Blómaferð á Útimarkaðinn skal haldin ...

Í dag 7unda mai er mæðradagurinn á Spáni.  Í dag eru börn með mæðrum sínum og hlutverk okkar í dag er að fara á útimarkað í sveitasæluna og kaupa blómvönd fyrir tengdamóður mína.  Elsku Mamma ég gef þér ekki blóm í ár vegna fjarlægðarinnar en ég skal teikna blómvönd í skýin og blása hann yfir hafið!

 Allar mæður, Til hamingju með daginn!

Dóttir mín kom svefnleg til mín í morgun með litla gjöf.  Hún hafði farið í gærmorgun að kaupa litla mæðradagsgjöf er ég fékk á sængina í morgun.  Takk elskan þú ert yndisleg!

Brakandi sólskín er fyrir utan niðurdregnar gardínurnar.  Heimilið er að lifan við ... bóndinn er eitthvað lúin og vill 10 mín í viðbót ;)  Við áttum góða fjölskyldustund í gær og fórum á lítinn pizzustað í bænum okkar og skemmtum okkur hið besta.  Brandarastund og fótboltaleikur með hnífapörum var leikið á meðan beðið var eftir matnum við litla gleði mína.  Hvað um það, maturinn var góður, allir voru glaðir og við röltum síðar heim á leið með viðkomu í "late night café" hjá zóta sem var ferskur að vanda.

Tilhlökkun að eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum.  Hamingja er besti vinnustaður í heimi.  Við uppskerum eins og við sáum, við vinnum saman að markmiðinu eða ein.  Hamingjan er hvorki í lit né rauðu ljósi.  Hamingjan er birtan sem skín í brjósti þér!  Faðmalag til þín! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju sömuleiðis dúllan mín með daginn, vona hann hafi verið þér eins dásamlegur og þú óskaðir þér!!
Knús

zoti (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband