5.2.2011 | 11:38
Litfögur og fín ....
..... það er sólin sem stingur sér í dýpi hjarta míns.
Geislarnir berjast í kapp hver við annan, syngja. Töfrar söngsins festa sig við andlit mitt og leggi. Ég get farið berleggjuð og örmuð út, staðið og látið geislana syngja mér lag. Eitt lítið lag er hvílir í sálinni, vaggar sem barn í faðmi móður.
Lagið er gamalt lag, skemmtilegt og kippir í kroppinn. Skemmtilegt.
Sem minnir mig á að þversögn þess að vera skemmtilegur er lífs lifandi manneskja. Ég kynntist "honum" fyrir 2 árum og ég man hvað mér þótti maðurinn hundhelvíti leiðinlegur. Ég hef stundum hugsað um af hverju maðurinn var svona leiðinlegur en það var ekki eitt, heldur allt. Samt get ég ekki hætt að hugsa um að hann gæti ekki verið svona leiðinlegur, ekki möguleiki.
Niðurstaðan, ég var leiðinleg, snobbhænsni dauðans og allt of falleg. Með þessum kostum dró ég allt hans leiðinlega í ljós. I´m the boring one.
Að vera of fallegur fyrir fylgdina getur stundum skemmt, komið hinu neikvæða á framfæri. Fyrir utan ég var ekki hans "cup of tea" og ef það skiptir einhverju máli hann var sko ekki að gera neitt fyrir mig.
Möndlutréð
Fegurðin leynist allstaðar. í hjartanu hugsa ég um þig, þá einu fegurð er minningin kann. Ég elska fegurðina í deginum, ljósið og myrkrið er togast á um hjarta mitt. Það er nostalgía sem breiðir yfir mig þegar ég horfi á ykkur berjast, fyrir degi, fyrir nótt.
Nótt og Dagur, systkin er láta ljós sitt skína hvort á sinn dásamlega máta. Í nóttinni elska ég að vera til, baða mig í þögninni, nýt þess að finna hjartslátt dags er rennur upp. Ég verð samt að hvíla mig en tími því varla. Þegar klukkan er langt gengin í 04 veit ég að ég verð að hvíla augun, spegil sálar. Ég sef samt ekki lengi því ég er vöknuð kl. 08 eða 09, tími ekki að sleppa þér. Þú sem lifir í lífi mínu.
Svo koma nætur, dagar sem ég hverf í eigin skinn og verð ósýnileg. Það er gaman. Bezt!
Úr engu í allt þá er Hr. Skemmtilegur bara ansi skemmtilegur, nóttin björt og dagurinn myrkur. Allt eins og sálinni skapast á þeirri stundu.
Ég elska tilveruna sem skjallar mig, elska umhverfið er hlúar að mér. Ég er prinsessa!
Töfrandi veröld
þú ert mín
mín
bara mín
með töfrum
sjáaldur blikar
ég dreypi
af bikar
eilífðar.
Ég er prinsessa á laugardegi
litfögur og fín.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Athugasemdir
Svakalega fallegt þetta möndlutré. Set það á gróðurhúsalistann minn :)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2011 kl. 08:25
Alveg spurning að koma með afleggjara!
www.zordis.com, 8.2.2011 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.