Við erum sköpuð fyrir hvort annað .....

Hann er hlýr og blíður, leggur arma sína um hálsinn og nuddar mig.  Ég lygni aftur augun og læt nuddið fara lengra í huganum og er komin í annan heim.  Hann er dökkur yfirlitum, styrkur og fámáll.  Það er svo sem allt í góðu því ég þarf engar umræður, þarf engin gæluyrði því unaður nuddsins fylgir mér á aðra vitund þess að vera.

Ég sting honum í samband og set á stillingu 2, marrið er eins og í litlum traktor.  Ég verð að passa mig að hafa hann ekki of lengi tengdann, ég nýt þess.

45€ eins og tveir tímar hjá nuddara.  Þrællinn minn mun fylgja mér næstu daga, vikur og mánuði InLove  Er eins og elskhugi hugans og nautnastund holdsins.  Maðurinn minn er lítið hrfiinn af honum og þykir hann fara mér ílla.  Hálfgerð geimtilfinning að eiga við hann.  

Hálsnuddarinn

Mætti halda að nuddarinn sé ógnvæglegur

Það er varasamt að nota hann lengur en í 10 mín í senn en ég viðurkenni að hafa misnotað vininn fyrstu dagana og varð ég undarlegri í höfðinu heldur en ég að mér að vera.

Eins og hann er góður þá er hann ekki beint klæðilegur en ég er engin tepra og læt mig hafa það, þótt með einsdæmum ófríð sé á meðan á unaðinum stendur.

Margt gott í góðu þótt fegurðin gjaldi þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þú ert flottust :)

Margrét M, 31.1.2011 kl. 15:31

2 Smámynd: www.zordis.com

Allaveg afslöppuð e.nuddið ....  Dóttlan var nú ekki alveg að fíla myndina af mér en ég tók hana í Photo bucket og er hún afskræmd, þokkaleg miðað við margt annað hehe

www.zordis.com, 31.1.2011 kl. 16:06

3 identicon

lol þú ert bara yndisleg með eða án "elskhugans ógurlega" ... en misnotaðu ekki ræfilinn því þá bitnar það á þér sæta mín

elska að lesa "þig" hér......knúz í þinn heim :*

antonia (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:17

4 identicon

Hrikaleg mynd madré mía.

Rósa (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband