Heimurinn ...

...  Séður frá einni konu.

Hún er bara ein með sína eigin sýn, stendur frammi fyrir öllu en nýtur aðstoðar þeirra er umkringja hana.  Já, konan er aldrei ein þótt við séum það alla tíð.

Tilfinningar, hugsanir og margvísar skoðanir móta okkur og marka.  Utanaðkomandi áhrif og bylgjur sem slípa okkur til, gera okkur að því sem við erum.

Allskonar orð sem hvergi rata á blað, litir sem fæðast aldrei á striga en búa í hjartarótum sálarinnar, minningar er fylgja þér spor úr spori en fá ekki að þróast heldur vaxa innra  með þér.  Sum blóm þurfa lengri blómgunartíma.  Það er í góðu lagi!

Blómið mitt er kanski ekki það fallegasta en ég reyni að hlúa að því.  Mistekst stundum og sé þá að næringin skilar sér ekki í allra fínustu hárenda laufblaðanna er vernda stilkinn.  Það þarf að vera jafnvægi, já það þarf. 

Svo koma þær, hugsanirnar því við vitum best.  Langbest þ.e. við sjálf.  Við getum grætt með huganum, getum skapað með brosinu og brætt heiminn með því einu að senda kærleik frá okkur.  Kærleiksbylgjur eru komnar í ytra rími tilveru minnar og ég vona að þær snerti þig.

Heimurinn er lítill, hann ert þú!

Fyrsti kossinn

Koss úr heim í heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2011 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband