bak við þessa elskulegu bollu sem stundum er bleik eða gul eða hvernig sem er, allavega í tölvunni ... hún er líka til hérna hjá mér ókláruð inni í skáp (er alltaf að breyta bakgrunninum) í kjötheimur er bollan húðlituð (svona eins og svín)

Lisa (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 16:09

3 identicon

thi hi hi.....svínslega saet!

zordis (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 17:22

4 identicon

-Og ertu núna búin að mála á alla strigana eða varstu í góðu yfirlæti hjá tengdó í allan dag?

Elín pelín (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband