Í kærleikanum ...

Dúa ....  Í kærleikanum "fliss"

Í stað þess að púðra á mér nefið huga ég að því mikilvæga.  Því sem býr innra, spurningar og ósvöruð svör fara með reglubundnum takti í æðakerfið.  Ég má ekki missa taktinn, hvorki draga úr né gefa í.  Allt þarf þetta að gerast með hefðbundnum hætti á sínum lífvænlega hraða.

Ég kom til þess að elska, sem ljósgeislinn eini.  Ég fékk í guðsgjöf, einfaldar gjafir sem voru innrættar í hjartað.  Ég fékk val og lærði að lifa í degi.  Dagarnir urðu margir, sumir einhæfir, aðrir lítríkir, sumir voru hræðilegir en sem betur fer voru þeir færri en fyrrnefndir.  Dagarnir voru ég.

Í mannlegum mætti hafði ég völd á eigin líðan og háttum, gat þjálfað betri hliðarnar mínar, verið prúð og ég gat líka freistað hinni hliðinni og hleypt henni út eins og hungruðum úlfi.  Úlfurinn fær aldrei að finna frelsið, honum langar en, nei.  Það er móðurstöðin sem stjórnar og við viljum beisla kvikyndið.

Svo kom nóttin og ég lærði að lifa í nóttinni, þar kynntist ég nýjum hliðum, löngunum og freistingum.  Nóttin var í senn fögur silfurslegin ísslæða er ég bar í brjósti og bar við vitin til að fá súrefni, fá blóðið til að góssa upp lífskraftinn.  Nóttin varð hluti af mér því við náðum svo vel saman. 

Hvort sem það er nótt eða dagur þá erum við mætt, tilbúin eða ekki, til að takast á við það sem mætir okkur.  Ég held við séum ávalt undirbúin hvort sem hið innra sé tilbúið.  Lífið er gegnsætt, það er sykursætt og af því hangir angan af hunangi og bíflugnaseið. 

Við getum stjórnað mestu af því sem rekur á fjörurnar, ekki öllu.  Spáðu ef við gætum bara stjórnað öllu, þá meina ég öllu.  Get ekki hugsað það til enda ....

Með jákvæðum hugsunum og fallegum gjörðum þá megnum við mikils, við breytum heiminum með því að byrja á sjálfinu og smitum svo hvert annað með hinu góða.  Eitt bros, hlýr faðmur og ljúfar minningar er góð byrjun.

Klippimynd

Æðruleysisbænin

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Yndislegur pistill elsku vinkona. Fallegt umhverfi æðruleysisbæninnar....love itt svona fyrir nóttina...buona notte cara mia.!!!xxx

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 20.9.2011 kl. 21:50

2 Smámynd: www.zordis.com

 Buona notte amore mia!

www.zordis.com, 20.9.2011 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband