Í grennd ...

að líta út fyrir skel, sjá það er vex þér næst.  Ég þarf ekki að leita langt til að sjá blómin er teygja anga sína.  Það er dulúð yfir ljósaskiptum, raki í loftinu e. nóttina og plönturnar að vakna hver af annari.

Ég sé alltaf fyrir mér mikinn darraðadans þar sem allir þjóna sínu lykilhlutverki í vexti dagsins.  Orkidean þarf líklega stærri pott því hún hefur dafnað svo vel, aldrei gerst hjá mér áður að þurfa umpotta Orkideu en það er greinilega fyrst í öllu sem við gerum.  Haway rósin blómstrar ríkulega þessa dagana og gefur af sér kærleik í hjartað sem snertir mig.

Kærleikurinn er ferli sem lifir í öllu, allir eru megnugir að skynja, finna og sjá.  Kærleikurinn rokkar!

Rakinn hangir í 75% og hitinn er komin í tæp 20° og klukkan er rétt rúmlega hálfátta.  Það er skóli hjá ungviðinu og mamma útbjó hafragraut með eplum handa heimasætunni.  Já, sætan mín fær hollustu fyrir langan dag! 

Athafnir og framkoma hafa mikið að segja um okkur sjálf, í raun allt.  Aðgát skal höfð í nærveru sálar er veganestið mitt í daginn.  Ein snerting, eitt bros ljúfir fylgdarfiskar er kyrja morgunsönginn.

Sjálfsmynd ....  Kærleikur og orka

Kærleikur og Orka, akrýll á striga 30 x 60

Við erum eitt í öllu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Elsku Þórdís mín, gott að vakna við þennan lestur og litagleðin sem er að "hrjá" þig er æðisleg þessa dagana. Tek brosið með mér inní daginn.....love gusla

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 20.9.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband