Það var svo lítið ..

Fyrir framan mig er strigi, hann er hvítur.  Ég ligg í huganum í ökklaháu grasinu og horfi í skýjin, þau eru mjúk og mynda allskonar fígúrur.  Ég sé fallegt tré og stóran fugl.  Svo miklu stærri en allt annað.  Ég leik mér að orðum og set saman tákn fyrir daginn. 

Lífsins tré birtist mér og þá veit ég að vinur er mér næstur.  Vináttan er líklega eitt af því dýrmætasta sem við eigum.  Ég staldra aðeins við í þeirri hugsun og tengi við manneskjur sem ég met og þekki.  Ég get ekki annað en vonað að ég sé þessi vinur á móti, sá sem þú þarfnast.

Ég geri milljón mistök, skýli mér hins vegar ekkert á bak við hið mannlega en bið þig að hafa það í huga.  Við getum ávalt verið vinir þótt á dagana okkar skíni hvorki sól né sæla.  

Vinir eru liklega það besta sem hægt er að tileinka sér Heart

Neðanarðar

Að ógleymdri fjölskyldunni

Striginn varpar birtunni í augum svo ég blindast þar sem að sólin skín á bak við mig.  29° og birta.  Ekki ætla ég að kvarta yfir því og set bara á mig sólgleraugun.  Það má bjarga mörgu með einföldum trixum.

Heimasætan komin heim úr skólanum svo það er lag að handera eitthvað fóður og bera á borð.

Yndi í daginn þinn InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Dásamlegt elsku Þórdís mín....yndislegt korn og ha 29 stiga hiti, nánast það sama hérna, aðeins lægri hitastig eða 9 og úrhellisregning eins og hún gerist verst í Milanó...

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 26.9.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband